22.1.2025 | 10:59
Stelirðu miklu og standir þú hátt.
Á sínum tíma setti óþekktur höfundur fram eftirfarandi vísubrot:
"Stelirðu miklu og standir þú lágt í steininn settur verður, en stelirðu miklu og standir þú hátt í stjórnarráðið ferðu."
Nú er það svo, að Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur viðurkennt a hafa tekið á móti 240 milljónum úr ríkissjóði vegna Flokks fólksins, meðvituð um að hún átti ekki rétt á að fá þessa peninga.
Greiðslan til Ingu var því ólögleg og þeir sem um málið héldu hvort heldur í fjármála- eða dómsmálaráðuneyti bera ábyrgð á því að misfara með opinbert fé með því að greiða fjármunina til aðila, sem átti ekki rétt á greiðslunni. Með sama hætti og enn frekar ber Inga Sæland ábyrgð á því að hafa móttekið og nýtt sér ríkisstyrki sem hún átti ekki rétt á að fá.
Inga Sæland viðurkennir í viðtali við Morgunblaðið að hún átti ekki rétt á að fá eða taka við umræddum fjármunum, en þrátt fyrir það gerði hún það og nýtti þá að eigin geðþótta að því er ætlað verður, en Flokkur fólksins hefur ekki skilað ársreikningum svo sem honum ber frá árinu 2021 og landsfundur hefur ekki verið haldinn síðan 2018.
Eftir þessa viðurkenningu Ingu Sæland á að hafa tekið og fénýtt gríðarlegar fjárhæðir úr ríkissjóði ólöglega verður ekki séð hvernig viðkomandi ráðherra telur sér stætt á því að ætla að sitja áfram sem ráðherra. Fólk hefur fokið fyrir minni sakir úr ráðherrastólum.
Þá er það líka spurning hvernig forsætisráðherra hyggst taka á þessu máli. Samþykkir hún að ráðherra í hennar ríkisstjórn sitji áfram þrátt fyrir að hafa viðurkennt alvarlegt brot á lögum?
Allt þetta styrkjakerfi til stjórnmálaflokkana er fráleitt spillingardýki og á að leggja niður. Það bíður upp á spillingu, sem aldrei hefur veri jafn rækilega afhjúpuð og nú þegar flett hefur verið ofan af lögbrotum í sambandi við greiðslur til Flokks fólksins sem formaður hans vissi þegar hún tók við greiðslunum, að hún hefði ekki rétt til.
Hversu vel eða illa sem fólki líkar við Ingu Sæland, þá gengur ekki að hún sitji áfram í ríkisstjórn Íslands. Það gengur ekki heldur að þeir sem misfóru með fé ríkissjóðs með því að greiða fjármuni til stjórnmálaflokka án heimilda gegni óáreittir stöðum sínum eða þurfi ekki að sæta ábyrgð jafnvel þó að ráðherrar eigi þar í hlut.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2025 | 19:34
Frábær innsetningarræða Trump
Það var með eftirvæntingu sem ég settist niður til að hlusta á innsetningarræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafði lofað ýmsu og spurning var ætlar hann að standa við stóru orðin? Í innsetningarræðunni gaf hann ekkert eftir.
Hallarekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna er svo mikill eftir Biden stjórnina að gert er ráð fyrir að Bandaríkin þurfi að taka 2 trilljónir dollara að láni á hverju ári fram á næsta áratug ef ekkert verður að gert. Heldur betur verk að vinna fyrir Musk og Trump að draga úr ríkisútgjöldum og auka hagvöxt í landinu það ætla þeir að gera.
Trump lofaði því í kosningabaráttunni, að hlutast til um að ólöglegum innflytjendum yrði vísað úr landi. Talið er að um 11 milljón manns séu ólöglega í landinu þannig að það er verk að vinna. Það verk þyrftum við líka að vinna og verðum að vinna ef við ætlum ekki að drukkna í þjóðahafinu. Í ræðu sinni ítrekaði Trump stefnu sína og sló ekkert af varðandi múrinn á landamærum Mexícó og Bandaríkjanna.
Trump hefur lofað að orkuverð muni lækka um helming innan 12 mánaða frá því að hann tekur við embætti með því að auka þróun og notkun jarðefnaeldsneytis. Í ræðu sinni ítrekaði Trump þetta og sagðist ætla að láta bora og bora eftir olíu. Heldur betur annað en hjá Evrópusambandinu þar sem orkuverð hefur hækkað og hækkað og er mun hærra en í Bandaríkjunum. Stefna Trump er ávísun á hagvöxt og betri lífskjör. Stefna Evrópusambandsins er hærra orkuverð og verri lífskjör.
Trump var óhræddur við að segja sannleikann í líffræði, að það væru bara tvö kyn karlar og konur.
Það var ferskur tónn og óvægin gagnrýni á Biden óstjórnina og heldur betur tekið á loftslagsruglinu og woke hugmyndafræðinni.
Þessi ræða Trump var sterk og vonandi tekst honum vel upp.
Tvennt sem ég hjó sérstakelga eftir, sem var frábært.
Trump talaði um að vinna sigur með því að þurfa ekki að fara í stríð . Einnig að Bandaríkin ættu að vera litblind en meta hvern einstakling út frá hæfi viðkomandi.
Sterk ræða og frábær.
20.1.2025 | 12:13
Í mesta lagi framkvæmdastjórar
Á sínum tíma var prestur utan af landi sakaður um að hafa verið að kíkja á glugga hjá ungum stúlkum að kvöldlagi. Þótti þetta hið versta mál og var prestur handtekinn. Stuttu síðar áttu þeir spjall saman sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup í Dómkirkjunni og Páll Ísólfsson vinur hans og organisti. Páll færði þetta athæfi prestsins í tal og sagði við sr. Bjarna. "Finnst þér þetta ganga sr.Bjarni fyrir prest." Sr. Bjarni svaraði að bragði.
"Nei í besta falli fyrir organista."
Nú hefur Samfylkingin fundið sína fjöl um hvað gengur fyrir hvern. Dóni, sem talar niður til kvenna og sýnir megnustu kvennfyrirlitningu í ræðu og riti getur ekki verið þingmaður flokksins en gengur sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Þórður Snær Júlíusson var neyddur til að segja af sér þingmennsku fyrir flokkinn vegna dónaskapar í garð kvenna, en að mati forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar þá gengur það að framkvæmdastjóri þingflokksins sé dóni gagnvart konum þó hann geti ekki verið þingmaður.
Eða eins og kerlingin sagði það er sitthvað Ólafur Pá eða Ólafur uppá.
19.1.2025 | 22:15
Donald Trump forseti.
Í dag 20. janúar, verður Donald Trump settur í embætti forseta Bandaríkjanna (USA) í annað sinn. Fróðlegt verður að hlusta á innsetningarræðu hans, en sú staðreynd að hann skyldi hafa verið endurkjörinn forseti hefur þegar valdið gríðarlegum breytingum í alþjóðastjórnmálum. Vonandi gengur honum vel og vonandi áttar hann sig á, að það gengur ekki að vera með tuddagang gagnvart vinum og bandamönnum Bandaríkjanna hvort heldur það er Danmörk eða önnur vinveitt ríki.
Með endurkomu Trump hættu mörg af risafyrirtækjum USA að vera með dyggðaflöggun fyrir woke mál. Nú er stefnt að meiri háttar áherslubreytingum í stjórnmálum USA. Áhersla er lögð á vöxt og velmegun.
Fróðlegt verður að sjá hve vel Elon Musk nýtist í sparnaðarmálaráðuneyti, en hann hefur talað um að leggja niður fjölda ríkisstofnana.
Áhersla er lögð á orkumál og það sé jafnan til gnægð ódýrrar orku og orkumálaráðherra Trump, Doug Burgum hefur varað við því að USA muni tapa fyrir Kína hvað varðar gervigreind, ef ekki kemur til gnægð ódýrrar orku. Trump hefur lofað að raforkuverð lækki um helming fyrstu 12 mánuði eftir að hann tekur við embætti. Hugmyndir um kolefnishlutleysi eða net zero, sem Evrópa er heltekin af verða ekki á dagskrá.
USA mun því eiga alla möguleika að skáka Evrópu algjörlega og stinga af í efnahagslegu tilliti og fleiru á meðan stjórarnir í Brussel verða uppteknir við að finna sem djöfullegustu reglur stöðnunar og kyrrstöðu, varðandi kyn og hamfarahlýnun.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Trump og félögum gengur að minnka ríkisbáknið og ná markmiðum sínum í orkumálum, til þess að auka hagvöxt og arðsemi, það er að mörgu leyti undirstaða þess að önnur stefnumál ríkisstjórnar Donald Trump nái fram að ganga.
19.1.2025 | 09:46
Hvað nú Jóhann Páll?
Við það verður ekki unað, að hagfelld, náttúrvæn virkjun eins og Hvammsvirkjun verði stöðvuð vegna vægast sagt sérkennilegs héraðsdóms.
Því miður er svo komið að við búum við orkuskort á meðan við eigum gnógt vistvænnar, náttúrlegrar orku í ám og fallvötnum. Á starfstímabili sínu sem stjórnmálaflokkur tókst Vinstri grænum að vera á móti öllum tillögum um vantsaflsvirkjanir og töluðu jafnan um að það væri verið að drekkja landinu. Allt var það froðusnakk og bull.
Nú er svo komið að regluverk og rammaáætlanir varðandi raforkuöflun eru orðnar með þeim hætti, að nýr orkumálaráðherra getur ekki annað í framhaldi af þessum héraðsdómi, hversu vitlaus svo sem hann kann að vera, en taka alla löggjöf orkumála til gagngerðrar endurskoðunar og einfalda og auðvelda ferli bygginga nýrra vatnsaflsvirkjana.
Jóhann Páll Jóhannsson orkumálaráðherra verður strax að láta ganga frá frumvarpi til laga um Hvammsárvirkjun, sem lagt verður fyrir Alþingi sama dag og það kemur saman og stefnt á að það verði afgreitt á fyrstu starfsdögum þingsins.
Ef til vill verða vindmyllugarðar sem raska verulega ósnortnu víðerni og útsýni það sem helst kemur til að minna á afleiðingar af orkufjandsamlegri stefnu Vinstri grænna þann tíma sem sá flokkur hafði áhrif í íslenskum stjórnmálum illu heilli. En þeirra tími er liðinn og nú verður að láta verkin tala.
Orkumálaráðherra á tvo kosti að láta verkin tala og knýja á um að vinna við Hvammsárvirkjun hefjist þegar í stað. Eða að verða odæmdur af verkleysi.
16.1.2025 | 21:30
Orkuskortur er ekki slys
Hvers vegna er stöðnun í Evrópusambandinu (ES) og Bretlandi á meðan allt annað er að gerast í Bandaríkjunum. Mismunurinn hvað varðar orkumál er áberandi. Bretland og ES ríkin gera allt til að rýra samkeppnishæfni sína á grundvelli kolefnisjöfnunar (net zero)en á sama tíma lofar Trump að styrkja orkugeirann til að koma á efnahagslegum stöðuleika, betri lífskjörum og framförum.
Orkuskortur Evrópu er ekki slys heldur afleiðing af röngum ákvörðunum og forgangsröðun á grundvelli grænu hugmyndafræðinnar sem er látin ráða umfram heilbrigða skynsemi. Þetta rugl knúði líka dyra hjá okkur og náði hámarki með innleiðingu orkupakka ES og margvíslegri löggjöf til að leggja hömlur á eðlilega orkuöflun. Afleiðing þess sést m.a. í því að ekki má lengur virkja álitlegar sprænur vegna innleiðingar ES reglna og óvandaðrar lagasetningar Alþingis m.a. vegna bullhugmynda Vinstri grænna með meðábyrgð Sjálstæðis- og Framsóknarflokks.
Forsenda velfarnaðar er að standa utan ES sem sjálfstæð fullvalda þjóð og neita að taka upp regluverk sem er kyrkingaról um framleiðslu, skattlagningu og lífskjör í landinu.
ES er ekki tilbúið til að móta stefnu styrkleika eins og Trump ætlar sér að gera í Bandaríkjunum. Eftir að ES hefur verið í stöðugri afturför miðað við aðrar iðnvæddar þjóðir væri ánægjulegt að heyra nýar og framsæknar raddir frá Brussel, en það gerist því miður ekki. Þar vantar forustu og nýja nálgun.
Evrópa á merkustu söguna vegna þess að fólk og þjóðir höfðu hugrekki til að tryggja almenn mannréttindi, frelsi atvinnulífsins og samkeppni til að fullkomna þá möguleika sem voru og eru fyrir hendi. Við eigum að vera kyndilberar þess sem gerði Evrópu sterka með því að sýna hugvit, dirfsku og skynsemi. Það gerum við utan ES af því að þangað er ekkert að sækja.
Við þurfum allra síst að fara yfir bæjarlækinn til að sækja ráð hjá þeim, sem eru að glutra öllu niður um sig.
15.1.2025 | 21:10
Hvers vegna Evrópusambandið?
Á sama tíma og Evrópusambandið (ES) á í miklum og vaxandi vanda er ríkisstjórn á Íslandi, sem telur á trúarlegum forsendum að mikilvægt sé að Ísland gangi í ES.
Framleiðsla, framleiðni og hagvöxtur í Evrópu er á niðurleið. Fjölda innflutningur fólks hefur lamandi áhrif og ríkisskuldir flestra aðildarríkjanna aukast. Evrópa er meginland sem er í alvarlegri efnahagskreppu.
Í mörg ár hefur stjórnmálastétt Evrópu verið haldin hugmyndafræðilegum ranghugmyndum, sem veldur alvarlegri hnignun. Miðstýrð stjórnsýsla setur regluverk og efnahagsstefnu, sem dregur úr hagvexti og leggur þyngri og þyngri byrðar á framleiðendur og flóknara regluverk. Evrópa dregst aftur úr Bandaríkjunum og fleirum vegna óstjórnar og dyggðaflöggunar fáránleikans.
Mótmæli bænda vítt og breitt um Evrópu á síðasta ári sýna vel hvað skrifstofuveldi ES í Brussel er komið algjörlega úr takt við raunveruleikann og hvað þarf til að hægt sé að stunda arðbæran atvinnurekstur.
Forustlönd Evrópu eiga bæði í efnahagsvanda auk stjórnmálavanda. Stjórnmálastéttin í Frakklandi neitar að horfast í augu við að áframhaldandi skuldasöfnun gengur ekki. Öflugasta ríki ES, Þýskaland stendur frammi fyrir miklum efnahagslegum vandamálum. Ráðandi stjórnmálaöfl í Þýskalandi hafa ekki hugrekki til að yfirgefa stefnu hnignunar og orkuskorts og vilja lappa upp á ónýtt kerfi. Hvaða hagkvæmni getur verið fólgin í því fyrir Ísland að fara í aðildarviðræður við ES þegar þessar staðreyndir blasa við?
Við eigum ekki að ganga í bandalag sem skerðir hagsmuni okkar og kemur í veg fyrir framfarasókn íslensku þjóðarinnar. ES er þar af leiðandi ekki valkostur.
15.1.2025 | 09:14
Stríð eða friður
Það eru tvær leiðir til að ljúka stríði. Annar aðilinn vinnur eða gerðir eru friðarsamningar.
24.febrúar n.k. hefur stríð Rússlands og Úkraínu staðið í þrjú ár. Stríðið hefur verið kyrrstöðustríð í tvö ár með gríðarlegum mannfórnum. Varfærnar spár telja að allt að fimmhundruð þúsund ungra manna hafi fallið og eignatjón er gríðarlegt. Samt sem áður hafa engar markvissar tilraunir verið gerðar til að ná friðarsamningum.
Biden stjórnin hefur haft mestan hug á því að nota þetta stríð til að einangra Rússa og valda þeim sem mestu tjóni. Þeir sem hafa kallað eftir friði hafa verið úthrópaðir sem sporgöngumenn Rússa. Afleiðingin er sú m.a. að styrkja stöðu Írana, Norður Kóreu og Kína. Gat það virkilega verið markmið Nato þjóðanna?
Þessi stefna Biden stjórnarinnar, sem Evrópuþjóðir tóku upp líka þar á meðal illu heilli Ísland hefur kostað gríðarlega fjármuni og verri lífskjör í Evrópu vegna hækkunar orkukostnaðar, matvælaverðs, vaxta o.s.frv.
Biden stjórninni hefur verið einkar hugleikið sem og forustu NATO þjóðanna, að standa sem dyggastan vörð um þau landamæri sem Jósep Stalín og kommúnistastjórn hans drógu í lok síðari heimstyrjaldar. Peningum hefur verið mokað til Úkraínu til að þeir geti haldið áfram að stríða og svarað fyrir sig og valdið sem mestu tjóni í Rússlandi.
Raunar hefur Biden stjórnin gert Zelensky forseta Úkraínu að koma með hverja stríðsáætlunina á fætur annarri sem sýndi fram á fullnaðarsigur Úkraínu meira að segja að þeir ynnu Krímskagann til baka. Öllum var ljóst að þessar áætlanir mundu ekki standast, en samt var billjónum evra og dollara hellt áfram á ófriðarbálið á grundvelli þessarar lygi, sem allir sem hafa einhverja glóru í höfðinu var ljóst, að gæti aldrei staðist.
Stjórnendur Íslands urðu svo helteknir af Biden heilkenninu, að þeir gengu lengra en aðrir og lokuðu sendiráði Íslands í Moskvu og girtu fyrir eðlileg samskipti og viðskipti á milli þjóðanna, á meðan þjóðir þar sem vitsmunir stjórnenda og virðing fyrir hagsmunum eigin borgara er ögn meiri eins og Danir héldu áfram viðskiptum og selja Rússum t.d. lyf og aðrar nauðsynjavörur.
Það er löngu kominn tími til þess að NATO ríkin taki af skarið og falli frá skammsýnni fáránlegri stefnu Biden og félaga og stefni að samningum. Zelensky er farinn að tala um samninga og Trump sem tekur við sem forseti Bandaríkjanna innan 5 daga. Rússar hafa líka sent ákveðin merki sem benda til að þeir séu reiðubúnir til viðræðna.
Um hvað á að semja og um hvað er hægt að semja? Rússar munu vafalaust ekki fallast á að Úkraína verði NATO ríki, en þeir gætu samþykkt að aðildarviðræður Úkraínu og Evrópusambandsins gætu hafist. Hægt væri að semja um menningarleg og tungumálaleg réttindi minni hluta innan Úkraínu og e.t.v. að hluti hernumina svæða í Úkraínu yrði skilað á sama tíma og viðurkennt yrði að Krím væri rússneskt og fallið yrði frá öllum efnahagsglegum og stjórnmálalegum þvingunaraðgerðum gegn Rússum.
Með því að ná þessu fram nær Úkraína þeim árangri að hafa á vígvellinum tryggt sjálfstæði Úkraínu sem gæti orðið aðili að Evrópusambandinu innan tveggja ára. NATO og Úkraína eiga þann kost að ná fram friðarsamningum þar sem erfiðasti hlutinn yrði að kyngja því að Rússar fengju Krímskagann eða halda áfram að vera í stríði með tilheyrandi billjóna evra og dollara útgjöldum vegna stríðs,sem mun aldrei geta fært Úkraínu meiri ávinning en þann sem líklegt er að næðist fram við samningaborðið núna.
Er ekki skynsamlegt að Ísland láti af þeirri utanríkisstefnu stríðs og hernaðarátaka sem mótuð var af fyrri ríkisstjórn og núverandi hefur tekið undir, en hverfi aftur að þeirri utanríkisstefnu sem var Íslandi svo farsæl frá lokum síðara heimsstríðs 1945:
"Ísland er vopnlaus þjóð og tekur ekki þátt í styrjaldaraðgerðum."
Þess vegna neituðu íslenskir stjórnmálamenn að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur í lok hildarleiks síðari heimstyrjaldar og urðum fyrir vikið að þola þær refsiaðgerðir að fá ekki að vera ein af stofnþjóðum Sameinuðu þjóðanna. En Ísland stóð vel eftir og stærra en áður fyrir þessa stefnufestu friðar á grundvelli hagsmuna Íslands og íslendinga.
14.1.2025 | 09:07
Áhersla á það mikilvægasta
Við höfum fylgst með hræðilegum gróðureldum í Los Angeles (LA) undanfarna daga. Eldurinn eirir engu og æðir áfram. Ótrúleg vandamál koma upp í slökkvistarfi m.a. vantar vatn á brunahana. LA er ekki landlukt, þess vegna er með ólíkindum að það skuli skorta vatn til slökkvistarfs.
Að vonum hlupu hamfarahlýnunarfólk upp með loftslagsvána og sögðu þetta dæmi um hamfarahlýnun af mannavöldum. Raunar bendir allt til að um manngerða íkveikju sé að ræða.
Það er hins vegar ekki með öllu rangt aldrei þessu vant, að loftslagsváin svokölluð eigi sinn þátt í því hversu illa er komið í LA. Ekki vegna hlýnandi veðurs heldur áherslna stjórnvalda í LA og Kaliforníu sem hafa dregið saman fjárframlög til slökkvuliðsins, en aukið framlög til "loftslagsmála".
Í pólitík er alltaf spurning um hvernig er forgangsraðað. Sömu krónunni verður aldrei eytt tvisvar. Þegar náttúruvá ber að höndum, þá er það iðulega svo að stjórnmálamönnum er ranglega kennt um. Nú háttar hins vegar svo til í LA, að stjórnendum borgarinnar öfgafólkinu úr Demókrataflokknum er að nokkru um að kenna hvernig komið er. Yfirvöld í LA ákváðu nefnilega að greiða gríðarlegar fjárhæðir til svonefndra loftslagsmála á sama tíma og slökkviliðið var fjársvelt.
Dyggðaflöggun vinstri sinnaðra "woke" stjórnmálamanna virðist því miður girða fyrir augsýn þeirra á heilbrigða skynsemi og nauðsynleg úrlausnarefni og hvað skipti öryggi borgaranna mestu máli.
12.1.2025 | 21:42
Af hverju þingmaður?
Verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins að vera þingmaður? Það er ekki hæfisskilyrði skv. skipulagsreglum Flokksins.
Á sínum tíma sátu eingöngu þingmenn í miðstjórn Flokksins. Haldið var, að þingmenn væru þeir allra hæfustu til að sitja í miðstjórn aðrir kæmu eiginlega ekki til greina.
Ekki var fallist á þessi rök þáverandi flokksforustu og einræði þingflokksins á stjórn Flokksins lauk þar með. Aldrei hefur það komið að sök.
Hvað skiptir mestu máli að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins geti og geri? Hvaða kröfur þurfum við að gera til hans?
Svari nú hver fyrir sig, en í mínum huga skiptir mestu að fá formann, sem byggir upp hugmyndafræðilega sterkan Sjálfstæðisflokk á grundvelli borgaralegra gilda og mannúðlegrar markaðshyggju, megrun báknsins og góðri fjármálastjórn.
Formann, sem er líklegur til að halda vel á málum í rökræðum við andstæðingana. Formann sem sættir ólík sjónarmið svo að Flokkurinn starfi sem ein órofa heild.
Næsta markmið er síðan að ná saman borgaralegum öflum í einn flokk á nýjan leik.
Formaðurinn þarf því ekki að vera þingmaður, en hann verður að hafa þá kosti hvort sem hann er utan þings eða ekki að geta ráðið við ofangreind verkefni.
Loks á Sjálfstæðisfólk að hafa þann lýðræðislega metnað, að allt flokksfólk hafi kosningarétt í formanns og varaformannskjöri. Annað sæmir ekki lýðræðisflokki.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 149
- Sl. sólarhring: 515
- Sl. viku: 4653
- Frá upphafi: 2467604
Annað
- Innlit í dag: 134
- Innlit sl. viku: 4324
- Gestir í dag: 133
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson