Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025

Orkupakkar og okurverð

Fyrir allöngu ákváðu íslensk stjórnvöld að játast undir regluverk Evrópusambandsins í raforkumálum og raforkusölu. Fullyrt va að þetta skipti neytendur miklu og samkeppni fyrirtækja á smásölumarkaði mundi lækka verð til neytenda. 

Raunin hefur orðið önnur. 

Raforka hækkaði um 13% frá nóvember 2023 til sama tíma árið 2024 eða 8% umfram verðbólgu  Raforkuverð í smásölu hækkaði um 9-37%. Hin meinta samkeppni hefur ekki skilað sér til neytenda heldur þvert á móti. 

Verð á raforku skiptir miklu fyrir neytendur og er ein mikilvægasta nauðsynjaþjónustan sem neytendur geta ekki verið án. Þegar um slíka þjónustu er að ræða,skiptir máli, að þess sé gætt að verðmyndun á smásölumarkaði sé eðlileg. Ofangreindar tölur sýna að svo er ekki. 

Svo er fráleitt að neytendur keppi við stórnotendur um kaup og á raforku. 

Öll hefur þessi glæfraferð stjórnvalda við að tengja okkur reglum Evrópusambandsins með Orkupökkum bandalagsins verið til ills og bætist við helstefnu síðustu ríkisstjórnar vegna þvergirðingsháttar VG gagnvart vatnsorkuverum.

Vindmylluvæðing og aðrar bábiljur munu síðan bæta gráu ofan á svart vegna þess að dýrasta orkuframleiðsla heims getur ekki skilað sér í öðru en hærra verði til neytenda. 

Af hverju ekki að velja almenna skynsemi í stað stefnu Evrópusambandsins í orkumálum og búa svo um íslenska raforkumarkaðinn, að hann virki til að draga úr verðbólgu og framleiðslufyrirtækin og neytendur búi við orkuverð sem á að geta verið það lægsta í Evrópu.  

Raforka er nauðsynjaþjónusta þar sem hagsmunir neytenda eiga að vera í fyrirrúmi. Í þessu tilviki erum við allir neytendur jafnt einstaklingar sem framleiðslufyrirtæki önnur en stóriðja. 


Enn taprekstur hjá RÚV.

Hallarekstur RÚV eru 188 milljón krónur s.l. reikningsár. Hallarekstur RÚV er ekki nýr af nálinni þrátt fyrir að RÚV njóti sérstaks hagræðis m.a. milljarða framlags frá almenningi og mestra auglýsingatekna allra fjölmiðla. Við þær aðstæður er það sérstök snilld að ná að reka RÚV með halla. 

Venjulegt fyrirtæki þarf að endurskoða rekstur sinn og hagræða í rekstri ef um taprekstur er að ræða.  En ekki RÚV, þar á bæ hafa menn árum saman farið á fund viðkomandi ráðherra og vælt út meiri ríkisaðstoð og hann hefur jafnan fengist. 

Er ekki kominn tími til að taka rekstur RÚV til gagngerðrar endurskoðunar og selja þann hluta fyrirtækisins sem er algjörlega á samkeppnismarkaði?


mbl.is RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 320
  • Sl. sólarhring: 752
  • Sl. viku: 2338
  • Frá upphafi: 2505766

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 2194
  • Gestir í dag: 285
  • IP-tölur í dag: 276

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband