5.7.2024 | 09:22
Hefðbundnir hægri flokkar tapa fylgi. Hversvegna?
Íhaldsflokkurinn breski galt afhroð í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Útkoman er sú versta sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið. Helstu atriði sem valda þessu mikla tapi eru aðallega þrjár. Í fyrsta lagi löng stjórnarseta. Í öðru lagi vinstri áherslur í ríkisfjármálum og varðandi Kóvíd og í þriðja lagi upplausn í forustu flokksins og persónulegar deilur.
En Hefðbundnir mið-hægri flokkar í Evrópu eru að tapa fylgi allsstaðar í Evrópu. Sumir halda því fram, að unga fólkið kunni ekki að meta hefðbundin borgaraleg gildi en það er alrangt.
Þessir flokkar eru ekki að boða hægri stefnu lengur, hvorki Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi, Íhaldsmenn í Bretlandi eða Kristilegir Demókratar í Þýskalandi. Nánast allir hefðbundnir hægri flokkar í Evrópu tóku upp ákveðnar vinstri hugmyndir um völd ríkisins umfram mannréttindi sbr. Kóvíd. Sett eru höft á atvinnustarfsemina með stöðugt flóknari og víðtækari reglum.
Hefðbundnir hægri flokkar viku frá grundvallarstefnu sinni um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi og fóru að vinna eftir hugmyndafræði sósíalista. Þessvegna setja Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lítið mark á aðgerðir ríkisstjórnarinnar og keppast með Vinstri grænum við að stjórna undir vinstri formerkjum jafnvel þó sporin hræði.
Ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla, ríkisbáknið blæs út sem aldrei fyrr og því fer fjarri að stjórnmálastéttin gæti aðhalds og sparnaðar, sem var á árum áður grundvallaratriði í viðmiði hægri manna um góða stjórnun.
Stjórnmálaflokkarnir eru orðnir að stofnunum á framfæri ríkisins og stjórnmálastéttin hefur mokað undir sig í fríðindum og launakjörum svo þvílíkt hefur aldrei sést áður í íslensku samfélagi og allir eru ánægðir með að vera í partíinu stjórnarliðar sem og stjórnarandstaða.
Það er komið að skuldadögum og efnahagsstefna vinstri manna í framkvæmd hefðbundinna hægri flokka. Valkostir hægra fólks á Íslandi og í Evrópu er því að greiða atkvæði flokkum sem eru líklegri til að framkvæma raunverulega hægri stefnu aðhalds og sparnaðar jafnvel þó þeir séu kallaðir öfgaflokkar eða pópúlistar.
Afleiðingin af svikum hefðbundinna hægri flokka við grundvallarstefnu sína mun reynast þeim dýr og Íhaldsflokkurinn breski beið mesta afhroð í kosningunum í Bretlandi í gær. Varla er hægt annað en að segja að flokkurinn hafi uppskorið eins og hann sáði. Kjósendur létu flokkinn gjalda vinstri stefnu í efnahags- og skattamálum og ófullnægjandi aðgerða í innflytjendamálum.
Hætt er við að Sjálfstæðisflokksins bíði sömu örlög í næstu alþingiskosningum, en flokkurinn mælist nú með minna fylgi en nokkru sinni fyrr. Ef ekki á illa að fara þarf Flokkurinn að söðla um og ræða í einlægni hvað hefur farið úrskeiðis og hvað sé nauðsynlegt að gera til að Flokkurinn vinni aftur tiltrú þeirra fjölmörgu stuðningsmanna sinna, sem segjast ekki ætla að kjósa Flokkinn í næstu kosningum.
Það má engan tíma missa og sumarfrí er ekki í boði þegar hrunið blasir við verði ekki að gert.
1.7.2024 | 11:20
Dekur Sjálfstæðisflokksins við ólöglega hælisleitendur
Einar Hálfdánarson lögmaður og endurskoðandi fjallar í grein í Morgunblaðinu í dag, um nauðsyn virkrar landamæragæslu og með hvaða hætti var komið í veg fyrir að síðasti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um nauðsyn þess að virk landamæragæsla yrði tekin upp. Ekki í fyrsta sinn.
Í greininni segir Einar m.a. að ekkert hefði orðið Sjálfstæðisflokknum dýrkeyptara en dekur við ólöglega innflytjendur. Undir þetta tekur Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra í bloggfærslu og bendir á leiðir til úrbóta.
Á Landsfundi 2015 lagði ég ásamt nokkrum öðrum fram tillögu um málefni hælisleitenda, þar sem vikið var að því að fámenn þjóð yrði að gæta vandlega hagsmuna sinna og setja mjög ákveðnar reglur um heimildir hælisleitenda til að koma til landsins.
Forusta Sjálfstæðisflokksins var tillögunni mjög andsnúinn og braut allar grunnreglur fundarskapa til að koma í veg fyrir að hún fengist tekin á dagskrá fyrr en liðið var að lokum Landsfundar að kvöldi síðasta þingdags og meiri hluti Landsfundarfulltrúa farinn heim til sín. Einnig var komið í veg fyrir eðlilegar lýðræðislegar umræður um tillöguna. Hún var felld eftir algjört ofbeldi af hálfu forustu og fundarstjóra auk nokkurra óvita með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í broddi fylkingar þá nýkjörna sem ritara Flokksins.
Ömurleikasaga Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda fór síðan í nýjar hæðir í meðförum þáverandi varaformanns flokksins Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem dómsmálaráðherra, sem skipaði þverpólitíska nefnd til að unga út vitlausustu löggjöf um málefni útlendinga sem þekkist í Evrópu.
Síðan hafa landamæri Íslands verið nánast galopin og kostnaður við ólöglega hælisleitendur nemur tugum milljarða króna árlega. Þetta var ekkert sem fólkið í landinu bað um hvað þá stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna uppsker flokkurinn nú eins og hann sáði og sér nú fylgi sitt komið langt niður fyrir helming þess sem áður var.
Sjálfstæðisflokkurinn skuldar þjóðinni miklu meira í þessum málum en nokkrar vitlegar lagfæringar á Útlendingalögunum, sem núverandi dómsmálaráðherra má eiga þakkir skildar fyrir að koma í gegn fyrir nokkrum dögum. Flokkurinn þarf að hætta því dekri við hælisleitendur sem þeir Einar Hálfdánarson og Björn Bjarnason telja að hafi orðið Sjálfstæðisflokknum hvað dýrkeyptast af öllu því sem illa hefur farið á vegferð Flokksins síðustu ár og skal undir það tekið með þeim.
Ekki er hægt að setja fram minni eða varfærnari kröfur í dag en að þegar í stað verði tekin upp virk landamæravarsla.
30.6.2024 | 22:17
Harmur er að oss kveðinn eða þannig
Skv. útgönguspám vinnur Franska þjóðfylkingin sem stendur vörð um franska menningu og frönsk gildi stórsigur í þingkosningunum í Frakklandi. Áherslur á hagsmunamál frönsku þjóðarinnar er það sem gerir frönsku þjóðfylkinguna að öðru vísi flokki en aðra í Frakklandi. Flokkurinn vill taka samstarfið í Evrópusambandinu til endurskoðunar og takmarka aðstreymi innflytjenda og sérstök réttindi þeirra umfram franska borgara. Vegna þessarar stefnu er franska þjóðfylkingin kölluð öfga hægri flokkur.
Franska þjóðfylkingin er ekki öfgaflokkur frekar en flokkur Giorgina Meloni sem vann stórsigur í ítölsku þingkosningunum fyrir nokkru. Meloni varð forsætisráðherra og hefur staðið sig best þeirra sem gegnt hafa því embætti undanfarna áratugi.
En þessar staðreyndir má ekki segja og vinstri fjölmiðlunin verður að hafa sinn framgang og nú er mikill harmur kveðinn að þeim ögfa vinstri mönnum sem þar halda um stjórnvölin.
Í kvöld var dreginn fram prófessor í miðaldafræði, sem hefur sérstaklega rannsakað Fornaldarsögur Norðurlandanna, sem við strákarnir uxum upp úr um 13 ára aldur,eftir að hafa lesið Bósa sögu og Herrauðs upp til agna, en þessi miðaldafræðingur var fenginn til þess að fjalla um frönsku þingkosningarnar sem "fræðimaður" RÚV í málefnum nútíma Frakklands ekki miðalda, sem viðkomandi hefur þó sannanlega sérfræðiþekkingu á.
Að sjálfsögðu fann þessi "fræðimaður" lýðræðinu allt til foráttu þar sem franskir kjósendur tóku afstöðu með Frakklandi og tryggðu stórsigur frönsku þjóðfylkingarinnar. Sú lýðræðislega niðurstaða er að mati "fræðimannsins" ógn við lýðræðið. En hann fjallaði ekki um, að meginhluti aðkomufólksins sem hefur kosningarétt í Frakklandi kýs til vinstri og fylgi frönsku þóðfylkingarinnar er því umtalsvert meiri en 35% meðal fólks sem er af Frönsku bergi brotið.
Sama var fullyrt af "fræðimönnum" þegar farsælasti forsætisráðherra Ítalíu Giorgiana Meloni vann stórsigur í síðustu þingkosningum á Ítalíu. Samt sem áður hefur Meloni sýnt að hún er eindreginn lýðræðissinni og það sama á við um forustu frönsku þjóðfylkingarinnar. Allt tal um öfgahægri á sér litla stoð vilji fólk kynna sér stefnu þessara flokka en láta ekki mata sig af tilhæfulausum áróðri.
Vonandi gengur þessi sigur frönsku þjóðfylkingarinnar eftir í síðari umferð kosninganna, þó svo að afturhaldsöflin til hægri og vinstri í franskri pólitík, geri allt sem þau geta til að koma í veg fyrir það með því að rotta sig saman í kosningabandalagi gegn framfarasinnuðum Frökkum sem vilja breyttar áherslur landi og þjóð til heilla.
Spyrjum því að leikslokum eftir viku og vonandi verður þá hægt að taka undir með kjósendum í Frakklandi og segja "Vive la France"
30.6.2024 | 09:38
Af hverju hættu mótmælin?
Finnst fólki ekki sérkennilegt að allt í einu skuli hollvinir hryðjuverkasamtaka Hamas, hætta mótmælum með kröfum um vopnahlé á Gasa með Möggu Stínu gólandi í broddi fylkingar?
Af hverju gerðist það?
Gæti það verið vegna þess, að í þrjár vikur hefur Hamas staðið til boða vopnahlé, sbr. samþykkt öryggisráðs SÞ og Katar og Egyptar hafa unnið að því að ná fram?
Foringi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar og hryðjuverkafélagar hans vilja ekki vopnahlé af því að þeim er sama um afdrif íbúa, svo fremi að þeir geti haldið áfram árróðursstríðinu gegn Ísrael. Allt til að ná fram stefnu sinni um þjóðarmorð á Gyðingum ekki bara í Ísrael heldur hvar sem er í heiminum.
Magga Stína og félagar hennar í hollvinafélagi Hamas hér eru ekki ein um að hætta að krefjast vopnahlés á Gasa. Engar mótmælagöngurnar eru í London, Washington DC eða í vestrænum háskólum núna. Af hverju þegja mótmælendurnir nú, sem hafa hingað til staðið á öskrinu um vopnahlé á Gasa og krefjast þess ekki að Hamas samþykki vopnahléð? Væri þessu fólki annt um íbúa Gasa þá mundu þau að sjálfsögðu gera það.
Þessi samsömun mótmælendanna, sem nú þegja með ógeðfelldustu hryðjuverkasamtökum heimsins, Hamas, sem steiktu ungbörn lifandi, nauðguðu og drápu og tóku yfir 200 gísla sem flestir hafa veri myrtir er með fádæmum. Aðeins hryðjuverkasamtökin ÍSIS ná samjöfnun við Hamas í grimmd og óeðli.
Það er verðugt umhugsunarefni, af hverju mótmælendurnir í hollvinasamtökum Hamas, skuli ekki hafa þá siðferðiskennd, að gera kröfu til friðar og vopnahlés þegar allir aðrir en hryðjuverkasamtökin Hamas samþykkja það. Þessi afstaða sýnir því miður siðræna rotnun og óheilindi mótmælendanna í styrktarfélagi Hamas gagnvart málstað friðar og öryggis.
28.6.2024 | 09:15
Hvað nú?
Það velktist engin í vafa um það, sem horfði á sjónvarpskappræður Joe Biden og Donald Trump, að Joe Biden er með öllu vanhæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Mörgum hefur verið það ljóst um langt skeið, en samt bendir allt til þess að hann verði í kjöri fyrir Demókrata svo fremi hann dragi sig ekki sjálfur í hlé.
Með framboði sínu mun Joe Biden tryggja Donald Trump sigur í forsetakosningunum í nóvember n.k. Sjálfur er Biden svo dómgreindarlaus, að honum fannst hann standa sig vel í kappræðunum sem voru tóm skelfing fyrir hann og sýndu að maðurinn hefur ekki lengur líkamlegt eða andlegt atgervi til að gegna stöðu sendils hvað þá forseta Bandaríkjanna.
Hvað gera Demókratar þá? Hafa þeir dug til að velja annan frambjóðanda t.d. mann eins og Gavin Newsom fylkisstjóra í Kaliforníu eða einhvern annan sem hefur sýnt af sér betri stjórnun en Gavin. Það verður fróðlegt að sjá. En geri þeir það ekki þá bera þeir ásamt öðrum ábyrgð á að Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna vegna þess að hann kemst þó enþá hjálparlaust á milli húsa og minni kröfur er vart hægt að gera til frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2024 | 12:08
Af hverju þurfti að mótmæla lýðræðinu?
Macron Frakklandsforseti ákvað að efna til kosninga vegna þess að Þjóðfylkingin franska vann stórsigur í kosningum til Evrópuþings.
Þessi meinti öfgahægri flokkur mælist með mest fylgi í Frakklandi og því geta vinstri menn þar í landi ekki unað og efndu til að mótmæla vilja kjósenda.
Mótmæli vinstri manna í Frakklandi leystust upp í skrílslæti og ofbeldi gagnvart lögreglu og eyðileggingu á eigum venjulegs fólks. Engin fjölmiðill á Íslandi minnist á það eða kallar mótmælendurna öfga vinstri. Hvað þá fordæma skrílinn.
Hverju var vinstra öfgaliðið að mótmæla með skrílslátunum? Þau voru að mótmæla því að franskir kjósendur greiddi atkvæði sitt með lýðræðislegum hætti, þeim flokki sem þeir telja gæta hagsmuna sinna best. Það þýðir í raun mótmæli gegn lýðræði þeirra sem eru ósammála vinstri skrílnum.
Engan skyldi undra að vinstra liðið efndi til mótmælanna sérstaklega í borgum þar sem fylgi þeirra er mest og hælisleitendur fjölmennastir og þeir útlendingar sem aðlagast ekki frönsku þjóðfélagi, siðum þess og háttum.
15.6.2024 | 12:21
Er ríkisstjórnin orðin hringlandi galin?
Fjórir ráðherrar kynntu í gær harðdrægari áætlun í loftslagsmálum, en áður hefur sést, gegn hagsmunum neytenda og framleiðenda.
Margt vekur athygli en þá helst, að ríkisstjórnin ætlar að banna nýskráningu bensín- og díselbíla eftir árið 2028.
Ríkisstjórnin er þar með kominn í hóp þeirra sem trúa skilyrðis- og vitsmunalaust á að loftslagsguðinn sé reiður og það sé nauðsynlegt að friða hann með fórnum sem lenda alltaf harðast á neytendum.
Eftir einn kaldasta vetur í manna minnum og vorhret, sem á sér ekki sinn líka, þá finnst ríkisstjórninni það helst verða til varnar verða vorum sóma, að banna fólki margt af því sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt og fellur undir eðlileg mannréttindi og valfrelsi fólks í lýðræðislandi.
Í gær var ég á fundi í Sjálfstæðishúsinu og horfði á málverk af þeim fyrrum formönnum flokksins, Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni og Jóhanni Hafstein, sem ég var svo lánssamur að kynnast og þótti mikið til þeirra allra koma. Aldrei hefði þessum mönnum dottið í hug að binda svona klyfjar á þjóðina eða víkja svo rækilega frá grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um sókn til betri lífskjara, einstaklings- og athafnafrelsis og valfrelsi fólks og þessi volaða ríkisstjórn stendur nú fyrir og boðar.
Er virkilega svo komið, að forusta Sjálfstæðisflokksins sé svo kyrfilega gengin í loftslagsbjörgin, að henni sé og verði ekki við bjargandi?
13.6.2024 | 10:15
Mótmæli mótmælanna vegna
Hvað sérkennilegustu mótmæli Íslandssögunnar voru þegar ungar stúlkur skunduðu berbrjósta niður á Austurvöll undir enska kjörorðinu "Free the nipple" eða frelsum geirvörtuna. Alþingi Íslendinga hafði ekkert með geirvörtuna að gera og réði engu um frelsi eða frelsissviptingu hennar.
Aðgerðarhópur dyggilega studdur af Íslömskum hælisleitendum mótmælir á Austurvelli og krefst þess af Alþingi að vopnahlé verði á Gasa og Ísraelsríki eytt.
Í gærkvöldi mættu atvinnumótmælendurnir til starfa við Alþingi undir stjórn þingmanna galnasta stjórnmálaflokks Íslandssögunnar. Á þeim tíma höfðu allir aðilar samþykkt vopnahléstillögur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nema Hamas samtökin. Kröfum mótmælendanna hefði því réttilega átt að beina að þeim en ekki Alþingi sem kemur málið alls ekki við, þó þingmenn Pírata séu svo skyni skroppnir að þeir telji svo vera.
Þeir nytsömu sakleysingjar sem mæta til að mótmæla á Austurvelli þessa daganna á forsendum hryðjuverkasamtaka virðast ekki átta sig á þeirri staðreynd, að sá sem hefur staðið hvað harðast gegn vopnahléi og varanlegum friði er maðurinn sem skipulagði hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október s.l.Yahya Sinwar, sem auk annars kyrkti eitt sinn liðsmann sinn, sem honum líkaði ekki við. Vilji mótmælendurnir á Austurvelli beina mótmælum til þeirra sem bera ábyrgð á því að vopnahlé er ekki gert þá eiga þeir að beina því að Hamas samtökunum og Yahya Sinwar en láta Alþingi í friði.
Það er brjóstumkennanleg fáviska mótmælendanna sem veldur mótmælum við Alþingishúsið og aðsókn að íslenskum ráðherrum. En hvað skyldi nú valda því að atvinnumótmælendurnir með Hamas fánana skuli ekki beina mótmælum að þeim, sem reyna að koma í veg fyrir vopnahlé og varanlegan friði? Eða samsama mótmælendurnir sig algjörlega með Hamas og vilja vopnahlé á forsendum manndráparans Yahya Sinwar leiðtoga Hamas á Gasa.
![]() |
Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2024 | 18:15
Til hamingju Páll. Sigur tjáningarfrelsisins.
Ástæða er til að óska Páli Vilhjálmssyni til hamingju með sýknudóm Landsréttar í máli sem ritstjóri Heimildarinnar Þórður Snær Júlíusson og blaðamaður sama miðils Arnar Þór Ingólfsson höfðuðu gegn honum.
Að sama skapi er ástæða til að óska öllum til hamingju sem unna tjáningarfrelsinu og gera kröfu til þess, að eðlileg umfjöllun sé heimil um mál sem eiga erindi til almennings í lýðræðisríki.
Umfjöllun Páls um símastuldsmálið hefur verið málefnaleg og nauðsynleg. Athygli vekur að engin fjölmiðill skuli fjalla um þetta mál þó um sé að ræða grafalvarlegt mál. Þá er sérstaklega merkilegt að Ríkisútvarpið skuli þegja þunnu hljóði um meintar ávirðingar starfsmanna sinna í málinu ásamt því að gera ekki grein fyrir af hverju meintir gerendur í sakamálinu hafa verið látnir hætta.
Getur verið að samsæri þagnarinnar sé algjört hjá blaða- og fréttamannastéttinni á Íslandi þegar fjölmiðlamenn eiga í hlut. Óneitanlega hvarflar það að manni þegar staðan er sú, að það er Páll Vilhjálmsson einn, einstaklingur úti í bæ, sem heldur eðlilegri fjölmiðlaumræðu um málið vakandi.
Takk Páll og til hamingju með sýknudóminn.
![]() |
Ætla með mál gegn Páli fyrir Hæstarétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2024 | 23:27
Þú hljómar eins og Hitler
Rökþrota einstaklingur og þeir sem vilja gera lítið úr öðrum, bregðast stundum við til að ljúka umræðunni, með því að segja "þú hljómar eins og Hitler". Af sjálfu leiðir að við slíkan mann er ekki hægt að ræða eða treysta honum til góðra verka.
Þó ummælin séu röng og eigi engan rétt á sér eru þau sett fram í þeim tilgangi að gera viðkomandi einstakling ótrúverðugan og jafnvel fyrirlitlegan. Slíkt er raunar ekki boðlegt í umræðu siðaðs fólks, en því miður reyna sumir að hengja slíka merkimiða á þá,sem þeim er í nöp við, vilja lítillækka eða hafa skoðanir sem þeir eru andstæðir og hafa ekki málefnaleg rök til andsvara.
Það kom á óvart þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir fullyrti í spurningu til Arnars Þórs Jónssonar frambjóðanda til forseta í forsetaviðtali RÚV, að hann hljómaði eins og Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage í Bretlandi.
Ekkert gat réttlætt fullyrðinguna í spurningunni. Hún var sett fram til að reyna að koma þeim stimpli á Arnar að hann væri hægri öfgamaður.
Þó Arnar Þór hafi lýst efasemdum um þróun Evrópusambandsins og sókn þess í aukin völd og andstöðu við fullveldi aðildarríkjanna þá rökfærir hann og setur fram mál sitt með þeim hætti að merkimiðarnir sem Sigríður Hagalín reyndi að hengja á henn eiga engan rétt á sér. Af hverju vísaði hún ekki til Margaret Thatcher sem setti fram líkari athugasemdir þeim sem Arnar hefur fært fram, en þau Nigel og Marianne?
Spurning Sigríðar Hagalín var sett fram í annarlegum tilgangi til að gera viðmælandanum upp skoðanir.
Þó spurning frú Hagalín hafi verið utan við þann byggilega heim sem eðlilegur er, þá kastaði fyrst tólfunum þegar skopteiknari á Vísi teiknar Arnar Þór í brúnstakka búningi liðsmanna SA sveita þýsku nasistanna. Þó teiknarinn hafi farið á ystu mörk gagnvart sumum öðrum í meintri skopmynd sinni, þá fór hann út yfir öll siðræn og afsakanleg mörk gagnvart Arnari í skopteikningu sinni.
Arnar Þór Jónsson hefur haldið uppi málefnalegum málflutningi um árabil sérstaklega um stjórnskipunarmálefni Íslands og gildi þess að Ísland gæti að fullveldi sínu. Hann hefur barist fyrir einstaklingsfrelsi og að grundvallarmannréttindi séu höfð í heiðri. Málflutningur hans hefur verið vel ígrundaður og laus við allar öfgar. Þegar þetta er skoðað þá er með algjörum ólíkindum að farið sé í manninn með þessum fyrirlitlega hætti.
Hér á við það sem skáldið kvað og skal beint til frambjóðandans Arnar Þórs Jónssonar:
"Taktu ekki níðróginn nærri þér.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormarnir helst vilja naga.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 567
- Sl. sólarhring: 1165
- Sl. viku: 4708
- Frá upphafi: 2598941
Annað
- Innlit í dag: 545
- Innlit sl. viku: 4410
- Gestir í dag: 539
- IP-tölur í dag: 518
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson