Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

Harmur er að oss kveðinn eða þannig

Skv. útgönguspám vinnur Franska þjóðfylkingin sem stendur vörð um franska menningu og frönsk gildi stórsigur í þingkosningunum í Frakklandi. Áherslur á hagsmunamál frönsku þjóðarinnar er það sem gerir frönsku þjóðfylkinguna að öðru vísi flokki en aðra í Frakklandi. Flokkurinn vill taka samstarfið í Evrópusambandinu til endurskoðunar og takmarka aðstreymi innflytjenda og sérstök réttindi þeirra umfram franska borgara. Vegna þessarar stefnu er franska þjóðfylkingin kölluð öfga hægri flokkur.

Franska þjóðfylkingin er ekki öfgaflokkur frekar en flokkur Giorgina Meloni sem vann stórsigur í ítölsku þingkosningunum fyrir nokkru. Meloni varð forsætisráðherra og hefur staðið sig best þeirra sem gegnt hafa því embætti undanfarna áratugi.

En þessar staðreyndir má ekki segja og vinstri fjölmiðlunin verður að hafa sinn framgang og nú er mikill harmur kveðinn að þeim ögfa vinstri mönnum sem þar halda um stjórnvölin.  

 

Í kvöld var dreginn fram prófessor í miðaldafræði, sem hefur sérstaklega rannsakað Fornaldarsögur Norðurlandanna, sem við strákarnir uxum upp úr um 13 ára aldur,eftir að hafa lesið Bósa sögu og Herrauðs upp til agna, en þessi miðaldafræðingur var fenginn til þess að fjalla um frönsku þingkosningarnar sem "fræðimaður" RÚV í málefnum nútíma Frakklands ekki miðalda, sem viðkomandi hefur þó sannanlega sérfræðiþekkingu á.

Að sjálfsögðu fann þessi "fræðimaður" lýðræðinu allt til foráttu þar sem franskir kjósendur tóku afstöðu með Frakklandi og tryggðu stórsigur frönsku þjóðfylkingarinnar. Sú lýðræðislega niðurstaða er að mati "fræðimannsins" ógn við lýðræðið. En hann fjallaði ekki um, að meginhluti aðkomufólksins sem hefur kosningarétt í Frakklandi kýs til vinstri og fylgi frönsku þóðfylkingarinnar er því umtalsvert meiri en 35% meðal fólks sem er af Frönsku bergi brotið. 

Sama var fullyrt af "fræðimönnum" þegar farsælasti forsætisráðherra Ítalíu Giorgiana Meloni vann stórsigur í síðustu þingkosningum á Ítalíu. Samt sem áður hefur Meloni sýnt að hún er eindreginn lýðræðissinni og það sama á við um forustu frönsku þjóðfylkingarinnar. Allt tal um öfgahægri á sér litla stoð vilji fólk kynna sér stefnu þessara flokka en láta ekki mata sig af tilhæfulausum áróðri.

Vonandi gengur þessi sigur frönsku þjóðfylkingarinnar eftir í síðari umferð kosninganna, þó svo að afturhaldsöflin til hægri og vinstri í franskri pólitík, geri allt sem þau geta til að koma í veg fyrir það með því að rotta sig saman í kosningabandalagi gegn framfarasinnuðum Frökkum sem vilja breyttar áherslur landi og þjóð til heilla. 

Spyrjum því að leikslokum eftir viku og vonandi verður þá hægt að taka undir með kjósendum í Frakklandi og segja "Vive la France" 

 

 


Af hverju hættu mótmælin?

Finnst fólki ekki sérkennilegt að allt í einu skuli hollvinir hryðjuverkasamtaka Hamas, hætta mótmælum með kröfum um vopnahlé á Gasa með Möggu Stínu gólandi í broddi fylkingar?

Af hverju gerðist það?

Gæti það verið vegna þess, að í þrjár vikur hefur Hamas staðið til boða vopnahlé, sbr. samþykkt öryggisráðs SÞ og Katar og Egyptar hafa unnið að því að ná fram?

Foringi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar og hryðjuverkafélagar hans vilja ekki vopnahlé af því að þeim er sama um afdrif íbúa, svo fremi að þeir geti haldið áfram árróðursstríðinu gegn Ísrael. Allt til að ná fram stefnu sinni um þjóðarmorð á Gyðingum ekki bara í Ísrael heldur hvar sem er í heiminum.

Magga Stína og félagar hennar í hollvinafélagi Hamas hér eru ekki ein um að hætta að krefjast vopnahlés á Gasa. Engar mótmælagöngurnar eru í London, Washington DC eða í vestrænum háskólum núna. Af hverju þegja mótmælendurnir nú, sem hafa hingað til staðið á öskrinu um vopnahlé á Gasa og krefjast þess ekki að Hamas samþykki vopnahléð? Væri þessu fólki annt um íbúa Gasa þá mundu þau að sjálfsögðu gera það.

Þessi samsömun mótmælendanna, sem nú þegja með ógeðfelldustu hryðjuverkasamtökum heimsins, Hamas, sem steiktu ungbörn lifandi, nauðguðu og drápu og tóku yfir 200 gísla sem flestir hafa veri myrtir er með fádæmum. Aðeins hryðjuverkasamtökin ÍSIS ná samjöfnun við Hamas í grimmd og óeðli.

Það er verðugt umhugsunarefni, af hverju mótmælendurnir í hollvinasamtökum Hamas, skuli ekki hafa þá siðferðiskennd, að gera kröfu til friðar og vopnahlés þegar allir aðrir en hryðjuverkasamtökin Hamas samþykkja það. Þessi afstaða sýnir því miður siðræna rotnun og óheilindi mótmælendanna í styrktarfélagi Hamas gagnvart málstað friðar og öryggis.


Hvað nú?

Það velktist engin í vafa um það, sem horfði á sjónvarpskappræður Joe Biden og Donald Trump, að Joe Biden er með öllu vanhæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Mörgum hefur verið það ljóst um langt skeið, en samt bendir allt til þess að hann verði í kjöri fyrir Demókrata svo fremi hann dragi sig ekki sjálfur í hlé. 

Með framboði sínu mun Joe Biden tryggja Donald Trump sigur í forsetakosningunum í nóvember n.k. Sjálfur er Biden svo dómgreindarlaus, að honum fannst hann standa sig vel í kappræðunum sem voru tóm skelfing fyrir hann og sýndu að maðurinn  hefur ekki lengur líkamlegt eða andlegt atgervi til að gegna stöðu sendils hvað þá forseta Bandaríkjanna.

Hvað gera Demókratar þá? Hafa þeir dug til að velja annan frambjóðanda t.d. mann eins og Gavin Newsom fylkisstjóra í Kaliforníu eða einhvern annan sem hefur sýnt af sér betri stjórnun en Gavin.  Það verður fróðlegt að sjá. En geri þeir það ekki þá bera þeir ásamt öðrum ábyrgð á að Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna vegna þess að hann kemst þó enþá hjálparlaust á milli húsa og minni kröfur er vart hægt að gera til frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna. 


Af hverju þurfti að mótmæla lýðræðinu?

Macron Frakklandsforseti ákvað að efna til kosninga vegna þess að Þjóðfylkingin franska vann stórsigur í kosningum til Evrópuþings. 

Þessi meinti öfgahægri flokkur mælist með mest fylgi í Frakklandi og því geta vinstri menn þar í landi ekki unað og efndu til að mótmæla vilja kjósenda.

Mótmæli vinstri manna í Frakklandi leystust upp í skrílslæti og ofbeldi gagnvart lögreglu og eyðileggingu á eigum venjulegs fólks. Engin fjölmiðill á Íslandi minnist á það eða kallar mótmælendurna öfga vinstri. Hvað þá fordæma skrílinn.

Hverju var vinstra öfgaliðið að mótmæla með skrílslátunum? Þau voru að mótmæla því að franskir kjósendur greiddi atkvæði sitt með lýðræðislegum hætti, þeim flokki sem þeir telja gæta hagsmuna sinna best.  Það þýðir í raun mótmæli gegn lýðræði þeirra sem eru ósammála vinstri skrílnum. 

Engan skyldi undra að vinstra liðið efndi til mótmælanna sérstaklega í borgum þar sem fylgi þeirra er mest og hælisleitendur fjölmennastir og þeir útlendingar sem aðlagast ekki frönsku þjóðfélagi, siðum þess og háttum. 

 

 

 


Er ríkisstjórnin orðin hringlandi galin?

Fjórir ráðherrar kynntu í gær harðdrægari áætlun í loftslagsmálum, en áður hefur sést, gegn hagsmunum neytenda og framleiðenda.

Margt vekur athygli en þá helst, að ríkisstjórnin ætlar að banna nýskráningu bensín- og díselbíla eftir árið 2028. 

Ríkisstjórnin er þar með kominn í hóp þeirra sem trúa skilyrðis- og vitsmunalaust á að loftslagsguðinn sé reiður og það sé nauðsynlegt að friða hann með fórnum sem lenda alltaf harðast á neytendum. 

Eftir einn kaldasta vetur í manna minnum og vorhret, sem á sér ekki sinn líka, þá finnst ríkisstjórninni það helst verða til varnar verða vorum sóma, að banna fólki margt af því sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt og fellur undir eðlileg mannréttindi og valfrelsi fólks í lýðræðislandi. 

Í gær var ég á fundi í Sjálfstæðishúsinu og horfði á málverk af þeim fyrrum formönnum flokksins, Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni og Jóhanni Hafstein, sem ég var svo lánssamur að kynnast og þótti mikið til þeirra allra koma. Aldrei hefði þessum mönnum dottið í hug að binda svona klyfjar á þjóðina eða víkja svo rækilega frá grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um sókn til betri lífskjara, einstaklings- og athafnafrelsis og valfrelsi fólks og þessi volaða ríkisstjórn stendur nú fyrir og boðar.

Er virkilega svo komið, að forusta Sjálfstæðisflokksins sé svo kyrfilega gengin í loftslagsbjörgin, að henni sé og verði ekki við bjargandi? 

 


Mótmæli mótmælanna vegna

Hvað sérkennilegustu mótmæli Íslandssögunnar voru þegar ungar stúlkur skunduðu berbrjósta niður á Austurvöll undir enska kjörorðinu "Free the nipple" eða frelsum geirvörtuna. Alþingi Íslendinga hafði ekkert með geirvörtuna að gera og réði engu um frelsi eða frelsissviptingu hennar. 

Aðgerðarhópur dyggilega studdur af Íslömskum hælisleitendum mótmælir á Austurvelli og krefst þess af Alþingi að vopnahlé verði á Gasa og Ísraelsríki eytt. 

Í gærkvöldi mættu atvinnumótmælendurnir til starfa við Alþingi undir stjórn þingmanna galnasta stjórnmálaflokks Íslandssögunnar. Á þeim tíma höfðu allir aðilar samþykkt vopnahléstillögur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nema Hamas samtökin. Kröfum mótmælendanna hefði því réttilega átt að beina að þeim en ekki Alþingi sem kemur málið alls ekki við, þó þingmenn Pírata séu svo skyni skroppnir að þeir telji svo vera.

Þeir nytsömu sakleysingjar sem mæta til að mótmæla á Austurvelli þessa daganna á forsendum hryðjuverkasamtaka virðast ekki átta sig á þeirri staðreynd, að sá sem hefur staðið hvað harðast gegn vopnahléi og varanlegum friði er maðurinn sem skipulagði hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október s.l.Yahya Sinwar, sem auk annars kyrkti eitt sinn liðsmann sinn, sem honum líkaði ekki við. Vilji mótmælendurnir á Austurvelli beina mótmælum til þeirra sem bera ábyrgð á því að vopnahlé er ekki gert þá eiga þeir að beina því að Hamas samtökunum og Yahya Sinwar en láta Alþingi í friði.

Það er brjóstumkennanleg fáviska mótmælendanna sem veldur mótmælum við Alþingishúsið og aðsókn að íslenskum ráðherrum. En hvað skyldi nú valda því að atvinnumótmælendurnir með  Hamas fánana skuli ekki beina mótmælum að þeim, sem reyna að koma í veg fyrir vopnahlé og varanlegan friði? Eða samsama mótmælendurnir sig algjörlega með Hamas og vilja vopnahlé á forsendum manndráparans Yahya Sinwar leiðtoga Hamas á Gasa.

 


mbl.is Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 276
  • Sl. sólarhring: 411
  • Sl. viku: 5215
  • Frá upphafi: 2425849

Annað

  • Innlit í dag: 258
  • Innlit sl. viku: 4812
  • Gestir í dag: 254
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband