Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024

Ríka þjóðin

Því hefur verið haldið fram um nokkurt skeið, að við værum gríðarlega rík þjóð. Samt hefur ríkissjóður verið rekinn með viðvarandi halla allan þann tíma sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa verið við völd.

Árið 2007 og 2008 var okkur sagt hvað við værum rík þjóð. Þáverandi ríkisstjórn taldi því rétt að ríkisstjórnin flygi til funda á einkaþotum og hver einasti þingmaður hefði aðstoðarmann og sumir fleiri en einn. Ég er stoltur af því að hafa einn þingmanna greitt atkvæði á móti því bruðlfrumvarpi. 

Ríkidæmið hrundi haustið 2008 og allt í einu vorum við þjóð í verulegum fjárhagslegum vanda. Þá lá fyrir að ríkisstjórnin hafði látið reka á reiðanum í ríkisdæmispartíinu.

Vegna gæða náttúruaflanna og ofurferðamannastraums tókst þó að vinna skaplega úr Hruninu. 

Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur verið samstaða um fátt annað en að eyða um efni fram. Þó að váboðar hafi svo sannarlega verið sýnilegir um árabil, þá hefur ekki verið brugðist við. Öllum mátti vera ljóst að hælisleitendamálin mundu verða óviðráðanleg nema brugðist yrði við. Það var ekki gert. Öllum mátti líka vera ljóst að með  því að láta reka á reiðanum mundi verða orkuskortur í landinu. Einnig mátti öllum vera ljóst að með því að eyða um efni fram og tæma hamfarasjóði hefðum við ekki nóg fyrir okkur að leggja ef eitthvað bjátaði á.

Stjórnarflokkarnir fagna því að í blaðinu the Economist erum við í 8 sæti þeirra þjóða þar sem þjóðartekjur á mann eru hvað hæstar. Stjórnarflokkarnir segja að þetta sýni hvað við séum rík,en það er röng ályktun. Telja menn virkilega að við séum ríkari þjóð en Danmörk, Svíþjóð eða Saudi Arabía sem eru mun neðar á þessum lista en við svo dæmi séu tekin. En stjórnmálastéttin vill greinilega láta eins og engin endir verði á partíinu ekki frekar en hún vildi það 2007 og 2008 þegar þáverandi menntamálaráðherra og núverandi formaður Viðreisnar flaug þrisvar sinnum til Peking með maka sínum á kostnað ríkissjóðs til að horfa á handboltaleiki.

Nú stöndum við frammi fyrir alvarlegum náttúruhamförum sem munu verða þjóðarbúinu erfiðar og kostnaðarsamar. Gera verður átak í orkumálum til að binda endi á orkuskortinn. Það kostar mikla peninga. Hælisleitendamálin eru stjórnlaus og við verðum að loka landinu fyrir hælisleitendum og einnig að hætta við svokallaða fjölskyldusameiningu fólks frá Gasa. Annað eru griðrof stjórnmálamannanna við þjóðina.

Það er ekki hægt að bíða eftir frumvörpum um breytingu á útlendingalögum. Það verður að gera ráðstafanir strax.


Ekki er allt sem sýnist

Í dag greinir stórblaðið Daily Telgraph(DT) frá því að bláber séu í raun ekki blá heldur svört. Þannig að ekki er allt sem sýnist.

Í dag skrifar þingmaður Framsóknarflokksins grein í Morgunblaðið, þar sem hún talar um mikla atvinnuþáttöku innflytjenda og góða verkmenntun þeirra og talar um falinn fjársjóð. Þetta er í sjálfu sér rétt,en samt er ekki heldur allt sem sýnist í þessu efni frekar en með bláberin.

Mörgum hættir til að rugla saman innflytjendum og hælisleitendum. Innflytjendurnir sem þingmaðurinn er að tala um er fólk, sem kemur nánast eingöngu frá EES ríkjum í því skyni að vinna.  En ekki er allt sem sýnist.

Allt annað á við um innflytjendur sem koma hingað frá Asíu og Afríku og hælisleitendur. Þar er allt annað upp á teningnum atvinnuþáttaka mun minni og allt of stór hópur sem fyllir íslensk fangelsi. Um daginn var sagt frá því í fjölmiðlum, að á meðan innflytjendur og hælisleitendur eru um 18% fólksfjöldans, þá voru fyrir nokkru hátt í 70% þeirra sem voru í gæsluvarðhaldi af erlendum uppruna. Fjöldi þeirra sem sæta refsivist er síðan margfalt hærri en hlutfallslegur fjöldi þeira í landinu.

Það er tifandi tímasprengja og falin ógn.  


Þú átt að borga

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið um kostnað vegna hælisleitenda: 

„Það er ekki hægt að segja að það séu höml­ur á þessu þegar þetta eykst svona stjarn­fræðilega á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þetta er komið í svo gíg­an­tísk­ar töl­ur að við erum bara ekki sam­fé­lag sem get­ur staðið und­ir þessu,“

Þegar beinn kostnaður við hælisleitendur er kominn yfir 20 milljarða og annað eins og jafnvel meira þarf varðandi þá sem þegar eru komnir þá gefur það auga leið,að þessi kostnaður skerðir lífskjör og velferð fólksins í landinu. 

Það er gott að hafa það í huga þegar virtar eru kröfur þeirra sem öskra á Austurvelli nú síðast barna úr Hagaskóla, sem gátu aðspurð vart komið heilli hugsun óbrenglaðri frá sér.

Raunar virðist það vera svo, að veruleg hugsanabrenglun ekki síst hjá fréttafólki, á sér stað varðandi þær kröfur sem óeirðarfólkið á Austurvelli hefur uppi. 

Kröfurnar eru að íslenskir skattgreiðendur sendi og greiði fyrir rannsóknarteymi til að finna það fólk sem hefur fengið vilyrði fyrir fjölskyldusameiningu og borgi síðan fyrir það ferðina til Íslands. 

Þegar samþykkt var illu heilli að taka við hópi fólks á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar, þá fól það í sér rétt fyrir viðkomandi til að koma til Íslands, en lagði engar skyldur á hendur stjórnvöldum. Múhameð Ali Baba bin Salman á ekki rétt á því að íslenskir skattgreiðendur greiði fyrir að finna konuna hans og flytja hana til Íslands af því að fallist var á beiðni hans um svokallaða fjölskyldusameiningu. 

Við höfum ekki frekari skyldur við það fólk sem samþykkt hefur verið að megi koma hingað en fólkið sem líður sára neyð í Darfur í Súdan eða kristið fólk vegna ofsókna Múslima í Nígeríu og þannig gætum við farið vítt og breytt um heiminn varðandi fólk sem á bágt og væri gott að geta hjálpað. 

Óeirðarliðið er að krefjast þess að fá að vera á beit í buddunni þinni og þú átt kröfu á því að íslenskir stjórnmálamenn standi í lappirnar og hafni því og standi með eigin þjóð gegn algerlega óeðlilegri og ósiðlegri kröfugerð. 

Samt er það svo, að þó þessi kröfugerð sé frekja og umfram velsæmi og allt sem eðlilegt er, þá kikna bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra í hnjáliðunum og gefa óeirðarliðinu undir fótinn með að verið sé að vinna í einhverju sem kemur skattgreiðendum ekki við.

Síðan þarf utanríkisráðherra að sæta því að Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem þó er komin frá góðu heimili, öskri á hann og fnæsi fyrir það eitt, að hann er ekki reiðubúinn að yfirlýsa að farið verði að kröfum óeirðarliðsins við Austurvöll og skattgreiðendur látnir borga fyrir það sem óeirðarliðið og aðstandendur þeirra sem heimilað var að koma illu heilli greiði sjálft. 

Af hverju geta ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki bent á það einfalda sem Guðrún Hafsteinsdóttir bendir á: "við erum samfélag sem getur ekki staðið undir þessu."

Það er mergurinn málsins og það er það sem á að segja við óeirðarliðið á Austurvelli sem og ofstopakvendi eins og Jóhönnu Vigdísi, sem fara fram með hreinum dónaskap og frekju gagnvart ráðamönnum með óeðlilegar kröfur á hendur skattgreiðendum.

 


Hvað kostar þessi velferðarstefna?

Fyrir síðustu helgi sagði einn ráðherra, að beinn kostnaður vegna hælisleitenda væru 16 milljarðar. Dómsmálaráðherra, sem þekkir þetta mun betur segir að beinn kostnaður vegna óstjórnarinnar á landamærunum sé um 20 milljarðar. 

Hvað skyldi þá heildarkostnaðurinn vera vegna stjórnleysisins á landamærunum? 30 milljarðar eða 40? Veit það einhver?

Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða og það þarf tugi þúsunda vinnandi handa til að vinna fyrir þessari fölsku mannúð, sem stærsti hluti stjórnmálastéttarinnar hefur troðið upp á okkur með aðgerðarleysi sínu og þeim einbeitta brotavilja, að þykjast geta látið gott af sér leiða á kostnað íslensku þjóðarinnar og hætta um leið öryggi hennar, tungu og menningu. 

Fyrir kostnað við hvern einn hælisleitanda mætti tryggja lífsbjörg fyrir um 100 í þeirra eigin heimalandi. Það er því hvorki verið að huga að raunverulegri hjálp eða velferð heimsins. 

Svona fer þegar "góða fólkið" í rugli sínu og hugmyndasneið telur sig velja velferð heimsins umfram velferð eigin þjóða. En veldur bara tjóni og auknum erfiðleikum. 

Það verður að loka landamærunum og það er þjóðfjandsamlegt að ætla að flottræflast með að taka á móti hundrað eða hundruðum á grundvelli fjölskyldusameiningar. Slíkt er ekkert annað en áframhaldandi griðrof við Ísland og íslendinga og ófyrirgefanlegt með öllu nú þegar íslenska þjóðin á nóg með að tryggja sínu eigin fólki mannsæmandi lífskjör, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og skólavist.

 

 

 


Ábyrgðin er þín Guðrún

Guðmundur Ingi Guðmundsson varaformaður VG og félags og vinnumarkaðsdáðherra bendir réttilega á í Mbl.um helgina, að dómsmálaráðherra,sem beri ábyrgð á löggjöf um hælisleitendur. Jafnvel þó að Vinstri Grænir (VG) þvælist fyrir setningu haldbærrar löggjafar í málinu, þá er það samt fagráðherrann sem ber ábyrgðina. 

Sé stefna ríkisstjórnarinnar önnur en fagráðherrans, þá á viðkomandi ráðherra þann eina kost að segja af sér og gera grein fyrir að nauðsynlegar úrbætur í málaflokknum náist ekki fram í þessari ríkisstjórn eða bera ábyrgðina á óstjórninni ella. 

Þetta er sú einfalda viðmiðun og hinn járnharði veruleiki.

Nú þegar við blasir, að stjórnleysi ríkir á landamærunum og við höfum tekið við fleiri hælisleitendum frá Palestínu en öll hin Norðurlöndin til samans þá verður að bregðast strax við og loka landamærunum af því að komið er fram yfir þolmörk. Í slíku ástandi er glapræði að ætla að flytja á annað hundrað Palestínu fólks til viðbótar til landsins. Það má ekki gerast það er óásættanlegt eins og ástandið er á Íslandi í dag.

Íran er landið sem á að taka við fólki á flótta vegna aðgerða sem þeir stóðu fyrir.

Guðrún Hafsteinsdóttir sem er dugandi og vaxandi stjórnmálamaður  og mikið foringjaefni,verður  strax að huga að því, að það er hennar að stjórna og axla ábyrgðina á þessum málaflokki og gera þær nauðsynlegu ráðstafanir sem verður að gera, sem er að ná stjórn á landamærunum eða  segja af sér ella náist ekki fram nauðsynlegar úrbætur í ríkisstjórninni þegar í stað. 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 753
  • Sl. sólarhring: 1192
  • Sl. viku: 6213
  • Frá upphafi: 2302460

Annað

  • Innlit í dag: 690
  • Innlit sl. viku: 5790
  • Gestir í dag: 672
  • IP-tölur í dag: 653

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband