Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2025

Farsæl niðurstaða

Hvað svo sem líður stuðningi við eintaka frambjóðendur þar á meðal þess, sem þetta ritar, þá skal viðurkennt, að niðurstaðan þegar á allt er litið gat ekki orðið farsælli fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns og Jens Garðars Helgasonar varaformanns bíða mörg og misjafnlega erfið verkefni varðandi endurreisn Sjálfstæðisflokksins til fyrri vegs og virðingar eins og þau orðuðu það bæði eftir að hafa náð kjöri, þó með mismunandi hætti væri. 

Þó Guðrún og Jens eigi ákveðinn hóp sameiginlegra stuðningsmanna, þá fengu þau þó aðallega stuðning frá sitt hvorri fylkingunni sem tókust á í formannskjöri. 

Báðum skal óskað farsældar í störfum sínum fyrir Flokkinn og nú reynir á að þau standi sig og nái að byggja Flokkinn upp á nýju. Allt Sjálfstæðisfólk hvar svo sem það stóð í fylkingu verður að gefa þeim nauðsynlegt svigrúm og styðja þau til allra góðra verka. 


Landsfundur- Ný forusta

Það útheimtir gott skipulag og fjölda fólks sem kann til starfa að skipuleggja og halda rúmlega 2000 manna Landsfund eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir nú í Laugardalshöll. 

Skipulag og frágangur er til fyrirmyndar að flestu leyti, en á það skortir þó á pappírslausum fundi, að tillögur o.fl. skili sér nægjanlega vel. Þá verður að gagnrýna lýðræðisstífinguna og takmörkun á möguleikum hins almenna flokksmanns til að geta látið til sín taka málefnalega í ræðustól á fundinum.

Þá er það dapurlegt að ötult baráttufólk fyrir Sjálfstæðisflokkinn í meir en hálfa öld og hafa sótt Landsfundi allan tímann síðan, skuli ekki vera fulltrúar á þessum fundi. Í því sambandi nefni ég sérstaklega þá Ólaf Egilsson sendiherra, Þór Whitehead prófessor emeritus og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara, prófessor og lögmann allt emeritus. Marga fleiri mætti nefna. Til að koma í veg fyrir svona slys þyrfti miðstjórn, að geta úthlutað ákveðnum fjölda landsfundarsæta þess vegna með auknu meirihlutasamþykki.

Fyrir þá sem hafa verið um árabil í flokksstarfi er það ómetanlegt að hitta vini og kunningja alls staðar að af landinu. Landsfundur er annað og meira en bara fundur. 

Á sama tíma og aðrir flokkar halda sína aðalfundi og Landsfundi þar sem mæta um hundrað til þrjúhundruð manns, þá sýnir það hvílíkur munur er á skipulagi og því afli sem býr í Sjálfstæðisflokknum og annarra stjórnmálaflokka á Íslandi. 

Slaklega er þá staðið að verki, hvað sem líður lofi og oflofi um fráfarandi forustu þegar þessi ofurkraftur brýst ekki fram og finnur sér stað í kosingum. En það er sú staðreynd sem að flokksmenn horfast í augu við eftir síðustu kosningar.

Það þarf að greina með heiðarlegum hætti og hika ekki við að hverfa frá mið-vinstri stefnunni og taka upp ákveðnari stefnu sem býður upp á raunverulegan valkost frá vinstri villum. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur alla tíð verið óskoraður foringi flokksins meðan hann gegnir formennsku. Miklu skiptir því að vel takist til í dag með val á formanni flokksins. 

Ég sé ekki að neinar breytingar til góðs fyrir flokkinn hvað varðar endurskipulagningu og nýjar áherslur nema okkur beri gæfu til að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur athafna- og stjórnmálakonu sem formann flokksins. 

 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 231
  • Sl. sólarhring: 933
  • Sl. viku: 4771
  • Frá upphafi: 2493759

Annað

  • Innlit í dag: 222
  • Innlit sl. viku: 4449
  • Gestir í dag: 220
  • IP-tölur í dag: 215

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband