19.11.2024 | 09:12
Er best að skipta um þjóð í landinu
Snorri Másson einn athyglisverðasti frambjóðandinn, talaði um lækkandi fæðingartíðni á framboðsfundi þar sem Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði að best væri að fá fleiri innflytjendur. Með öðrum orðum er ekki bara best að skipta um þjóð í landinu.
Snorri benti þá á það augljósa. Ásmundur og hans líkar í pólitíkinni beita sér ekki fyrir því að ungt íslenskt fólk vilji eiga fleiri börn. Ummæli Ásmundar sýna hyldýpis vanþekkingu, sem talsfólki opinna landamæra er svo tamt.
Í fyrsta lagi er það röng ályktun að fólksfjöldi í landi þurfi alltaf að vera sá sami eða halda áfram að vaxa. Í Evrópu eru sum þéttbýlustu svæði jarðar. Ólíklegt er að lífsskilyrði í þessum löndum batni ef fólksfjölgunin heldur áfram. Sama á við hér. Vilji til að viðhalda hægri fólksfjölgun væri skynsamlegri leið en að flytja inn fólk.
Ítrekað hafa skoðanir ungs fólks verið kannaðar í Evrópuríkjum vegna lágrar fæðingartíðni og hvað veldur. Ástæðan er ekki sú að fólk vilji ekki eiga fleiri börn heldur að það hefur áhyggjur af hvernig þeim farnist efnahagslega ef þau eiga fleiri en eitt barn og missa þar með verulegan hluta af tekjum annars makans.
Staðreyndin er sú, að það eru einkum tveir hópar fólks á okkar tímum sem eiga þrjú börn eða fleiri. Það eru hinir vellríku, og nýkomnir innflytjendur, sem koma frá þriðja heiminum.
Þar sem það skortir ekki á það hjá ungu fólki að vilja eiga börn, en setja fyrir sig efnahagslegar ástæður, þá er viðfangsefnið að skapa skilyrði þess að fólk geti og vilji eignast börn. Lausnin er í sjálfu sér einföld. Það þarf að skapa þjóðfélag sem er það barnvænt að fólki sé ekki refsað með lakari lífsafkomu fyrir að eiga börn.
Við skulum því refsa þeim stjórnmálamönnum sem sjá enga leið út úr neinum vanda nema skipta um þjóð í landinu en kjósa þá, sem hafa framtíðarsýn fyrir íslenska þjóð í eigin landi.
17.11.2024 | 11:53
Mikill bísness og mikið fjör
Loftslagsráðstefnur eru að verulegu leyti hættar að snúast um loftslagsmál heldur bísness þeirra ofurríku, sem gera út á að ná þeim skattpeningum sem gagnrýnislausir stjórnmálamenn leggja á borgara sína vegna svonefndra aðgerða í loftslagsmálum.
Ekki þvælist fyrir neinum að ráðstefnan er háð í olíuríkinu Aserbajan, sem nýlega réðist á Armena og drápu mann og annan og lögðu undir sig mikið landssvæði. Þau landamæri voru ekki eins heilög og landamæri Úkraínu að mati Biden eða Þórdísar Kolbrúnar og morðingjarnir og landránsmennirnir í Bakú fengu að fara sínu fram.
Loftslagsráðstefnan byrjaði á því að forseti Aserbajan lýsti olíu og jarðgasi sem "gjöf frá Allah". Að sjálfsögðu fúlsar fólk ekki við Guðs gjöfum annað væri það nú og sjálfsagt syndamlegt í sumum þjóðfélögum.
Flestir stjórnmálaleiðtogar heimsins voru fjarverandi. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji þessar kaupstefnur ekki svo merkilegar lengur að það þurfi að eyða tíma í þær. En viðskiptin blómsta sem aldrei fyrr enda eftir miklu að slægjast fyrir kauphéðna til að ná sem mestum peningum almennings í "græna" styrki m.a. til að dæla eitri niður í jörð á Íslandi eða henda trjákurli í sjó allt til að vinna gegn hnattrænni hlýnun og hér eru hundruðir eða þúsundir milljarða í húfi.
Að sjálfsögðu láta fulltrúar og forustumenn helstu fyrirtækja sem framleiða og selja jarðefnaeldsneyti sig ekki vanta þar sem að það má heldur betur græða á vitleysunni.
Svona er gerviveröldin. Undarlegt að íslenskir stjórnmálamenn skuli vilja búa í svona gerviveröld og leggja þunga skatta á í fólkið sem hækkar vöruverð og vexti.
Eina rétta ákvörðunin er að taka ekki þátt í þessu sjónarspili lengur. Við höfum annað betra við peningana að gera en fórna þeim til lipurra kauphéðna sem eru eingöngu eftir peningum almennings.
16.11.2024 | 11:59
Ef hún væri hvít
Kemi Badenoch þeldökkur innflytjandi frá Nígeríu, sem hefur getið sér gott orð í breskri stjórnmálabaráttu var nýlega kosin formaður breska Íhaldsflokksins vegna eigin verðleika.
Badenoch berst fyrir hertum reglum varðandi hælisleitendur. Þessvegna saka pólitískir andstæðingar hana um að fylgja hvítri yfirráðahyggju (white supremacy)íklæddri svörtum haus. Kemi Badennoch lætur þessa gagnrýni í léttu rúmi liggja og segir að það sem hún boðar sé nauðsynlegt fyrir framtíð og öryggi Bretlands, en að sama skapi sé það ljóst að viðraði hvítt fólk þessar skoðanir þá yrði það sakað um kynþáttahyggju.
Hælisleitandamálin hafa verið í algjöru uppnámi um árabil og það var fyrst með komu Jóns Gunnarssonar í embætti dómsmálaráðherra sem vitrænir hlutir fóru að gerast til að ná stjórn á landamærunum.
Guðrún Hafsteindóttir hefur fylgt eftir þeirri stefnu og bætt um betur. Bæði Guðrún og Jón Gunnarsson hafa mátt þola innihaldslausar árásir og brigslyrði um rasisma o.fl. vegna baráttu fyrir nauðsynlegum aðgerðum fyrir land og þjóð.
Nauðsyn er á enn hertari reglum,sem Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki komið fram meðan Framsóknarflokkurinn og VG sátu með honum í ríkisstjórn. Nú er ljóst að bæði Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins átta sig á mikilvægi þess að taka upp virka vörn á landamærunum. Öðrum flokkum er ekki treystandi.
Nú reynir á. Reisa verður miðstöð fyrir hælisleitendur við Keflavíkurflugvöll til að tryggja betri úrræði við umfjöllun og brottvísun. Engin fjölskyldusameining má eiga sér stað nema að undangengnum DNA prófunum. Í framtíðinni á ekki að fjalla um umsóknir um vernd hér á landi meðan umsækjandi er í landinu. Í því efni eigum við að taka Ítali og danska sósíalista til fyrirmyndar.
Hætt er við að hælis- og innflytjendamál lendi í algjörum handaskolum og valdi auknum erfiðleikum nái Samfylking og Viðreisn að verða kjölfesta íslenskra stjórnmála eftir kosningar. Það má ekki verða.
Hvað svo sem líður brigslyrðum um rasisma og aðrar slæmar kenndir þá má það ekki hræða okkur frá að taka réttar ákvarðandi og gera þær kröfur, að þau sem eru komin hingað til að dvelja læri íslensku og tileinki sér íslensk lög og siði. Annað getur ekki gengið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði benti svo eftirminnanlega á þegar kristni var lögtekin árið 1000.
Við getum ekki haft marga siði í okkar litla landi og við getum ekki endalaust lagt í kostnað vegna fólks sem hingað kemur,heimtar allt og hafnar því að aðlagast siðum og venjum okkar hvað þá að læra tungumálið eða leggja nokkuð til þjóðarbúsins.
15.11.2024 | 18:54
Reynt að spá í spilin
Í dag birtust tvær skoðanakannanir vegna Alþingiskosninganna 30.nóv.n.k. Í könnun sem gerð er fyrir Mbl er svarhlutfall 52% en í könnun RÚV er það 48%. Það er því minni hluti aðspurðra sem svara hvað þeir ætli að kjósa.
Þegar helmingur aðspurðra í skoðanakönnun gefur ekki upp hug sinn sýnir það mikla óvissu um úrslit kosninganna og ljóst, að þeir flokkar sem reka áhrifamestu kosningabaráttuna munu uppskera umfram það sem skoðanakannanir gefa þeim nú.
Verulegur munur er á fylgi nokkurra flokka milli þessara kannana. Viðreisn með 22% fylgi í fyrri könnuninni en 15.5% skv.hinni. Sjálfstæðisflokkur mælist með 12% í fyrri könnuninni en 16.4% í hinni. VG mælist með 2.4% í þeirri fyrri en 4.1% í síðari. Ofangreindur munur er óeðlilegur þegar um kannanir er að ræða, sem teknar eru á sama tíma og svarhlutfall er svipað.
Skoðanakannanir geta verið stefnumótandi og því skiptir miklu að vandað sé til verka og fylstu hlutlægni gætt og viðurkenndra reglna.
Sem innvígður og innmúraður Sjálfstæðismaður og frambjóðandi flokksins í Reykjavík norður vona ég að síðari könnunin, Gallup sýni réttari mynd af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Skv. Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn 16.4% fylgi, sem er afhroð, en engu að síður þolanlegra en niðurstaða fyrri könnunarinnar 12%.
Það er hálfur mánuður til kosninga og nú eiga Sjálfstæðismenn að minnast þess sem ástsælasti leiðtogi flokksins Ólafur Thors, sagði eitt sinn fyrir kosningar þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann sagði: "Ef við vinnum þá vinnum við en ef við vinnum ekki þá töpum við." Mörgum fannst þetta kyndugt. En Ólafur bætti við og sagði ef við Sjálfstæðismenn látum hendur standa fram úr ermum og gerum allt sem við getum til að tryggja sem besta útkomu Flokksins í kosningunum þá vinnum við annars töpum við.
Það fornkveðna gildir enn og það eru sóknarmöguleikar fyrir okkur Sjálfstæðisfólk, þó að á brattann sé að sækja.
15.11.2024 | 09:02
Ég þori get og vil
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar skrifar snöfurmannlega grein í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir að sá andi sem svífur yfir vötnum hjá formanninum, sé sá sem kom fram í árdaga markvissrar kvennabaráttu 24.október 1975 undir vígorðunum: "Ég þori. Ég get. Ég vil, þá rímar efni greinarinnar illa við það, þegar skoðað er hver skipar annað sætið á framboðslistanum og það er ekki beinlínis í anda framsækinnar kvennabaráttu að vera með Þórð Snæ í þriðja sætinu.
Kristrún nefnir réttilega að brýnasta úrlausnarefnið sé að fjölga íbúðum og það ætli hún að gera með ýmsum bráðaaðgerðum. Af sjálfu leiðir að hefði verið gætt að eðlilegu framboði byggingarlóða á undanförnum árum þyrfti ekki að koma til bráðaaðgerða og eignaupptöku á Airbnb húsnæði, sem formaðurinn boðar.
Í öðru sæti listans sem Kristrún leiðir er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í áratug. Engum verður fremur um kennt öngþveitið í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu en Degi B. Eggertssyni. Hann vanrækti að brjóta land undir byggð og bjóða upp á byggingarlóðir í samræmi við þörfina. Vegna þeirrar vanrækslu bjó hann til húsnæðisskort. Dagur ber umfram aðra ábyrgð á okurverði á litlum og meðalstórum íbúðum,sem kemur í veg fyrir að ungt fólk í Reykjavík geti eignast þak yfir höfuðið.
Margt er skynsamlegt í grein Kristrúnar um vexti og húsnæðismál, en hljómurinn í greininni verður holur þegar skoðað er hverjir eru í fleti með henni á framboðslistanum. Er líklegt að Samfylkingin með Dag B. Eggertsson leysi húsnæðisvanda Reykvíkinga eftir að hafa búið hann til?
Dagur hefur aldrei verið þekktur af að kunna til húsbygginga jafnvel ekki að endurgera bragga í Nauthólsvík svo sá skandall sé nú rifjaður upp.
Getur einhver búist við skynsamlegum aðgerðum í húsnæðismálum frá flokki sem er með Dag B. Eggertsson sem einn helsta forustumann?
14.11.2024 | 16:21
Lausn allra vandamála
Þegar formaður Samfylkingarinnar sagði ekki forgangsatriði nr. 1 að troða Íslandi inn í Evrópusambandið (ES),tók Viðreisn við keflinu. Viðreisn hefur gengið vel að reka áróður fyrir ES og mælist nú nærststærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum eftir að hafa náð ótrúlegum árangri í að selja fólki falska ævintýrið; "Fagnaðarerindið um ES algjör dýrð og dásemd." Skv. ævintýri Viðreisnar um ES þá leysast öll vandamál fyrirtækja og almennings í landinu með því að ganga í ES og taka upp evru.
Áróður Viðreisnar lítur m.a. að því, að með því að ganga í ES muni Ísland taka upp evru og bankalán til almennings beri þá 2.5% vexti og endanlega losni fólk við verðtryggingu.
Þessi framsetning er með verstu rangfærslum sem settar eru fram við þessar kosningar. Í fyrsta lagi er það ekki gert á einum degi að ganga í Evrópusambandið, það er ferli sem tekur nokkur ár. Í öðru lagi þá liggur ekkert fyrir að við getum tekið upp evru fyrr en löngu síðar þó við göngum í Evrópusambandið. Í þriðja lagi þá liggur ekkert fyrir þó við förum í aðildarviðræður, að aðild að ES þjóni hagsmunum fólks eða fyrirtækja í landinu.
Færi svo að við gerðumst aðilar að ES þá þyrftum við að fórna ýmsum mikilvægum hagsmunum eins og yfirstjórn á ýmsum auðlindum landsins t.d. fiskveiðiauðlindinni. Þá þyrftum við að borga umtalsvert meira til ES umfram það sem við fengjum frá bandalaginu. Hver væri þá gróðinn?
Þess er vandlega gætt af ES trúboðum Viðreisnar að segja ekki frá því að verðbólga hefur verið töluverð á Evrusvæðinu og mismunandi eftir svæðum. Evran er því ekki nein allsherjarlausn gegn verðbólgu nema síður sé.
Það sem aldrei er sagt frá í áróðri ES sinna eins og Viðreisnar er að fyrirtæki í Evrópu eiga í erfiðleikum vegna ofsköttunar og stöðugt íþyngjandi regluverks, sem breytist stöðugt. Fyrirtækin á ES svæðinu þurfa að borga helmingi meira og allt að tíu sinnum meira í orkukostnað en samkeppnisaðilar þeirra víða utan ES.
Það sem hefur heltekið hugi æðstu stjórnar ES undanfarin ár er kyn og loftslag. Alskonar bullreglur eru settar á grundvelli kynjafræðinnar, en það er þó hátíð miðað við "zero carbon" (kolefnishlutleysi)stefnu ES sem á að taka gildi árið 2050. Sú stefna mun kosta skattgreiðendur á ES svæðinu gríðarlega fjármuni, hækka vöruverð og valda því að fyrirtæki og framleiðendur á ES svæðinu geta illa staðið samkeppnisaðilum utan ES snúning. Hætt er við að sú kreppa sem nú er að læðast yfir ES svæðið verði enn illskeyttari en spár gera ráð fyrir.
Það hefur alveg farið framhjá ES trúboðinu, en ef ekki þá er þagað um það af ásetningi, að framleiðni á ES svæðinu er mun minni en hér á landi og víðast annarsstaðar í heiminum meðan annars á samkeppnissvæðunum í Ameríku og Asíu. ES svæðið stefnir í kyrrstöðu eða kreppu með versnandi lífsafkomu fólks á svæðinu því miður. Það er staðreyndi í málinu. Þessvegna hefur verið dustað rykið af Mario Draghi fyrrum bankastjóra Evrópubankans og hann fenginn til að skila skýrlu um það hvað ES þurfi að gera til að bjóða fólki og fyrirtækjum sínum upp á sambærileg lífskjör og eru utan ES.
Í stað þess að það yrði lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf eða einstaklinga að ganga í ES miðað við aðstæður eins og þær eru nú á ES svæðinu þá yrði það til að draga úr möguleikum okkar í sókn til betri lífsgæða.
Eða hvers vegna er frétt um það að búast megi við því að aukin straumur Pólverja verði til Íslands á næstunni vegna versnandi afkomu. Sýnir það ekki hve holur hljómur er í áróðri Viðreisnar.
11.11.2024 | 21:57
Hinir ráðsnjöllu
Ég átti þess kost að hlusta á allmarga frambjóðendur á vegferð minni í dag. Þeir áttu það sameiginlegt að draga hvern hérann á fætur öðrum upp úr hatti sínum þegar kom að lausn þjóðfélagsmála.
Djúpríkið fékk fyrir ferðina, lausnir í vaxtamálum voru margvíslegar og áttu margar samleið með hugmyndafræði Íslam um vaxtatöku og kaþólsku kirkjunnar nokkuð fram á miðaldir.
Eitt virtust þó þeir frambjóðendur sem ég gat hlustað á vera sammála um. Það var að nauðsyn bæri til að stórauka útgjöld ríkisins til hinna og þessara mála, en enginn setti fram, að nauðsyn bæri til að sína ráðdeild og sparsemi og forgangsraða svo hægt verði að lækka skatta.
Sparnaður, hagsýni og ráðdeild á greinilega ekki upp á pallborðið jafnvel þó við séum búin að vera á eyðslufylleríi á annan áratug og höfum illa efni á frekari lántökum.
Mér datt í hug við að hlusta á þetta, það sem haft er eftir Winston Churchill, en á greinilega ekki við hjá okkur, þegar hann sagði:
Synd að það fólk sem kann ráð við öllum þjóðfélagsvandamálum skuli allt vera upptekið við að klippa fólk eða keyra leigubíla.
10.11.2024 | 21:54
Ofstjórnarsamfélgið
Ýmsir stjórnmálaflokkar hafa bæði hér á landi og í Evrópu reynt að byggja upp ofstjórnarsamfélög á grundvelli hræðsluáróðurs og ofbeldis. Krafist er hlýðni við hina einu réttu skoðun og þeir sem óhlýðnast hafa verra af. Þetta er hugmyndafræði allsherjarríkisins sem fasistaforinginn Benito Mussolini talaði fyrir á síðustu öld og kommúnista- og sósíalistaflokkar hafa síðan tileinkað sér.
Undanfarna 3 áratugi hefur verið haldið uppi linnulausum áróðri um að allt sé að farast vegna hlýnunar jarðar. Ekkert af þeim spádómum sem settir hafa verið fram í því sambandi þessa þrjá áratugi um hamfarahlýnun hafa reynst réttir öðru nær. En á grundvelli þessa hræðsluáróður hefur ríkisvaldið hækkað skatta, sem bitna verst á neytendum og boða víðtæk bönn við eðlilegum lífsháttum.
Nú hafa tveir stjórnmálaflokkar, Samfylking og Viðreisn tekið að sér að yfirbjóða VG og Pírata í dellumakeríinu varðandi viðbrögð við meintri hnattrænni hlýnun. Formenn Viðreisnar og Samfylkingar lýsa því yfir að þær vilji banna nýskráningu bensín og díselbíla á næsta ári takk fyrir.
Manni verður nánast orða vant þegar maður heyrir svona algjöra dellupólitík. Af hverju á að beita valdi ríkisins til að banna notkun á hagkvæmasta bifreiðaeldsneytinu? Mun þetta bann hafa einhver afgerandi áhrif á losun kolefnislofttegunda í heiminum? Að sjálfsögðu ekki.
Hvað er það þá, sem hefur gert þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Kristrúnu Mjöll Frostadóttur formann Samfylkingarinnar svona snargalnar að láta sér detta í hug að ætla að banna nýskráningar bensín- og díselbíla á næsta ári?
Svarið er dyggðaflöggun og vilji til valdbeitingar gagnvart almennum borgurum. Þar sem spurningin um nýskráningu bensín og díselbíla hér á landi hefur engin áhrif á eitt eða neitt í veröldinni, þá er þetta ein alvarlegasta birtingarmynd ofstjórnar og valdbeitingar gagnvart neysluvenjum venjulegs fólks sem heyrst hefur.
Stjórnmálamenn sem svona tala og hugsa hika ekki við að setja reglur um að hver borgari skuli að viðlagðri ábyrgð að lögum einungis borða skv. matseðli frá Lýðheilsustofnun ríkisins. Já og það sem rætt hefur verið að hver borgari fái ákveðinn kvóta til að ferðast í flugvélum t.d. eina flugferð á ári á meðan elítan flýgur óhindrað á einkaþotunum sínum.
Óneitanlega finnst manni það miður, að stjórnmálaleiðtogar flokka sem hingað til hefur mátt ætla að væru miðvinstri flokkar eru svona gjörsamlega rofnir úr tengslum við grundvallarreglur um frelsi einstaklingsins og borgaraleg réttindi, að þeim finnst í lagi að beita ofstjórnarvaldi sínum með þeim hætti,sem eingöngu einræðisstjórnir hafa hingað til látið sér detta í hug.
Þessar yfirlýsingar formanna Viðreisnar og Samfylkingar sýna að þeim er ekki treystandi til að tryggja lágmarksfrelsi einstaklinganna til að lifa lífinu að eigin geðþótta skv. eðlilegum hófstilltum reglum réttarríkisins og lýðræðisþjóðfélagsins.
Vilja banna skráningu nýrra bensínbíla á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2024 | 09:00
Flokkur valdboðs og viðurlaga
Margir biðu spenntir eftir að sjá hverjir mundu skipa oddvitasæti Samfylkingarinnar. Skipan oddvitasætanna gefur vísbendingu um hverja Kristrún Mjöll Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar telur æskilega í ríkisstjórn.
Fram til þessa hefur Kristrún Mjöll siglt þokkalegan byr með því að segja sem minnst og sýna lítt sem ekkert á sín spil.
En svo kom að lengur var ekki setið og þá kom nokkuð á óvart, að Kristrún skyldi skipa það fólk, sem hefur helst unnið sér það til frægðar að banna fólki að lifa eðlilegu lífi oft algjörlega af ástæðulausu.
Ekki sá Kristrún formaður ástæðu til að sækjast eftir ötulu flokksfólki Samfylkingarinnar til að skipa oddvitasæti eða baráttufólki sem er virkt í pólitískri umræðu. Þess þurfti ekki með að mati formannsins og þessvegna var sótt fólk út í bæ, þau Alma Dagbjört Möller landlæknir og Guðmundur Víðir Reynisson.
Þau Alma og Víðir eru þekkt fyrir það að hafa staðið að því að takmarka frelsi fólks langt umfram eðlileg mörk og standa fyrir og leggja til aðgerðir sem iðulega voru ónauðsynlegar, en ollu mörgum miklum sársauka sbr. þegar tekið var algjörlega fyrir heimsóknir nákominna ættingja eða maka á sjúkrastofnanir. Auk þess að standa að ólöglegri nauðungarvistun fólks í stað þess að leyfa því að vera heima hjá sér.
Allt var þetta á forsendum ákvarðanna starfsfólks Ölmu Dagbjartar landlæknis og e.t.v. hefði verið afsakanlegt að munstra hana um borð í sósíalískan valdboðsflokk hefði rekstur embættis landlæknis undir hennar stjórn gefið tilefni til, en svo er því miður ekki og fólk þarf að bíða árum saman eftur úrlausnum ef þær þá yfirleitt koma.
Sá frjálslyndi jafnaðarmannaflokkur, sem Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur talað fyrir varð ekki lengur til en í hans stað kom sósíalskur valdboðsflokkur. Valið á þeim Ölmu og Víði í oddvitasæti er ekki boðskapur um neitt annað.
6.11.2024 | 10:04
Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.
Það sem fæstir bjuggust við hefur nú raungerst með endurkjöri Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. Trump er elsti maðurinn til að ná kjöri sem forseti og hann er sá eini, sem hefur þurft að svara ítrekað til saka í vegna margra kærumála á hendur sér fyrir og í kosningabaráttunni.
Svo merkilegt sem það er, þá eru ýmsir þeirra, sem kjósa Trump fjarri því að vera ánægðir með frambjóðandann að svo mörgu leyti, en líta á hann hvað sem öðru líður sem besta valkostinn.
Dálkahöfundur í Daily Telegraph segir að ráðamenn í Evrópu ættu að taka það alvarlega að Trump vinni og hafi sigur vegna baráttu fyrir málefnum, sem forustufólk í stjórnmálum í Evrópu er á öndverðum meiði.
Nú reynir á Trump að standa við stóru orðin eins og t.d. að reka alla ólöglega innflytjendur burt úr Bandaríkjunum. Atriði sem að evrópsk stjórnvöld ættu að íhuga vegna öryggis og velferðar eigin borgara, sem eru enn brýnni en það sem Bandaríkjamenn glíma við í þeim efnum. Grannt verður fylgst með áherslum Trump í utanríkismálum ekki síst vegna stríðsins í Úkraínu og varnarstríðs Ísrael gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas, Hesbollah, Houti og ríkisstjórn Íran.
Endurkjör Trump eru ákveðin kaflaskipti og vonandi kemur hann öflugri og betri og kurteisari til leiks en síðast og nær árangri m.a. í því að vinna að einingu meðal Bandríkjamanna og gegn bullhugmyndum íloftslagsmálum og kynjafræði svo fátt eitt sé nefnt.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 14
- Sl. sólarhring: 292
- Sl. viku: 4953
- Frá upphafi: 2425587
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 4564
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson