Leita í fréttum mbl.is

Flóttamannabúðir í vesturbænum

Stofnun ríkisvaldsins hefur ákveðið að í JL húsinu vestast í Vesturbæ Reykjavíkur, hvar vorsólin fegurst skín skuli vera fjölmennar flóttamannabúðir fyrir ólöglega innflytjendur. 

Þetta ráðslag var ekki kynnt íbúum hverfisins eða þeir spurðir álits. Samt er þetta grundvallarbreyting, sem mun hafa víðtæk áhrif á mannlíf og verð fasteigna m.v. reynslu erlendis frá.

Svo sérkennilegt sem það nú er í lýðfrjálsu landi, þá eru íbúarnir, fólkið aldrei spurt að því hvað það vilji í sambandi við ólöglega innflytjendur. Stjórnleysi stjórnvalda í innflytjendamálum bitnar á venjulegu fólki, sem aldrei er spurt og hefur aldrei fengið neitt til málanna að leggja.

Búast má við að álíka flóttamannabúðir rísi í fleiri hverfum í Reykjavík á næstunni ef ekki verður komið böndum á þetta rugl, með sömu afleiðingum og verður nú vestast í Vesturbænum, þar sem nágrannar flóttamannabúðanna mega búast við ónæði, breytingu á hverfinu til hins verra og verðrýrnun eigna sinna.

Hverjum datt eiginlega í hug það ráðslag að koma flóttamannabúðum fyrir í fjölmennu friðsælu íbúðahverfi án þess að fá samþykki íbúanna fyrir þessari grundvallarbreytingu?

Og þetta gerist í vesturbænum,á þeim stað sem skáldið meitlaði í eitt fegursta ljóð sitt:  "veit auga þitt nokkuð fegurra en vorkvöld í Vesturbænum".

Er ekki tími til kominn að gæta hagsmuna íbúanna í landinu, þjóðarinnar?


Aldrei skal hvikað.

Stundum er sagt að það sé ekkert eins varanlegt og tímabundið starf hjá hinu opinbera. Jafnvel þó að tilefnið fyrir tímabundinni ráðningu sé löngu liðið, þá er engum sagt upp. 

Í gær skilaði starfshópur um flugvöll í Hvassahrauni skýrslu um framtíðarflugvöll. Formaður hópsins viðurkenndi að vissulega væri til staðar eldgosahætta, en sá ekki ástæðu til annars en að hópurinn héldi áfram störfum til undirbúnings flugvallarins, Skynugir sjá þó í hendi sér að hann verður aldrei gerður. 

Þetta starf og  skýrsla er ekkert vitlausari en svo margt annað hjá ríkinu, sbr. skýrsluna "loftslagsþolið Ísland" þar sem fjallað er um viðbrögð við hlýnun, sem engin verður var við nema þeir sem vinna að slík verkefni hjá ríkinu og áfram skal haldið hvað sem tautar og raular.

Til að kóróna alla þá vitleysu, hyggst ríkið senda 60 manna sendinefnd á næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Því miður virðist sem hver vitleysan eftir annarri sem stjórnvöld taka upp á sé jafn varanleg og tímabundin störf hjá ríkinu. 


Hvað varð um stríðið gegn hryðjuverkum

Þ.16.september 2001 lýsti þáv. Bandaríkjaforseti yfir alheimsstríði gegn hryðjuverkum. Hryðjuverkasamtökum og hryðjuverkamönnum skyldi útrýmt hvar svo sem illþýðið fyndist. 

Þjóðarleiðtogar víða um heim tóku einarðlega undir þessa herhvöt þ.á.m.Pútín Rússlandsforseti, sem hét fullum stuðningi enda hafa Rússar mátt þola illvígar árásir hryðjuverkamanna. Því miður var ekki tekið þá í hinu útréttu hönd Pútín. 

Í stríðinu gegn hryðjuverkum gerði USA innrás í Afganistan og hrakti Talibana frá völdum og réðust af hörku gegn Al Kaída.

Stríð USA gegn hryðjuverkum tók síðan á sig skringilegar myndir en sú saga skal ekki rakin hér. En þeir gerðu ekkert gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas og Hesbollah. Auk þess hefur stjórn Biden afhent helsta hryðjuverkaríki heimsins í dag Íran milljarða dollara á síðustu árum, sem klerkastjórnin hefur fjárfest í hryðjuverkasamtökunum sínum Hamas, Hesbolla og Houta. 

Nú þegar Ísrael berst enn á ný fyrir tilveru sinni gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa það á stefnuskrá sinni að drepa alla Gyðinga, útrýma þeim með öllum ráðum, koma Bandaríkjamenn og Bretar ekki til aðstoðar með virkum hernaðarlegum stuðningi. Væri eitthvað til í yfirlýsingum þeirra um baráttu gegn hryðjuverkum hefðu þessar þjóðir beitt sér af alefli með varnarsveitum Ísrael gegn Hamas, Hesbolla og Hútum. 

En hvað gerist. Bandaríkjaforseti hvetur Ísraela til að láta hryðjuverkin yfir sig ganga og sætta sig við stöðuga árás hryðjuverkasamtakanna og varast stigmögnun ófriðar. Það sama sagði hann þegar Íranir skutu þúsundum flugskeyta á Ísrael.

Hvað varð um alheimsstríðið gegn hryðjuverkum? Gufaði það upp. Eða beindist það eingöngu að þeim sem Bandaríkjamenn og Bretar telja ógn við sig? Er virkilega svo komið að leiðtogar þessara þjóða átta sig ekki á, að falli sú brjóstvörn vestræns lýðræðis og mannréttinda, sem Ísrael er, þá er komið að Evrópu og Bandaríkjunum í stríði hins herskáa Íslam gegn vestrænu lýðræði, menningu og kristinni trú. 

Því miður verður ekki annað skilið af ræðu utanríkisráðherra Íslands á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkru, en hún hafi í einu og öllu játast undir stefnu Biden stjórnarinnar í USA og krefjist hinna mestu hernaðarhamfara í Úkraínu en eindreginnar linkindar og uppgjafarstefnu þegar kemur að Ísrael. 

Er ekki kominn tími til að taka upp sjálfstæða utanríkisstefnu fyrir land og þjóð. 

 


Heim í sumarfrí

Fjöldi hælisleitenda, sem fengu alþjóðlega vernd vegna hættu sem þeim átti að vera búin í heimalandinu fara umvörpum í sumafrí til þeirra landa sem þeir neyddust til að fýja frá að eigin sögn. 

Reglur og viðmiðanir varðandi umsóknir um alþjóðlega vernd eiga ekki við lengur þær eru rugl. Það hefur aldrei verið eins auðvelt og ódýrt að ferðast heimshorna á milli. Meginhluti þeirra eða töluvert yfir 90% þeirra sem koma og sækja um alþjóðlega vernd hafa enga ástæðu til þess eða forsendur. 

Á árum áður voru raunverulegir flóttamenn, sem þurftu nauðsynlega að flýja heimaland sitt vegna þess að þeim var raunveruleg hætta búinn. Það má t.d. nefna menn eins og Karl Marx og franska skáldið Victor Hugo.  Báðir fluttu þeir til Bretlands og borguðu fyrir sig en fengu að njóta gistivináttu Breta. Það er mun eðlilegra kerfi en það sem nú er þar sem skattgreiðendur borga allt fyrir þessa hlaupastráka, sem njóta svo ríkilegra styrkja að þeir standa undir flugfarinu í sumarfríið "heim" þ.e. til landa sem þeir sögðust hafa neyðst til að flýja frá. 

Skv. fjárlögum er gert ráð fyrir 44 milljarða halla. Kostnaður við hælisleitendur er álíka mikill. Við erum að reka ríkissjóð með halla vegna þessarar vitleysu og taka lán hjá börnunum okkar til að viðhalda henni. 

Er ekki mál til komið að stoppa þetta endemis rugl?


Ósvikinn fögnuður

Í gær fögnuðu Eiríkur Bergman stjórnmálafræðingur, Sigmundur Ernir Rúnarsson fyrrum ritstjóri, sem og Isis og Al Kaída liðar en þó af mismunandi ástæðum. 

Hvergi í heiminum braust út eins mikill fögnuður og í borginni Idlip í norðausturhorni Sýrlands, griðarstað Ísis og Al Kaída líða í skjóli Erdogan Tyrkjasoldáns, vegna dauða Nasrallah foringja Hesbollah hryðjuverkasamtakanna. 

Í Idlip þusti fólk út á götur og fagnaði og bílar óku um og þeyttu bílflautur.

Á sama tíma voru Sigmundur Ernir og Eiríkur eins og púkinn á fjósbitanum forðum bústnir og sællegir í fögnuðu yfir því að hægra fólk væri ekki lengur í einum flokki Sjálfstæðisflokknum. 

Fögnuður þeirra Eiríks og Sigmundar byggist á því að nú sjá þeir fram á eins og púkinn á fjósbitanum forðum, að til þess geti komið að á ný muni Samfylkingin standa fyrir myndun nýrrar sannrar vinstri stjórnar, en þá er spurning hverjir ættu aðild að henni. 

Þeir Eiríkur og Sigmundur virðast skilgreina Sjálfstæðisflokk, Viðreisn, Flokk Fólksins og Miðflokkinn sem hægri flokka. Af sjálfu leiðir, að þeir flokkar koma því ekki til með að eiga aðild að vinstri stjórn Kristrúnar Frostadóttur með Dag B. Eggertsson sem fyrsta stýrimann.

Samkvæmt þessum villtu pólitískt votu draumum þeirra Sigmundar og Eiríks koma aðeins Píratar til greina til meðreiðar skv. en hvorki VG né Sósíalistar ná manni á þing skv. síðustu könnun.

Hætt er við að fitan renni af púkanum á fjósbitanum þegar fólk horfir fram á að draumórar þeirra félaga gætu ræst með því að Viðreisn yrði tekin um borð í þetta lekahrip.

Þeir Dagur og Jón Gnarr Viðreisnarforingi geta þá á ný fallist í faðma og staðið að nýrri óstjórn fyrir landið allt en ekki bara í Reykjavík eins og forðum daga.    


Bankarnir og samkeppnin

Í gær reið ríkisbankinn Landsbanki Íslands á vaðið og breytti vöxtum af ýmsum útlánum sínum þá aðallega til hækkunar og óhagræðis fyrir skuldara. Áður en dagur var að kvöldi kominn höfðu hinir stóru bankarnir Arion og Íslandsbanki elt Landsbankann í sambærilegum vaxtaákvörðunum. 

Hvar er nú samkeppnin og hvar er nú neytendaverndin. Má ekki vera með öllu ljóst, að það er engin samkeppni á milli helstu fjármálastofnana landsins og hefur ekki verið. 

Á sínum tíma töluðu vinstri menn um hversu nauðsynlegt það væri að a.m.k. einn banki væri ríkisbanki til hagsbóta fyrir neytendur. Það sýnir sig heldur betur núna -hann sker sig heldur betur úr. 

Lána- og vaxtakjör eru orðin óbærileg fyrir venjulegt fólk og fyrirtæki. Hafa raunar lengst af verið það, en nú ríður um þverbak. 

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa áhyggjur af okurstarfsemi íslensku banakana og hefur það helst til málanna að leggja varðandi neytendavernd hvað þetta varðar að efla skuli fjármálalæsi. 

Fólk borðar ekki fjármálalæsi, en það missir hús sín og fyrirtæki vegna okurvaxta.

 


Sænskar gæðavörur og glæpahópar.

Dómsmálaráðherra upplýsir að sænskir sendi glæpahópa til Íslands. E.t.v. kemur það ráðamönnum Íslands loksins í skilning um hvursu nauðsynlegt það er að við segjum okkur úr Schengen.  

Sú var tíðin, að sænskur útflutningur var rómaður. Talað var um sænskar gæðavörur og sú staðreynd að varan var sænsk voru óræk meðmæli. Þá var Volvo aðalbifreiðin, fasteign á hjólum og melka skyrturnar afbragði annarra.

Svo rammt hvað að innflutningi frá Svíþjóð bæði á vörum, verklagi og hugmyndum að talað var um, að það væri sama hvað vitlaust það væri, allt væri flutt inn frá Svíþjóð.  

Nú hefur brugðið til hins verra. Svíar hafa haft opin landamæri í mörg ár og afleiðingarnar: Skotbardagar í borgum eru daglegt brauð. Kveikt er í bílum og lögreglan fer ekki inn í ákveðin hverfi nema þungvopnuð. 

Nú flytja Svíar helst glæpahópa til Íslands og Danmerkur og Danir hafa brugðist ókvæða við en ekki við þá fyrr en nú. 

Svíar hafa verið að herða hælisleitendalöggjöf sína á meðan við erum skrefinu á eftir. Þau sár sem það mun valda okkur í nútíð en sérstaklega framtíð munu koma meir og meir í ljós og er þó nóg komið.  Það þarf því ekki að flytja inn sænska glæpaflokka. Við erum stöðugt að eignast fleiri vegna andvaraleysis og fábjánaháttar íslenskra stjórnvalda í málum hælisleitenda. 

Sem betur fer eigum við vaskan yfirmann lögreglunnar á Suðurnesjum sem bjargar því sem bjargað verður. En meira þarf til, ef við eigum ekki að verða verri en Svíþjóð.  


mbl.is Meiri tengsl við erlenda glæpahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróður mál og málnotkun

Í grein sem hernaðarsérfræðingurinn Richard Kemp dálkahöfundur Daily Telegraph(DT) skrifar, kemur fram, að Varnarsveitir Ísrael hafa náð að eyðileggja að mestu leyti hernaðarvæng Hamas og hafi fellt 20.000 Hamasliða í sókn sinni á Gaza.

Ófriðurinn hefur staðið í tæpt ár, sem sýnir hvað vel Hamas var undirbúið þegar þeir frömdu svívirðileg hryðjuverk í Ísrael, þar sem börn voru steikt lifandi, konum nauðgað og síðan drepnar og lík þeirra svívirt auk margs annars. 

Í fréttamiðlum eins og RÚV hefur aldrei verið fjallað um hve vel Hamas liðar voru undirbúnir, sem er ástæða þess hve hægt sókn Ísrael hefur gengið eða gang styrjaldarinnar sem slíkrar. Ekki er sagt hve margir hermenn Ísrael hafa fallið.

Stöðugt er klifað á einhliða upplýsingum frá Hamas um fjölda látinna. Miðað við tölur Hamas af föllnum á Gasa þá er um helmingur Hamas liðar. Mannfall óbreyttra borgara sem hlutfall af föllnum er því mun minna en í sambærilegum styrjöldum í Írak og Sýrlandi þar sem þurfti að sækja inn í borgir sem hermdarverkasamtökin ÍSIS réðu t.d. Aleppo og Raqqa. 

Allt tal um þjóðarmorð er fjarstæða en staðreyndin sú að stöðugt er haldið að okkur áróðursfréttum og falsfréttum. 

Orðaval RÚV vekur sérstaka athygli. Málvenja er að tala um að fólk falli í styrjöldum. RÚV hefur breytt þessu  og segir að svo og svo margir hafi verið myrtir eða drepnir. Sýnir betur en margt annað einbeittan brotavilja RÚV gegn því að bera sannleikanum vitni.

Í sjálfu sér er ekki við öðru að búast en að nokkur hópir þykkist við þegar svo einhliða áróðurskenndur fréttaflutningur er hafður uppi og samsami sig  með hryðjuverkamönnunum eins og því miður allt of margir hafa glæpst til að gera á Vesturlöndum. 

Janvel grandvart fólk hugsar því ekki um hvað vígorðið sem það kyrjar  "from the river to the sea" þýðir í raun. En það er herhvöt til að drepa alla gyðinga þ.e. þjóðarmorð. Í hvaða skyni? Til að koma á nýju Talibana ríki á Gasa, þar sem konur fá ekki að mennta sig eða vinna og samkynhneigðum er hent fram af húsþökum. 

Hvað þá að fólkið hugsi út í það eða fréttamiðlar eins og RÚV bendi á að yfirlýst stefna og markmið Hamas er að drepa alla Gyðinga þ.e. fremja þjóðarmorð á Gyðingum, sem mun stórfelldari aðgerð í glæp gegn mannkyninu en nasistar framkvæmdu nokkru sinni eða höfðu á stefnuskrá sinni svo slæmir svo sem þeir nú voru. 

 

 


Kærleiksheimilið

Fyrir margt löngu var stjórnmálaflokkur sem klofnaði í fernt við atkvæðagreiðslu á Alþingi. Einn greiddi atkvæði með, annar á móti. Sá þriðji sat hjá og sá fjórði greiddi ekki atkvæði. Sá flokkur hlaut hægt andlát við næstu kosningar 

Í gær greiddi borgarstjórn Reykjavíkru atkvæði um hinn svokallað samgöngusáttmála. Þar klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn í þrennt. Obbinn stóð þó í lappirnar og greiddi atkvæði á móti þessum óskapnaði. Einn sat hjá með skýringu og einn greiddi atkvæði með.

Talsmaður borgarstjórnarflokksins segir að þetta sýni þó ekki klofning. Hvað skyldi það þá sýna?

Raunar er borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins vorkunn eftir að fá það framan í sig að formaður flokksins og oddvitar sveitarstjórna í nágrannasveitarfélögunum hoppuðu á vagninn með Degi B. Eggertssyni, sem náði að selja Borgarlínuna í 3 kosningum án þess að nokkuð væri gert. 

Einu sinni var það talið styrkur Sjálfstæðisflokksins, að fólk stæði saman innan Flokksins. Ræddu sín mál fyrirfram og mótuðu sameiginlega afstöðu og kæmu síðan fram sameinaðir gegn andstæðingunum. 

Það virðist ekki vera aðferðarfræði, sem hentar núverandi forustu Flokksins. 

 

 


Ofbeldi

Stundum er hlutum snúið á hvolf og ofbeldisaðilinn sagður þolandi. Þannig er það með fjölskyldu Yazans Tamimi langveiks drengs sem sagður er frá Palestínu.

Fjölskylda Tamimi kom hingað ólöglega. Þeim var allan tímann ljóst sem og lögmanni þeirra, að þau ættu ekki rétt á að vera hér enda fengið vist á Spáni. Þegar fjölskyldunni var gert að fara úr landi neitaði hún og hafnaði samvinnu við íslensk yfirvöld varðandi flutning til Spánar. 

 

Þegar íslensk yfirvöld ákváðu að framfylgja lögum og flytja ofbeldisfólkið til Spánar, þar sem þau hafa vist, upphófst ótrúleg atburðarrás. Ráðherrar VG ákváðu að beita ofbeldi og hótuðu stjórnarslitum ef farið yrði að lögum og ofbeldisfólkinu komið úr landi. Forsætisráðherra kiknaði enn einu sinni í hnjáliðunum fyrir VG og skipaði dómsmálaráðherra að láta undan ofbeldinu. Það var gert án heimildar að lögum. 

Nú á að ræða mál Tamimi fjölskyldunnar í ríkisstjórn í dag. Mér er spurn hvað þarf að ræða? Það kemur fólk ólöglega, það dvelst hér ólöglega, það neitar að hlíta lögum og eiga samvinnu við íslensk yfirvöld um brottflutning. Hvað er eftir að ræða?

Í Þýskalandi hefur kanslari þeirrar þjóðar og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn ákveðið að hælisleitendur eins og Tamimi fjölskyldan skuli ekki fá neinar greiðslur frá þýska ríkinu. Við ættum að taka okkur Þjóðverja til fyrirmyndar að þessu leiti. 

Þeir sem fara með almannafé þurfa að átta sig á, að við getum ekki verið hótel eða alheims sjúkrastofa fyrir heiminn. 

Meðferðarúrræði vantar fyrir 120 íslensk börn með fjölþættan vanda skv. skýrsu sem unnin var fyrir tveim árum. Ekkert hefur þokast í þeim málum, en sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu kalla eftir aðgerðum stjórnvalda, en tala þar enn sem komið er fyrir daufum eyrum. Mætti setja það í samhengi við ofbeldi hælisleitenda, sem hér eru ólöglega og einhliða umfjöllun fréttstofu þeirra RÚV.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 436
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 3442
  • Frá upphafi: 2595809

Annað

  • Innlit í dag: 399
  • Innlit sl. viku: 3219
  • Gestir í dag: 383
  • IP-tölur í dag: 370

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband