17.9.2024 | 08:49
Ofbeldi
Stundum er hlutum snúið á hvolf og ofbeldisaðilinn sagður þolandi. Þannig er það með fjölskyldu Yazans Tamimi langveiks drengs sem sagður er frá Palestínu.
Fjölskylda Tamimi kom hingað ólöglega. Þeim var allan tímann ljóst sem og lögmanni þeirra, að þau ættu ekki rétt á að vera hér enda fengið vist á Spáni. Þegar fjölskyldunni var gert að fara úr landi neitaði hún og hafnaði samvinnu við íslensk yfirvöld varðandi flutning til Spánar.
Þegar íslensk yfirvöld ákváðu að framfylgja lögum og flytja ofbeldisfólkið til Spánar, þar sem þau hafa vist, upphófst ótrúleg atburðarrás. Ráðherrar VG ákváðu að beita ofbeldi og hótuðu stjórnarslitum ef farið yrði að lögum og ofbeldisfólkinu komið úr landi. Forsætisráðherra kiknaði enn einu sinni í hnjáliðunum fyrir VG og skipaði dómsmálaráðherra að láta undan ofbeldinu. Það var gert án heimildar að lögum.
Nú á að ræða mál Tamimi fjölskyldunnar í ríkisstjórn í dag. Mér er spurn hvað þarf að ræða? Það kemur fólk ólöglega, það dvelst hér ólöglega, það neitar að hlíta lögum og eiga samvinnu við íslensk yfirvöld um brottflutning. Hvað er eftir að ræða?
Í Þýskalandi hefur kanslari þeirrar þjóðar og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn ákveðið að hælisleitendur eins og Tamimi fjölskyldan skuli ekki fá neinar greiðslur frá þýska ríkinu. Við ættum að taka okkur Þjóðverja til fyrirmyndar að þessu leiti.
Þeir sem fara með almannafé þurfa að átta sig á, að við getum ekki verið hótel eða alheims sjúkrastofa fyrir heiminn.
Meðferðarúrræði vantar fyrir 120 íslensk börn með fjölþættan vanda skv. skýrsu sem unnin var fyrir tveim árum. Ekkert hefur þokast í þeim málum, en sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu kalla eftir aðgerðum stjórnvalda, en tala þar enn sem komið er fyrir daufum eyrum. Mætti setja það í samhengi við ofbeldi hælisleitenda, sem hér eru ólöglega og einhliða umfjöllun fréttstofu þeirra RÚV.
16.9.2024 | 09:09
Hvað er planið?
Eftir algeran ósigur sósíalismans árið 1989 við fall Sovétríkjanna, viðurkenndu sósíalistar yfirburði markaðshyggjunar í orði en ekki á borði. Þá hófu þeir gönguna miklu til að ná stjórn á stofnunum þjóðfélagsins og alþjóðasamtökum og ráðast gegn menningarlegum grunnstoðum vestrænnar menningar.
Vinstri nauðhyggjunni gengur mun betur að sannfæra fólk á grundvelli hræðsluáróðurs, um hnattræna hlýnun og sjúkdóma til að fá fólk til að samþykkja sóttkví og önnur valdboð.
Nauðhyggja vinstri umhverfisverndar krefst þess að ríkið stjórni bæði atvinnulífi og valkostum einstaklinga. Á Bretlandi bannar vinstri sósíalistinn Ed Miliband ódýra hagkvæma orkuöflun á heimaslóðum og sama er upp á teningnum hér þegar hagkvæmum virkjunarkostum fallvatnsvirkjana er ekki sinnt en stefnt að vindmylluvæðingu hálendis Íslands.
Efnahagslegar staðreyndir og mannlegt eðli breytist ekki. Lágir skattar og færri reglur hins opinbera eru lykillinn að vexti efnahagslífsins, betri lífskjara og velmegunar.
Stjórnmálaflokkar sem þykist vera til hægri en átta sig ekki á þessum staðreyndum og samþykkir stofnanaveldi og afskipti vinstri nauðhyggjunar eru hvorki hægri flokkar né miðjuflokkar. Þau örlög hefur forusta Sjálfstæðisflokksins axlað í rúm 7 ár.
Í gær las ég fésbókarfærslu einstaklings, sem alltaf hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn. Aðili, sem byggði upp fyrirtæki sitt með dugnaði og útsjónasemi, en nefnir nú fjölda atriða,sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á, en eru óásættanleg fyrir frjálslynt hægra fólk, sem berst fyrir frelsi, framtaki einstaklingsins og hefðbundnum menningarlegum og fjölskyldulegum gildum.
Þessar hugleiðingar, sýna vel, að Sjálfstæðisfólk sættir sig illa við daður við vinstri nauðhyggju, ríkisvæðingu, umhverfivernd fáránleikans og kynrænt sjálfræði skuli ganga framar fjölskylduvænum gildum, svo dæmi séu nefnd.
Vinstri stefna sósíalismans siglir ævinlega og alltaf í strand það er bara spurning um tíma. Þeim mun fyrr sem snúið er af braut ofstjórnar og ofurskattheimtu og fjandskap við hefðbundin gildi þeim mun meiri líkur eru á að okkur takist að gera Ísland að fyrirmyndaríki frelsis og velmegunar.
Eftir 7 ár í vinstri stjórn er því hæfi að spyrja forustu Sjálfstæðisflokksins hvar hún ætli að skipa sér í sveit. Hvort hún ætli sér að halda áfram að daðra við vinstri nauðhyggjuna eða taka sitt gamla forustuhlutverk fyrir og með frelsinu.
Þessvegna er eðlilegt að spurt sé eins og ungir Sjálfstæðismenn gera.
Hvað er planið?
Er yfirhöfuð eitthvað plan?
15.9.2024 | 12:17
Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd
Ég var seinn fyrir og ákvað að fá mér skyndibita á KFC og borða á staðnum. Þegar ég kom inn í fyrsta skipti í áratug sá ég allskyns búnað og ung kona sagði að ég ætti að panta með þessu. Þegar hún sá svipinn á mér sagði hún, þú getur örugglega farið að borðinu og pantað. Ég hefði sennilega flúið af hólmi ef ekki hefði verið fyrir ráðleggingar.
Ég var greinilega ósköp heimóttulegur því tvær ungar stúlkur spurðu mig hvort þær gætu eitthvað aðstoðað mig og ungur strákur sagði gosvélin er þarna og sýndi mér hvar og hvernig ætti að eiga samskipti við hana.
Mikið var ég þakklátur þessu unga fólki sem var boðið og búið til að aðstoða mig og fannst það raunar nokkurri furðu gegna, en mér var ljóst þegar ég leit yfir hóp þeirra sem þarna voru, að ég var ótvíræður aldursforseti og skar mig úr í klæðaburði. Minnti mig á þegar ég ásamt tveim öðrum góðum hægri mönnum fórum fyrir hálfri öld síðan á ball í Texas í einkennisbúningi ungar íhaldsmanna á þeim tíma,blá skyrta, bindi, blaser og svartar buxur. Aðrir á staðnum reyndust vera í gallabuxum, kúrekastígvélum og með barðamikla Texas hatta. Að sjálfsögðu vöktum við athygli eins og ég á KFC.
Ungur maður kom síðan til mín og spurði hvort ég væri ekki sá sem ég er og ég kannaðist við það. Hann sagði að sér fyndist gaman að lesa pistlana mína og sér fyndist það vera eins og hann væri kominn í gamla Ísland. Mikið var ég upp méð mér af því.
Sem betur fer er mikill meirihluti fólks hvort sem það er ungt, miðaldra eða gamalt gott fólk, sem vill rétta samborgurum hjálparhönd. Mér hlýnaði virkilega um hjartaræturnar að verða var við hvað unga fólkið er tilbúið til að sýna sínar góðu hliðar og hjálpa ef það telur að þess þurfi. Það leggur mikla ábyrgð á okkur sem eldri eru að skila landinu til þess betra en þegar við tókum við og skilja ekki eftir manndrápsskuldir sem er okkur eldri kynslóðunum til vansa. Við eigum að skila öllum hlutum betri en þegar við tókum við þeim.
Rís þú unga Íslands merki eins og skáldjöfurinn Einar Benediktsson kvað.
14.9.2024 | 13:56
Að forðast raunveruleikann
Í Háskólabíó s.l. föstudag þ. 13.sept veitti forsætisráðherra, Salman Rushdie bókmenntaverðlaun Halldórs Laxnes. Við það tækifæri minntist forsætisráðherra ekki á baráttuna fyrir tjáningarfrelsinu, sem kom á óvart, vegna þess að frá árinu 1989 þurfti Salman Rushdie að vera í felum undir lögregluvernd allan sólarhringinn vegna bókar hans "Sálmar Satans." E.t.v. var það af ráðnum hug, sem forsætisráðherra minntist ekki á baráttuna fyrir tjáningarfrelsinu og ofsóknaræði Íslam gegn grundvallarmannréttindum eins og tjáningarfrelsinu vegna þess, að það er augljóst,að Salman Rushdie reynir að gera sem minnst úr því fári og ofsóknum, sem hann hefur þurft að sæta og lætur að því liggja að þetta hafi allt verið misskilningur.
Ayatollah Khomeini yfirklerkur Íran dæmdi Rushdie til dauða 1989 með "fatwa". Þessi dauðadómur fól í sér, að hver sanntrúaður múslimi átti að leitast við að drepa Rushdie og alla þá sem kæmu að útgáfu bókarinnar. Innan 24 klukkustunda var Rushdie kominn í felur. Einn helsti foringi múslima í Bretlandi var spurður um þetta og hann sagði að miðað við aðstæður væri dauðinn of einfaldur fyrir Rushdie.
Söngvarinn Cat Stevens sem snérist til Íslam og kallar sig Yusuf Islam var spurður hvað hann mundi gera ef Rushdie væri í hans umsjá og hann sagðist mundu hringja í Khomeini til að segja honum hvar Rushdie væri og aðspurður sagðist hann vona að Rushdie yrði brenndur á báli. Ýmsir af "góða fólkinu" lýsti yfir ógeði á þessari svívirðilegu árás á Íslam sem kæmi fram í bók Rushdie.
Árið 1991 var ítalskur þýðandi bókarinnar stunginn og barinn til óbóta í Mílanó. Norskur útgefandi William Nygaard var skotinn þrisvar fyrir utan húsið sitt í Osló. Í Bretlandi var kastað eldsprengjum á bókabúðir þar sem bókin var til sölu og árið 1989 sprengdi Mahmoud Mazeh sanntrúaður múslimi sig í loft upp ásamt nokkrum hæðum á hóteli í London þegar hann var að koma fyrir sprengju ætlaðri Rushdie
Rushdie lifði af vegna varnaraðgerða sem breska ríkisstjórnin greip til í kjölfar dauðadóms Khomeini, en varanlegar afleiðingar þessa fatwah á tjáningarfrelsið hafa verið miklar og margvíslegar. Ritskoðun óttans hefur tekið völdin og svo virðist sem sú ritskoðun hafi jafnvel fundið sér stað við þá verðlaunaafhendingu sem fór fram í gær í Háskólabíói.
Söngvar Satans voru ekkert misskildir á sínum tíma, það er rangt hjá Rushdie. Fólk og þá sérstaklega múslimar skyldu vel hvað verið var að fjalla um. Þarna var komið við eina viðkvæmustu kviku í Íslam söngvarnir sem opinberuðust Múhammeð sem súrur í Kóraninum en þurfti síðan að strika út þegar í ljós kom að þetta var ekki opinberun frá Allah. Á hvaða spurningar kallaði það?
Það er hins vegar vel skiljanlegt að Rushdie sem hefur þurft að sæta ofsóknum og líkamsmeiðingum allt frá 1989 skuli vilja tóna þessa hluti eins mikið niður og mögulegt er. Það er hinsvegar skylda okkar sem er annt um tjáningarfrelsið að minnast þeirrar ógnar sem tjáningarfrelsinu stafar frá Íslam og í því sambandi skulum við þakka Rushdie fyrir sitt framlag og minnast þeirra sem létu lífið eða hafa þurft að sæta ofsóknum vegna þess að þau þorðu að hafa skoðanir og opinbera þær: Fólk eins og Pim Fortyn, Oriana Fallaci, ritstjórn Charlie Hebdoe, Theo van Gogh og Bill Bawder. Þau Pim Fortyn, Theo van Gogh og ritstjórn Charlie Hebdoe voru myrt fyrir skoðanir sínar.
Misskilningur?
10.9.2024 | 09:19
Vondur stjórnmálamaður
Angela Merkel fyrrum kanslari Þýskalands hafði eitt mamarkmið í pólitík, að hanga á völdunum sem lengst. Að öðru leyti skorti hana framtíðarsýn. Helstu stjórnmálamenn Evrópu hafa hver um sig sömu sjálfhverfu (narcicísku) framtíðarsýnina.
Til dyggðaflöggunar ber að skreyta sig með woke hugmyndum ímyndarstjórnmálanna varðandi kyn og loftslag og taka vel á móti ólöglegum innflytjendum, en láta atvinnulíf og hag eigin borgara eiga sig nema upp komi vandamál sem ekki verður komist hjá að taka á.
Þannig gengur þetta í friðsælum heimi velsældar meðan ekkert bjátar á og engin ruggar bátnum. Þessi stjórnmálastefna hefur verið reynd fyrr í Evrópu m.a.af Lúðvík 15 Frakkakonungi.
Þar sem blöð og fréttastofur eru hættar að gera annað en að dansa með í gleðileik ímyndarstjórnmálanna, þá veita þau ekki það aðhald, sem ætlast er til og þau gerðu á árum áður.
Íslenskir stjórnmálamenn feta sama stíg og Angela Merkel gerði. Aumkunarverðasta og hlægilegasta dæmið er það sem Morgunblaðið hefur rifjað upp með sýningarnar og lúðrablásturinn um árabil vegna íþróttavalla og halla, sem eru eins og nýju fötin keisarans voru á sínum tíma í ævintýrinu.
Ekki hefur örlað á því í sýndarveruleika íslenskra stjórnmála að vilji sé til að taka á þeim alvarlegum teiknum sem eru á lofti vegna óhófseyðslu ríkisins á tímum náttúruhamfara og loðnubrests.
Í dag kemur Alþingi saman og fróðlegt verður að sjá hvort að fjárlagafrumvarpið tekur mið af þeim veruleika sem blasir við þjóðinni og reynt verði að sýna ráðdeild og sparsemi. Hægt er að telja upp á að svo verði ekki. Stjórnmálastétt sýndarverulekans hentar það ekki.
Ríkisstjórnin lætur engan bilbug á sér finna, þó innan hennar sé ekki samstaða um neitt sem máli skiptir og þar sitji hver á sviráðum við annan, en hugmyndafræði Merkel og Lúðvíks 15 stendur þar fyrir sínu.
Lúðvík 15 sagði hrunið kemur eftir minn dag og hafði engar áhyggjur. Það hafði Angela Merkel ekki heldur. Franska stjórnarbyltingin kom í kjölfar stjórnleysis Lúðvíks 15 og vaxandi vandamál eru í Þýskalandi vegna stjórnleysisins.
Ríkisstjórn Íslands telur samt hvað sem öðru líður rétt að feta sama veg í hugmyndafræðilegu tómarúmi að undanskildu því að hanga sem lengst á völdunum.
9.9.2024 | 09:02
Gilda lögmál samkeppninnar ekki fyrir Samkeppniseftirlitið?
Í 1.gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 segir að lögin hafi það að markmiði að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins.
Samkeppniseftirlitið hefur yfirumsjón og eftirlit með að markmiði samkeppnislaga verði náð og samkeppni verði sem virkust til þess að allir framleiðendur sitji við sama borð og neytendur fái góða og ódýra þjónustu.
Þá er spurning hvað með Samkeppniseftirlitið sjálft. Ber því ekki í starfsemi sinni að viðhafa virka samkeppni?
Í nýjasta tbl. Viðskiptablaðsins kemur fram, að lögfræðiskristofan Lagastoð hafi séð um mál fyrir Samkeppniseftirlitið s.l. ár og frá og með árinu 2022 hafi lögmannsstofan fengið greitt um 120 milljónir þar af 39 milljónir á tímabilinu janúar til maí á þessu ári eða sem svarar kr. 7.8 milljónir á mánuði.
Ekki verður séð, að Samkeppniseftirlitið hafi leitað eftir tilboðum eða gefið lögmönnum almennt kost á því að bjóða í þessa þjónustu. Samkeppniseftirlitið sjálft sér ekki ástæðu til að fara að í samræmi við grundvöll þeirra laga sem það hefur umsjón með og tilvera eftirlitsins byggir á.
Hver á nú að gæta þess að Samkeppniseftirlitið fari að Samkeppnislögum?
Eða eins og Rómverjar sögðu til forna. Quo custodiet ipsos custodes (Hver gætir sjálfra varðanna)
8.9.2024 | 11:41
Baráttan fyrir verri lífskjörum og áhrifum Kína
Kemi Badenoch fyrrum viðskiptaráðherra Breta, sem nú sækist eftir formennsku í breska íhaldsflokknum skrifar athyglisverða grein í Daily Telegraph (DT) í dag, þar sem hún bendir m.a. á tröllaukna heimsku vestrænna stjórnmálamanna þ.á.m. okkar, að draga stöðugt úr samkeppnishæfni okkar til hagsbóta fyrir t.d. Kína,Indland, Indónesíu o.s.frv.
Tröllaukin heimska vestrænna stjórnmálamanna fellst í því að setja óraunhæfi markmið í loftslagsmálum, sem verður ekki náð nema með því að draga úr framleiðslu eða flytja hana til annarra landa. Með því er ekki dregið úr kolefnislosun á heimsvísu, hún er bara flutt til, en vestrænir stjórnmálamenn geta klappað sér á brjóst og lýst yfir miklum árangri.
Með þessu erum við að gera aðra ríka á kostnað verkafólksins okkar og valda meiri mengnun en annars hefði verið.
Kína byggir tvö kolakynt orkuver í hverri viku til að hafa orku til að annast um framleiðslu sem Vesturlönd eru að flytja til þeirra. Með þessu eru vestrænir stjórnmálamenn ekki að draga úr losun þeir eru að auka hana. Það er verið að veita styrk til Kína til að auka við koladrifna framleiðslu og Bretar kaupa nú stál af Kína sem þeir gerðu áður ódýrara og með minni mengun. Hugsið ykkur bullið.
Engin furða að ráðherrann fyrrverandi og vonandi næsti leiðtogi Íhaldsflokksins segi að við þurfum á leiðtogum að halda sem verji okkar eigin þjóðfélagslega hagsmuni þannig að við verðum ekki algerlega undir í samkeppninni.
Vesturlönd líða fyrir óábyrga, viti skerta stjórnmástétt. Stjórnmálamenn Vesturlanda berjast fyrir verri lífskjörum fólks og því að Evrópa verði ekki lengur í forustu.
Allt er þetta gert á altari þeirrar hugmyndafræði að við ráðum loftslagi í veröldinni. Hér á landi er þetta öfgatrúboð rekið af miklum krafti með milljarða kostnaði árlega.
Hvenær komumst við út úr þessari vitleysu. Finnst Sjálfstæðisfólki skrýtið að fylgið hrynji af Sjálfstæðisflokknum eftir að hann gekk í þess björg heimskunar, sem Kemi Badenoch lýsir svo vel í grein sinni.
Er ekki betra að taka ábyrga afstöðu fyrir fólkið í landinu í stað þess að vinn að verri lífskjörum fólksins í landinu.
6.9.2024 | 08:42
Bankinn minn og ég.
Fyrir rúmum 60 árum stofnaði ég til viðskiptasambands við bankan, sem hét Útvegsbanki Íslands. Á þessum 60 árum hefur bankinn breytt um nafn og kennitölu fjórum sinnum, fengið aðstoð frá ísl. ríkinu til að lifa af og á stundum ástundað vafasama fjármálastarfsemi.
Aldrei hefur brugðið skugga á samskipti mín og bankans míns. Bankinn hefur geymt peningana mína og haft af því vænan arð með að lána þá gegn ofurvöxtum en greiða mér litla sem enga í staðinn. Bankinn hefur lánað mér þegar ég hef þurft á að halda og það hefur bankinn minn alltaf fengið greitt á gjalddaga.
Meðan umsýsla mín var meiri en nú, gat ég alltaf leitað til bankans míns um nauðsynlega fyrirgreiðslu. Þeir vissu að ég var öruggur viðskiptavinur og þurfti ekkert greiðslumat upp á það.
Ég hafði alltaf rúma yfirdráttarheimild í bankanum, sem var nánast aldrei notuð, en svo kom að mér var tilkynnt, að ég yrði að fara í greiðslumat vegna yfirdráttarheimildar. Ég ákvað þá að hafa enga slíka.
Svo fór um daginn, að bankinn sem gerir ekki annað en að geyma eignir mínar og græða á því krafðist þess að ég upplýsti hann um persónulega hluti, sem þeim kom ekki við en geta svo vel séð af rúmlega 60 ára viðskiptasögu okkar. Bankinn færði sig þá upp á skaftið og heimtaði skattskýrslur og hótaði því að annars mundu þeir leggja hald á eigur mínar, sem bankinn hefur ekkert með að gera annað en að geyma fyrir mig.
Ég þoli ekki hótanir og rís jafnan upp á afturfæturna ef mér er hótað. Ég bauð bankanum að hann gæti fengið umboð til að hnýsast í mínar skattskýrslur hvenær sem hann vildi svo langt aftur í tímann sem hann kysi. En ég kynni ekki við svona tuddameldingar um að þeir ætluðu sér að láta greipar sópa um eigur mínar.
Nú er bankanum e.t.v. vorkun og uppálagt af ríkisins megtugu kapelánum, að vandræðast sem mest við almenna viðskiptavini. Það er auðveldara en að taka á hinum stóru og kemur sjálfsagt betur út í eftirlitsbókhaldinu að ágengum spurningum hafi verið beint til 80% viðskiptavina og mál þeirra könnuð, en að segja að mál þeirra 10% sem koma e.t.v. til greina í málum varðandi peningaþvætti hafi verið skoðuð.
Já þannig er nú eftirlitsiðnaðurinn hann er sko heldur betur rekinn gegn réttlátum en þeir ranglátu sleppa.
Þannig rifjast oft upp orð sveitunga míns Jóns Hreggviðssonar um réttlæti og ranglæti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2024 | 12:02
Það gengur vel að skipta um þjóð í landinu.
Fram kom hjá Guðmundi Inga Guðbrandssyni vinnumarkaðsráðherra, að 20% landsmanna væru innflytjendur og við stæðum okkur verst af öllum ríkjum OECD við að kenna þeim íslensku. Þá kom líka fram að hlutfallslega hefur innflytjendum fjölgað mest á Íslandi síðasta áratug af öllum ríkjum OECD.
Með sama áframhaldi verða innfæddir íslendingar í minnihluta árið 2050 og íslenskan verður þá líklega ekki hið almenna samskiptamál hér á landi heldur enska.
Hefðu stjórnvöld metnað til að standa vörð um íslenska menningu og íslenska tungu mundu stjórnvöld leggja verulega áherslu á að fólk lærði íslensku og þeir sem eru við störf í landinu þurfi að kunna skil á íslensku. En nei. Við erum sú þjóð sem minntum fjármunum ver til þess að þeir aðkomnu læri tungumálið okkar, íslenskuna.
Það kann að vera eftirsóknarvert fyrir fjármálaráðherra að fá stöugt fleiri vinnandi hendur til að reyna að grynnka á skuldasúbunni eftir óráðssíu ríkisstjórnarinnar, en þessar tölur segja að öðru leyti að bregðast verður við með ýmsum hætti. Takmarka verður innflytjendastrauminn þannig að við náum að aðlaga innflytjendur að íslenskri menningu og tungumáli.
Verði það ekki gert þá höldum við áfram að fjóta sofandi að feigðarósi, sem munu fela í sér endalok þess þjóðfélags sem við þekkjum og okkur er kært.
Er ekki kominn tími til að bregðast við?
4.9.2024 | 11:02
Frelsi eða flokksræði
Frá því var sagt í fréttum RÚV í gær, að athafnamaðurinn Bolli Kristinsson, sem er innmúraður og innvígður Sjálfstæðismaður hefði beðið miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að samþykkja að flokksfólk gæti borið fram auka- og/eða viðbótarlista svo sem heimilt er í kosningalögum til að aukinn stuðningur gæti komið frá kjósendum við grunngildi Sjálfstæðisstefnunnar þ.e. DD eða jafnvel DDD lista. Hugmyndin kviknar vegna þess að Bolli telur uggvænlega horfi með stuðing við Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og skoðanakannanir bera þess glöggt vitni.
Því miður brást formaður Flokksins illa við þessum hugmyndum og taldi að sér vegið, en fjarri fer því.
Umræða um auka- eða viðbótarlista Sjálfstæðisflokksins hefur iðulega komið upp jafnvel löngu áður en formaður Sjálfstæðisflokksins fæddist. Að hverjum var þá vegið?
Veturinn og vorið 1968 var umræða um málið mjög hörð innan Flokksins og ungir Sjálfstæðismenn leiddu þá umræðu. Þar fór fyrir hópunum Ármann heitinn Sveinsson laganemi, sem með skarpskyggni og frábærri rökhyggju rak málið. Á þeim tíma var ágreiningurinn um það hvort að stefna ætti í átt til flokksræðis með því að ekki fengist að bjóða fram aukalista nema miðstjórn eða sambærilegt stjórunarapparat flokka samþykkti það. Við kölluðum það á þeim tíma "flokksræðistillögu" og vildum að flokksmenn hefðu frelsi svo sem verið hefði til að bjóða fram lista í nafni flokksins síns. Bolli er í raun ekki að fara fram á neitt annað .
Við stóðum fyrir stórum fundi í hádegi á laugardegi vorið 1968 í Odd Fellow húsinu, þar sem framsögumenn voru Jóhann Hafstein þáverandi dómsmálaráðherra, sem bar fram flokksræðistillöguna (eins og við kölluðum hana)og Ármann Sveinsson. Eftir að hart hafði verið tekist á, þar sem ég hafði mig töluvert í frammi ásamt Ármanni, lauk fundinum eins og vera bar og þegar ég var á leið út úr fundarsalnunum. Heyrði ég kallað djúpri röddu dómsmálaráðherra sem sagði "Jón viltu koma og tala við mig." Nú bjóst ég við að fá yfirhalningu því að Jóhann var nokkuð þykkjuþungur á stundum á fundinum. En svo var ekki. Jóhann sagði. "Viltu tala við hann Ármann og ég vil fá ykkur í heimsókn heim til mín upp í Háuhlíð kl 4 í dag.
Við mættum og áttum ekki von á góðu, en það fór heldur betur á annan veg. Umræður okkar voru málefnalegar og einlægar og þegar þeim lauk var bryddað upp á fleiru svo sem nauðsyn sérstaks átaks í húsnæðismálum fyrir ungt fólk "eign fyrir alla."
Þó tekist væri hart á um þessi mál, þá leit Jóhann ekki á það sem einhvern óvinafagnað sem stefnt væri gegn sér. Á þeim tíma var alsiða í Sjálfstæðisflokknum, að forustumenn og aðrir flokksmenn mættu til umræðna á fundum á jafnréttisgrundvelli en ekki eins og nú er, þar sem boðið er upp á það í besta falli, að bera fram fyrirspurnir til hávelborinheitanna.
Þessi eftirmiðdagur á heimili Jóhanns og góð samskipti sem tókust með okkur í framhaldi er mér ógleymanleg og þessi vaski stjórnmálaleiðtogi sem hafði staðið í stórorustum þegar kommúnistar og nasistar sóttu að frelsinu og haft sigur með félagi sínu Vöku félagi lýðræðissinna í Háskóla Íslands.
Þegar deilur urðu í Flokknum síðar sagði Jóhann Hafstein þessi fleygu og eftirminnilegu orð á Landsfundi á Hótel Sögu. Stuðningsfólk Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsen deildu hart á fundinum og þá sagði Jóhann:
"Það er engin maður svo merkilegur að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki miklu merkilegri."
Forustumenn Flokksins á hverjum tíma ættu að tileinka sér þessi sjónarmið.
Nokkrum sinnum hafa komið óskir frá frambjóðendum að bjóða fram DD lista og mér er sérstaklega minnistæð tilmæli Sigurlaugar Bjarnadóttur og Jóns G. Sólnes, sem bæði höfðu verið þingmenn flokksins. Því miður sagði miðstjórn nei og setti sig í sömu stellingar og fákeppnisfyrirtæki. Ég sat á þeim tíma í miðstjórn og talaði fyrir því einn manna að þeim yrði heimilað að fá DD lista. Hefði það gengið eftir hefði Sjálfstæðisflokkuinn í bæði skipti bætt við sig þingmanni. Skoðað í baksýnisspeglinum þá hefði það ekki verið neitt nema gott með sama hætti og þeir þingmenn Sjáflstæðisflokksins sem voru í stjórnarandstöðu á tímum "Nýsköpunarstjórnarinnar" svokölluðu sátu þingflokksfundi með stjórnarþingmönnunum.
Einu sinni kastaðist svo í kekki milli vinanna Ólafs Thors formanns Flokksins og Péturs Ottesen bændahöfðingja, að Ólafur sagði "Nú skil ég af hverju þú ert eina sauðnautið sem hefur þrifist hér, Pétur." Pétur varð svo reiður að hann hljóp á dyr og skellti svo rækilega á eftir sér að rúða sem var í hurðinni mölbrotnaði. Talað var um að kaupa nýja rúðu en Ólafur sagði. "Ekki fyrr en Pétur kemur aftur" Mér finnst þetta dæmi um heilbrigð skoðanaskipti manna sem keppa að sama marki, en sjá mismunandi leiðir til þess á stundum.
Vegna þess að það hefur verið eindregin afstaða miðstjórnar að hafna viðbótaraframboðum, þá er eðlilegt að Bolli Kristinsson leiti eftir því þar sem honum er í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn geti vaxið og dafnað og verði á ný stór og öflugur flokkur, þjóðarflokkur, og leitar því leiða með því að bera þessa fyrirspurn undir miðstjórn. Ekkert er eðlilegra og því fer fjarri að það sé verið að ráðast á einn eða annan. Það væri gaman ef Flokksforustan mundi taka þessa tilögu til alvarlegrar umræðu meðal flokksfólksins.
Á þeim tíma sem við Ármann stóðum í eldlínunni og börðumst fyrir auknu frelsi flokksfólksins var einvalalið í forustu Flokksins. Nægir að nefna Bjarna Benediktsson eldri formann flokksins, Jóhann Hafstein, Birgir Kjaran sem var ómetanlegur hugmyndafræðingur Flokksins, Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson. Engin stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur nokkru sinni átt slíku einvalaliði á að skipa eins og Sjálfstæðisflokkurinn á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar voru garpar, sem lögðu sig í líma við að hlusta á flokksfólkið og taka tillit til þess. Við dáðumst að þessu mönnum og tókum þá okkur til fyrirmyndar eftir því sem við gátum. Því var heldur betur ekki fyrir að fara að við værum að ráðast á þá sem við dáðum mest í pólitík, þó við værum ekki alltaf sammála þeim.
Ég hef lagt það til, að Sjálfstæðisflokkurinn efni til funda um allt land, þar sem staða og stefna Flokksins verið rædd hispurslaust og í einlægni og forustufólk og aðrir Flokksmenn sitji við sama borð í þeim umræðum. Það er nóg að hafa einn eða tvo forustumenn á hverjum fundi.
Það þarf ekki að vera rútubílafarmur.
Oft var þörf en nú er nauðsyn og það væri þá alla vega komið plan sem ungir Sjálfstæðismenn eru að kalla eftir.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 65
- Sl. sólarhring: 687
- Sl. viku: 3441
- Frá upphafi: 2596618
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 3212
- Gestir í dag: 63
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson