Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024

Combó Þórðar Hall

Á sjöunda áratug síðustu aldar kom fram gjörningahljómsveitin Combó Þórðar Hall. Þórður Hall hætti fljótlega, en nafni hélst. 

Nú er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur í svipaðri stöðu og Combóið fyrir hálfri öld. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur án Katrínar. 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir er prinsíplausasta ríkisstjórn lýðveldisins Íslands og á margt sameiginlegt með combóinu.

Engin grundvallaratriði sem stjórnarflokkarnir segjast berjast fyrir skipta þá máli og eina stefnan er að halda prinsíplausu ríkisstjórninni saman og eyða peningum langt um efni fram.

Katrín er á móti NATO en mætir jafnan fyrst allra á NATO fundi. Sjálfstæðisflokkurinn segist vera á móti ríkisbákninu en aldrei hefur ríkisbáknið vaxið sem nú. Það er einna helst Framsókn sem fer ekki gegn grundvallarstefnu sinni af því að hún er engin. Flokkurinn ber þó höfuð og herðar yfir samstarfsflokkana varðandi gegndarlausa sóun á ríkisins fé.

Combó Katrínar Jakobsdóttur ætlar sér að leika áfram gjörningarlögin og nú eins og Combó Þórðar Hall forðum, án Katrínar. Vonandi þrýtur þetta Combó fljótt örendið, vegna þess að því fyrr sem ábyrg fjármálastjórn tekur völdin þeim mun betra


Hvað nú

Það er með nokkrum ólíkindum, hvað stjórnarflokkarnir eru seinir að ganga í nauðsynlega hluti og hvað þeim gengur illa að afgreiða mál. Raunar hefur þetta verið helsta einkenni kyrrstöðustjórnar Katrínar Jakobsdóttur alla tíð. 

Katrín Jakobsdóttir hefur um nokkra hríð verið ákveðin í að gefa kost á sér sem forseti. Þrátt fyrir það er eins og helstu samstarfsmenn hennar formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar komi nánast af fjöllum og þá fyrst er skoðað hvað skuli gera. Sérkennilegt þegar fólk hefur setið saman í ríkisstjórn í 7 ár. En það er í samræmi við stjórnarstefnuna að gera  sem minnst of seint.

Þeir sem vilja sjá raunverulega breytingu og tilþrif ríkisstjórnar t.d. í orkumálum og varðandi hælisleitendur telja vænlegasta kostinn að VG yrði þökkuð samfylgdin, en leitað hófana um samstarf við Flokk fólksins og Miðflokkinn.

Væntanlega of gott til að vera satt. Formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks virðast frekar vilja hökta í sama hjólfarinu, sem engu skilar nema auknum ríkisskuldum, orkuskorti og brostnum innviðum m.a. vegna hælisleitenda sem streyma inn í landið. 

 

 


Þversögn umburðarlyndisins

Heimspekingurinn Karl Popper sagði “þversögn umburðarlyndisins væri þessa: "ef við sýnum ótakmarkað umburðarlyndi, jafnvel þeim sem hafa ekkert umburðarlyndi og erum ekki tilbúin til að verja umburðarlynt þjóðfélag gegn árásum þeirra sem ekkert umburðarlyndi hafa, þá verða þeir umburðarlyndu eyðilagðir og umburðarlyndið líka“

Þegar vinstri woke stjórnmálamenn eins og Katrín Jakobsdóttir reyna að þröngva upp á þjóðina umburðarleysi með sama hætti og Nicole Sturgeon í Skotlandi gerði með lögum um hatursorðræðu. Þá er það tilraun til að eyðileggja umburðarlynt þjóðfélag á grundvelli woke sjónarmiða. Fólki er m.a. bannað að segja sannleikann t.d.að það séu karlmenn sem hafi tippi og konur fari á túr, þá er grunnstoð lýðræðis og mannréttinda rifin niður. 

Grunnstoðir umburðarlynda þjóðfélagsins sem Vesturlönd hafa notið umfram allar aðrar þjóðir í heiminum er líka reynt að rífa niður með því að hleypa gríðarlegum fjölda íslamista, sem ekkert umburðarlyndi hafa, inn í vestræn samfélög.

Fyrir 3 árum þ.25.mars 2021 neyddist kennari við grunnskólann í Bartley í Bretlandi til að fara í felur eftir að hafa sýnt myndir af Múhammeð spámanni við kennslu í trúarbragðafræði. Múslímskir foreldrar mótmæltu og kennarinn fékk fjölda líflátshótana. Þetta er flestum öðrum gleymt nema kennaranum. Hann og fjölskylda hans neyðast enn til að vera í felum. Umburðarlyndið er eyðilagt með því að leyfa þeirri einmenningu, sem enga gagnrýni þolir að koma sínu fram.

Í stað þess að styðja við umburðarlyndi, frjálsar skoðanir og tjáningarfrelsi eru vinstri woke stjórnmálamennirnir að hlaða undir og stuðla að þjónkun við umburðarleysi þeirra sem eru tilbúnir til að ofsækja þá og myrða, sem segja eitthvað sem þeir sætta sig ekki við. Jafnvel þó það séu líffræðilegar staðreyndir eins og að kynin séu bara tvö.

Þeir sem horfa á þátt Gísla Marteins sáu fyrir upprisuhátíðina konu draga kross á eftir sér í stórverslun og þáttastjórnandann skopast að kristinni trú að mati margra af sinni einstöku "nærfærni". Umburðarlynda þjóðfélagið þolir þetta og virðir þó ýmsum kunni að finnast helst til langt gengið. Hefði Gísli haft uppi svipaða hluti varðandi Múhammeðstrú yrðu örlög hans þau sömu og kennarans í Skotlandi, sennilega er þannig komið fyrir Íslandi í dag.

Lýðræðissinnar mega aldrei gleyma þeirri lífssýn, sem sagt er að heimspekingurinn Voltaire er sagður hafa fært í orð: "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er reiðubúinn til að láta lífið til að berjast fyrir að þú megir halda þeim fram."

Umburðarlyndið er forsenda þess, að mikilvægasta markaðstorg lýðræðisins, tjáningarfrelsið virki.

 


Vonin sem brást ekki.

Það var heillaspor fyrir Ísland,að gerast stofnaðili að NATO friðarbandalagi lýðræðisþjóða í Evrópu og Ameríku 1949.

Eftir lok síðari heimstyrjaldar horfðu lýðræðisríkin í Vestur Evrópu upp á það hvernig kommúnistarnir í Sovétríkjunum brutu hvert land af öðru undir ánauð sína. Hernaðarvél Sovétríkjanna var þá sterk og einstök þjóðríki í V.Evrópu gátu ekki varist Sovétríkjunum ein síns liðs. Til að tryggja frið og öryggi í álfunni var því nauðsynlegt að stofna sameiginlegt varnarbandalag vestrænna ríkja,til að tryggja lýðræðislega stjórn frjálsra og fullvalda ríkja og grundvallarmannréttindi.

Á þeim tíma var það yfirlýst stefna Sovétríkjanna, að stuðla að byltingu undir forustu kommúnista hvar sem væri í heiminum til að ná því endanlega markmiði að öll heimsbyggðin lyti valdi og oki kommúnismans.

Mín kynslóð skiptist í fylkingar um NATO og gildi vestræns lýðræðis gegn ógnarstjórn kommúnismans. Fátt hafði meiri áhrif varðandi það hvar fólk skipaði sér í stjórnmálaflokk á þeim tíma

Þrátt fyrir að íslenskir kommúnistar hafi reynt með grófri valdbeitingu að koma í veg fyrir að Ísland gengi í NATO þá tókst þeim það ekki. Þá var við stjórnvölin utanríkisráðherra sem var fasælasti stjórnmálamaður síðustu aldar, Bjarni Benediktsson, sem hvikaði hvergi í afstöðu sinni og sagði síðar að hann hefði ekki unnið þarfara verk en það á stjórnmálaferli sínum. 

Við sem vorum ákveðnir stuðningsmenn vestrænnar samvinnu og varnarbandalags vestrænna ríkja NATO þurftum að heyja marga harða rimmu við 5.herdeild kommúnista hér á landi, sem börðustu hatrammlega gegn veru Íslands í NATO og varnarsamningsins við Bandaríkin. Þeir hafa þurft að horfa upp á það, að allt sem þeir sögðu og börðust fyrir var rangt og hafa margir viðurkennt það, en sumir halda áfram baráttu gegn vestrænu lýðræði á öðrum forsendum en áður og því miður eru þeir æði margir sem telja rétt að halda áfram að hafa rangt fyrir sér í utanríkismálum.

Þrátt fyrir að NATO hafi tekist ætlunarverk sitt í75 ár og tryggt frið og öryggi í okkar heimshluta, þá eru ýmsir váboðar á lofti og við megum ekki gleyma því sem skáldið góða Tómas Guðmundsson sagði í kvæði sínu árið 1948: 

Og ofbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd,

fær hvergi dulist, hve títt sem hún litum skiptir.

— Í gær var hún máske brún þessi böðulshönd,

sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir.

Við þurfum alltaf að horfa á það með raunsæi hvaða ógn steðjar að lýðræði og mannréttindum frjálsra þjóða. Sú böðulshönd  sem nú ógnar mest friði og öryggi í heiminum er klerkastjórnin í Íran, sem stundar undirróðursstarfsemi allsstaðar þar sem hún getur því við komið og ber ábyrgð á þeim átökum sem nú geisa í Mið-Austurlöndum. 

NATO ríkin verða að standa einörð gegn þursaríkinu Íran ekkert síður en hinu þursaríkinu Sovétríkjunum forðum. Þá voru vestrænir stjórnmálamenn ekki í vafa um að við yrðum að standa einörð og hvika hvergi, en því miður er því ekki þannig farið í dag og pólitískir afleikir bæði Obama og nú Joe Biden hafa verið afdrifaríkir. 

Stofnendur NATO gengu ekki að því gruflandi, að þú breytir ekki tígrisdýri í jurtaætu með því að fleygja til þess kjötbitum, en því miður virðist Joe Biden og ýmsir aðrir vestrænir leiðtogar telja, að nú sé einmitt svo komið að þeir geti með undanlátssemi sigrað hið illa.  Það hefur aldrei gerst og NATO ríkin og aðrir sem unna mannréttindum, sjálfstæði friði og fullveldi þjóðríkja verða að standa fast á því að við hvikum hvergi fyrir ofbeldinu ekkert frekar en við stóðum fast við sannfæringu okkar og hvikuðum hvergi gegn útþennslustefnu og ofbeldi kommúnistanna í Sovétríkjunum. 


Tjáningarfrelsi og hatursorðræða.

Eitt af áhugamálum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er að  sett verði lög um hatursorðræðu. Katrín hefur í því efni eins og öðrum átt hugmyndafræðilega samstöðu með vinstri woke stjórnmálamönnum eins og Jacinda Ardern á Nýja Sjálandi, Pierre Trudeau í Kanada og Nicole Sturgeon í Skotlandi.

Þær Jacinda og Nicole hafa hrökklast frá völdum, en 1. apríl, tóku gildi lög um hatursorðræðu, sem Stugeon kom í gegn meðan hún var fyrsti ráðherra Skotlands. Hún var þar á undan Katrínu en Katrín var á undan Sturgeon að fá samþykkt vitlausustu lög í veröldinni um kynrænt sjálfræði. Þó lög Sturgeon um það væru skárri þá var samstaða í Bretlandi, að þau væru svo galin, að nauðsyn bæri til að ógilda lagasetninguna, sem var og gert.

En nú eru það hatursorðræðu lögin hennar Sturgeon, sem að Katrín vill líka koma á hér á landi.

Skv upplýsingum frá lögreglu í Skotlandi eiga hatursorðræðulögin m.a. að ná til sviðslistamanna þessvegna grínista ef það sem þeir segja gæti orðið til að ýta undi „hatur“. Lögin mæla fyrir um 7 ára fangelsi fyrir að segja, skrifa eða dreifa ummælum sem gætu orðið til að ýta undir hatur gegn vernduðum hópum eins og kynþáttum, trúarbrögðum eða kynskiptingum svo dæmi séu nefnd. Ekki skiptir máli hvar ummælin eru látin falla. Umræður við eldhúsborðið heima  gætu því leitt til handtöku og ákæru. Lögin eru til þess fallin að drepa niður umræðu og koma í veg fyrir að eðlilegt grín verði á boðstólum í landi rétttrúnaðarins, hvað þá að segja megi sannleikann um transaðgerðir og Múhameðstrú, þar sem þeir sem telja sig eiga rétt á að móðgast yfir öllu sem um þá er sagt geta þá leitast við að koma þeim sem bera sannleikanum vitni bak við lás og slá.

Rætt hefur verið um að J.K. Rawlings höfundur Harry Potter bókanna yrði sú fyrsta til að þola ákæru fyrir að segja satt um líffræðilegar staðreyndir eins og að það séu karlmenn sem hafi tippi og konur sem fari á túr. Kynskiptir karlar séu ekki konur heldur karlar o.s.frv.

J.K. Rawlings er hvergi bangin og birti færslu þar sem hún gerði botnlaust grín að lögunum og er greinilega tilbúinn til að taka upp baráttuna gegn KGB/Stasi hugmyndafræði  Sturgeon og Katrínar Jakobs.

Skoska lögreglan mun hafa nóg að gera á næstunni með að elta uppi fólk, sem hefur sagt sannleikann þannig að einhver móðgaðist og líkamsárásir, þjófnaðir og önnur óverðugri brot verða þá að bíða þess að lögreglan hafi tíma til að sinna þeim, sem sennilega aldrei verður í landi rétt málsins eða right speak eins og George Orwell nefndi það í bók sinni 1984 um ofurríkið sem fylgdist með öllu sem fólk gerði.

Einn dálkahöfundur orðaði það svo í blaðagrein að nú sé svo komið að ef einhver ætli að tjá skoðanir sínar í samræmi við stjórnarskrárvarinn rétt sinn væri líklegt að hann yrði rekinn úr starfi og fangelsaður.

Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart woke stjórnmálafólki, sem virðist hafa þann metnað að kollvarpa borgaralegu samfélagi eðlilegra umgengnishátta þar sem umburðarlyndið, tjáningarfrelsið og húmorinn hefur meira gildi en illskan, hefndin og rétttrúnaðurinn svo ekki sé talað um "right speak."

 


Við eigum að stjórna en ekki WHO

Í Kóvíd faraldrinum beittu ríkisstjórnir mismunandi úrræðum. Svíþjóð þrengdi ekki að frelsi borgaranna á meðan aðrar þjóðir setti fólk í stofufangelsi,skertu ferðafrelsi. Bólusetningum var neytt upp á ýmsa með því að hóta þeim starfsmissi og útiloka óbólusetta frá því að ferðast eða njóta þjónustu á veitingahúsum eða í verslunum.

Hvað sem fólki finnst um þær ráðstafanir sem gripið var til, þá var það á valdi þjóðríkja að taka eigin ákvarðanir.

Við höfum í meira en 100 ár staðið fast á stjórnskipulegum rétti þjóðarinnar til að taka ákvarðanir á grundvelli eigin laga og ákvarðana íslenskra stjórnvalda. Því miður hvika íslensk stjórnvöld með því að ætla að fá samþykkt að gerðir Evrópusambandsins gildi framar íslenskum lögum.

Samningaviðræður við Alþjóða heilbrigðisstofnunina(WHO)standa yfir um viðbrögð við heilsuvandamálum í framtíðinni. Margir eru uggandi um, að með samningum við WHO, samþykki Ísland, að færa ákvarðanatöku frá kjörnum fulltrúum Íslands, til WHO.

Fyrir nokkru skrifaði Esther McVey þingmaður og ráðherra grein í Daily Telegraph, þar sem hún sagði að samráðherrar hennar og hún mundu aldrei gefa WHO ákvörðunarvald um aðgerðir í heilbrigðismálum í Bretlandi eða samþykkja að skerða fullveldi þjóðarinnar eða möguleika á að taka eigin ákvarðanir m.a. um hvort beita eigi stofufangelsi, bólusetningum, grímuskyldu eða ferðafrelsi innanlands eða inn eða úr landi.

Hún segir að því fari fjarri að fullveldi þjóðarinnar verði falið WHO og breska ríkisstjórnin vilji fullvissa bresku þjóðina um að það séu eingöngu kjörnir fulltrúar hennar, sem muni ákveða til hvaða ráðstafana verði gripið í Bretlandi þegar bregðast þurfi við sjúkdómum og farsóttum.

Af gefnu tilefni er nauðsyn, að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn Íslands gefi ótvíræða yfirlýsingu með sama hætti og breski ráðherrann, að ekki komi til greina að fordjarfa fullveldi þjóðarinnar hvað varðar ákvarðanir í heilbrigðismálum eða fela WHO þær að einhverju leyti. Það verði hér eftir sem hingað til á valdi íslenskra þingmanna og ríkisstjórnar að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið.

Ekkert minna dugar en ótvíræð yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands um þetta efni með sama hætti og yfirlýsing breska ráðherrans.

Við megum ekki gangast undir ok yfirþjóðlegs valds að neinu leyti og fela erlendum þjóðum eða fjölþjóðlegum stofnunum vald, sem að íslenskir þingmenn og ríkisstjórn eiga að fara með.


Ekki má fagurt mæla.

Í tilefni upprisuhátíðarinnar setti Asad Shah,sem var múslimi þá 40 ára, búsettur í Bretlandi, fæddur í Pakistan, þessa kveðju á Feisbók.

"Til minnar elskuðu kristnu þjóðar

Föstudagurinn langi og gleðilega upprisuhátíð til minnar elskuðu kristnu þjóðar. Við skulum feta í raunveruleg fótspor okkar elskaða heilaga Jesú Krists og njóta velgengni í báðum heimum."

(Good Friday and a very Happy Easter, to my beloved Christian nation. Let´s follow the real footstep of beloved holy Jesus Christ and get the real success in both world)

Þessi fallegu ummæli þoldu harðlínu íslamistarnir ekki.  Ráðist var á Asad Shah og hann drepinn. Velviljaður múslimi sem vildi öllum vel fékk ekki að lifa vegna þess að hann óskaði kristnum meðbræðrum sínum alls hins besta.

Íslamistarnir þola ekki fjölmenningu og hatast út í kristin gildi og vestræn samfélög. Kristið fólk verður að gera sér grein fyrir við hvað er að etja og baráttan fyrir kristnum gildum og einstaklingsfrelsi verður nú að heyja um allan hinn kristna heims vegna skammsýni og glámskyggni vestrænna stjórnmálamanna.

Því miður eru íslenskir stjórnmálamenn þar í fararbroddi.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 275
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 4491
  • Frá upphafi: 2450189

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband