Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.10.2024 | 10:26
Nýju fötin keisarans í búningi nútíma "vísinda
Við sem fylgjumst með fréttum víða úr heiminum, sjáum að þær verða líkari og líkari enda auðvelt að vera á samningi við stóra fréttaveitu.
Eitt sem einkennir fréttamennsku í dag er, að ekki má vera rok, rigning eða hitabylgja án þess að loftslagsbreytingum af mannavöldum sé kennt um. Sanntrúaðir munu setjast á ráðstefnu fína fólksins í olíuríkinu Aserbajan innan skamms til að fullvissa sig og aðra um að grípa verði til víðtækari aðgerða og aukinnar skattlagningar til að koma í veg fyrir ofurhitnun.
Ed Miliband í Bretlandi, dæmigert flokkslíkamabarn sem hefur aldrei gert neitt annað en verið í pólitík, fyrst sem aðstoðarmaður og svo þingmaður. Hann veit ekkert um þjóðfélagslegan veruleika nema í þinghúsinu í Westminster. Hann hefur aldrei unnið annað en í pólitík. Miliband er umhverfis ráðherra Breta og kom í veg fyrir framtíðarolíuvinnslu úr Norðursjó, þannig að Bretar verða þá að flytja olíu sem þeir nota um langan veg sem þýðir aukna orkusóun. Hann berst fyrir fullkominni kolefnisjöfnun, sem mun leiða til þess að fleiri Bretar deyja úr kulda og skattheimta mun aukast gríðarlega. Þannig þjóðfélagi ætla umhverfisruglarar að koma á.
Hér sjáum við birtingarmyndir fáránleika aðgerða til að koma í veg fyrir ofurhlýnun. Trjákurli er dembt í sjóinn og til stendur að dæla niður erlendu eitri í hraunfláka landsins og verkefni sem fær hundruð milljarða í styrk frá EB. Forsvarsmenn þess berja sér á brjóst og segja sjáið þið hvernig við unnum Golíat hamfarahlýnunarinnar með því að flytja hana til Íslands.
Á sama tíma er ráðstefna í Reykjavík til að búa til nýja draugasögu loftslagsvísinda, að Golfstraumurinn gæti breytt um rás og hér og allt suður til Bretlands og Suður Þýskalands yrði óbyggilegt vegna íshellu sem legðist yfir allt vegna hnattrænnar hlýnunar. Varla veit nokkur á meiri endemi í málflutningi en eitt er ljóst, að við erum ekki komin lengra en það, að það veit engin hvað ræður því að Golfstraumurinn skuli streyma með þeim hætti sem hann gerir.
Eitt vekur þó furðu. Hin heilögu Vesturlönd með Bandaríkin í broddi fylkingar, sem og mótmælahópar hafa ekkert við það að athuga, að Aserbajan hafi gert innrás í lönd Armena, drepið þúsundir og lagt undir sig stór landsvæði þar sem Armenar hafa búið öldum saman. Engum dettur í hug að útiloka þá eins og Rússa sem réðust inn í Úkraínu.
Þá þótti íslenskum ráðamönnum illu heilli rétt að loka sendiráði okkar í Moskvu, sem er eitt vitlausasta asnaspark í íslenskum utanríkismálum síðan landið fékk sjálfstæði ásamt því að loka á viðskipti við Rússa,en á sama tíma eiga frændur okkar Danir góð viðskipti við Rússa og selja þeim m.a. lyf..
Eigum við þá ekki til að vera samkvæm sjálfum okkur að hundsa loftslagsráðstefnu SÞ í Aserbajan. Hundrað manna sendinefndin gæti þá setið heima og gæti gert gagn á meðan.
22.10.2024 | 22:53
Grundvallarstefnan höfðar til mín
Ólafur Adolfsson nýkjörinn foringi Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi komst vel að orði í útvarpsþætti og gerði grein fyrir því að hann styddi Sjálfstæðisflokkinn vegna þeirra grundvallar stefnumála sem flokkurinn var stofnaður til að vinna að.
Á sama tíma og hann gerði grein fyrir mikivægi þess, að gætt væri að einstaklingsfrelsinu og svigrúmi einstaklinganna til að takast á við verkefni á eigin forsendum, án þess að ríkisvaldið legði steina í götu þeirra með óhóflegri skattheimtu eða regluverki. Á sama tíma og Ólafur gerði grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins góð skil, þá gagnrýndi hann hvernig til hefði tekist að mörgu leyti í landsstjórninni og gengið hefði verið of langt í ríkisvæðingunni.
Það dylst engum, að umsvif ríkisins hafa vaxið til muna á undanförnum árum ekki síst í Kóvíd faraldrinum og erfiðlega hefur gengið að vinda ofan af því. Þess vegna er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn kjósi fleiri frambjóðendur eins og Ólaf til forustu í landsmálunum, sem hafna ríkishyggjunni sem rekin hefur verið og krefjast þess að Flokkurinn snúi aftur til grunngilda sinna og sinni þeim baráttumálum sem hann var stofnaður til að sinna.
Geri Sjálfstæðisflokkurinn það ekki, þá á hann ekki erindi lengur í íslenskri pólitík.
Þegar Margrét Thatcher tók við sem formaður Íhaldsflokksins hafði sá flokkur látið teyma sig út í vaxandi ríkishyggju, en vegna stefnufesti og leiðtogahæfileika Thatcher tókst að vinda ofan af því og nýtt framfara- og velmegunarskeið tók við í Bretlandi.
Hægri menn mega aldrei vera hræddir við að fylgja stefnu sinni um einstaklingsfrelsið og athafnafrelsið til góðs fyrir fólkið í landinu.
21.10.2024 | 22:09
Þú ert númer 18 í röðinni
Flestir héldu að með tölvubyltingunni mundi þjónusta við almenning verða miklu betri og auðveldara yrði að verða sér úti um margvíslega þjónustu. Sú hefur því miður ekki orðið raunin.
Á árum áður átti hver sinn heimilislækni og fékk auðveldlega tíma hjá honum og það tók ekki langan tíma að komast að hjá sérfræðilækni. Liðin tíð eins og flestir þekkja.
Þjónusta bankanna minnkar og viðskiptavinirnir verða að snarir í tölvusnúningunum til að ná að fá þjónustu. Fyrrum bankastjóri ensks viðskiptabanka skrifaði um hvað einstaklingsbundin þjónusta vær léleg og unga fólkið yrði að sætta sig við að þeir sem ólust ekki upp með tölvunum séum seinni í öllum aðgerðum. Greinin hét: Ég er bara gamall ekki fáviti. Gott fyrir okkur unga fólkið að muna það þegar einhver er lengi að ganga frá sínum málum.
En svo er að ná sambandi við þjónustustofnanir. Flestir þekkja að það getur reynt á þolrifin. Sjálfvirkir símsvarar leiða fólk áfram venjulegast með löngum inngangi og síðan press nine for English og síðan á einhvern tölustaf til að komast nær því sem maður vill fá upplýsingar um eða panta.
Þegar ég hringdi síðast í slíka þjónustustofnun þá kom að ég væri nr. 18 í röðinni. Allt í lagi með það, en eftir ógnarlangan tíma þegar ég var orðinn nr. 11 í röðinni sagði sjálfvirka kjaftakerlingin kl. 11.20.
"Það er engin þjónustufulltrúi við og síðan rofnaði sambandið rofið. Aftur reyndi ég síðar um daginn og var nr. 11 í röðinni og sambandið rofnaði þegar ég var nr. 4 í röðinni. Ég gafst ekki upp og hringdi í þriðja skiptið og þá náði ég loksins í gegn eftir alinlanga og drykklanda stund:
"Já ég ætlaði að fá flensusprautu. Svar: "Viltu ekki fá Kóvíd líka?" Nei: Svar: "Flestir taka Kóvíd." "Já en ekki ég."
Það er greinilegt að ég næ ekki að eldast upp úr því að vera afabrigðilegur.
Hvað um það. Er ekki mál til komið að fólk fái eðlilega góða og hraða þjónustu en þurfi ekki að eyða heilu og hálfu dögunum í að hlusta á hvar það sé í röðinni.
20.10.2024 | 22:46
Hvert stefnir?
Mikil og óvænt tíðindi, að Sigríður Andersen botnfrosið vesturbæjaríhald skuli segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og ganga til liðs við Miðflokkinn.
Í síðasta prófkjöri leið Sigríður fyrir að vera helsti málsvari frelsisins innan Sjálfstæðisflokksins í Kóvíd fárinu. Áður hafði hún verið neydd til að segja sig frá embætti dómsmálaráðherra fyrir engar sakir. Nauðsyn bar þá til, að flokksforustan gætti pólitískra hagsmuna Sigríðar, en hún gerði það ekki og uppskeran er samkvæmt því.
Annað sem mátti eiga von á miðað við stöðu og styrk Flokkseigendafélagsins voru þau dapurlegu úrslit, að Jón Gunnarsson skyldi lúta í lægra haldi fyrir varaformanninum, sem þurfti að færa sig um set úr sínu kjördæmi í annað til að eiga kost á endurkjöri.
Sérkennilegt að formaðurinn skyldi vera tilbúinn til að fórna einum af sínum traustasta stuðningsmanni í stað þess að leysa hnútinn með því að taka sjálfur áhættu með því að færa sig í 5 sætið á listanum. En það gerði hann ekki og því fór sem fór.
Gleðifregnin var sú, að Ólafur Adolfsson sem er dæmigerður Sjálfstæðismaður af gamla skólanum atvinnurekandi, "self made man" sem aldrei var mulið undir, skuli hafa náð forustusætinu í Norðvestur kjördæmi. Það er virkilega ljósið í myrkri dagsins.
Eftir úrslit dagsins missa þeir Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson og Jón Gunnarsson þingsæti sín. Allir ötulir talsmenn skynsemi í hælisleitendamálum og öðrum málum. Jón Gunnarsson sýndi það heldur betur á ráðherraárum sínum sem dómsmálaráðherra, en flokkseigendafélagið þakkar honum það ekki.
Eftir þessa uppstillingu er Sjálfstæðisflokkurinn í töluverðum vanda og sá vandi gæti aukist, þegar framboðslistar í Reykjavík birtast. Það ríður á að kjörnefnd tali ekki bara við bergmálshellinn sinn heldur skoði hvað hægra fólki finnst skipta mestu máli í dag og taki tillit til þess.
20.10.2024 | 09:53
Váboðar kveða sér hljóðs
Samfylkingin hefur kynnt til leiks tvo nýja oddvita þau Ölmu Möller landlækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón bæði regluverði úr Kóvíd.
Ekki þótti varaformaðurinn Guðmund Árna Stefánsson brúklegur og þurfti að víkja fyrir nýstirninu Ölmu. Ekki annað við hæfi, en að fá hamfaraduoið Ölmu og Víði til að gera þjóðinni grein fyrir þeim váboðum og hörmungum, sem eiga eftir að ríða yfir íslenska þjóð undir stjórn Samfylkingarinnar.
Val á þessum oddvitum bendir til, að Kristrún formaður telji best að velja þekkt fólk í stað ötulla flokksmanna. Hætt er við að væri helsta forustufólk flokksins fengið til að leiða lista, gæti kosningabaráttan snúist um pólitík og það finnst formanninum ekki gæfulegt.
Á sama tíma og Kristrún kynnir veirudúóið til leiks, sem var með daglegan sjónvarpsþátt í tvö ár til að segja fólki hvað það mætti ekki gera út frá lýðheilsusjónarmiðum, þá bítur Dagur B. Eggersson fyrrum borgarstjóri í skjaldarrendur og krefst þess að leiða lista flokksins í Reykjavík suður eða norður. En fyrir hann er ekki pláss í hinni nýju Samfylkingu sem leggur allt upp úr útliti en ekki innihaldi.
Greinilegt er að formaðurinn hefur takmarkaða trú á getu flokksins til að leiða þjóðina til farsældar fyrst hún velur helstu hamfarapostula landsins til forustu í Flokknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2024 | 12:07
Lögbundið ekki valkvætt
Þingmenn, búsettir á höfuðborgarsvæðinu kosnir á þing fyrir kjördæmi utan þess fá ríflega oft ómaklega húsnæðisstyrki auk annarra fríðinda. Af hverju ættu Jakob Frímann og Sigmundur Davíð, báðir búsettir í kjarna höfuðborgarinnar að fá milljónir á ári vegna þess eins að vera kjörnir á þing fyrir norðausturkjördæmi. Eða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, búsett í Kópavogi að fá milljónir sem þingmaður Akraness?
Allt er þetta fráleitt. Af hverju ætti Þórdís, Jakob og Sigmundur öll búsett í kjarna höfuðborgarsvæðisins að fá margar milljónir á ári skattfrjálst umfram aðra þingmenn vegna búsetustyrkja sem landsbyggðarþingmenn?
Þessu fólki er ljóst að þetta er ekki í lagi og þarna er verið að hafa rangt við. Þórdís Kolbrún segir að þessar greiðslur séu ekki valkvæðar heldur lögbundnar. Miðað við það sem hún ber fyrir sig, þá er henni og hefur verið ljóst, að þetta er óeðlilegt, en gerir ekkert til að leiðrétta óskapnaðinn. Þeir Jakob og Sigmundur þegja hinsvegar þunnu hljóði. Þingmönnum umfram aðra er ljóst, að lögum má breyta og sjái þeir ranglæti þá ber þeim skylda til að mæla fyrir breytingum.
Einkunarorð Sjálfstæðismanna hefur verið "Gjör rétt þol ei órétt" Í því felst, að teljum við eitthvað vera rangt, þá berjumst við fyrir breytingum.
Það var skylda þeirra allra Jakobs, Sigmundar og Þórdísar Kolbrúnar að berjast fyrir því að þessum ólögum og óréttlæti gagnvart þjóðinni og samþingmönnum þeirra yrði breytt. En þau gerðu það ekki og sitja uppi með Svarta Pétur í málinu.
18.10.2024 | 18:49
Óeðlileg afskipti af kosningum
Breski Verkamannaflokkurinn hefur sent yfir 100 manns til að vinna að kjöri Kamillu Harris til forseta Bandaríkjanna.
Með þessu er breski Verkamannaflokkurinn að hafa óeðlileg afskipti af kosningu í öðru ríki já og það í annarri heimsálfu.
Er hægt að líða það og samþykkja að erlend ríki geti og megi styrkja stjórnmálaflokka eða einstaka frambjóðendur annarra ríkja hvort heldur sem er með fjárframlögum eða vinnuframlagi?
Við sem fámenn þjóð sem gætum átt það á hættu ef afskipti erlendra stjórnmálaflokka og auðmanna eru talin afsakanleg, að þessir erlendu aðilar stýrðu því og réðu hverjir væru í framboði, en það ætti að reynast þeim tiltölulega auðvelt í prófkjörsflokkunum og síðan að bera fé á fólk með einum eða öðrum hætti til að ná fram því markmiði að þeirra frambjóðendur yrðu kjörnir.
Þessi afskipti breskra sósíalista af forstakosningum í Bandaríkjunum sýna, að við þurfum að setja ákveðnar leikreglur sem koma í veg fyrir það, að erlend stjórnmálaöfl,auðhringir og auðmenn hafi heimild til að hafa afskipti af kosningum hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2024 | 09:08
Enn stendur Jón og glottir við tönn
Brynjar Níelsson hefur iðulega talað um svokallað fýlupokafélag fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sín, Haraldar nú bæjarstjóra á Akranesi, Jóns Gunnarssonar og Ólaf Björns Kárasonar þingmanna suðvesturkjördæmis. Raunar var fýlupokanafngiftin öfugmæli.
Allir voru þessir menn í fremstu röð þingmanna Sjálfstæðisflokksins og börðust hvað harðast fyrir grundvallarstefnu Flokksins. Nú gæti svo farið, að engin þeirra sæti á Alþingi eftir kosningar.
Minnir þetta nokkuð á það sem sagði í ljóðinu um Njálsbrennu:
"Burtu var Kári,brunninn Grímur, höggvinn Helgi, Héðinn stóð einn tepptur við gaflað og glotti við tönn."
Svo dramatískt verður þetta að vísu ekki árið 2024, en alltaf gildir þaða sama í pólitíkinni og segir í kvæðinu um Goðmund kóng.
Jón Gunnarsson hefur verið öflugur þingmaður. Hann hefur leyst þau verkefni sem honum hafa verið falin með miklum sóma bæði sem ráðherra og í starfi flokksins innan eigin kjördæmis og á landsvísu sem ritari Flokksins. Framganga hans sem dómsmálaráðherra í málefnum hælisleitenda sýndi að þar fór maður sem átti erindi og breytti miklu til hins betra.
Það er sótt að Jóni Gunnarssyni og nú verður hann að berjast fyrir sæti sínu á framboðslista Flokksins eins og gengur í pólitíkinni. Vonandi ber Sjálfstæðisfólk í Suðvesturkjördæmi gæfu til að veita honum öflugan stuðning,sem hann á skilið svo hann verði áfram einn helsti forustumaður Flokksins í kjördæminu og merkisberi hans á Alþingi næsta kjörtímabil.
17.10.2024 | 09:14
Stolt þjóð
Samfylkingin hefur tekið sér vígorðið "Sterk velferð stolt þjóð." Svo illa er komið fyrir hluta stuðningsmanna flokksins, að þeir mega ekki heyra á það minnst, að íslendingar séu stolt þjóð.
Svo merkilegt sem það kann að vera, þá er allt of stór hluti vinstra fólks á Íslandi rofinn úr tengslum við íslenskan veruleika og lítur íslenska arfleifð og menningu hornauga og sumir úr þeirra hópi ganga jafnvel svo langt að vilja skipta um þjóð í landinu til að tryggja að að engin ættjarðarást eða ættjarðarvitund þrífist.
Nú hefur það ekki alltaf verið svo að vinstra fólk hafi haft horn í síðu íslensks þjóðernis og menningu.
Sá merki kennimaður Sigurbjörn Einarsson biskup var vinstri sinnaður á yngri árum, en samt stoltur þjóðernissinni. Hann sagði m.a.
"Ættjarðarást sem hverjum heilbrigðum manni er í blóð borin, á að leiða til þjóðrækni og þjóðhollustu." Einnig:
"Megi hver kynslóð Íslands meta svo gengin spor og líf sitt að hún verðskuldi virðingu forfeðra sinna og þakkir niðja sinna". og loks:
"Hollur metnaður fyrir hönd þjóðar sinnar niðurlægir enga aðra þjóð."
Við eigum að hafa metnað fyrir hönd þjóðarinnar og vinna að því að hún nái sem bestum árangri og sé öðrum þjóðum fyrirmynd þannig að við getum verið stolt þjóð.
Hvaða ættjarðarlausu bjánar eru það, sem eru ekki stoltir yfir því þegar íslenskur vísindamaður, listamaður eða íþróttamaður gerir garðinn frægan og skarar fram úr eða landslið í íþróttum.
Það er hollur óeigingjarn metnaður að vilja sjá sem flesta íslendinga skara fram úr svo að við getum verið stolt þjóð sem byggir á eigin þjóðmenningu, dugnaði og framtíðarsýn, sem hefur fært okkur sjálfstæði og ein bestu lífskjör í veröldinni.
Eða er eitthvað unnið við það að hér sé hnípinn þjóð í vanda? Er það sá veruleiki sem vinstra fólk á Íslandi vill sjá?
16.10.2024 | 08:56
Þingrof þá og nú
Þingrof eru sem betur fer fátíð og til þess ætti ekki að grípa nema í brýnustu neyð þegar stjórnskipuleg óreiða er til staðar og ljóst, að starfhæf ríkisstjórn verði ekki mynduð.
Fyrsta þingrofið var 1931. Þá stóðu yfir umræður um vantraust á ríkisstjórnina, þegar þáverandi forsætisráðherra Tryggvi Þórhallsson snaraðist í ræðustól Alþingis utan dagskrár og las upp konungsbréf um að konungur féllist á tillögu forsætisráðherra um þingrof. Þing var þá rofið þegar í stað og þingmenn umboðslausir skv. þeirra tíma lögum. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið þar sem bæði Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn fóru mikinn yfir þessu gerræði forsætisráðherra og aðför að lýðræðinu.
Þing hefur verið rofið nokkrum sinnum síðan en þá venjulega í sátt. Tvisvar hefur forseti ekki fallist á þingrofsbeiðni forsætisráðherra annars vegar Sveinn Björnsson árið 1950 og hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson 2016.
Spurning er nú hvort að sú stjórnskipulega óreiða hafi verið til staðar sem réttlætti þingrof. Tæpast verður á það fallist og ekki var látið reyna á það hvort að hægt yrði að mynda aðra starfhæfa ríkisstjórn til loka kjörtímabilsins. Að mörgu leyti var eðlilegt að sá möguleiki yrði kannaður áður en fallist var á þingrof. Hitt kom þó til, að margir stjórnarandstöðuflokkar m.a.Samfylking, Viðreisn, Miðflokkur og Flokkur fólksins voru samþykkir þingrofinu og þurfti þá ekki fleiri blöðum um það að fletta að rífur meirihluti þingsins studdi þingrof þó ekki hafi verið látið á það reyna með atkvæðagreiðslu.
Hvað sem öðru líður þá hefur stjórnarfarinu í landinu hvað þingrof varðar breyst mikið til batnaðar. Árið 1931 gat Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra laumupokast með samskipti sín við kónginn um þingrof og tilkynnt síðan Alþingi orðinn hlut nánast með sömu orðum og Oliver Cromwell áður þegar hann leysti um breska þingið.
Snautið þið heim þið hafið ekkert hér að gera. Þá urðu þingmenn umboðslausir um leið og þingrofið var samþykkt og það tók gildi árið 1931 um leið og forsætisráðherra hafði lokið ræðu sinni og þingforseti tilkynnti síðan í beinu framhaldi að þingið væri rofið.
Sem betur fer höfum við gengið til góðs í þessum efnum þannig að nú verður að telja að reglan sé sú, að það sé ekki komið undir geðþóttaákvörðun forsætisráðherra eins hvort þing verður rofið eða ekki. Fleiri þurfi um það að véla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 341
- Sl. sólarhring: 564
- Sl. viku: 4162
- Frá upphafi: 2427962
Annað
- Innlit í dag: 313
- Innlit sl. viku: 3849
- Gestir í dag: 299
- IP-tölur í dag: 278
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson