Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2025

Ríkið það er ég

Einvaldskonungurinn í Frakklandi Loðvík 14 var alsráðandi í landi sínu á 17. og 18. öld og hafði jafnan á orði "Ríkið það er ég" enda uppspretta alls valds í landinu frá honum komið og andóf miskunarlaust barið niður. 

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þangað til í gær var aðeins Kim Jong un allsráðandi í kommúnista- og einvaldsríkinu Norður Kóreu sem hafði sömu viðmið um sjálfan sig og Lúðvík 14, að ríkið væri hann. 

Í fréttum í gærkvöldi brá hins vegar svo við að í hóp stjórnmálamanna með sömu megalomaniu (mikilmennskubrjálæði)og Lúðvík 14 og Kim Jong Un bættist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sagði að hún og ýmis önnur ríki Evrópu hygðust gangast fyrir aðgerðum gegn Ísrael. Utanríkisráðherra lítur greinilega svo á að ríkið  það sé hún.

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð forsætisráðherra við þessari valdatöku utanríkisráðherra. Hingað til hefur utanríkisráðherra farið sínu fram og gefið yfirlýsingar hægri vinstri án þess að bera undir þing og þjóð og Kristrún Frostadóttir hefur kokgleypt þær,að því er virðist stundum með óbragði í munninum.

En nú er spurning hvort forsætisráðherra sætir því að vera í aftursætinu eftir að Þorgerður Katrín hefur tekið sér alræðisvald.


Hótel eru ekki fyrir hælisleitendur. Sigur fólksins í Epping

Bretar rísa úr sætum og syngja með ástríðu "Britain rules the waves" (Bretland stjórnar heimshöfunum). Í núinu stjórna Bretar ekki einu sinni Ermasundi á milli Frakklands og Bretlands.

Tugir þúsunda ólöglegra svokallaðra hælisleitenda koma siglandi á gúmmíbátum frá Frakklandi til Bretlands og bresk stjórnvöld stjórna engu og bjóða hlaupastrákana sem eru raunverulegt innrásarlið velkomið og skjóta undir þá hlaupastráka hótel svítum til að búa í, auk þess að fæða þá og klæða. 

Nú hefur komið babb í bátinn. Dómstóll hefur úrskurðað að ekki megi taka hótel í bænum Epping í Bretlandi,  til að hýsa hlaupastrákana það sé andstætt skipulagsreglum. Fólkið í Epping fagnar og almenningur um allt Bretland. 

Undanfarin ár hafa stjórnvöld í Bretlandi troðið þessum hlaupastrákum sem í mörgum tilvikum eru ógn við breskt samfélag inn á hótel nú alls 30.000 talsins. Hvað gengur eiginlega að yfirvöldum í Evrópu að koma þessu liði ekki lóðbeint til baka  í staðinn fyrir að láta þá vera byrði á þjóðfélaginu og raska öllu eðlilegu lífi fólks. 

Við eigum að krefjst þess að íslensk stjórnvöld bregðist strax við áður en í meira óefni kemur og loka landinu fyrir hælisleitendum. Við eigum að breyta löggjöfinni þannig að innrásarliðið þurfi a.m.k. að borga allt fyrir sig sjálftg en geti ekki lagst upp á velferðarkerfið. 

30.000 hlaupastrákar á hótelum í Bretlandi gætu allt eins látið sér detta í hug að koma til Íslands ef ekki verður brugðist við strax og þeim bönnuð koma. 

Á árum áður var Bretland iðulega griðarstaður fólks sem þurfti að flýja vegna ofsókna m.a. Karl Marx og Victor Hugo. En þeir voru á eigin vegum og þurftu að útvega sér húsnæði og lífsviðurværi og voru raunverulegir hælisleitendur. 

Fátt sýnir betur aumingjaskap og skort á skarpskyggni stjórnmálastéttarinnar í Evrópu en að láta það gerast að innrásarlið eins og þessir hlaupastrákar eru hvort heldur í Bretlandi, Íslandi eða Þýskalandi séu boðnir velkomnir og geti lifað á skattgreiðendum. Það verður að bægja innrásinni frá og það má ekki dragast. Þegar hefur verið unnið óbætanlegt tjón á íslensku samfélagi vegna helstefnu stjórnvalda í þessum málum.  

Það gengur ekki lengur. 


Kristrún og Trump

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans í háhæðum. Meginvextir bankans verða áfram 7.5%, sem eru okurvextir miðað við aðstæður. Þetta heitir að ná niður verðbólgu með því að kyrkja að atvinnulífinu og fjárfestingum einstaklinga. 

Meginorsök verðbólgu er ekki vaxtastig Seðlabanka Íslands heldur botnlaus hallarekstur ríkissjóðs, hvað sem líður fögrum fyrirheitum. 

Íbúðamarkaðurinn er í kreppu vegna okurvaxta og fáránlegra viðmiðana varðandi greiðslumat. Við þær aðtæður er nauðsynlegt að lækka stýrivexti Seðlabankans til að komast hjá hugsanlegu alkuli á byggingarmarkaðnum og breyta viðmiðunum greiðslumats. 

Sú stefna sem rekin er í lánamálum er fjandsamleg þeim sem hyggja á fyrstu kaup á húsnæði og með því er komið í veg fyrir að eðlileg og jákvæð þróun verði á íbúðamarkaðnum.

Í Bandaríkjunum skammar Donald Trump seðlabankastjórann sinn og segir hann stuðla að kreppu í landinu með okurvöxtum, sem eru þó svipur hjá sjón miðað við stýrivexti Seðlabanka Íslands. 

Hér á Íslandi nagar Kristrún Frostadóttir á sér neglurnar og hefur engar lausnir og tekur undir helstefnu Seðlabankans á sama tíma og ríkisstjórn hennar er helsti verðbólguvaldurinn.

 

 

 

 

 


mbl.is Stýrivextir óbreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju má ekki segja frá glæpum hælisleitenda

Venjulegt fólk í Evrópu furðar sig á því samsæri sem fjölmiðlar og yfirvöld virðast vera í þegar kemur að glæpum hælisleitenda. 

Þegar þúsundir stúlkna urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Köln á nýársnótt fyrir nokkrum árum þá þögðu allir fjölmiðlar og yfirvöld bæði borgaryfirvöld og lögregluyfirvöld neituðu að nokkuð hefði gerst. Þá komu samfélagsmiðlarnir fésbók og X í góðar þarfir og loksins urðu hefðbundnir fjölmiðlar og yfirvöld að viðurkenna lygarnar. 

Á fundi samtakanna þvert á flokka gerði einn ræðumaður þetta að umtalsefni og upplýsti að margfalt fleiri hælisleitendur fremja alvarlega glæpi hér á landi en aðrir og glæpir þeirra verða stöðugt fleiri og fleiri. Samt sem áður hafa fjölmiðlar ekkert um málið að segja og lögregluyfirvöld gera sitt til að fegra ástandið. Af hverju?

Í stórblaðinu Daily Telegraph í dag skrifar dálkahöfundur grein undir heitinu "Af hverju er svona erfitt að viðurkenna glæpi hælisleitenda" Þar rekur hann að hlutfallslega fremja hælisleitendur margfalt fleiri og alvarlegri glæpi en innfæddir, en að reynt sé að fela þessa staðreynd með öllum hætti af yfirvöldum þ.á.m. lögreglu og fjölmiðlum. 

Sama sagan virðist því miður vera að eiga sér stað allsstaðar í Evrópu, en fólkið veit að það eru alvarlegir hlutir að gerast og rís nú upp í vaxandi mæli víða um Evrópu og líka  hér á Íslandi og neitar að láta þetta yfir sig ganga. 

Við landvarnarfólk verðum að herða baráttuna fyrir því að geta lifað á Íslandi í öruggu þjóðfélagi og megum ekki líða það að fjölmiðlaelítan, lögregluyfirvöld og stjórnmálamenn ljúgi að okkur til að fegra ástandið.


14.ágúst 1941 og 18.ágúst 2025

Þ.14.ágúst 1941 undirrituðu Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti og Winston Churchill Atlantshafssáttmálann úti á miðju Atlantshafi. Þá var heimstyrjöldin síðari í fullum gangi. Bretar voru illa leiknir eftir leiftursókn Þjóðverja gegnum Frakkland. 

Þegar veður voru svona válynd, þá höfðu ofangreindir forustumenn samt skýra framtíðarsýn um uppbyggingu í þágu friðar, mannréttinda og lýðræðis eftir að nasisminn hefði verið sigraður. 

Í dag skortir leiðtoga hins "frjálsa heims" skýra framtíðarsýn ólíkt því sem var þegar Atlantshafssáttmálin var undirritaður fyrir 84 árum. Hvað á að gera þegar friður hefur komist á milli Rússlands og Úkraínu. Slíkur friður mun komast á. Spurningin er bara hvenær og hvernig.

Volodimir Zelenski Úkraínuforseti er kominn til Washington DC ásamt nokkrum forustumönnum Evrópu sem einskonar klappliði og því klappliði virðist ekki eins mikið í mun að ná friði eins og Trump Bandaríkjaforseta svo merkilegt sem það nú er. 

Ljóst er að upphaflegt markmið Evrópu og Biden stjórnar Bandaríkjanna um fullnaðarsigur Úkraínu gengur ekki upp og raunar fáránlegt að þessum stjórnendum skyldi detta það í hug. Stríðið hefur kostað miklar mannfórnir og eyðileggingu. Það mun halda áfram náist ekki friðarsamningar. 

Nú reynir á hvort að leiðtogar hins svokallaða frjálsa heims ná því að setja fram jafn ákveðna og glögga framtíðarsýn eins og var með Atlantshafssáttmálanum fyrir rúmum 80 árum eða hvort hildarleiknum í Austurvegi verður fram haldið. Því miður á Evrópa engan leiðtoga í dag sem er með tærnar þar sem Winston Churchil steig fæti sínum niður fyrir löngu, en ég hef þá trú að forseti Finnlands, forsætisráðherra Ítalíu og framkvæmdastjóri NATO geti samt komið góðum hlutum til leiðar.

Það er aldrei rangt að spyrja um friðarkosti. Það þýðir ekki að friður náist. En í því sambandi verður að skoða heildarmyndina. Hvað er hagkvæmt fyrir alla aðila. 

Í því sambandi ættu Vesturveldin að skoða hvort það er hagkvæmt að halda stríðinu áfram herða enn að Rússum með þeim afleiðingum að þrýsta þeim enn þá fastar í fangið á Kína, Íran, Norður Kóreu og Indlandi. 

Á sínum tíma var forseti í Frakklandi sem hét De Gaulle. Hann hafði þá framtíðarsýn að sameinuð Evrópa ætti að ná frá Atlantshafi til Úralfjalla. Höfum við ekki lengur þá framtíðarsýn. Sé ekki svo hvaða framtíðarsýn höfum við þá?

 

 

 

 


Landvarnarfólk

Í gær héldu samtökin "Þvert á flokka" þriðja mótmælafund sinn á Austurvelli. Allir fundirnir hafa farið vel fram. Þeim er vel stjórnað og gætt er að öllum öryggismálum út í hörgul. Kröfur okkar eru að Íslendingar gæti að eigin hagsmunum en týnist ekki í þjóðarhafinu, tapi tungumáli sínu og menningu vegna háskalegrar, þjóðfjandsamlegrar stefnu í innflytjenda- og hælisleitendamálum.

Fundirnir eru  vel sóttir, hvað sem líður fullyrðingum ákveðinna fréttamiðla um annað. 

Þegar ég mætti á fyrsta samstöðufundinn til varnar íslenskri þjóð og menningu kom mér þrennt á óvart. Í fyrsta lagi hvað margir voru mættir,fundarmenn þverskurður þjóðarinnar ungir og eldri. Ungar konur með barnavagna,háskólamenntaðir og minna menntaðir o.s.frv. Í öðru lagi gott skipulag og í þriðja lagi hvað ræðufólkið var málefnalegt og laust við allar öfgar.

Í gær fór fundurinn einstaklega vel fram og það var fræðandi og um leið sorglegt að hlusta á unga konu þriggja barna móður, sem var ræðumaður á fundinum segja frá því að hún hafi ekki efni á því að gæta að tannheilsu sinni vegna kostnaðar á meðan hælisleitendur fá allar tannviðgerðir greiddar af ríkinu. 

Er það afsakanlegt í siðaðra manna samfélagi, að mismuna fólki með þeim hætti sem Alþingi og ríkisstjórnir til margra ára gera þar sem hælisleitendur fá ókeypis læknisaðstoð,mat, húsnæði og  ferðast um í leigubílum á kostnað skattgreiðenda. Á sama tíma er dugandi fólk í þessu okurþjóðfélagi nánast gefið á Guð og gaddinn og getur ekki notið þeirra lífsgæða sem ríkisstjórnin og Alþingi gefur hlaupastrákunum sem hafa aldrei lagt neitt til samfélagsins og fæstir mun gera það nokkurn tímann. 

Slíkt þjóðfélag fær ekki staðist.

Svo virðist sem bæði fréttaelítan og því miður stjórnmálaelítan vilji sem minnst af þessari baráttu vita. Ríkisfjölmiðlarnir flytja engar fréttir af baráttu samtakanna á sama tíma og ekki má fara Hamas fáni á loft nema RÚV sé mætt til að taka myndir og segja frá. En hvar eru þingmennirnir sem segjast styðja þessi málefni. Af hverju mætir ekki einn einasti þingmaður á þessa fundi? Ekki einn.

Það verður að herða baráttuna fyrir Ísland og íslenska þjóð. Við Landvarnarmenn og konur verðum að ná árangri til að koma í veg fyrir alvarlegra slys og atlögu gegn þjóðinni, en þegar er orðið. Við viljum fá að lifa við öryggi íslendingar og tala okkar eigið tungumál og munum ekki láta það gerast að Íslendingar, íslensk menning og tunga týnist í þjóðahafinu.


Vonandi stórt skref til friðar í Evrópu

Í kvöld verður fundur Donald Trump og Vladimir Putin í Alaska. Vonandi tekst fundurinn vel og leiðir til friðar í Evrópu eftir þriggja ára styrjöld.

Það er dapurlegt að horfa á tilburði leiðtoga Evrópu í hvert sinn sem Trump tilkynnir um fund með Putin. Þá sameinast þeir um þá kröfu, að Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu verði á fundinum.

Af hverju?

Það er ljóst að friður verður ekki saminn án aðkomu Úkraínumanna, en það þýðir ekki endilega að Zelenski verði til gagns á fundi Trump og Putin. Trump segir að engin samningur verði gerður án aðkomu forseta Úkraínu. Er þá ástæða fyrir Evrópuleiðtogana að láta eins og óþekkir krakkar til þess eins að reyna að skemma fyrir. Forsætisráðherra Breta umfaðmar Zelenski,býður honum í te og heitir honum stuðningi, sem þeir báðir vita að skiptir litlu ef Bandaríkjamenn leika ekki lykilhlutverk með hernaðar- og fjárstuðningi.

Trump hefur heitið að beita Rússa hörðum viðskiptaþvingunum ef samningar nást ekki. Evrópuríkin gætu gert gagn með því að taka undir þá hótun Trump en því fer fjarri að þau geri það. Ekki einu sinni hin viljugu ríki Starmers forsætisráðherra Breta sem Þorgerður Katrín mærir upp fyrir rjáfur þó ekkert sé þakið.

Um hvað á að semja. Er hægt að ná friðarsamningum án þess að Rússar haldi einhverju af því landi sem þeir hafa brotið undir sig með hervaldi? Vafalaust verður það erfitt.

Við skipti á dánarbúi gömlu Sovétríkjanna voru landamæri ekki endilega eftir þjóðernislegum línum. Fjöldi rússnesku mælandi fólks var því innan Úkraínu, sem þjóðernismeirihluti í mörgum austur héruðum Úkraínu þegar uppskipti dánarbúsins átti sér stað.

Til að leysa málin í dag væri því kjörið að fara að því ráði sem Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti lagði til við lok fyrri heimstyrjaldar, að fólkið fengi að ráða og frægasta og e.t.v. besta dæmið er þjóðaratkvæðagreiðsla í Slesvík árið 1920 þar sem meirihutinn ákvað að tilheyra Danmörku en ekki Þýskalandi.

Væri ekki kjörið að gera friðarsamninga upp á þau býti, að fólkið í þeim héruðum sem um er deilt ráði örlögum sínum í almennri atkvæðagreiðslu eins og í Slesvík forðum?

Á sínum tíma talaði ógæfufuglinn Joe Biden um fullnaðarsigur Úkraínu á Rússum og þannig töluðu ýmsir Evrópuleiðtogar. Þannig gat það aldrei farið og nú er staðan sú, að Rússar eru í sókn á allri víglínunni og hafa verið um nokkurt skeið. Úkraínumenn vantar mannafla og vopn aðallega mannafla og nokkuð ljóst, að það þarf kraftaverk til að halda stöðunni og gengur ekki nema virk hernaðaraðstoð Evópuríkja komi til, en þar er engin tilbúinn til að senda eina einustu herdeild á vígvellina í austurhluta Úkraínu.

Leiðtogar Evrópu eru tannlaus pappírstígrisdýr, sem þurfa að horfast í augu við að þau hafa ekki sinnt vörnum sínum svo áratugum skiptir en látið Bandarískum skattgreiðendum það eftir að gæta evrópskra hagsmuna í varnarmálum.

Mikið væri nú gott ef ríkisstjórn Íslands bæri gæfu til að átta sig á þessum staðreyndum og með hvaða hætti best er fyrir okkur að þjóna varnar- og öryggishagsmunum þjóðarinnar. Það er alla vega ekki í hópi hinna viljugu ríkja Starmers eða hernaðarlega vanbúnu Evrópusambandi.

Okkar öryggi byggist á varnarsamningi við Bandaríkin og aðild að NATO. Annað er húmbúkk og sárara en tárum taki að horfa á utanríkisráðherra gapuxast um lönd og ríki Evrópu undirritandi skuldbindingar fyrir Íslands hönd, sem grafa undan sambandi okkar við Bandaríkin. Ætla má að tollar bandaríkjamanna, sem íslensk fyrirtæki þurfa nú að greiða séu a.m.k. að hluta til vegna asnasparka Þorgerðar Katrínar utanríkisráðherra.

Þjóðverjar seldu öryggishagsmuni sína fyrir olíu og gas frá Rússlandi og hlógu að Trump þegar hann varaði þá við árið 2018 og reyndu að lítillækka hann á alla lund undir forustu Angelu Merkel.

Ekki skrýtið að Trump brosi í kampinn núna þegar hann sýnir styrk sinn síðast með því að taka Úrsúlu frá Leyen í kennslustund.

Evrópa hefur látið varnarhagsmuni sína reka á reiðanum og hefur enga burði til að verja landamæri sín hvorki gagnvart herveldi eins og Rússlandi né hjörðum hælisleitenda. Framtíð Evrópu byggist á því, hvort sem tekst að semja um frið milli Rússlands og Úkraínu núna eða ekki, að Evrópuleiðtogar átti sig á því að þeir verða að verja því sem þarf til varnarmála til að geta bæði gætt að varnarhagsmunum sínum og veitt ríki eins og Úkraínu vernd í framhaldi af friðarsamningi sem vonandi næst innan skamms.

Vesaldómur forustumanna gömlu vestur Evrópu sýnir nauðsyn pólitískar uppstokkunar í álfunni, sem kemur vonandi fyrr en síðar því oft var þörf en nú er nauðsyn.


Sumarið 1976

Mannstu eftir sumrinu 1976? Að sjálfsögðu man engin eftir því. Meir en helmingur jarðarbúa var ekki fæddur. Staðreyndir liggja samt fyrir. Sumarið 1976 er nefnilega heitasta sumarið sem komið hefur í Bretlandi skv. upplýsingum DT í gær. 

Sumarið 1976 mældist hiti 35.9 gráður í Cheltenham og hitinn í Heathrow í London var yfir 30 gráður 16 daga í röð og það er lengsta hitabylgja sem mælst hefur frá því að mælingar hófust. 

Þá var þetta kallað óvenjulega heitt sumar. Nú upphefst samræmt hróp fjölmiðlaelítunnar þegar hiti fer í 30 gráður á norðurhveli, um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar af mannavöldum. Þessi sama elíta bregst ekki við þegar óvenju kalt er í veðri þá er það bara veður.

Skrýtið að þetta skuli geta gengið svona ár eftir ár, en þó ekki þegar stjórnmála- og fjölmiðlaelítan ganga í takt ásamt fjölda vísindamanna sem þiggja ofurlaun fyrir að bullfræða um hnattræna hlýnun. Síðan má ekki gleyma þeim sem græðá á þessu. 

Þegar bullfræðin grípur stjórnmálaelítuna þá stynja skattgreiðendur vegna nýrra skatta á grundvelli hennar. 

Áttar fólk sig á því hvað Evrópusambands (EBS) loftslags skattarnir kostar það mikið í hærri flugfargjöldum og hærra vöruverði o.s.frv.?

Enn bólgnari yrði Hafliðinn í Brussel ef við gengjum í EBS og var þó talað um að dýr mundi Hafliði allur þá samið var um skaðabætur honum til handa. Hætt er við að þá mundi rætast orð Einars Þveræings, þá Noregskonungur ásældist Grímsey, að þröngt muni verða fyrir durum hjá mörgum kotbóndanum. Já og vafalaust fleirum ef svo fer sem ríkisstjórnin áformar. 

 


Öfgahægriflokkurinn

Frá því er sagt á vísir.is, að "öfgahægriflokkurinn"Alternative für Deutschland (AdF) mælist með mest fylgi þýskra stjórnmálaflokka 26%. En hvað réttlætir svona nafngift?

AfD vill að Þýskaland fái að vera áfram Þýskaland og harðar takmarkanir verði settar varðandi aðstreymi hælisleitenda, það eru væntanlega öfgarnar sem blaðamaðurinn vísar til.  AfD berst fyrir lýðræði, velferð og kristnum gildum. Gerir það flokkinn að öfga hægri flokki? Að sjálfsögðu ekki.  

Síðar í fréttinni segir að engin annar öfgahhægriflokkur hafi fengið jafn mikið fylgi og AfD nema nasistaflokkurinn. Raunar kaldhæðni að kalla nasistaflokkinn öfgahægri flokk. Flokk sem boðaði sósíalisma,ríkisrekstur og afnám lýðræðis. 

AfD vann stórsigur í síðustu kosningum. Kristilegir Demókratar (CDU) unnu örlítið á. Báðir flokkarnir boðuðu herta stefnu í innflytjendamálum. Sósíaldemókratar töpuðu miklu fylgi. Nú mætti ætla að það hefði verið kjörstaða CDU að bjóða AfD til stjórnarsamstarfs í samræmi við vilja kjósenda um herta stefna í innflytjendamálum. Formaður CDU ákvað að hunsa vilja kjósenda og mynda stjórn með Sósíaldemókrötum sem kjósendur höfnuðu. 

Ef eitthvað eru öfgar í lýðræðissamfélagi þá er það að virða ekki vilja kjósenda. Það gerðu CDU og Sósíaldemókratar ekki þegar þeir mynduðu ríkisstjórn þvert á vilja kjósenda. 

Hefðbundnir hægri flokkar um alla Evrópu hafa tapað miklu fylgi til flokka sem þeir skilgreina sem öfgahægri flokka, en eru svar við ákalli kjósenda um að þjóðleg gildi, tunga og menning þjóðanna sé virt og löndin þeirra fái að halda gildum sínum og menningu en verði ekki gerð óþekkjanleg með öllu á fáum árum um leið og velferðarkerfið er rekið á kostnað framtíðarinnar með auknum ríkissjóðshalla og skuldsöfnun vegna þess fjölda hælisleitenda og fyrstu kynslóðar sumra innflytjenda, sem taka mest út en leggja ekkert inn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn gert sér grein fyrir hverjum klukkan glymur í þessu efni, en verður að átta sig á að hann nær ekki fyrri reisn og fylgi fyrr en af því verður.    


Að hata sannleikann

Þeim mun meir sem þjóðfélagið fjarlægist sannleikann, þeim mun meir hatar það þá sem segja hann sagði George Orwell í bók sinni 1984, þar sem alvalda ríkisvaldið hafði tekið að sér alla miðlun og skilgreiningu á hvað væri rétt eða rangt. 

Óþægilegar birtingarmyndir þöggunar og rangfærslna opinberra aðila og fleiri koma fram aftur og aftur sbr. Kóvíd tímabilið. 

Winston Churchill var ekki leyft að tala í breskt ríkisútvarp BBC frá árinu 1933 til upphafs síðari heimstyrjaldar í 6 ár. Samt var Churchill þingmaður og fyrrum ráðherra en BBC vildi koma í veg fyrir varnaðarorð gagnvart þursaveldi nasismans.

Með sama hætti hamast RÚV við að sniðganga þá sem hafa #óæskilegar" skoðanir. RÚV kemur markvisst í veg fyrir að þeir sem telja nauðsynlegt að taka upp virka stjórn á landamærunum og koma í veg fyrir aðstreymi hælisleitenda fái að tjá sig. Ríkisútvarpið segir ekki fréttir af stöðugum hryðjuverkum Íslamista og hamast gegn brottvísun ólöglegra innflytjenda. 

RÚV er á sama stað og BBC var gagnvart Churchill fyrir stríð sbr. t.d.viðbrögð gagnvart tveim samtökum, sem vilja virka löggæslu og virkt eftirlit á landamærunum. Samtökin "Þvert á flokka" sem hafa staðið fyrir útifundum á Austurvelli í Reykjavík og Skjöldur Íslands. Reynt er að gera lítið úr þessum samtökum Í útvarpsþáttum og fréttaskýringum og kallað til fólk með misgildar prófgráður frá háskóla til að sveipa um sig kufli fræðimannsins og fleiri úr sömu hjörð,til að sýna fram á hve þessi samtök séu fáránleg og jafnvel þjóðhættuleg. 

Ekki nóg með að reynt sé að gera lítið úr þeim sem benda á ógnina við íslenska þjóðmenningu, tungu og lífsgildi heldur er kappkostað að það fólk komist hvergi að í umræðunni því ekki má spilla dekurmynd RÚV af góða hælisleitandanum og þessvegna skal hatast út í alla þá sem segja sannleikann um þá raunverulegu ógn sem okkur sem þjóð stafar af því að í tæpa tvo áratugi hefur þjóðin ekki brugðist við og takmarkað aðstreymi til okkar fámenna lands og RÚV hatast síðan við þá sem benda á þá staðreynd að með sama áframhaldi verður íslenska ekki lengur helsta samskiptamál á höfuðborgarsvæðinu innan 20 ára. 

Svo virðist því miður sem Ríkisútvarpið sé orðið mesta ógnin við frjálsa lýðræðislega umræðu í landinu, þar sem aðeins valdar skoðanir fá að koma fram, en þeim úthýst sem vilja að Íslensk menning, tunga siðir og venjur hafi áfram griðarstað á Íslandi. Við það verður ekki unað að RÚV haldi áfram uppteknum hætti og reyni að kæfa lýðræðislega umræðu um mikilvægustu þjóðmálin.

 


Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 210
  • Sl. viku: 4844
  • Frá upphafi: 2591957

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 4545
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband