Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2025

Kennum umhverfinu um

Af tilviljun heyrði ég glefsur úr viðtölum við stjórnendur skóla- og menntamála í Reykjavík. Mér var hugsað undir þessum viðtölum til þess tíma þegar ég var í skóla sem unglingur. Við sem vorum baldnir og leiðinlegir fyrir kennarana var vísað úr tíma og þurftum að mæta til skólastjóra og það var ekki sérstaklega skemmtilegt enda varnir fáaar á þeim tíma. 

Nú er öldin önnur og mun skilningsríkari skólayfirvöld og lærdómsmeistarar hafa tekið við. Athyglisverðast fannst mér að heyra ítrekað að það ætti ekki að kenna "barninu" um heldur athuga umhverfið og halda áfram fáránleikanum með skóla án aðgreiningar.

Skelfing var það leiðinlegt fyrir okkur ólátabelgina fyrir rúmum 60 árum, að hafa ekki þessi rök tiltæk og búa við algjört skilningsleysi af hálfu skólastjórnenda. Að sjálfsögðu áttum við óþekktarangarnir, að segja þegar við vorum teknir á beinið. 

"Já ágæti skólastjóri þetta getur allt verið satt og rétt, en þú gleymir að skoða umhverfið. Þetta er umhverfinu að kenna". 

Ég reikna með að skólastjórinn hefði þá brugðist við af vorkunsemi og sent mig til Þórðar Möller sem þá var yfirmaður  hvítmálaðs sjúkrahúss með rauðu þaki inn við sundin til að gaumgæfa hvort undirritaður væri ekki með "fulle fem" eins og það var kallað á þeim tíma. 

Svona breytast hlutirnir en hitt breytist ekki að það er jafn fáránlegt nú eins og það var þá, að kenna þúfunni um þegar maður dettur um hana. 

 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 513
  • Sl. sólarhring: 538
  • Sl. viku: 1860
  • Frá upphafi: 2594100

Annað

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 1728
  • Gestir í dag: 446
  • IP-tölur í dag: 434

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband