Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024
29.12.2024 | 22:46
Aldursforsetinn
Ég fór á þungarokkshljómleika í gærkvöldi í Iðnó þar sem hljómsveitin "Múr" hélt útgáfutónleika. Ljóst var að ég yrði aldursforsetinn ef ég gerði ekkert í málinu. Þessvegna bauð ég góðum eldri vini mínum á tónleikana.
Áður en mínir menn í "Múr" byrjuðu var tími til að gaumgæfa aðstæður og skoða mannlífið. Ég ákvað að mæta ekki í jakka og með bindi. Það reyndist rétt ákvörðun og í stíl við klæðaburð 99% áheyrenda. Annars hefði ég verið eins og þegar ég fór á ball í Austin í Texas fyrir margt löngu í einkennisbúningi ungra hægri manna á þeim tíma.
Mikið var ég ánægður með unga fólkið sem sótti þessa hljómleika. Snyrtilegt, kurteist og ekkert vesen eða leiðindi. Flott ungt fólk. Meira að segja bar að vörpulegan ungan mann sem bauð mér sæti sitt og sagði að ég ætti það skilið vegna þess að ég væri búinn að gera svo mikið fyrir land og þjóð. Það tókst ekki að reyna að vera óþekkjanlegur. Ég þakkaði honum vel, en sagði að ég væri það ungur að ég þyrfti ekki stólinn.
Hljómleikarnir voru síðan eins og góðir þungarokkstónleikar eiga að vera og sem betur fer hafði ég að læknisráði tekið eyrnartappa með, sem dugðu vel þegar hávaðinn fór yfir heilsufræðileg þolmörk homo sapiens. En það er hægt að mæla með strákunum í "Múr" fyrir þá sem hafa gaman að þungarokki.
27.12.2024 | 10:14
Ekki meir ekki meir.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna(SÞ) kommúnistinn Guterres fordæmdi í gær loftárásir varnarsveita Ísrael á Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin í Yemen.
Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin sem klerkastjórnin í Íran notar til óhæfuverka og styður með vopnasendingum hefur á annað ár skotið flugskeytum á Ísrael og valdið töluverðu eigna- og manntjóni. Þeir hafa stundað sjórán um árabil og iðulega tekið kaupskip í gíslingu. Það raskar ekki ró Guterres heldur að brugðist sé til varna gagnvart þessum rumpulýð.
Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin eru eins og önnur þessarar gerðar í þessum heimshluta. Þeir hafa engar áhyggjur af öryggi og velferð eigin borgara. Þeir eru í heilögu stríði gegn stóra Satan þ.e.Vesturlönd og Ísrael.
Yemen brauðfæðir sig ekki og færðu ríki hins stóra Satans fyrir tilstilli SÞ þeim ekki ríkulegar matargjafir væri hungursneyð í landinu.
Guterres hefði fyrir löngu átt að hafa forgöngu um að SÞ gripi til aðgerða gagnvart Houti vígasveitunum og stöðvuðu ógnir þeirra gagnvart öðrum fullvalda ríkjum og sjórán. En það hefur hann ekki gert og ekkert raskar geðhrifum þessa ónýta framkvæmdastjóra nema þegar gripið er til varna gagnvart þessum óaldarflokki. Þarf meira til að sýna hversu gjörsamlega vanhæfur þessi maður er?
Raunar er af nógu að taka. Guterres framkvæmdastjóri hefur það helst til málanna að leggja, að rýra lífskjör á Vesturlöndum með því að krefjast þess að þau dragi úr framleiðslu vegna þess að jörðin sé að stikna úr hita (við finnum nú heldur betur fyrir því þessa dagana) og Evrópa þurfi að taka frá fleiri hælisleitendum. En hann gerir ekki sömu kröfur á hendur Kína, Saudi Arabíu eða Japan svo dæmi séu nefnd.
Hvenær ætla Vesturlönd að vakna og reka óværu eins og Guterres til að SÞ. geti á ný öðlast þann sess sem þetta þjóðarráð á að hafa.
26.12.2024 | 12:19
Við höfum gengið til góðs
Árið 1981 bjuggu 40% íbúa heimsins við sára fátækt. Efnahagsvöxtur og sigur markaðssamfélagsins (kapítalismans) yfir ríkisstýrðum áætlunarbúskap kommúnismans breytti þessu.
Nú 40 árum síðar eru 8% íbúa heimsins talin búa við sára fátækt. Við höfum því sannarlega gengið til góðs. Fólki var hjálpað til sjálfshjálpar. Spakmælin "Sjálfs er höndin hollust" og "Sinna verka njóti hver" gilda alltaf í mannlegu samfélagi.
Fyrir 60 árum fékk Lyndon B. Johnson sem síðar varð forseti Bandaríkjanna samþykktar tillögur sem nefndar voru stríð gegn fátækt "war on poverty" Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur gríðarlegar fjárhæðir og höfðu neikvæð áhrif á framleiðni í landinu, en drógu sáralítið úr fátækt í Bandríkjunum.
Það skiptir öllu að koma fólki til sjálfshjálpar eins og sagt var að Erlingur Skjálgsson jarl á Rogalandi var sagður hafa gert fyrir 1000 árum og var orðað þannig hjá Snorra Sturlusyni:
"Öllum kom hann til nokkurs þroska."
Ríkisstjórnin ætti að hafa þetta í hug í baráttunni við fátækt í landinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2024 | 11:30
Friðurinn á jólanótt fyrir 110 árum. Ekki skjóta, þá skýt ég ekki.
Í desember 2014 fyrir 110 árum, í byrjun fyrri heimstyrjaldar höfðu Þjóðverjar sótt inn í Belgíu og Frakkland. Þýski herinn gróf skotgrafir og tæpum kílómeter frá voru skotgrafir Breta. Á milli þeirra á einskis manns landi voru lík fallinna félaga.
Á aðfangadagkvöld settu þýsku hermennirnir upplýst jólatré fyrir ofan skotgrafirnar og sungu Heims um ból. Bresku hermennirnir tóku undir. Eftir að hafa skipst á hrópum sín á milli "You no shoot, we no shoot" komu hermennirnir upp úr skotgröfunum til að heilsast og skiptast á sígarettum, skosku viskí og þýskum snafs.
Á jóladag hjálpuðust þeir að við að grafa hina föllnu og héldu minningarmessu. Þeir sungu saman 23. Davíðssálm á þýsku og ensku jafnhliða. Hermennirnir skiptust síðan á gjöfum og kepptu í fótboltaleikjum. Engin vildi halda stríðinu áfram. Ungir menn sem áttu framtíðina fyrir sér og vildu eiga hana í sátt og samlyndi við þá sem þeir voru í stríði við.
Hershöfðingar og stjórnmálamenn urðu vitstola af reieði, þegar þeir fréttu þetta og hótuðu hermönnunum að refsa þeim grimmilega og jafnvel að þeir yrðu skotnir. Tilgangslausa stríðið hélt því áfram. Milljónir ungra manna féllu fyrir ekki neitt. Það var engin málsstaður sem verið var að berjast fyrir.
Þýskur hermaður skrifaði heim eftir jóladagsvopnahléð 1914:
"Mikið var þetta yndislegt, en samt skrýtið"
Haldið hafði verið að ungu mönnunum að óvina hermennirnir væru samviskulausar skepnur,annað kom í ljós aðfangadagskvöld 1914. Ungir menn sem voru að berjast á fölskum forsendum. Því miður voru stjórnmálamennirnir og herforingjaráðin svo heillum horfin að þeir gátu ekki horft á fáránleika stríðsins og samið vopnahlé og koma á friði.
Æskilegt væri að stjórnmálaforingjar í dag gæti tekið sér þýsku og bresku hermennina sem sömdu vopnahlé upp á sitt eindæmi á aðfangadagskvöld 1914 sér til fyrirmyndar og sameinast um að gera heiminn betri og stuðla að bættum hag og aukinni velferð í anda jólaboðskaparins, sem er:
Friður, fyrirgefning og kærleikur.
Vona kæru vinir að þið eigið öll gleðileg jól.
Gangið á Guðs vegum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2024 | 09:02
Nú tekur alvaran við.
Ríkisstjórnarsamstarf er ekki lautarferð táningsstúlkna með tilfallandi skrækjum og hlátrasköllum. Í aukaþætti Silfursins í gær mátti á stundum ætla að þannig litu stöllurnar, Inga, Gerða og Rúna á málin.
Viðfangsefni ríkistjórna eru dauðans alvara og miklu skiptir að vel takist til og fólk nálgist viðfangsefnin í samræmi við sjónarmið sín vit og skoðanir. Lausnir vandamála eru ekki fólgnar í fleðurlátum eða gleðileikjum vinkvenna.
Í stjórnarsáttmálanum kennir ýmissa grasa eins og gengur og markmiðin um margt háleit, en á það skortir að gerð sé grein fyrir með hvaða hætti á að framkvæma allt það sem ríkisstjórnin ætlar að gera nema stefnt sé í enn meiri ríkissjóðshalla.
Stefna ríkisstjórnarinnar er að ná hallalausum fjárlögum og hækka ekki skatta. Hvorutveggja frábær markmið. En þá reynir á það sem fráfarandi ríkisstjórn lét aldrei steyta á, en það er að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Hætt er við að þegar þangað kemur verði fleður- og gleðilætin minni á stjórnarheimilinu en í silfurþætti gærkvöldsins.
Ánægjulegt var að sjá að ríkisstjórnin ætli að huga að íslenskri tungu, menningu og náttúru, það verður raunar ekki gert nema Samfylkingin og Viðreisn taki upp aðra stefnu en þeir fylgdu á síðasta kjörtímabili í innflytjenda- og hælisleitendamálum.
Gengið er út frá rangri forsendu í upphafi stjórnarsáttmálans þegar talað er um að rjúfa þurfi kyrrstöðu og þar hlítur að vera átt við atvinnulífið. Þar hefur og er heldur betur ekki um kyrrstöðu að ræða en sótt fram á mörgum sviðum. Það er raunar eitthvað sem ríkisstjórnir hafa lítið með að gera. Ríkisstjórnir vinna best að öflugara atvinnulífi með því að láta ríkið ekki þvælast fyrir og gera ekki upp á milli fólks.
Þar vantaði í stjórnarsáttmálann nauðsynlega stefnumótun um skattlagningu fyrirtækja og þá sérstaklega að afnema ívilnanir í virðisaukaskatti fyrir ferðaþjónustuna, stærstu atvinnugreinina landsins og fráleitar endurgreiðslur til sumra annarra atvinnugreina eins og t.d. kvikmyndagerðar. Til að móta þjóðfélag á jafnréttisgrundvelli verða allir að sitja við sama borð, en ekki hlaða í spillingarbálköstin með mismunun borgaranna og atvinnugreina.
Í pistli sem þessum er ekki hægt að gera stjórnarsáttmálanum viðhlítandi skil, en ég velti fyrir mér nokkrum atriðum. Talað er um að taka upp réttlát auðlindagjöld t.d. af útgerðinni. Hvað er það? Hver er dómari um réttlætið og hvaða stefnumörkun er þetta yfirhöfuð. Í raun er þetta ekki stefnumörkun heldur orðagjálfur.
Það er góð og gleðileg stefnumörkun að hækka elli- og örorkulífeyri í samræmi við launavísitölu og með ólíkindum að fráfarandi ríkisstjórn skuli hafa þybbast við að gera það.
Fjölgun lögreglumanna er löngu tímabær og nauðsynleg. En það þarf líka að setja víðtækari reglur um heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna og aðgerða vegna þeirra.
Evrópusambandsdraumur Viðreisnar og Samfylkingar fær rými og ákveðið að þjóðin skuli greiða atkvæði um hvort stefna eigi að aðilda að efnahagslega hnignandi Evrópusambandi eða ekki. Lýðræðissinnar geta ekki haft á móti því að þjóðin sjálf kveði upp sinn dóm og þá reynir á að við fullveldissinnar höldum vöku okkar og komum í veg fyrir aðild að ES með ötulli baráttu fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands.
En nú fær ríkisstjórnin sína hveitibrauðsdaga eins og nýar ríkisstjórnir fá að jafnaði og allra hagur að hún nái að vinna sem best úr málum meðan hún nýtur skjólsins af þeim.
21.12.2024 | 07:44
Sólstöðustjórnin
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tekur við völdum í dag á vetrarsólstöðum. Sólstöður er það kallað þegar sólin stendur kyrr. Eftir vetrarsólstöður fer sólin að hækka á lofti.
Því má líkja við þær væntingar sem margir hafa fyrirfram til væntanlegrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin fær gott leiði og þjóðhagslega skiptir öllu máli að hún spili vel úr sínum spilum.
En sem komið er vitum við lítið um áherslur væntanlegrar ríkisstjórnar, en það gæti komið í ljós í stjórnarsáttmálanum og vonandi er þar greint á milli aðalatriða og aukaatriða í þeirri moðsuðu sem stjórnarsáttmálar almennt eru.
Okkur er gjarnt að búa til sérstök nöfn á ríkisstjórnir. Um er að ræða ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Morgunblaðið kallar hana valkyrjutjórnina. Valkyrjur höfðu það aðal hlutverk, að sækja fallna hermenn og flytja þá til Valhallar. Ekki góð tivísun fyrir ríkisstjórn.
Miðað við væntingar til hinnar nýju ríkisstjórnar væri eðlilegra að vísa til skapanorna. En skapanornir vísa til þeirra sem búa til nýja hluti, verk og hugmyndir.
Skapanornirnar voru þrjár. Urður, Verðandi og Skuld og þeirra hutverk var að ausa vatni á lífsins tré "Ask Yggdrasil" svo það visnaði ekki. Urður er myndgervingur fortíðar, sem gæti átt við Þorgerði Katrínu, Verðandi nútímans sem sómir þá Ingu Sæland og Skuld vísar til framtíðarinnar, sem er þá Kristrúnar, en gengi og/eða gengisleysi ríkisstjórnarinnar veltur fyrst og fremst á því hve vel henni tekst til við að móta framtíðina.
Hvað sem þessu tilgangslitla hjali líður þá tekur alvaran við.
Þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu, þá óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í vandasömu hlutverki.
20.12.2024 | 09:12
Rauðhetta hin nýja
Mér skilst að í upphaflega ævintýrinu af Rauðhettu og úlfinum, hafi Rauðhetta látið glepjast af fagurgala úlfsins með þeim afleiðingum að hann át hana upp til agna.
Spurningin er alltaf: Verður hið illa gott með því að yfirbuga aðra illsku?
Vestrænir stjórnmálamenn virðast illa haldnir af Rauðhettu heilkenninu eins og kemur nú í ljós hvað varðar Sýrland, en nú streyma að fulltrúar Evrópusambandsins og fleiri Evrópuríkja til að bjóða fram peninga og aðra aðstoð.
Hinn nýi foringi í Sýrlandi sem kallar sig Al-Jolani er í Al Kaída og hefur sagst vera stoltur Íslamisti. Frá 18 ára aldri hefur hann drepið fólk í nafni Íslam. En núna hefur hann látið snyrta hár sitt og skegg og klætt sig úr fötum Íslamskra vígamanna og farið í hefðbundinn einkennisbúning hermanna að hætti Fidel Castro og Zelensky.
Er það trúverðugt að þessi maður hafi allt í einu umbreyst í umburðarlyndan stjórnmálamann?
Vissulega getur fólk breyst og þroskast. En það er engin ástæða til að hlaupa til áður en nýir stjórnendur sýna á spilin. Vesturlönd ættu að læra af reynslunni, en fjárstuðningur þeirra til múslímska bræðralagsins eftir að það tók yfir í Egyptalandi var óafsakanlegur og leiddi m.a. til ofsókna gegn kristnu fólki.
Er ekki ástæða til að vestrænir stjórnmálaleiðtogar læri af reynslunni og láti ekki teyma sig á asnaeyrunum. Eða vera eins auðtrúa og Rauðhetta var.
Með sama áframhaldi lendum við líka í gini úlfsins
19.12.2024 | 14:34
Umbúðaþjóðfélagið
Aðstoðarmenn formanna flokkanna sem hafa átt í stjórnarmyndunarviðræðum rembast við að orða sem best stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar Kristrúnar Flosad.
Á árum áður meðan stjórnmálamenn þurftu að vinna vinnuna sína en voru ekki með aðstoðarfólk á hverju strái, gengu stjórnmálaforingjarnir frá stjórnarsáttmálum, en nú sjá aðstoðarmennirnir um það og foringjarnir koma síðan að léttum yfirlestri áður en skjalið er signerað sem varði á veraldlegri vegferð komandi ríkisstjórnar.
Vandinn við ritun stjórnarsáttmála er að segja sem minnst í sem flestum orðum og stefna að sem flestu án þess að lofa nokkru. Stjórnarsáttmálinn verður þá iðulga eins og svissnesku ostur með fleiri holum en mat. Fróðlegt verður að sjá hversu vel tekst til núna, að búa til miklar umbúðir utan um lítið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2024 | 10:33
Til hvers orkupakkar
Mér er það hulin ráðgáta af hverju íslenskum ráðamönnum fannst það helst vera til varnar sínum sóma, að fara í orkusamstarf við Evrópusambandið (ES)og aðlaga okkar reglur varðandi raforku að tilskipunum sambandsins í orkupökkum 1,2 og 3 o.s.frv.
Við þurftum aldrei að vera þáttakendur í þessu og það var engin auljós hagnaður eða kostur við að tengjast þessu regluverki. En ráðamenn vildu ekki hlusta á varnaðarorðin og nú koms afleiðingarnar í ljós.
Skýrasta dæmið er aukinn kostnaður fyrir neytendur. Með orkupökkunum eru búnir til milliliðir sem nýta sér tækifærið og afleiðingin verður að aðilar sem enga orku framleiða stórgræða á kostnað neytenda.
Stjórnmálamenn sem vilja búa í sátt við þjóðina og móta reglur sem eru almenningi og framleiðslufyrirtækjum til hagsbóta ættu því að segja sig frá orkusamstarfi ES og móta reglur sem eru í samræmi við íslenska hagsmuni, neytenda og framleiðenda.
Mun þessa verða getið í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar?
14.12.2024 | 12:46
Ber engin ábyrgð
Kúðrið við Álfabakka þar sem stærðarinnar geymsluhús rís nokkrum metrum frá íbúðarblokk er eitt alvarlegasta skipulagsslys í Reykjavík og er þó samkepnnin í þeim efnum mikil.
Borgarstjóri segir af gefnu tilefni:
Ég furða mig á að borgin, umhverfis- og skipulagssvið og uppbyggingaraðilarnir sem létu hanna þetta hús skyldu ekki átta sig á því hvaða viðbrögð þetta hús myndi fá.
Bíðum nú við. Borgarstjóra finnst alvarlegast að skipulgssvið borgarinnar og lóðarhafar skyldu ekki átta sig á hvaða viðbrögð þetta hús mundi fá. Það eru semsagt viðbrögðin sem eru vandamálið ekki algjört skipulagsklúður og aðfarir að venjulegu fólki sem hefur mikil áhrif á líf þess og vellíðan en ekki nóg með það. Þetta klúður verðfellir íbúðir fólksins líka um margar milljónir
Er það virkilega svo að það sé engin af holdi og blóði sem ber ábyrgð á þessu rugli. Einstaklingur eða einstaklingar. Eru það einhver ópersónuleg umhverfis- og skipulagssvið sem bera ábyrgðina og lóðarhafinn að átta sig ekki á að ruglið mundi valda verðskuldaðri fordæmingu.
Nú getur borgarstjóri gert annað tveggja, að feta í fótspor fyrirrennara síns alþingismannsins Dags B. Eggertssonar og láta sig hverfa, fara t.d. í veikindaleyfi meðan stormurinn gengur yfir eða það sem væri enn mennilegra af honum, að gera það sem þarf að gera. Það er í fyrsta lagi að bjóða íbúum að kaupa íbúðirnar sem verða fyrir tjóni vegna skipulagsruglsins og gera aðrar þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að draga sem mest úr afleiðingum þessa og svo ekki sé talað um, að þeir sem ábyrgð bera verði látnir bera ábyrgð.
Verði engin eða engir dregnir til ábyrgðar vegna þessa rugls, þá situr borgarstjóri einn uppi með ábyrgðina ásamt meirihluta sínum í borgarstjórn.
Klúðrið á ábyrgð borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 5
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 1439
- Frá upphafi: 2454622
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1320
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson