Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

Til hamingju Páll. Sigur tjáningarfrelsisins.

Ástæða er til að óska Páli Vilhjálmssyni til hamingju með sýknudóm Landsréttar í máli sem ritstjóri Heimildarinnar Þórður Snær Júlíusson og blaðamaður sama miðils Arnar Þór Ingólfsson höfðuðu gegn honum. 

Að sama skapi er ástæða til að óska öllum til hamingju sem unna tjáningarfrelsinu og gera kröfu til þess, að eðlileg umfjöllun sé heimil um mál sem eiga erindi til almennings í lýðræðisríki. 

Umfjöllun Páls um símastuldsmálið hefur verið málefnaleg og nauðsynleg. Athygli vekur að engin fjölmiðill skuli fjalla um þetta mál þó um sé að ræða grafalvarlegt mál. Þá er sérstaklega merkilegt að Ríkisútvarpið skuli þegja þunnu hljóði um meintar ávirðingar starfsmanna sinna í málinu ásamt því að gera ekki grein fyrir af hverju meintir gerendur í sakamálinu hafa verið látnir hætta. 

Getur verið að samsæri þagnarinnar sé algjört hjá blaða- og fréttamannastéttinni á Íslandi þegar fjölmiðlamenn eiga í hlut. Óneitanlega hvarflar það að manni þegar staðan er sú, að það er Páll Vilhjálmsson einn, einstaklingur úti í bæ,  sem heldur eðlilegri fjölmiðlaumræðu um málið vakandi. 

Takk Páll og til hamingju með sýknudóminn.


mbl.is Ætla með mál gegn Páli fyrir Hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú hljómar eins og Hitler

Rökþrota einstaklingur og þeir sem vilja gera lítið úr öðrum, bregðast stundum við til að ljúka umræðunni, með því að segja "þú hljómar eins og Hitler". Af sjálfu leiðir að við slíkan mann er ekki hægt að ræða eða treysta honum til góðra verka. 

Þó ummælin séu röng og eigi engan rétt á sér eru þau sett fram í þeim tilgangi að gera viðkomandi einstakling ótrúverðugan og jafnvel fyrirlitlegan. Slíkt er raunar ekki boðlegt í umræðu siðaðs fólks, en því miður reyna sumir að hengja slíka merkimiða á þá,sem þeim er í nöp við, vilja lítillækka eða hafa skoðanir sem þeir eru andstæðir og hafa ekki málefnaleg rök til andsvara. 

Það kom á óvart þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir fullyrti í spurningu til  Arnars Þórs Jónssonar frambjóðanda til forseta í forsetaviðtali RÚV, að hann hljómaði eins og Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage í Bretlandi.

Ekkert gat réttlætt fullyrðinguna í spurningunni. Hún var sett fram til að reyna að koma þeim stimpli á Arnar að hann væri hægri öfgamaður. 

Þó Arnar Þór hafi lýst efasemdum um þróun  Evrópusambandsins og sókn þess í aukin völd og andstöðu við fullveldi aðildarríkjanna þá rökfærir hann og setur fram mál sitt með þeim hætti að merkimiðarnir sem Sigríður Hagalín reyndi að hengja á henn eiga engan rétt á sér. Af hverju vísaði hún ekki til Margaret Thatcher sem setti fram líkari athugasemdir þeim sem Arnar hefur fært fram, en þau Nigel og Marianne? 

Spurning Sigríðar Hagalín var sett fram í annarlegum tilgangi til að gera viðmælandanum upp skoðanir. 

Þó spurning frú Hagalín hafi verið utan við þann byggilega heim sem eðlilegur er, þá kastaði fyrst tólfunum þegar skopteiknari á Vísi teiknar Arnar Þór í brúnstakka búningi liðsmanna SA sveita þýsku nasistanna. Þó teiknarinn hafi farið á ystu mörk gagnvart sumum öðrum í meintri skopmynd sinni, þá fór hann út yfir öll siðræn og afsakanleg mörk gagnvart Arnari í skopteikningu sinni.

Arnar Þór Jónsson hefur haldið uppi málefnalegum málflutningi um árabil sérstaklega um stjórnskipunarmálefni Íslands og gildi þess að Ísland gæti að fullveldi sínu. Hann hefur barist fyrir einstaklingsfrelsi og að grundvallarmannréttindi séu höfð í heiðri. Málflutningur hans hefur verið vel ígrundaður og laus við allar öfgar. Þegar þetta er skoðað þá er með algjörum ólíkindum að farið sé í manninn með þessum fyrirlitlega hætti. 

Hér á við það sem skáldið kvað og skal beint til frambjóðandans Arnar Þórs Jónssonar:   

"Taktu ekki níðróginn nærri þér.

Það næsta gömul er saga,

að lakasti gróðurinn ekki það er,

sem ormarnir helst vilja naga.


Persónulegur og málefnalegur sigur

Í gær tókst Geert Wilders að mynda nýja ríkisstjórn í Hollandi. Ríkisstjórn sem ætlar sér að taka á hælisleitendamálunum af alvöru og hafnar stefnu Evrópusambandsins(ES) í málinu. Hægt er að óska Geert Wilders til hamingju með þennan persónulega og málefnalega sigur. 

Hollendingar hafa mátt horfa upp á að stjórnmálaelítan lét reka á reiðanum í hælisleitendamálum með hræðilegum afleiðingum.

Múslimar sem fluttu til Hollands komu sér fyrir í samhliða samfélögum aðskildum frá öðrum. Aðlögun þeirra að hollenskum siðum og háttum mistókst. Glæpatíðni jókst gríðarlega og félagslega kerfið lenti í erfiðleikum m.a. vegna mikillar viðkomu og lítillar atvinnuþáttöku í múslimsku samfélögunum.

Fyrir löngu byrjaði Geert Wilders, að segja sannleikann um Íslam og hvaða afleiðingar það hefði að heimila aðflutning stórs hóps hælisleitenda sem ekki væru tilbúnir til að aðlagast hollensku þjóðfélagi,menningu og siðum. Fyrir það að bera sannleikanum vitni þarf hann að vera undir stöðugri lögregluvernd allan sólahringinn þar sem að ofbeldisöflin sitja um líf hans. 

Pólitísk morð voru óþekkt í Hollandi þangað til Pim Fortyn byrjaði að vara við hættunni af því að heimila fjölda múslima að búa í landinu. Í umræðunni var honum lýst sem réttdræpum fyrir öfgaskoðanir og samkynhneigð. Flokkur hans sem var nýr flokkur mældist stærstur í skoðanakönnunum. En Pim Fortyn var drepinn nokkru fyrir kosningarnar, þó ekki af múslima en af manni sem hafði hrifist með í hatursáróðrinum gegn honum. 

Næstur til að falla fyrir íslömsku ofbeldisöflunum var Theo van Gogh sem gerði stuttmyndina "submission" eða undirgefni og fjallaði um stöðu kvenna í múslimskum samfélögum. Myndina gerði hann í samvinnu við þáverandi hollenskan þingmann Ali Hirsi Ali.  Theo van Gogh var drepinn af Íslamista, sem vildi ekki að sannleikurinn um Íslam kæmi fyrir augu almennings og Ali Hirsi Ali þurfti að fá lögregluvernd 24 tíma á sólarhring eins og Geert Wilders nú. 

Fólk sá að hið frjálslynda Holland, sem hafði leyft þúsund frelsisblómum að blómstra var ekki lengur hið frjálslynda Holland. Lýðræði, öryggi og mannréttindum var ógnað vegna þungs innflytjendastraums. Hægfara hægri flokkurinn og flokkar sósíalista gerðu ekkert af viti til að koma í veg fyrir niðurbrot hollensks samfélags, en fólkið sá hvað var að gerast. 

Hollensku ríkisstjórninni jafnvel ekki þeirri hægfara datt í hug að flytja inn flugvélafarma múslima frá Gasa af öllum stöðum. Svo langt í vitleysunni hefur aldrei nokkur málsmetandi hollenskur stjórnmálamaður verið tilbúinn að ganga.

Þrátt fyrir flokkshollustu hafa kjósendur fengið nóg og Geert Wilders sem lengi vel var talinn óhreina barnið í hollenskum stjórnmálum fyrir skoðanir sínar á innflytjendastefnunni og aðstreymi múslima og hefur verið kallaður hægri öfgamaður, rasisti, íslamófóp o.s.frv. var besti valkosturinn til að standa vörð um hollenskt samfélag.

Ástæða er til að óska Hollendingum til hamingju með nýju ríkisstjórnina, sem ætlar að taka fast á þessum málum eins og m.a. ríkisstjórnir Ítalíu, Ungverjalands. 

Frelsi og fullveldi þjóða er mikilvægt, en það gleymist oft, að það þarf stöðugt að vaka yfir því og berjast fyrir því og almennum réttindum og verndarkerfi eigin borgara, sem og því að átta sig á að þjóð er ekki lengur þjóð, þegar hún er orðin eins og Sameinuðu þjóðirnar þar sem öllu ægir saman. Þess vegna skiptir öllu að stöðva þann þungann innflytjendastraum til landsins og þau vettlingatök sem stjórnvöld sýna og hafa sýnt er ekki hægt að líða. 

 

 


mbl.is Geert Wilders tókst að mynda hægristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytsamir fávitar

Nytsamir fávitar á Vesturlöndum eru nú eina von Hamas, skrifar dálkahöfundurinn  Con Coughhlin í Daily Telegraph í gær. 

Í grein sinni rekur hann hvernig Íran og Hamas skipulögðu í sameiningu hryðjuverkaárás Hamas á óbreytta borgara í Ísrael 7.október s.l. og hvernig vonir Hamas hafi ein af annarri brugðist og þeir sjái fram á ósigur og eina von þeirra nú sé að nytsamir fávitar á Vesturlöndum geti orðið þeim til hjálpar. 

Þegar hryðjuverkasamtökin Al Kaída frömdu hroðaleg hryðjuverk í Bandaríkjunum þegar þeir sprengdu tvíburaturnana í New York og flugu flugvél á Pentagon í Washington DC voru öll lýðræðisríki sammála um að styðja bæri Bandaríkin í stríði gegn hryðjuverkum og meira að segja Pútín bauð fram aðstoð. Gengið var milli bols og höfuðs á hryðjuverkasamtökunum þó það þýddi iðulega mikið mannfall þá ekki síst almennra borgara.

Það stóðu líka allir saman um að uppræta ÍSIS hryðjuverkasamtökin jafnvel þó það kostaði líf tugþúsunda almennra borgara.

Annað virðist vera upp á teningnum varðandi Hamas. Þar hamast vinstri elítan dyggilega studd af múslimum og Íslamistum sem fengið hafa skjól á Vesturlöndum undanfarin ár gegn því að gengið verði milli bols og höfuðs á þeim hryðjuverkasamtökum af hverju? Á ekki það sama að gilda um öll hryðjuverkasamtök. Þau verður að uppræta hvað svo sem það kostar. 

Nú er staðan sú, að þegar Varnarsveitir Ísrael byrjuðu gagnárás sína gegn Hamas eftir að Hamas rauf einhliða vopnahlé, sem var í gildi þeirra á milli þ. 7.október, að þá hafði Hamas á að skipa 24 vígasveitum sem voru vel vopnum búnar og vel þjálfaðar. Varnarsveitunum hefur tekist að yfirbuga a.m.k. 18 en eftir er að ráða niðurlögum 4. hersveita sem hafast við í suðurhluta Rafah borgar á Gasa. Talið er að af um 30 þúsund manna herliði Hamas sé a.m.k. 15.000 fallnir en sumir segja 20.000 sem raunar hrekur fullyrðingar Hamas um fjölda almennra borgara sem hafa fallið.

Nytsömu fávitarnir á Vesturlöndum gera nú allt til að koma í veg fyrir að fullur árangur náist í baráttunni við hryðjuverkasamtökin. Þar fer Joe Biden Bandaríkjaforseti því miður framarlega í fylkingu, sem ber vott um dómgreind hans raunar fyrr og síðar í utanríkismálum. 

Vesturlandabúar virðast almennt ekki vita að Hamas voru vel vopnum búnir og velskipulagðir þegar þeir gerðu hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október. Þeir höfðu lagt net undirganga undir Gasa sem sagt er að hafi verið lengra en neðanjarðarlestarkerfið í London. Þess vegna hefur það gengið jafn erfiðlega og raun ber vitni að uppræta þau eins og Ísis og Al Kaída á undan þeim. 

Þegar lokasóknin gegn villimönnunum í Hamas er um það bil að hefjast er dapurlegt til þess að vita að ríkisstjórn Ísland skuli hafa skipað sér í sveitina sem dálkahöfundurinn sem vísað er til kallar "Nytsama fávita" og leiðarahöfundur Morgunblaðsins tekur réttilega undir í leiðara blaðsins í dag 16. maí 2024 með öðrum og mildari orðum. Tekið skal undir allt það sem kemur fram í þeim leiðara. 

Eftir að hafa lagt Hamastillögu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lið hefur utanríkisráðherra það helst að sýsla að mæta til Georgíu til að skipta sér af innanríkismálum þar í landi. 

Á sínum tíma á síðustu öld mótaði einn mesti vitmaður íslenskra stjórnmála fyrr og síðar Bjarni Benediktsson heitinn stefnu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sú stefna var eitt af því sem gerði Sjálfstæðisflokkinn að langstærsta og áhrifamesta stjórnmálaflokki þjóðarinnar frá lokum síðara heimsstríðs 1945. Það er synd að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa slíkum manni á að skipa í æðstu forustu sinni þó ekki væri annað en maður sem kæmist með tærnar þar sem Bjarni heitinn var með hælana.   

 


350 milljónir á dag

Í viðskiptablaði Mbl fyrir viku sagði að íslenska ríkið greiddi kr. 350 milljónir á dag í vexti af óreiðuskuldum sem hafa hlaðist upp í tíð þessarar ríkisstjórnar. 

Ekki að undra miðað við það, að viðtakandi fjármálaráðherra við myndun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur orðaði það með þeim hætti, að skapa ætti góð lífskjör í landinu með hallarekstri ríkissjóðs. 

Kóvíd ruglið tók stóran toll, sem aldrei þurfti að vera í þeim gríðarlega mæli sem var og merkilegt að helstu sporgöngumenn þeirrar vitleysu skuli telja sig hetjur í héraði og  til þess bæra að leiðbeina öðrum um val á næsta forseta lýðveldisins. 

Við borgum 350 milljónir á dag í vexti vegna vondrar fjármálastjórnar undanfarinna ára og enn er hlaðið í þar sem ríkissjóður er rekinn með miklum halla og stjórnvöld ætla að gera það áfram. Vaxtagreiðslur á dag munu því líklega nema 750 milljónum á dag eftir þrjú ár. Þeir peningar verða ekki notaðir í annað. 

Því miður eru allir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi sammála um að reka ríkissjóð með halla. Jafnvel efnahagssérfræðingurinn í formannssæti Samfylkingarinnar neitar að horfast í augu við og móta stefnu síns flokks miðað við raunveruleikann en telur rétt að halda áfram að fljóta sofandi að feigðarósi. 

Það er til skammar fyrir nú kynslóðina í valdastólum á Íslandi að eyða og eyða eins og engin væri morgundagurinn og ætla börnum sínum og barnabörnum að hreinsa óhroðan og ábyrgðarleysið eftir sig. Aðhaldsleysið og ábyrgðarleysið er algjört og það virðist vera það eina sem ríkisstjórnarflokkarnir eru sammála um. 


Bucaramanga

Sjálfsagt hafa fáir heyrt af borginni Bucaramanga í Kólumbíu. Íbúar eru 650 þúsund eða tæplega helmingi fleiri en Íslendingar. Borgin hefur verið kölluð "fallega borgin í Kólumbíu og borg lystigarðanna með um 160 slíka garða. 

Inn í þessa fallegu borg hefur upp á síðkastið streymt fjöldi hælisleitenda aðallega frá Venesúela, þar sem kommúnisminn er enn og aftur að sýna að hann bíður aðeins upp á örbirgð, ofsóknir og spillingu. Svo er komið fyrir ríki sem var áður eitt það ríkasta í S-Ameríku.

Borgarstjóri Bucaramanga sagði af gefnu tilefni fyrir nokkru: 

"Ef við tölum um fólksflutninga þá erum við að tala um örbirgð, fólk sem býr á götunum,atvinnuleysi og aðstreymi og sölu eiturlyfja. Við höfum verið neydd til að taka á okkur þennan kostnað, en höfum ekki fjármuni getu eða mannsskap til að geta  gert þetta."

Þarna var engin vondur rasisti að tala heldur maður sem þarf að bregðast við vandamáli.  Vandamál hans eru þó smáræði á við það vandamál sem Evrópa ekki síst Ísland standa frammi fyrir í dag. 

Hælisleitendurnir sem koma til Bucaramanga tala sama tungumál og íbúarnir og hafa sömu trú og rætur menningar þeirra er sú hin sama. 

Annað er hér á landi þar sem streymir inn mikill fjöldi fólks úr ólíkum menningarheimum, sem játa önnur trúarbrögð, tala önnur tungumál og hafa aðra siði og menningu. Vandamál okkar í þessu eru því margfalt meiri og tröllaukin að mörgu leyti miðað við það sem borgarstjóri Bucaramanga lýsir. 

En við erum að rembast við að gera áfram vitlausa hluti í málefnum hælisleitenda eins og allan s.l. áratug, þar sem allir stjórnmálalfokkar bera ábyrgð en viglóra er þó í stefnu Miðflokksins, Flokk Fólksins og Sjálfstæðisflokksins, en samt skortir á, að fólk átti sig á að það þarf að gera margfalt meira en nú er verið að leggja til.

Það verður að loka landamærunum algerlega tímbundið fyrir hælisleitendum. Við höfum síðan ekki efni á bruðli við að leysa ólöglega hælisleitendur út með flugmiðum og gildum farareyri. Það á ekki að vera á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Hvað þá að standa undir kostnaði við svonefnt verndarkerfi hælisleitenda.

Þjóð verður alltaf að átta sig á að hún þarf fyrst og síðast að geta staðið undir kostnaði við verndarkerfi eigin íbúa.  

Vandamálin vegna óábyrgrar glórulausrar stefnu í málefnum hælisleitenda er og verður okkur dýr;

hvað varðar menntun ungmenna þar sem enn er haldið í delluna um skóla án aðgreiningar,

hvað varðar að gæta öryggi borgaranna, sem sett hefur verið í stórhættu með því að heimila innflutning fólks sem er allsstaðar til vandræða já og jafnvel flytja það inn í stórum hópum á kostnað skattgreiðenda.

 

hvað varðar að aðlaga fólk íslenskri menningu og kenna því að tala íslensku.

Við erum að taka við fóli sem er ólíkt okkur að menningu, talar annað tungumál, hefur aðra siði og er sprottið upp úr þeirri miðaldamenningu, sem nú er mesta ógnin við öryggi almennra borgara í Vestur Evrópu. 

Við höfum verk að vinna til að koma á eðlilegu ástandi einkum varðandi aðlögun þeirra sem þegar eru komnir og höfum hvorki peninga né mannafla til að taka við fleirum. Ekki frekar en borgarstjóri Bucaramanga bendir á að ekki sé frekar hægt þar, þó vandamál hans séu margfalt minni en okkar að svo mörgu leyti. 

Það verður að loka landamærunum og það verður að láta þá stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á hælisleitendaruglinu hér á landi sæta þeirri ábyrgð sem kjósendur geta sýnt stjórnmálamönnum með atkvæði sínu. 

 

 


Hver borgar mótmælendunum

Ung listakona þurfti að loka sig inni á hótelherbergi sínu undir öflugri lögregluvernd um helgina. Hún mátti þola morðhótanir. Fyrir utan hótelið var fjöldi fólks, sem hrópuðu vígorð gegn henni. Hún hafði það eitt til saka unnið að flytja framlag Ísrael í Eurovision söngvakeppninni.  

Þeir sem höfðu í hótunum við hana og aðrir sem mótmæltu að á hana yrði hlustað mega skamamst sín og Evrópubúar sýndu það með atkvæðum sínum með eftirminnilegum hætti að mótmælendur dyggðaflöggunarinnar eiga þegar upp er staðið lítinn hljómgrunn þó þeir fari fram með háreysti, hótunum og skemmdarverkum. 

Svo virðist sem stór hópur þessara mótmælenda sé að samsama sig með íslamistum með öllum þeirra höftum, kvennakúgun og fordómum og hafna þá baráttu fyrir jafnstöðu karla og kvenna, réttindum samkynhneigðra og sama rétti ólíkra hópa án tillits til trúar, litarháttar eða þjóðernis. 

Íslam stefnir að heimsyfirráðum og kúgun allra annarra hópa í samfélaginu en þeirra sem játa Íslam. Gæti það fallið undir rasisma og fasisma?

Stór hluti þeirra sem mótmæla að þessu sinni er sögulaust fólk sem hatast út í vestræna menningu og menningararfleið af því að þeim hefur verið kennt að allt illt í heiminum stafi frá markaðsþjóðfélaginu á Vesturlöndum.

 

Á sama tíma er líka stór hópur, sem virðist hafa atvinnu af því eins og loftlagsgoðið Gréta Tunberg að mótmæla. Sumt af þessu mótmælafólki ferðast landa og heimsálfa á milli til að taka þátt í mótmælum eða koma þeim af stað.  Hver eða hverjir skyldu nú borga þann brúsa?

 


Talsmenn minnihlutans

Stundum heldur fólk, að það sé nánast eitt í heiminum með skoðanir sínar, en það þarf ekki að vera þannig. 

Andstæðingar Ísrael á Vesturlöndum kröfðust þess, að Ísrael yrði meinuð þáttaka í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Skipuleggjendur keppninnar tóku það ekki í mál.

Hér á landi kiknaði útvarpsstjóri í hnjáliðunum og bjó til sérkennilegar reglur, sem setti ábyrgð á þáttöku á herðar þess listamanns sem sigraði í keppninni og ljúflingurinn Gísli Marteinn sagði sig frá keppninni til að tryggja stöðu sína hjá "góða fólkinu." 

Í Malmö þar sem keppnin var haldin héldu Hamas vinir uppi látlausum mótmælum gegn þáttöku Ísrael og höfðu uppi mikla háreysti og læti allt kvöldið sem keppnin var haldin.

Þrátt fyrir þetta Gyðingahatur og andstöðu við Ísrael sem hefur birst víða um Evrópu m.a. hjá afvegaleiddu háskólafólki og virst hafa mikinn hljómgrunn, þá kemur annað í ljós.

Almenningur í Evrópu fékk loksins tækifæri í gærkvöldi til að segja sína skoðun með atkvæði sínu. Þá kom í ljós, að mikill meirihluti fólks hafnar hugmyndafræði og afstöðu mótmælendanna og tekur málefnalega afstöðu til framlags listamannanna frá Ísrael og annað varðandi keppnina. 

Sem betur fer á eina lýðræðisríkið fyrir botni Miðjarðarhafs, Ísrael enn víðtækan stuðning meðal almennings í Evrópu og stjórnmálamenn í Evrópu ættu að athuga það, þar sem þeir tvístíga og vita ekki í hvora buxnaskálmina þeir eiga að fara. Þetta sýnir líka að almenningur í Evrópu tekur með atkvæði sínu mun faglegri afstöðu til þess sem borið er á borð. 

Ríkisskipuðu "sérfræðingar" keppninnar,sem hafa sérstakt vægi og mörgþúsundfaldan atkvæðisrétt á við almenning, sjá hins vegar til þess að tryggja því afbrigðilega sigur enn og aftur.

Á sama tíma og stjórnmálamenn víða í vestur Evrópu m.a. hér á landi sýna algjört hugleysi í málum, sem varða Ísrael og dauðakúltúr Hamas, þá sýnir almenningur að þrátt fyrir skefjalausan áróður þá láta síður en svo allir blekkjast. 

Við sem töldum okkur vera talsmenn algjörs minni hluta fáum það nú staðfest svo er heldur betur ekki. 

Mikið var það ánægjulegt. Til hamingju Evrópa að standast þessa prófraun.

 

 


Á að meta fólk eftir þjóðerni en ekki á grundvelli hæfileika?

Einstaklingar eru mismunandi óháð þjóðerni. Ekki skal hins vegar gert lítið úr þýðingu menningar, trúarbragða og viðhorfa varðandi mótun einstaklingsins. 

Hver einasti einstaklingur á rétt á því að sýna hvað í honum býr óháð þjóðerni, trúarsannfæringu, litarhafti kynhneigð eða öðru slíku. 

Þetta virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem vildu sýna fyrirlitningu sína á framlagi íslenska fulltrúans í Eurovision keppninni með því að efna til einhvers sem þeir kölluðu "samstöðutónleika" í Háskólabíó þegar íslensku þáttakendurnir fluttu framlag sitt fyrir Íslands hönd í vikunni. 

Forseti lýðveldisins Guðni Th.Jóhannesson gat ekki gert minna úr sér en með því að mæta á þessa svonefndu "samstöðutónleika" til stuðnings dauða- og nauðgunarsveitum Hamas. Í stað þess að standa með og fylgjast með framlagi íslensku listamannanna sem komu fram fyrir hönd þjóðarinnar í Malmö í Svíþjóð. Sama má segja um þá sem stóðu að "samstöðutónleikunum" ef þeir vildu mótmæla framlagi og þáttöku Ísrael þá var rétti tíminn þegar framlag Ísrael var flutt, en það var ekki markmiðið heldur það að gera lítið úr íslenska listafólkinu í Malmö.

Einstaklingur frá Ísrael 20 ára gömul kona flytur framlag lands síns á söngvakeppninni í Malmö. Í gær efndu vinstri róttæklingar eins og gyðingahatarar til mótmæla gegn því að þessi einstaklingur fengi að flytja framlag sitt. Þeir vilja ekki að hún sé metin að verðleikum sem einstaklingur.

Hvað réttlætir það að gera hróp að þessari ungu konu og frábæra listamanni eingöngu vegna þess að hún skuli vera af ákveðnu þjóðerni. Rasistarnir sem að því standa neita að viðurkenna einstaklinginn en telja rétt að einstaklingurinn sé metinn eftir þjóðerni en ekki verðleikum. 


Váboðarnir og Kári

Váboðarnir Víðir Reynisson og fyrrum sóttvarnarlæknir, sem um árabil voru með vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, þar sem þeir upplýstu almenning iðulega um tóma vitleysu, vegna Kóvíd faraldursins hafa nú lagst á árar með öðrum stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur um að reyna að koma henni á Bessastaði. 

Veirutríóið er fullskipað, þó landlæknir hafi ekki enn tekið sér stöðu með þeim Víði og Þórólfi, þar sem Kári Stefánsson forstjóri, hvers fyrirtæki högnuðust hvað mest á ákvörðunum veirutríósins og ríkisstjórnarinnar í Kóvídinu hefur tekið sér stöðu sem millirödd í tríóinu í stað landlæknis. 

Greinilegt að mikil vá er fyrir dyrum, þar sem hætta getur verið á að almenningur hafi aðra skoðun en hin nýja stétt, Nómen Klatúra eins og það hét í Sovét á sínum tíma. Þessvegna eru þeir raftar sem hafa boðað ógn og hamfarir, verði þeim ekki hlýtt í einu og öllu, á sjó dregnir til að tryggja að almenningur lúti vilja Nómen Klatúrunnar hinnar nýju stéttar sem öllu vill ráða. 

Í tilviki hins nýja veirutríós sem syngur nú boðskap sinn í hefðubundinni "falsettó" eru menn vanir að þeim sé hlýtt hvort heldur það eru ráðherrar sem og óbreytt alþýðufólk. Þessvegna er Katrín Jakobsdóttir æskilegur frambjóðandi, þar sem þeir hafa reynslu af því að hún hlýði þeim, hvað sem líður þjóðarhag. 

Nú skal fólk hlýða Víði og forðast það sem sérfræðingarnir Kári og Þórólfur bannfæra.  

Í lýðræðisríki er það nú samt enn þannig, að við kjörborðið í lýðræðislegum kosningum erum við öll jöfn. Lýðræðið fer ekki í manngreinarálit og Víðir, Þórólfur og Kári eru ekkert merkilegri kjósendur eða leiðbeinendur í lýðræðislegu atferli en aðrir. 

Lýðræðisleg skylda fólks er að treysta eigin dómgreind og kjósa þann til forseta, sem við teljum hæfastan. Við látum ekki erkiklerka ofurvalds hinnar "Nýju stéttar" segja okkur eða skipa okkur fyrir verkum við kjörborðið. 


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband