10.2.2024 | 11:57
Leiðtoginn
Lengi vel hefur verið talað um Bandaríkjaforseta sem leiðtoga hins frjálsa heims. Sennilega þarf að fara aftur fyrir aldamót til að finna Bandaríkjaforseta, sem staðið hefur undir því nafni. En Bandaríkjaforseti er hvað sem öðru líður æðsti maður voldugasta ríkis heims. Það skiptir því mikl hver gegnir því embætti.
Joe Biden hefur sýnt að hann er ófær til að vera forseti og mundi ekki einu sinni sóma sér vel sem óbreyttur í sveitarstjórn hvað þá heldur.
Það segir sína sögu um hvað fjölmiðlunin er hlutdræg, að helstu fjölmiðlar heims hafa látið Biden algjörlega í friði þó honum verði ítrekað á gríðarleg mistök.
Á blaðamannafundi í gær talaði hann um Abdel Fattah el Sisi Egyptalandsforseta, sem forseta Mexícó eftir að hann hafði greinilega gleymt nafninu á hryðjuverkasamtökum Hamas og ruglaði með hver er forseti Frakklands og kanslari Þýskalands. Þetta gerðist á sama blaðamannafundi þar sem allt er undirbúið í þaula.
Af miklu er að taka með ruglið í Biden, sem sýnir að hann er algerlega ófær um að sitja í sveitarstjórn hvað þá heldur að gegna embætti þar sem hann getur ráðið örlögum heimsbyggðarinnar. Joe Biden gæti í besta falli sómt sér vel í samræðum við Bakkabræður.
Hvernig geta helstu fjölmiðlar verið svo óheiðarlegir að þegja um það sem öllum ætti að vera augljóst og getur það verið að það sé óheiðarleika helstu fjölmiðla um að kenna hve djúpt bandaríks stjórnmál hafa sokkið.
9.2.2024 | 10:37
Ríka þjóðin
Því hefur verið haldið fram um nokkurt skeið, að við værum gríðarlega rík þjóð. Samt hefur ríkissjóður verið rekinn með viðvarandi halla allan þann tíma sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa verið við völd.
Árið 2007 og 2008 var okkur sagt hvað við værum rík þjóð. Þáverandi ríkisstjórn taldi því rétt að ríkisstjórnin flygi til funda á einkaþotum og hver einasti þingmaður hefði aðstoðarmann og sumir fleiri en einn. Ég er stoltur af því að hafa einn þingmanna greitt atkvæði á móti því bruðlfrumvarpi.
Ríkidæmið hrundi haustið 2008 og allt í einu vorum við þjóð í verulegum fjárhagslegum vanda. Þá lá fyrir að ríkisstjórnin hafði látið reka á reiðanum í ríkisdæmispartíinu.
Vegna gæða náttúruaflanna og ofurferðamannastraums tókst þó að vinna skaplega úr Hruninu.
Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur verið samstaða um fátt annað en að eyða um efni fram. Þó að váboðar hafi svo sannarlega verið sýnilegir um árabil, þá hefur ekki verið brugðist við. Öllum mátti vera ljóst að hælisleitendamálin mundu verða óviðráðanleg nema brugðist yrði við. Það var ekki gert. Öllum mátti líka vera ljóst að með því að láta reka á reiðanum mundi verða orkuskortur í landinu. Einnig mátti öllum vera ljóst að með því að eyða um efni fram og tæma hamfarasjóði hefðum við ekki nóg fyrir okkur að leggja ef eitthvað bjátaði á.
Stjórnarflokkarnir fagna því að í blaðinu the Economist erum við í 8 sæti þeirra þjóða þar sem þjóðartekjur á mann eru hvað hæstar. Stjórnarflokkarnir segja að þetta sýni hvað við séum rík,en það er röng ályktun. Telja menn virkilega að við séum ríkari þjóð en Danmörk, Svíþjóð eða Saudi Arabía sem eru mun neðar á þessum lista en við svo dæmi séu tekin. En stjórnmálastéttin vill greinilega láta eins og engin endir verði á partíinu ekki frekar en hún vildi það 2007 og 2008 þegar þáverandi menntamálaráðherra og núverandi formaður Viðreisnar flaug þrisvar sinnum til Peking með maka sínum á kostnað ríkissjóðs til að horfa á handboltaleiki.
Nú stöndum við frammi fyrir alvarlegum náttúruhamförum sem munu verða þjóðarbúinu erfiðar og kostnaðarsamar. Gera verður átak í orkumálum til að binda endi á orkuskortinn. Það kostar mikla peninga. Hælisleitendamálin eru stjórnlaus og við verðum að loka landinu fyrir hælisleitendum og einnig að hætta við svokallaða fjölskyldusameiningu fólks frá Gasa. Annað eru griðrof stjórnmálamannanna við þjóðina.
Það er ekki hægt að bíða eftir frumvörpum um breytingu á útlendingalögum. Það verður að gera ráðstafanir strax.
8.2.2024 | 09:37
Ekki er allt sem sýnist
Í dag greinir stórblaðið Daily Telgraph(DT) frá því að bláber séu í raun ekki blá heldur svört. Þannig að ekki er allt sem sýnist.
Í dag skrifar þingmaður Framsóknarflokksins grein í Morgunblaðið, þar sem hún talar um mikla atvinnuþáttöku innflytjenda og góða verkmenntun þeirra og talar um falinn fjársjóð. Þetta er í sjálfu sér rétt,en samt er ekki heldur allt sem sýnist í þessu efni frekar en með bláberin.
Mörgum hættir til að rugla saman innflytjendum og hælisleitendum. Innflytjendurnir sem þingmaðurinn er að tala um er fólk, sem kemur nánast eingöngu frá EES ríkjum í því skyni að vinna. En ekki er allt sem sýnist.
Allt annað á við um innflytjendur sem koma hingað frá Asíu og Afríku og hælisleitendur. Þar er allt annað upp á teningnum atvinnuþáttaka mun minni og allt of stór hópur sem fyllir íslensk fangelsi. Um daginn var sagt frá því í fjölmiðlum, að á meðan innflytjendur og hælisleitendur eru um 18% fólksfjöldans, þá voru fyrir nokkru hátt í 70% þeirra sem voru í gæsluvarðhaldi af erlendum uppruna. Fjöldi þeirra sem sæta refsivist er síðan margfalt hærri en hlutfallslegur fjöldi þeira í landinu.
Það er tifandi tímasprengja og falin ógn.
7.2.2024 | 08:38
Þú átt að borga
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið um kostnað vegna hælisleitenda:
Það er ekki hægt að segja að það séu hömlur á þessu þegar þetta eykst svona stjarnfræðilega á tiltölulega stuttum tíma. Þetta er komið í svo gígantískar tölur að við erum bara ekki samfélag sem getur staðið undir þessu,
Þegar beinn kostnaður við hælisleitendur er kominn yfir 20 milljarða og annað eins og jafnvel meira þarf varðandi þá sem þegar eru komnir þá gefur það auga leið,að þessi kostnaður skerðir lífskjör og velferð fólksins í landinu.
Það er gott að hafa það í huga þegar virtar eru kröfur þeirra sem öskra á Austurvelli nú síðast barna úr Hagaskóla, sem gátu aðspurð vart komið heilli hugsun óbrenglaðri frá sér.
Raunar virðist það vera svo, að veruleg hugsanabrenglun ekki síst hjá fréttafólki, á sér stað varðandi þær kröfur sem óeirðarfólkið á Austurvelli hefur uppi.
Kröfurnar eru að íslenskir skattgreiðendur sendi og greiði fyrir rannsóknarteymi til að finna það fólk sem hefur fengið vilyrði fyrir fjölskyldusameiningu og borgi síðan fyrir það ferðina til Íslands.
Þegar samþykkt var illu heilli að taka við hópi fólks á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar, þá fól það í sér rétt fyrir viðkomandi til að koma til Íslands, en lagði engar skyldur á hendur stjórnvöldum. Múhameð Ali Baba bin Salman á ekki rétt á því að íslenskir skattgreiðendur greiði fyrir að finna konuna hans og flytja hana til Íslands af því að fallist var á beiðni hans um svokallaða fjölskyldusameiningu.
Við höfum ekki frekari skyldur við það fólk sem samþykkt hefur verið að megi koma hingað en fólkið sem líður sára neyð í Darfur í Súdan eða kristið fólk vegna ofsókna Múslima í Nígeríu og þannig gætum við farið vítt og breytt um heiminn varðandi fólk sem á bágt og væri gott að geta hjálpað.
Óeirðarliðið er að krefjast þess að fá að vera á beit í buddunni þinni og þú átt kröfu á því að íslenskir stjórnmálamenn standi í lappirnar og hafni því og standi með eigin þjóð gegn algerlega óeðlilegri og ósiðlegri kröfugerð.
Samt er það svo, að þó þessi kröfugerð sé frekja og umfram velsæmi og allt sem eðlilegt er, þá kikna bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra í hnjáliðunum og gefa óeirðarliðinu undir fótinn með að verið sé að vinna í einhverju sem kemur skattgreiðendum ekki við.
Síðan þarf utanríkisráðherra að sæta því að Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem þó er komin frá góðu heimili, öskri á hann og fnæsi fyrir það eitt, að hann er ekki reiðubúinn að yfirlýsa að farið verði að kröfum óeirðarliðsins við Austurvöll og skattgreiðendur látnir borga fyrir það sem óeirðarliðið og aðstandendur þeirra sem heimilað var að koma illu heilli greiði sjálft.
Af hverju geta ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki bent á það einfalda sem Guðrún Hafsteinsdóttir bendir á: "við erum samfélag sem getur ekki staðið undir þessu."
Það er mergurinn málsins og það er það sem á að segja við óeirðarliðið á Austurvelli sem og ofstopakvendi eins og Jóhönnu Vigdísi, sem fara fram með hreinum dónaskap og frekju gagnvart ráðamönnum með óeðlilegar kröfur á hendur skattgreiðendum.
6.2.2024 | 09:47
Hvað kostar þessi velferðarstefna?
Fyrir síðustu helgi sagði einn ráðherra, að beinn kostnaður vegna hælisleitenda væru 16 milljarðar. Dómsmálaráðherra, sem þekkir þetta mun betur segir að beinn kostnaður vegna óstjórnarinnar á landamærunum sé um 20 milljarðar.
Hvað skyldi þá heildarkostnaðurinn vera vegna stjórnleysisins á landamærunum? 30 milljarðar eða 40? Veit það einhver?
Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða og það þarf tugi þúsunda vinnandi handa til að vinna fyrir þessari fölsku mannúð, sem stærsti hluti stjórnmálastéttarinnar hefur troðið upp á okkur með aðgerðarleysi sínu og þeim einbeitta brotavilja, að þykjast geta látið gott af sér leiða á kostnað íslensku þjóðarinnar og hætta um leið öryggi hennar, tungu og menningu.
Fyrir kostnað við hvern einn hælisleitanda mætti tryggja lífsbjörg fyrir um 100 í þeirra eigin heimalandi. Það er því hvorki verið að huga að raunverulegri hjálp eða velferð heimsins.
Svona fer þegar "góða fólkið" í rugli sínu og hugmyndasneið telur sig velja velferð heimsins umfram velferð eigin þjóða. En veldur bara tjóni og auknum erfiðleikum.
Það verður að loka landamærunum og það er þjóðfjandsamlegt að ætla að flottræflast með að taka á móti hundrað eða hundruðum á grundvelli fjölskyldusameiningar. Slíkt er ekkert annað en áframhaldandi griðrof við Ísland og íslendinga og ófyrirgefanlegt með öllu nú þegar íslenska þjóðin á nóg með að tryggja sínu eigin fólki mannsæmandi lífskjör, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og skólavist.
5.2.2024 | 08:03
Ábyrgðin er þín Guðrún
Guðmundur Ingi Guðmundsson varaformaður VG og félags og vinnumarkaðsdáðherra bendir réttilega á í Mbl.um helgina, að dómsmálaráðherra,sem beri ábyrgð á löggjöf um hælisleitendur. Jafnvel þó að Vinstri Grænir (VG) þvælist fyrir setningu haldbærrar löggjafar í málinu, þá er það samt fagráðherrann sem ber ábyrgðina.
Sé stefna ríkisstjórnarinnar önnur en fagráðherrans, þá á viðkomandi ráðherra þann eina kost að segja af sér og gera grein fyrir að nauðsynlegar úrbætur í málaflokknum náist ekki fram í þessari ríkisstjórn eða bera ábyrgðina á óstjórninni ella.
Þetta er sú einfalda viðmiðun og hinn járnharði veruleiki.
Nú þegar við blasir, að stjórnleysi ríkir á landamærunum og við höfum tekið við fleiri hælisleitendum frá Palestínu en öll hin Norðurlöndin til samans þá verður að bregðast strax við og loka landamærunum af því að komið er fram yfir þolmörk. Í slíku ástandi er glapræði að ætla að flytja á annað hundrað Palestínu fólks til viðbótar til landsins. Það má ekki gerast það er óásættanlegt eins og ástandið er á Íslandi í dag.
Íran er landið sem á að taka við fólki á flótta vegna aðgerða sem þeir stóðu fyrir.
Guðrún Hafsteinsdóttir sem er dugandi og vaxandi stjórnmálamaður og mikið foringjaefni,verður strax að huga að því, að það er hennar að stjórna og axla ábyrgðina á þessum málaflokki og gera þær nauðsynlegu ráðstafanir sem verður að gera, sem er að ná stjórn á landamærunum eða segja af sér ella náist ekki fram nauðsynlegar úrbætur í ríkisstjórninni þegar í stað.
31.1.2024 | 20:27
Ofurjarðskjálfti pólitískrar heimsku
Dálkahöfundurinn Ambrose Evans Pritschard hjá DT, segir um aðgerðir Evrópusambandsins(ES) í landbúnaði, að á Richter skala þá sé erfitt að finna nokkuð í líkingu við þá pólitísku heimsku, sem reglur ES í landbúnaði feli í sér.
Bændur í Frakklandi mótæla stefnu ES og sama gera bændur í Belgíu og Spænskir bændur eru taldir líklegir til að fylgja í fótspor þeirra.
Hækkun á gjöldum á díselolíu til bænda var neistinn sem kveikti bálið að þessu sinni. Einn talsmaður franskra bænda sagði að vandamálin hafi verið valin og skipulögð af ES andstætt almennri skynsemi (common sense)og gegn hagsmunum bænda. Öllum varnaðarorðum hafi verið ýtt til hliðar.
Tekjur bænda í Frakklandi hafa dregist mikið saman og fyrirskipanir ES um að draga úr notkun á skordýraeitri um 50% og tilbúnum áburði um 20% og breyta framleiðslunni þannig að 25% séu lífræn í nafni grænna gilda er framtíð, sem að franskir bændur sjá að þeir geta ekki ráðið við. Með þessu regluverki eru völdin tekin frá þjóðríkjum og ráðstjórnin í Brussel tekur öll völd í sínar hendur.
Ráðstjórnin í Brussel hefur að þessu sinni gengið allt of langt. Bændur í Hollandi buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum og náðu að verða stærsti stjórnmálaflokkur Hollands vegna andstöðu sinnar við fyrirskipanir frá Brussel. Hollenskur landbúnaður er einn sá besti í heimi, en það átti að endurtaka mistökin frá Sri Lanka og banna þeim að nota tilbúin áburð og loka 11.200 bændabýlum (þvingunarráðstöfun)og gera 17.600 bændum til viðbótar að draga úr framleiðslu um þriðjung. Allir sáu að þetta gat aldrei gengið upp - Nema ráðstjórnin í Brussel. Nú tala menn um Nexit í vegna þess hve þeim fjölgar hratt í Hollandi,sem vilja segja sig úr ES.
Í lok greinar sinnar segir Pritschart að best sé að láta kosin þjóðþing og ríkisstjórnir sjá um þessa hluti í stað teknókratana í ES, sem séu einangraðir frá almennri skynsemi og pólitískri ábyrgð, en það sé ekki hægt að víkja þeim frá og það sé mjög erfitt að breyta lagabálkum upp á 180 þúsund blaðsíður. Þessvegna geti stofnunin (ES) haldið áfram rangri stefnu í langan tíma áður en það springur.
Það er dapurlegt að horfa upp á þessa einræðistilburði ólýðræðislegrar yfirstjórnar ES og þennan skynsemisskort, sem veldur því að Evrópa er stöðugt að dragast aftur úr öðrum.
Hvaða erindi á Ísland í þennan klúbb ráðstjórnar og einræði, þar sem allt gengur út á að draga úr fullveldi aðildarríkjanna og að sama skapi draga valdið til Brussel á öllum sviðum.
Við þessar aðstæður er dapurlegt að íslenskir stjórnmálamenn telji það helst mega verða til varnar sínum sóma að lögfesta reglur varðandi bókun 35, sem veitir regluverki ES forgang umfram lög samþykkt á Alþingi.
31.1.2024 | 11:36
Hvað kemur okkur við?
Áratugum saman hefur þursaveldið Íran, ástundað þjóðarmorð á minnihlutahópum í landinu m.a. trúarbragðahópa, þar sem Bahaiar hafa heldur betur fengið fyrir ferðina, en Gyðingar og kristnir eru flúnir eftir ítrekaðar ofsóknir.
Klerkastjórn þursaveldisins lætur sér ekki nægja að myrða fólk vegna þess að það hefur aðrar trúarskoðanir en Múhammeðstrú, baráttan gegn mannréttindum snýr líka að eigin borgurum.
Fyrir rúmu ári var kona um tvítugt handtekin og misþyrmt svo hroðalega, að hún dó. Sök hennar var að hylja ekki hár sitt á almannafæri. Í kjölfar þess brutust út víðtæk mótmæli gegn þursunum sem stjóra Íran, en Siðgæðislögreglan og herinn brugðust við af hörku og hundeltu og drápu unga fólkið sem stóð fyrir mótmælunum.
Þúsundir á þúsundir ungs fólks var drepið fyrir það eitt að velja frelsið en hafna helsinu. Þessi mótmæli stóðu mánuðum saman fyrir tæpum tveim árum síðan. Af tilviljun var ég staddur í London þegar landflótta Íranir stóðu fyrir mótmælagöngu og sá þá betur þann hrylling sem um er að ræða. Klerkastjórnin hikar ekki við að drepa börn allt niður í 12 ára fyrir það eitt að samsama sig ekki að öllu leyti með því sem þeim er skipað af siðgæðislögreglunni.
Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju RÚV sá ekki ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á aðferðum þessa villimannaríkis, sem voru í stríði við eigin borgara og engin ekki einu sinni svonefnd kvennréttindafélög sáu ástæðu til að mótmæla eða aðrir sem að venju lýsa skoðun sinni með þeim hætti.
Það var engin mótmælaganga í Reykjavík vegna barnamorðana í Íran. Þar sem um morð á eigin þegnum er að ræða.
Það skýtur nokkuð skökku við, að engin skuli sjá ástæðu til að mótmæla morðum án dóms og laga í Íran eða hvetja til refsiaðgerða m.a. að fólk kaupi ekki íranskar vörur, á sama tíma og sjálfskipaðir handhafar réttlætisins láta ekki af því að mótmæla varnarviðbrögðum Ísrael eftir hræðilegustu hermdarverkaárás, sem unnin hefur verið í núinu, þannig að það tekur jafnvel út yfir það sem Ísis gerði.
Samanburður á viðbrögðum við morðin í Íran á eigin borgurum og mannfalli í hernaði í Ísrael er sláandi svo ekki sé meira sagt.
30.1.2024 | 10:20
Lausatökin eru víða
Í Kastljósi í gærkveldi, þar sem Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór á kostum, kom fram að Ísland sendir marga og mikla styrki eftirlitslaust í meinta mannúðar aðstoð á Gasa svæðinu.
Tvo milljarða hafa stjórnmálamenn tekið af íslenskum skattgreiðendum til að greiða til einhverra móttakenda á Gasa. Þessa peninga greiðum við væntanlega Hamas og e.t.v. Al Fatah og þurfum að taka þá að láni. Að Ísland skuli greiða mest allra miðað við fólksfjölda í þessa meintu mannúðaraðstoð, sýnir bruðl og óráðssíu stjórnmálastéttarinnar, sem verður að stöðva.
Íran hefur sent gríðarlega fjármuni til Hamas samtakanna undanfarinn ár í því skyni, að þeir drepi sem flesta Ísraelsmenn. Íranir viðurkenna sjálfir að greiða um 17 milljarða íslenskra króna á ári í þessu skyni. Sumir halda því fram, að stuðningur Íran við Hamas sé líklega nær 170 milljörðum.
Íran lagði á ráðin með Hamas um hryðjuverkin í Ísrael 7. október og fjármagnar Hamas, Hissbollah, Houti sem og ýmsar aðrar hryðjuverkasveitir sem hafa það meginmarkmið að strika Ísrael út af landakortinu og drepa alla Gyðinga. Er ekki rétt að þeir takist á herðar afleiðinga gerða sinna og taki við hælisleitendum frá Gasa og sinni nauðsynlegri mannúðaraðstoð.
Stóra spurningin er samt af hverju er Ísland að greiða mest allra hlutfallslega. Já meira en vellríku ólíuríkin í Arabíu.
Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu?
28.1.2024 | 20:36
Margt er skrýtið og þarf ekki kýrhaus til
Í huga vinstri skólaspekiaðals Vesturlanda er sannleikurinn það sem þeim finnst að hann eigi að vera. Orð þýða það, sem þau ákveða hverju sinni. Það sem sagt er vera árás eða móðgun þegar þú segir það gæti verið skynsamlegt og jafnvel framúrstefnulegt og djarft, þegar þau segja það.
Skólaspekiaðallinn segir að tungumál, venjur og siðir séu tæki forréttindastéttarinnar til að ráðast á þá sem minna mega sín og tryggja völd forréttindahópa og feðraveldis. Þessvegna er mikilvægt að sækja að tungumálinu t.d. með því að færa það yfir í kynlaust tungumál en enþá betra að taka upp transmál eins og Ölgerð Egils Skallgrímssonar er að gera í dyggðaflöggun sinni fyrir fáránleikann.
Tungumálið er tæki kúgaranna, yfirstéttarinnar og þessvegna verður að aðlaga það að stjórnleysishugmyndafræði ný vinstrisins. Orð eru rædd og merking þeirra þangað til skólaspekingarnir komast að þeirri niðurstöðu að þau þýði ekki neitt og nota verði önnur orð. Eða skilgreining sé ekki tæk eins og orðið kona. Þessi hugmyndafræði fórnalambavæðingar og réttar til að móðgast og sjá ofsóknaraðila í hverju horni, sér þetta fólk hvert sem litið er, jafnvel þó það sjálft tilheyri forréttindaaðli háskólasamfélagsins þar sem vinnuskylda er nánast engin eins og í íslenskum háskólum og á fréttastofu RÚV.
Skrautlegasta dæmið um fórnarlamb skv. nýju hugmyndafræðinni, er Harry prins, sem hefur komið sér undan öllum skyldum. Hann á 34 milljón dollara höll (um 5 og hálfur milljarður íslenskra króna), þar sem hann býr og flýgur heimsálfa á milli í einkaþotum, á sama tíma og hann grætur yfir hamfarahlýnun og að almenningur skuli fljúga í áætlunarflugi, en lítur á sig sem fórnarlamb sem sé illa sett fjárhagslega og fjölskylda hans sé vond við hann, þó hann hafi sjálfur lokað dyrunum á eftir sér.
Ýmsir sem tilheyra þessum hópi og sveipa um sig kufli fræðimennskunnar , búa til allt aðra atburðarás en þá raunverulegu og bæta jafnvel inn í frásögnina persónum, sem voru ekki til, í því skyni að aðlaga söguna að eigin hugmyndafræði.
Svo er fólk undrandi að háskólanemar útskrifist úr háskólum með brenglaða heimsmynd um sögu þjóðar sinnar og heimsins. Á nýmálinu er þetta ekki að ljúga, heldur aðlaga þjóðfélagið að nauðsynlegri umbreytingu til þess að ná fram markmiðum hinna kúguðu gagnvart valdastéttinni. Þessa afbökun má glögglega sjá t.d. af sjónvarps- og kvikmyndaefni, þar sem sýndir eru þættir úr fortíðinni. Sannleikann verður að höndla með þeim hætti, að hann falli að ruglhugmyndafræði meintra fórnarlamba.
Karlmenn geta kallað sig konu skv. furðulögum um kynrænt sjálfræði sem var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi. En raunverulegar konur, sem fara á túr og ala börn og gefa þeim brjóst, geta ekki varið sig. Við hinir hvítu sér í lagi karlmenn, erum forréttindahópur, jafnvel líka þeir sem eru fátækir hrjáðir og smáðir í þeim hópi. Réttarríkið er ekki réttarríki skv. hugmyndafræði vinstri skólaspekinnar heldur kúgunartæki fyrir forréttindahópinn. Þess vegna eiga meint fórnarlömb alltaf réttinn.
Fyrir nokkru sáust merki þessara ruglfræða þegar ungum manni var ekki vært í Menntaskóla Akureyrar og hrökklaðist suður yfir heiðar í Menntaskólann í Hamrahlíð, þar sem hann mátti líka þola einelti, án þess að viðkomandi hefði nokkuð til sakar unnið og hver mætti til að vera kallinn á kassanum í þeim hráskinnaleik? Enginn annar en Ásmundur Einar Daðason barna og félagsmálaráðherra. Það er lærdómsríkt að fylgjast með hvernig skólasamfélagið tók á því máli og sýnir því miður hvað íslenskt skólakerfi á menntaskólastigi er orðið undirokað af rugl hugmyndafræði fórnarlambavæðingar þeirra sem alltaf hafa réttinn sín megin að eigin mati, en það er það eina mat, sem leyft er í þessum nýja búningi frjálslynda fasismans.
Guð forði okkur frá því að þessi hugmyndafræði nái meiri fótfestu í réttarkerfinu nóg er nú samt. Þá er úti um grundvöll réttarríkisins.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 3
- Sl. sólarhring: 177
- Sl. viku: 3718
- Frá upphafi: 2599540
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 3465
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson