Leita í fréttum mbl.is

Ofurjarđskjálfti pólitískrar heimsku

Dálkahöfundurinn Ambrose Evans Pritschard hjá DT, segir um ađgerđir Evrópusambandsins(ES) í landbúnađi, ađ á Richter skala ţá sé erfitt ađ finna nokkuđ í líkingu viđ ţá pólitísku heimsku, sem reglur ES í landbúnađi feli í sér.

Bćndur í Frakklandi mótćla stefnu ES og sama gera bćndur í Belgíu og Spćnskir bćndur eru taldir líklegir til ađ fylgja í fótspor ţeirra. 

Hćkkun á gjöldum á díselolíu til bćnda var neistinn sem kveikti báliđ ađ ţessu sinni. Einn talsmađur franskra bćnda sagđi ađ vandamálin hafi veriđ valin og skipulögđ af ES andstćtt almennri skynsemi (common sense)og gegn hagsmunum bćnda. Öllum varnađarorđum hafi veriđ ýtt til hliđar.

Tekjur bćnda í Frakklandi hafa dregist mikiđ saman og fyrirskipanir ES um ađ draga úr notkun á skordýraeitri um 50% og tilbúnum áburđi um 20% og breyta framleiđslunni ţannig ađ 25% séu lífrćn í nafni grćnna gilda er framtíđ, sem ađ franskir bćndur sjá ađ ţeir geta ekki ráđiđ viđ. Međ ţessu regluverki eru völdin tekin frá ţjóđríkjum og ráđstjórnin í Brussel tekur öll völd í sínar hendur. 

Ráđstjórnin í Brussel hefur ađ ţessu sinni gengiđ allt of langt. Bćndur í Hollandi buđu fram í síđustu sveitarstjórnarkosningum og náđu ađ verđa stćrsti stjórnmálaflokkur Hollands vegna andstöđu sinnar viđ fyrirskipanir frá Brussel. Hollenskur landbúnađur er einn sá besti í heimi, en ţađ átti ađ endurtaka mistökin frá Sri Lanka og banna ţeim ađ nota tilbúin áburđ og loka 11.200 bćndabýlum (ţvingunarráđstöfun)og gera 17.600 bćndum til viđbótar ađ draga úr framleiđslu um ţriđjung. Allir sáu ađ ţetta gat aldrei gengiđ upp - Nema ráđstjórnin í Brussel. Nú tala menn um Nexit í vegna ţess hve ţeim fjölgar hratt í Hollandi,sem vilja segja sig úr ES.

Í lok greinar sinnar segir Pritschart ađ best sé ađ láta kosin ţjóđţing og ríkisstjórnir sjá um ţessa hluti í stađ teknókratana í ES, sem séu einangrađir frá almennri skynsemi og pólitískri ábyrgđ, en ţađ sé ekki hćgt ađ víkja ţeim frá og ţađ sé mjög erfitt ađ breyta lagabálkum upp á 180 ţúsund blađsíđur. Ţessvegna geti stofnunin (ES) haldiđ áfram rangri stefnu í langan tíma áđur en ţađ springur. 

Ţađ er dapurlegt ađ horfa upp á ţessa einrćđistilburđi ólýđrćđislegrar yfirstjórnar ES og ţennan skynsemisskort, sem veldur ţví ađ Evrópa er stöđugt ađ dragast aftur úr öđrum. 

Hvađa erindi á Ísland í ţennan klúbb ráđstjórnar og einrćđi, ţar sem allt gengur út á ađ draga úr fullveldi ađildarríkjanna og ađ sama skapi draga valdiđ til Brussel á öllum sviđum.

Viđ ţessar ađstćđur er dapurlegt ađ íslenskir stjórnmálamenn telji ţađ helst mega verđa til varnar sínum sóma ađ lögfesta reglur varđandi bókun 35, sem veitir regluverki ES forgang umfram lög samţykkt á Alţingi. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ţađ nýjasta sem hefur veriđ lekiiđ í FT (Financial Times) er ađ EU er ađ undirbúa "innrás" í Ungverjaland. Ţađ er ađ sjálfsögđu efnahaglegar hernađarađgerđir sem eru í undirbúningi vegna óhlýđni Orban og félaga viđ ákvarđanir miđstjórnarinnar. Ef reynist rétt og ađgerđir hefjast fljótlega á ég erfitt međ ađ sjá hvernig hćgt verđur ađ halda sambandinu saman. 

Ef ađ líkum lćtur mun nćsta ríkisstjórn íhuga ađ endurnýja umsókn okkar í EU. Vonandi er ţađ enn pólitiskur ómöguleiki. 

Gísli Ingvarsson, 1.2.2024 kl. 13:18

2 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Sćll Jón.

Viđtaliđ viđ einn bóndann er stóđ ađ mótmćlum ţar ytra og sýnt var í fréttum annarrar sjónvarpstöđvanna hér, lýsir kannski vandanum best. Ţar sagđist ţessi bóndi ţurfa ađ verja stórum hluta dagsins fyrir framan tölvu, vegna sí aukins regluverks frá sambandinu. Ađ honum sé nauđugt ađ ráđa starfsmann til ađ sinna búinu.

Ţarna liggur vandi evrópskra bćnda í hnotskurn.

Ţađ sem er ţó öllu verra er ađ íslenskir bćndur stefna hrađbyr sömu leiđ, vegna upptöku regluverks esb gegnum ees, hér. Ţó á íslenskur landbúnađur ađ vera utan ees samningsins, rétt eins og sjávarútvegur.

Kveđja

Gunnar Heiđarsson, 2.2.2024 kl. 11:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 600
  • Sl. sólarhring: 961
  • Sl. viku: 5127
  • Frá upphafi: 2301299

Annađ

  • Innlit í dag: 557
  • Innlit sl. viku: 4799
  • Gestir í dag: 544
  • IP-tölur í dag: 528

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband