Leita í fréttum mbl.is

Fylgdarlausu "börnin" 105

Barna- og fjölskyldustofa auglýsti í gær eftir vistforeldrum fyrir 105 "fylgdarlaus börn á flótta". Meginhluti "barnanna" eru að sjálfsögðu strákar sumir fúlskeggjaðir, en "góða fólkið" hefur komið í veg fyrir að kanna megi aldur "flóttabarnanna" með einfaldri læknisskoðun. 

"Börnin" koma frá Sómalíu,Palestínu,Afganistan, Venesúela og Úkraínu. Hvernig komust þau til Íslands?

Við venjulega fólkið þurfum að sýna passa fyrir brottför með flugi, en fylgdarlausu börnin eru iðulega skilríkjalaus að eigin sögn. Hvernig komust þau þá hingað? Sýnir þetta ekki hversu nauðsynlegt er að gera alvöru breytingar á lögum sem varða hælisleitendur, farendur, ólöglega innflytjendur o.s.frv.

Ekki ætti að vera vandamál að finna vistforeldra. Ætla má að þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir og aðrir "no border" liðar á Alþingi taki að sér að vera vistforeldrar. Er ekki rétt að "góða fólkið" taki höndum saman og leysi eigið vandamál sjálft.

Spennandi að sjá hvort hugur fylgir máli hjá "góða fólkinu" eða hvort það telur að það sé allra annarra að leysa vandamálið sem það sjálft bjó til.

 

 

 


Sumarkvöld í Reykjavík

Veit nokkuð yndislegra leit augað þitt nokkuð fegra en vorkvöld í Reykjavík orti borgarskáldið Tómas Guðmundsson.

Eftir langvinna rigningartíð frá því í vor og fram á sumar er kærkomið, að fá góða sólríka sumdardaga í höfuðborginni. Dagurinn í gær var einn slíkur og kvöldið einstaklega fagurt. Að mestu heiðskírt og hlýtt þó að kvöldsvalinn minnti vel á hnattstöðu landsins. 

Við Margrét ákváðum að njóta kvöldsins með því að fara á ýmsa bestu útsýnisstaði í borginni og enda við sólarlag á Laugarnestanga.

Aðstæður voru með sama hætti og þegar skáldið og jarðfræðingurinn Sigurður Þórðarson orti ljóðið; Svífur yfir Esjunni sólroðið ský.

Við sólarlag voru mörg ský á himninum sólroðin og vesturgluggar húsa sindruðu eins og segir í kvæðinu og sumargolan þó að svöl væri strauk vangana. Það var kyrrt og bjart og landið skartaði sínu fegursta. Til norðurs gat að líta ægifagran Snæfellsjökul og leikur ljóss og skugga þegar sólin seig í hafið varpaði magnaðri dulúð og fegurð yfir allt umhverfið. 

Það er ekkert fegurra en sumarkvöld í Reykjavík á góðum degi. Sem minnir okkur á, að við þurfum að varðveita þær mörgu perlur náttúrunnar sem við eigum í landinu og gæta þess, að saga landsins, menning, trú og tunga týnist ekki í umróti margra samhliða mannlegra samfélaga. 

Við eigum verk að vinna og berum ríka ábyrgð eins og segir í ljóðinu; 

Ísland er land þitt því aldrei skalt gleyma. 


Kvala- og hvalamálaráðherrann

Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gert meira en aðrir ráðherrar til að efna til ófriðar við samstarfsflokka sína í ríkisstjórn og sýnt að ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald heldur er málum stýrt af hverjum ráðherra fyrir sig án þess að ríkisstjórnin að öðru leyti hafi með það að gera. 

Sé völdum skipt á milli margra og allir toga sitt í hvora áttina, þá getur ekki verið um skilvirkni eða skynsamlega stjórnarhætti að ræða. að ræða. En þannig er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir í blaðagrein í gær, að stjórnsýsla Svandísar reyni á þanþolið í ríkisstjórn. Það er vægt til orða tekið og á við um alla ráðherra VG. Svandís er samt sér á báti.

Sem heilbrigðisráðherra bar Svandís ábyrgð á því, að fjöldi fólks leið miklar kvalir í langan tíma vegna þess að ráðherrann kom í veg fyrir að hægt væri að nýta þá kosti sem í boði voru til að stytta biðlista eftir bráðaaðgerðum eins og liðskiptaaðgerðum vegna pólitísks ofstækis. Ofan á það bættist að fólk komt ekki til vinnu og lífskjör þeirra efnalega voru líka skert auk þeirra líkamlegu þjáninga sem fólk þurfti að taka út á ábyrgð Svandísar ráðherra.

Nú hefur Svandís séð nýtt tækifæri til að hrekkja og koma illu til leiðar algerlega að ástæðulausu. Af persónulegum geðþótta ákvað hún að banna hvalveiðar rétt í þann mund, sem hvalavertíðin var að hefjast og allt var tilbúið til að hefja hefðbundnar veiðar, sem ekkert er athugunarvert við. 

Með þessari geðþóttaákvörðun veldur Svandís margvíslegu tjóni hjá því fólki, sem hefur atvinnu af þessari starfsemi auk þess, sem skattgreiðendur þurfa að greiða reikninginn vegna löglausra athafna þessa ráðherra og brota á ákvæðum stjórnarskrár um atvinnufrelsi. 

Sæmilega burðugir stjórnmálaforingjar mundu ekki láta þetta yfir sig ganga og slíta stjórnarsamstarfinu við svo búið og þó fyrr hafi verið, en einhverra hluta vegna virðist Katrín Jakobsdóttir komast upp með það ásamt meðráðherrum sínum í VG að gera hvað sem er, sem enginn mið- og hægri flokkur í Evrópu mundi samþykkja.

Sjálfstæðisflokkurinn hefði að sjálfsögðu átt að slíta stjórnarsamstarfinu þegar Svandís Svavarsdóttir sat þversum fyrir því að hið frjálsa framtak gæti losað fólk við kvalir, óþægindi og tekjumissi meðan hún var heilbrigðisráðherra.

Nú þegar þessi ráðherra heldur uppteknum hætti af þjónkun við kommúníska arfleifð sína, er ekki annað í boði en að tilkynna forsætisráðherra, að annað hvort fari þessi vandræðaráðherra strax og atvinnufrelsi verði virt eða ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið þegar í stað. 


Hyldýpisgjáin milli launafólks og ofurlaunafólks

Stundum er talað um  tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem býr við ofurlaun og alsnægtir og þjóðina, sem þarf að hafa sig alla við til að ná endum saman og lifa mannsæmandi lífi. 

Jafnaðarflokkur Íslands, Samfylkingin, hefur  á stefnuskrá sinni að berjast fyrir því "að afrakstur vinnu dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið svo enginn líði skort og allir njóti jafnra lífstækifæra."  

Lengst af voru Norðurlöndin þ.m.t. Ísland í hópi ríkja þar sem launaumur var minnstur og framþróun og þjóðfélagslegt réttlæti í samræmi við það.  Mikill launamunur leiðir til ójafnaðar, mikillar togstreitu í þjóðfélaginu og misskiptingu eigna. Ég tel það því æskilegt markmið í pólitík,að berjast fyrir því að mismunur hæstu og lægstu launa sé ekki úr hófi.

Ofurlaunin bankastjórnaraðalsins í bankakerfinu eru umfram alla vitræna glóru. Ofurlaunin sem sjást eru bara hluti af bankaspillingunni. Alls konar kaupaukar, skattaívilnanir og viðskiptatækifæri til viðbótar eru líka í boði fyrir þau innvígðu í bankageiranum. Starfskjör sem engan venjulegan launþega dreymir um og á ekki kost á. 

Formaður Jafnaðarflokks Íslands,Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir var áður en hún settist á þing, ofurlaunakona í bankakerfinu. Henni var gert tilboð, sem hún taldi sig ekki geta hafnað og fékk fyrir það 101 milljón, á þurru, þá nýkomin til starfa fyrir Kviku banka. Starfskjör sem þessi eru umfram allt velsæmi, en tíðkast í veislunni í bankakerfinu á kostnað neytenda. 

Nú skal ekki vandræðast við Kristrúnu Frostadóttur yfir ofurlaununum hennar hjá Kviku, þó þau rími ekki við stefnu flokks hennar í launamálum. 

Spurningin er hvað Kristrún Frostadóttir og Jafnaðarflokkur hennar ætlar að gera til að draga úr þeim hyldýpis launamun sem er til staðar í landinu. Finnst Kristrúnu Frostadóttur í lagi að stjórnendur í bankakerfinu séu með árslaun daglaunafólksins og ríflega það á einum mánuði? Með hvaða hætti á að ná fram þeim markmiðum jöfnuðar sem Samfylkingin boðar? Kristrún ætti að geta svarað því sem innvígð í klúbb ofurlaunafólksins í bankageiranum. 

Hvað skyldi daglaunafólkið vera mörg ár að vinna sér inn tekjur sambærilegar 100 milljóna kaupaukanum, sem Kristrún fékk í sinn hlut hjá Kviku banka. Finnst Kristrúnu sem jafnaðarmanni slík mismunun starfskjara í lagi? Skyldi Kristrún telja að fólkið utan bankageirans njóti sömu lífstækifæra og hún og félagar hennar í ofurlaunaklúbbi bankastarfsmanna?

Hvað ætlar Samfylkingin að gera til að jafna starfs- og launakjör fólksins í landinu í samræmi við stefnuskrá sína. Það er sú einfalda spurning sem ofurlaunadrottningin í formannsstól Samfylkingarinnar verður að svara. Jafnframt því hvort henni finnist ofurlaunin fyrir bankaaðalinn afsakanleg. 


Ábyrgðin og ofurlaunin

Rúmri viku eftir að sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FSÍ) var opinberuð um brot Íslandsbanka við hlutafjárútboð í bankanum hafa 5 stjórnendur, regluvörður og bankastjóri hætt störfum eða allir sem komu að hlutafjárútboði í bankanum. Skv. sáttinni greiðir bankinn 1.160.000.000 í sekt. 

Málið kom upp fyrir hálfu ári. Af hverju var ekkert gert þá? Bankastjórn og umræddir starfsmenn þ.á.m. bankastjórinn töldu að þau kæmust upp með þetta og mundu halda áfram óáreitt í störfum sínum "busines as usual"

Formaður bankastjórnar segir að starfslokasamningur hafi verið gerður við starfsmennina í samræmi við ráðningarsamning, sem má ætla að losi hálfan milljarð auk kostnaðar vegna starfsloka bankastjórans. 

Þegar allt er talið má ætla að sektin sem Íslandsbanki þarf að greiða auk greiðslur til burtflæmdra starfsmanna nemi hátt í tvo milljarða, sem neytendur þurfa á endanum að greiða. 

Hvað afsakar það að slík hyldýpisgjá skuli vera á milli æðstu stjórnenda banka og almenns launafólks í landinu og þó vísað væri þessvegna til alþingismanna eða ráðherra? Ekki er ábyrgðinni fyrir að fara eins og þetta dæmi sýnir. Í raun er ekkert sem afsakar ofurlaun sem viðgangast fyrir toppana í bankakerfinu. Banka sem eru að meginstefnu til í eigu ríkisins.  

 


mbl.is Allir stjórnendur og regluvörður hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðstorg hugmynda nýtur ekki sömu verndar og markaðstorg viðskipta

Í síðustu viku var bankareikningi enska stjórnmála- og fréttamannsins Nigel Farage lokað fyrirvaralaus. Ekki vegna þess að Farage væri vondur kúnni heldur vegna skoðana hans. 

Farage hefur talað gegn m.a.Brexit og innflytjendastefnunni en var látinn afskiptalaus þó mörg skoðanasystkini hans hefðu verið beitt sömu afarkostum og Farage núna. 

Farage varð það á að gera athugasemd við fánaborg regnbogafánans þegar hann kom í bankann og spurði hvort bankinn væri til í að flagga fána annarra lífsskoðunarhópa. Afleiðingin að lokað var á hann og hann nýtur ekki þess, að hafa bankareikning, kredit eða debitkort. 

Þó ástandið sé óvenju slæmt í Bretlandi þar sem bankareikningum þúsunda einstaklinga hefur verið lokað vegna skoðana sem ekki eru þóknanlegar bankastjórnendum, þó hvorki væri um refsiverða hluti að ræða eða dónaskap.

Hér heima förum við heldur ekki varhluta af þeim ofstopa og fasisma, sem viðhafður er gagnvart tjáningarfrelsinu. Kennari á Akureyri var rekinn úr starfi fyrir að vísa í Biblíuna og kennari í Háskólanum í Reykjavík var rekinn fyrir að tjá sig um konur á lokuðum þræði á fésbók þó þar væri ekki um neinn dónaskap að ræða. Fólk sem hafnaði skoðunum stjórnvalda, fjölmiðlaelítunnar og þríeykisis vegna Kóvíd varð líka fyrir búsifjum. 

Málið er grafalvarlegt. Opin frjáls umræða er forsenda eðlilegra tjá- og skoðanaskipta og þess, að markaðstorg hugmyndanna starfi með eðlilegum hætti. Við erum með samkeppnislög sem vísa til viðskipta með vöru og þjónustu, þar sem margvíslegir hlutir eru bannaðir til að tryggja að samkeppnisþjóðfélagið virki sem best fyrir neytendur og þjóðfélagið. 

Varðandi markaðstorg hugmyndanna, þá skortir á, að samskonar löggjöf verði sett, sem tryggir í auknum mæli að fólk geti sagt skoðun sína án þess að verða svipt borgaralegum réttindum. Stjórnvöld verða að bregðast við því af fullum þunga með því að setja löggjöf sem ver einstaklinginn gegn aðsókn, réttinda- og stöðumissi vegna skoðanna sinna. 

Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarinn réttur, en við setningu þess ákvæðis hvarflaði sjálfsagt ekk að neinum að viðskiptaaðilar mundu fara að beita ritskoðun að geðþótta og banna viðskipti við fólk með "rangar" skoðanir að þeirra mati. 

Í Bretlandi urðu samtök um tjáningarfrelsi fyrir því að Pay pal aðgangi og bankareikningum  var lokað vegna gagnrýni á Kóvíd ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem síðar reyndust rangar. Þeir sem tala um "móður" í stað þess að segja einstaklingur sem hefur fætt barn, í stórri hættu af því að nota á pólitískt réttmál, sem og þeir sem amast út í karla sem skilgreina sig sem konur og nota klósett og búningsklefa kvenna. 

Breska ríkisstjórnin hefur brugðist við og fordæmt sjálftöku fjármálastofnana við að eyðileggja tjáningarfrelsi þeirra sem hafa aðrar skoðanir en stjórnendur peningaveldisins þ.e. varðandi transhugmyndafræðina, Kóvíd, loftslagsmál, innflytjendamál og múslima, en í umræðu um þessi mál verður fólk að tipla á tánum svo að það missi ekki borgaraleg réttindi þvert á stjórnarskrárvarinn rétt til tjáningar.

Í þessu sambandi hefur verið tekið fram af hálfu fjármálaráðuneytis Bretlands af gefnu tilefni: 

 "Banks and payment providers occupy a privileged place in society and it would be a concern if financial services were being denied to those exercising the right to lawful free speech.” “As a minimum, it is the government’s view that, without deviation, a notice-period and fair and open communication with a customer must apply in situations which relate to termination on grounds other than suspected or actual criminal offences or when otherwise allowed by law.”

Gott væri ef ríkisstjórn Íslands tjáði sig með sama hætti til varnar tjáningarfrelsinu. 

Þvert á móti leggur forsætisráðherra til að vegið verði enn frekar að tjáningarfrelsinu og fólk sett í menntun og endurmenntun til að læra hvað má segja og hvað ekki að hætti kínverskra kommúnista. 

Fallist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur á fyrirætlanir forsætisráðherra um kommúníska endurmenntun opinberra starfsmanna o.fl. um hvað má segja og hvað ekki, þá fordjarfa þeir tilveru sinni sem flokkar sem eiga að gæta að borgaralegum réttindum fólks og standa vörð um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. En það er ekki nóg að hafna hugmyndafræði forsætisráðherra. Meira þarf, til að vernda raunverulegt tjáningarfrelsi í landinu. 

 


Ekki öll vitleysan eins

Lífsskoðunarfélagið Samtökin 78, hafa hert sókn sína gegn móðurmálinu og segjast nú vera að leita að kynhlutlausu orði yfir foreldra þ.e. pabba og mömmu. Raunar væru pabbi og mamma ekki til ef þau væru kynhlutlaus. Samtökin vilja e.t.v. ekki hafa með slíkt fólk að gera.

Það sama gildir um afa og ömmur. Hefðu þau verið kynhlutlaus þá væru þau ekki afar eða ömmur.

Það gildir nefnilega enn það sem menntaskólakennarinn í MR sagði fyrir margt löngu, aðspurður hvort hómósexúalismi væri arfgengur. "Ekki ef hann er praktíseraður eingöngu." 

Þessar tilraunir samtakanna 78 væru broslegar og til aðhláturs, ef þau væru ekki með sérstaka samnninga við mörg sveitarfélög um að útbreiða hugmyndafræði, sem á heima víðast annarsstaðar en í skólum landsins. En þar er jafnvel ókynþroska börnum kennd þau bullfræði m.a. að kynin telji marga tugi, þó það sé líffræðilega rangt. Auk heldur nýyrðamálstefna samtakanna. 

Merkilegt og til marks um vaxandi ruglanda í þjóðfélaginu, að kristinfræðslu skyldi vera úthýst og kynfræðsla á grundvelli transfræðanna tekinn inn í skólana í staðinn. Með sömu rökum og kristinfræðslu í skólum var útvísað ætti að útvísa fræðslu lífsskoðunarfélagsins Samtakanna 78 úr skólum landsins.

Forsætisráðherra Ítala vísaði ítrekað til þess í síðustu kosningabaráttu, að hún væri kona og móðir eitthvað sem ætti ekki að þurfa að taka fram varðandi "svona" fólk, en samt er  svo komið í Vesturlöndum, þar sem furðuveröldin er stöðugt að ná aukinni fótfestu á kostnað líffræðilegra staðreynda, sem helst má ekki nefna að viðlagðri ábyrgð að lögum.  

En það er nú einu sinni svo, að mannréttindi eru ekki bara fyrir minnihlutahópa.


mbl.is Leita að kynhlutlausu „amma og afi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaspur og glóruleysi

Það er iðulega galli við umræðu hér á landi hve hún fer oft út um víðan völl og er í litlu samræmi við það sem máli skiptir.

Helsta vonarstjarna íslenskra stjórnmála skv. skoðanakönnunum, Kristrún Frostadóttir sem og flokkssystir hennar Helga Vala Helgadóttir fjölluðu í gær um Íslandsbankahneykslið og komust lítt upp úr þeim hjólförum að þarna hefði verið afhjúpuð brot fjármálaráðherra og sýnt fram á réttmæti sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis um sölu hluta í Íslandsbanka.

Þó ég sé og hafi verið þeirrar skoðunar að best hefði verið að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara yfir allt söluferli hluta í Íslandsbanka, þá hefði slík nefnd ekki farið í þá fagvinnu, sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FMESÍ) gerði enda verkefni rannsóknarnefndar annað.

Fyrir liggur eftir úttekt FMESÍ sbr sáttina sem Íslandsbanki undirgekkst, að brotin voru framin af ákveðnu starfsfólki Íslandsbanka, sem fjármálaráðherra hefur ekkert með að gera.

Fjármálaráðherra verður hins vegar að bregðast við strax og hlutast til um það sem handhafi 42% hlut í bankanum, að þeir sem ábyrgð bera verði leystir frá störfum þegar í stað. Sama krafa ætti að koma frá þeim lífeyrissjóðum sem eiga stóra hluta í bankanum. Fjármálaráðherra getur ekki dregið þessa ákvörðun. 

Það er slæmt ef ekki tekst að fá umræðuna á það stig, að ná fram réttmætum nauðsynlegum breytingum í fjármála- og bankakerfinu í stað gaspurs og glóruleysis þar sem stjórnmálamenn reyna að koma höggi á andstæðing sinn. Verkefnið er að uppræta svikastarsemi og ólögmæta sérhygli lygi og sviksemi í fjármálakerfinu og skapa traust.

Svo er annað mál hvort trúverðugleiki ákveðinna einstaklinga er orðinn slíkur að hentast væri að aðrir tækju við.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem fyrrum vann hjá Kviku banka, sem hefur falast eftir að sameinast Íslandsbanka, ætti að geta lagt margt gott og uppbyggilegt til þeirrar umræðu vegna þekkingar sinnar og reynslu. Nú reynir á og ætti að sjá úr hvaða efnivið hún er gerð, hvort þar fer stjórnmálamaður sem er á vetur setjandi eða pólitískur gasprari.


Ekki hægt að þola svindlið og svínaríið lengur.

Lestur sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er dapurleg lesning. Stjórn Íslandsbanka hefur viðurkennt það sem kemur fram í skýrslu Seðlabankans, þannig að ekki er deilt um málsatvik. Það liggur því fyrir að Íslandsbanki veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar, fylgdi ekki skilyrðum við mat á upplýsingum, var að hygla eigin starfsmönnum á kostnað viðskiptavina sinna auk margra annarra lagabrota. Eitt er m.a. að hafa gefið Bankasýslu ríkisins rangar upplýsingar.

Það er af mörgu að taka, en eitt er ljóst, að stjórn Íslandsbanka og helstu lykilstarfsmenn þ.á.m. bankastjórinn og innra eftirlit bankans hafa algerlega brugðist.

Hvað á þá að gera? Stærsti hluthafi bankans er Íslenska ríkið og aðrir helstu eigendur bankans eru lífeyrissjóðir. Geta þessir aðilar sætt sig við að þeir sem ábyrgð bera á þeim lagabrotum og rangfærslum sem viðurkennt er að hafi verið gerð sitji áfram og véli um málefni bankans eins og ekkert hafi í skorist?

Hvernig í ósköpunum á að vera hægt eða samþykkja það, að þetta fólk, sem hefur orðið bert að jafn alvarlegum brotum og misferli leiði viðræður við Kviku banka um sameiningu. Hvaða fiskar munu þá liggja undir steini þegar upp verður staðið. 

Af fréttum að dæma þá boðaði stjórn Bankasýslu ríkisins stjórn Íslandsbanka á fund, en ekki var annað að skilja, en það yrði ósköp þægilegur kaffifundur, þar sem farið yrði yfir málin. Það þarf í raun ekkert að fara yfir nein mál. Brotin liggja fyrir. Þau eru auk heldur samþykkt af stjórn og starfsmönnum Íslandsbanka. Raunar er Bankasýslan stofnun, sem að fram kemur í sáttinni, að starfsfólk Íslandsbanka gaf rangar og villandi upplýsingar.

En hvað sem kaffisamsæti stjórnar Bankasýslu ríkisins og stjórnenda Íslandsbanka varðar, þá má e.t.v. minna á, að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðu fyrir um 9 mánuðum að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður þegar gagnrýni beindist að henni. Hvernig skyldi nú standa á því að það hefur ekki verið gert? Er ekkert að marka þetta fólk eða hefur ný ákvörðun verið tekin? 

Þessir vondu hlutir sem hafa verið afhjúpaðir hvað Íslandsbanka varðar eru þess eðlis, að það gengur ekki að hluthafar og viðskiptavinir bankans eigi að bera þær sektir sem að einstakir starfsmenn bankans bera ábyrgð á. 

Stjórn bankans hefði átt að sjá sóma sinn í að boða til hluthafafundar sem allra fyrst og segja af sér. Bankastjóri Íslandsbanka ætti líka að sjá sóma sinn í að gera slíkt hið sama. 

Hvað svo sem þetta fólk varðar, þá er það íslenska ríkisins stærsta hluthafans, að leiða nú það ferli sem er óhjákvæmilegt að skipta um stjórn og þá starfsmenn í bankanum, sem ábyrgð bera á þessu hneyksli og fá starfsfólk, sem virðir lög og reglur. 

Það er ekki hægt að þola það að þeir sem eru brotlegir við þær starfsreglur sem þeir eiga að vinna eftir  haldi áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist. 

Það stendur nú upp á fjármálaráðherra fulltrúa stærsta eiganda bankans, að láta hendur standa fram úr ermum og grípa til viðeigandi ráðstafana svo að almenningur í landinu eigi þess kost að öðlast einhverja trú á fjármálakerfi landsins og það sé verið að leika og verði leikið eftir leikreglum réttarríkisins.

Svona óskapnað má ekki líða.

 


mbl.is Samkomulagið birt – „alvarleg brot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju á að spá?

Á tímum Sovétsins voru hundruðir Sovétfræðinga að fylgjast með og meta hvernig þróunin yrði.  Þeir höfðu ævinlega rangt fyrir sér. Engin þeirra sá fyrir breytingar í stjórn Æðsta ráðsins hvað þá hrun Sovétríkjanna.

Nú þegar ein furðulegasta byltingartilraun í Rússlandi hefur runnið út í sandinn með samningum stjórnvalda og Wagner hersveitanna, er eins líklegt að Rússlandsfræðingarnir eins og Sovétfræðingarnir fyrrum eigi erfitt með að sjá fyrir hver þróunin verður í þessu víðfeðma landi. 

Stóra spurningin er hvað gekk Prígjórsín til með þessu herhlaupi?  Ætlaði hann að steypa Pútín eða var þetta eingöngu ætlað til að ná fram breytingum á herstjórn Rússa. Herstjórn Rússa er raunar skelfileg. Undirmenn sýna ekkert frumkvæði og gera ekki neitt nema fá beinar fyrirskipanir. Þess vegna gat Prígórsjín og Wagner liðar hans sótt svona hratt fram í áttina á Moskvu án þess að nokkur viðbrögð  yrðu lengi vel. 

En hvað gekk Prígórsjín til? Var þetta bara skelfilegt frumhlaup af hans hálfu eða úthugsað plott til að ná árangri. Hið fyrrnefnda virðist líklegra. En engu að síður náði hann þeim árangri að taka stjórnunarstöðvar rússneska hersins sem stjórna aðgerðum í Úkraínu. Honum tókst að sækja gegn Moskvu og sýna þar með veikleika rússnesku herstjórnarinnar. En skilaði þetta herhlaup nokkru öðru?

Svo fremi ekki sé  í gangi djúphugsað master plan til að blekkja andstæðingin þá er ekki hægt að segja annað en þetta herhlaup hafi veikt Pútín og her Rússa. Á þessari stundu er ekki hægt að segja fyrir hverjar afleiðingarnar verða.

Enn á ný er sýnt fram á þá miklu veikleika sem eru í her og herstjórn Rússa, sem gerir þá að annars flokks herveldi. Þar sem sú staðreynd liggur fyrir og á því verður ekki breyting á næstunni, þá er með ólíkindum að Vesturveldin sjái sig tilknúinn til að auka gróða vopnaframleiðenda vegna yfirvofandi hættu, sem er ekki fyrir hendi.

Meðan her Rússa er eins veikburða og hann hefur sýnt sig að vera og þjóðfélagslegar andstæður eru jafnmiklar og raun ber vitni í Rússlandi, þá eru þeir ekki raunveruleg hernaðarleg ógn við NATO ríkin.

Allir fundir Katrínar Jakobsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar sem og stríðsherra NATO sem krefjast aukinna framlaga til hergangnaiðnaðarins er því ástæðulaus, fjandsamleg atlaga að vestrænum skattgreiðendum allt til að hyggla vopnaframleiðendum og það algjörlega að ástæðulausu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 3161
  • Frá upphafi: 2599714

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2962
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband