Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.8.2024 | 11:16
Barátta við styttur og málverk.
Í gær ákvað sósíalistinn Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands að taka niður málverk af forvera sínum skörungnum Margréti Thatcher. Sósíalistum og öðrum sem vilja falsa söguna eða þola illa að horfast í augu við staðreyndir er gjarnt að ráðast gegn minnismerkjum og látnu fólki.
Brjóstmynd af skörungnum Winston Churchill nánasta bandamanni Bandaríkjanna í síðari heimstyrjöld var komið fyrir á skrifstofu forseta Bandaríkjanna, en Obama gat ekki horfst í augu við styttuna og lét fjarlægja hana. Sama gerði Biden líka þegar hann tók við embætti.
Menn lítilla sanda lítilla sæva eiga iðulega erfitt með að horfast í augu við stórmenni jafnvel þó jarðvist þeirra sé löngu lokið og þau grópuð í málverk eða styttur.
Við Íslendingar höfum ekki farið eins mikinn og engilsaxar í að fjarlægja styttur vegna pólitísks rétttrúnaðar, en þó varð almættinu í Reykjavík verulega á í messunni þegar samþykkt var samhljóða í Borgarstjórn Reykjavíkur að fjarlægja styttu af merkasta æskulýðsleiðtoga Íslands, sr. Friðrik Friðrikssyni vegna bæjarslúðurs.
Styttan af sr. Friðrik Friðrikssyni, sem var bæjarprýði við Lækjargötuna var reist að áeggjan allra helstu borgara þessa lands og með frjálsum samskotum þeirra. Þeir fengu listamann til að gera styttuna og Reykjavíkurborg sóttist eftir að setja hana upp við Lækjargötuna.
Borgarráð samþykkti að taka styttuna niður og hvað svo? Reykjavíkurborg á ekki styttuna, en hefur neitað að afhenda hana. Af hverju? Eiginkona listamannsins hefur farið fram á að fá styttuna á grundvelli höfundar og sæmdarréttar listamannsins. Reykjavíkurborg neitar og ætlar sér að geyma hana í einhverjum kjallara bak við luktar dyr þar sem engin fær að sjá hana.
Gertæki Reykjavíkurborgar er verra en aumingjaskapur og fordómar Keir Starmer, Obama og Biden. Reykjavíkurborg vill ekki lengur hafa syttuna til sýnis en neitar síðan þeim sem eiga tilkall til hennar og vilja að hún fái veglegan sess um að fá hana. Hvers konar vinnubrögð eru þetta eiginlega?
Svona bolabrögð og tuddahátt er ekki hægt að líða.
Vonandi sér hinn nýji borgarstjóri ljósið hvað það varðar.
28.8.2024 | 23:07
Nú verður að bregðast við?
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn á laugardaginn kemur. Ég hafði fyrirfram væntingar um, að forusta Flokksins skynjaði að nauðsyn bæri til að flokksráðsfundurinn yrði með öðru sniði en því hefðbundna, í ljósi þess, að stöðugt hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir Flokkinn í skoðanakönnunum svo mjög að ekki er hægt að skella skollaeyrum við þeim niðurstöðum.
Flokkurinn hefur fallið úr því að vera langstærsti stjórnmálaflokkur fyrst í annað sæti og nú skv. nýjustu könnun er Flokkurinn kominn í 3 sæti. Miðflokkurinn er stærri.
Fæstir hefðu trúað því að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur lengst af í sögu sinni verið með á milli 30 og 40% fylgi á landsvísu gæti fallið svo hrapalega sem kemur fram í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, en þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 13.9% fylgi.
Hvernig var hægt að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins niður í þessa lægð?
Verður ekki að skoða hvað veldur og hvernig ber að bregðast við. Svo virðist sem fylgi Sjálfstæðisflokksins í einstökum sveitarfélögum sé verulega mikið meira en fylgi flokksins á landsvísu. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík með 20% fylgi, sem er lágt en þó himinn og haf á milli þess og 13.9% fylgi sem flokkurinn mælist með á landsvísu. Einnig miðað við reynslu má telja upp á, að fylgi Flokksins í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sé umtalsvert mikið meira en í Reykjavík. Það bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu fyrst og fremst óánægðir með hvernig tekist hefur til í Landsstjórninni.
Þessi niðurstaða er ekki ásættanleg og bregðast verður við. Hvort sem forustu flokksins líka það betur eða verr, þá hefur verið ljóst í umræðunni, að ýmsum hefðbundnum fylgjendum Sjálfstæðisflokksins hefur fundist hann víkja um of frá grundvallarstefnumálum Flokksins og jafnvel látið stjórnast af ímyndarstjórnumálum í anda VG og Samfylkingar.
Þá hræða sporin í útlendingamálum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ber því miður umfram aðra ábyrgð á því ófremdarástandi sem orðið er, þó Flokkurinn hafi stigið rétt skref í þeim efnum á síðustu misserum, sem eru þó fjarri því að vera fullnægjandi.
Flokksfólk þarf að láta í sér heyra og koma með ábendingar um það sem betur má fara og hvað má til varnar verða vorum sóma.
Þar sem dagskrá og umgjörð Flokksráðsfundarins verður ekki hnikað úr þessu, þá verður að skipuleggja fundi Sjálfstæðisfólks um allt land strax í haust til að fara vel ofan í með hvaða hætti megi endurvinna það traust og fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði á árum áður. Það má ekki dragast og þess verður að gæta að hinn almenni flokksmaður hafi þar svigrúm til að segja sína meiningu, en þurfi ekki enn og aftur að sitja undir síbylju þingmanna og ráðherra flokksins og fá síðan fyrir náð og miskun þann eina valkost að bera upp fyrirspurnir.
Það er verk að vinna og mæling sem sýnir svona fylgistap þarf ekki endilega að þýða að þar sé komið í endanlegt lágmark. Í því efni sem öðru þá veldur hver á heldur og með hvaða hætti er brugðist við. Það verður að bregðast við strax til að endurvinna traust okkar kjósenda.
Seinna er ekki valkostur.
26.8.2024 | 22:24
Að sjálfsögðu ríkið og regluverkið en ekki ég.
Hörmulegt slys varð í íshelli við Breiðamerkurjökul. Allt að 190 manns með sín tæki og tól komu að björgunaraðgerðum á fólki sem talið var ranglega hafa grafist undir íshellum. Það kom í ljós þegar björgunarsveitarfólk hafði á annan sólarhring meira en minna handvirkt komið ísnum í burtu.
Skipuleggjandi ferðarinnar taldi að það hefðu verið tveimur fleiri í hópnum en raunverulega voru. Þess vegna lögðu á annað hundrað björgunarsveitarmenn og lögregla sig í hættu að ástæðulausu.
Í minni sveit var það talið grundvallaratriði að hver sem fór með hóp hefði á hreinu hvað væru margir í hópnum. Með mikilvirku námi leiðsögumanna mætti öllum vera ljóst að þetta væri ótvíræð skylda leiðsögumanna auk þess sem það leiðir af almennu hyggjuviti.
Það kom því á óvart þegar lögregla, talsmenn ferðaþjónustu o.fl. skyldu tala um að það þyrfti að hafa víðtækara "regluverk" um svona hluti. Helst á þeim að skilja, að setja ætti sérstök lög um það sem hingað til hefur verið talið augljóst öllum.
Nýir tímar kalla á nýja siði og að sjálfsögðu þarf að kalla eftir því að ríkið geri eitthvað og kenna því um að lagaramminn hafi ekki verið nægjanlega skír jafnvel í málum þar sem öllum er ljóst hvað gera skal. Hvílík endemi. Er ekki best að þeir beri sökina sem sökina eiga í stað þess að bullukollast með að það vanti eitthvað regluverk, sem vantar sko heldur betur ekki.
Hver skyldi síðan borga fyrir vanræksluna? Og á hvaða leið er þjóð, sem ímyndar sér að komi eitthvað fyrir þá sé það ríkinu að kenna?
21.8.2024 | 18:51
Má ekki gera betur?
Aðhald og sparnaður virðist ekki vera til lengur í orðtakasafni íslenskra stjórnmálamanna.
Fyrir nokkru var kynnt, að kostnaður við samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu hefði aukist úr 170 milljörðum árið 2019 með allri sinni Borgarlínu og öðru góðgæti í 311 milljarða. Kostnaðurinn nánast tvöfaldast frá 2019.
Var ekki ástæða til að staldra við og skoða hvort hægt væri að gera þetta með öðrum hætti? Hvorki sáu ráðherrar eða stjórnendur sveitarfélaga á höfuðborgasvæðinu ástæðu til þess. Hafa verður í huga að stjórnendur sveitarfélaganna hafa ekki hag af því að skorið verði við nögl þar sem þeir fjármagna einungis 12,5% af öllum kostnaðinum en 87.5% greiðist úr ríkissjóði. Telja má upp á að stuðningsfólk Sigurðar Inga og Bjarna á Ísafirði, Húsavík og Hornafirði ærist af fögnuði yfir því að bera stærstan hluta reiknings Borgarlínunnar.
Það er síðan ekki stíll ráðherranna, Bjarni, Sigurðar Inga og Svanhvítar eða annarra ráðherra að vandræðast með fyrirbrigði eins og aðhald og sparnað.
Hvers er að vænta ef fram heldur sem horfir með hækkanir samgöngusáttmálans miðað við annað stórvirki sem er í gangi á vegum ríkisins þ.e. nýji Landsspítalinn.
Nýji Landsspítalinn átti að kosta skv.kostnaðaráætlun
árið 2017 að kosta kr. 62.8 milljarða
árið 2021 " " " 79.1
árið 2022 " " " 90
árið 2023 " " " 210 milljarða.
Ekki er vitað til þess að Landsstjórnin hafi gert neinar athugasemdir við þessa gríðarlegu framúrkeyrslu og fari svo að áætlanir vegna samgöngusáttmálans þróist með svipuðum hætti og nýji Landsspítalinn, gæti kostnaður við samgöngusáttmálann orðið eitt þúsund og eitt hundrað milljarðar þ.e. kr. 1.100.000.000.000
Dýr mundi Hafliði allur var sagt eftir að þeir sættust Hafliði Másson lögsögumaður og Þorgils Oddsson á Alþingi við Öxará árið 1121, en árið áður hafði Þorgils veitt Hafliða áverka þegar hann lagði til hans og sneið af löngutöng og framan af 2 öðrum fingrum. Fyrir milligöngu Skálholstbiskups tókust sættir með þeim Hafliða og Þorgils og fékk Hafliði sjálfdæmi um bætur sér til handa og ætlaði þær ríflega eða sem nam 250 kýrverðum eða 5.760 dagsverkum. Þótti það vel í lagt og var ætlan manna að ekki væri nægt fé til á Fróni svo að hægt yrði að greiða fyrir Hafliða allan ef því væri að skipta.
Vera má að sama eigi við um samgöngusáttmálann.
Sáttmálinn fullfjármagnaður næstu fimm árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2024 | 12:08
Berjumst gegn vinstri háskólaspekinni
Vinstra háskólasamfélagið og tók upp ný baráttumál eftir fall Sovétríkjanna og ósigur sósíalískrar skipulagshyggju. Það tók þá upp baráttu gegn rasisma, karllægum gildum, fóbíum (loftslagsfóbía/Íslamfóbía o.s.frv.)á eigin forsendum óháð því þó sú innræting stangaðist á við veruleikann eða ekki. Allt var það á forsendum stjórnmálalegrar samkvæmni (SS) þar sem hóphyggjan var sett í öndvegi.
Hóphyggja vinstra háskólasamfélagsins er umburðarlaus og leyfir ekki aðrar skoðanir. Einstaklingurinn verður að lúta hópnum eða fara. Þú samþykkir hamfarahlýnun eða burt með þig sama ef þú samþykkir ekki að kynin séu margir tugir og aðgerðir í Kóvíd hafi verið réttar.
Saga og umfjöllun um orðið "kyn" er dæmi um sigur vinstri mennskunar. Orðið var upphaflega notað um karl og konu og mismun á þeim. Vinstra háskólaspekin hafnaði þessu og heldur því fram, að kyn sé eitthvað sem þú ert ekki fæddur með heldur sé troðið upp á þig af karlaveldinu til að viðhalda kynbundinni mismunun.
Frá þessum hugmyndafræðilegu rökum, sem eru andstæð líffræðilegum staðreyndum, var stutt í að halda því fram að "kyn" væri eitthvað valkvætt og merking orðsins fljótandi og að hluta til óeiginlegt. Vinsti háskólaelítan fór þá að halda því fram, að orðin hann og hún séu kyngreind og því slæm og betra sé að nota t.d. orðin "hán" og "kvár".
Barátta vinstri elítunar snýst síðan um, að allir skólar, stofnanir og veitingastaðir hafi "kynlaus"klósett auk þess þurfi að breyta tungumálinu í kynhlutlaust mál. Til að byrja með hló fólk sig máttlaust af þessu bulli, en stjórnmálamennina brast kjark til að standa gegn bullinu og stofnanir ríkisins tóku upp nýtt tungutak vinstri hugmyndafræðinar varðandi orðið "kyn".
Hægri sinnaðir stjórnmálamenn létu hjá líða að andæfa gegn kynjaruglinu. Það var þó hátíð á við það að æðstu prelátar þjóðkirkjunar með biskupa hennar í fararbroddi samsamaði sig trans hugmyndafræðinni um að fólk væri fætt í röngum líkama og hafnaði þá um leið að við værum sköpunarverk Guðs almáttugs.
Innan við 200 manns eru skráðir í transsamfélagið. Samt er krafa vinstra samfélagsins um kynræna breytingu á tungumálinu, kynræn klósett og síðast en ekki síst að kynfræðsla í skólum skuli vera á forsendum trans hugmyndafræðinnar.
Það er löngu komin tími til þess að vitiborið fólk láti í sér heyra og mótmæli þessari rugluðu háskólaspeki og krefjist þess að samfélaginu sé stjórnað í samræmi við almenna skynsemi.
Óneitanlega veltir maður fyrir sér fullkominni hugmyndafræðilegri uppgjöf Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn samþykkti bullfrumvarpið um kynrænt sjálfræði, hefur ekki andæft í neinu misþyrmingu á íslenskri tungu á grundvelli kynhlutleysis og kórónar nú hugmyndafræðilega eymd sína og volæði og uppgjöf gagnvart vinstri hugmyndafræðinni með því að krefjast þess að borgarar þessa lands skuli skyldaðir til að koma upp kynlsusum klósettum vítt og breitt um landið.
Hvað næst?
16.8.2024 | 14:04
Kynjuð og kynlaus klósett.
Ofurdugnaður umhverfis- orku- og loftslagsráðherra lætur ekki að sér hæða. Nú hefur hann ungað út reglugerð um kynlaus klósett. Í 19.gr. umræddrar reglugerðar segir m.a.
"Þar sem snyrtingar kvenna og karla eru aðskildar skal einnig vera til staðar kynlaus snyrting"
Hvað er kynlaus snyrting? Þegar ég fer á snyrtinguna þá er sú hugsun fjarri mér að klósettið sé eitthvað annað en kynlaust og kynhlutlaust og því sé sama hvort karl, kona eða svo notuð séu bullheitinn kvár og hán nýti þau.
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata lýsti miklum geðhrifum og ánægju með að baráttumál hans um kynlaus klósett séu komin til að vera. Að vonum að Pírati tæki einn undir bullið í klósettmálaráðherra Íhaldsins.
Eigendur almenningssalerna eiga þann kost vænstan að hætta að kynjamerkja klósett. Réttindi kvenna líða fyrir það og þeim búin aukin hætta. En Woke mála fólki skiptir það engu. Fróðlegt verður að heyra umsagnir kvennfélaga um þetta mál. Geðhrif þeirra f.h. kynsystra sinna verða e.t.v. minni en Andrésar Inga og þegar upp er staðið muni það nánast eingöngu vera opinberir aðilar sem telja sig þurfa að svara þessu kalli með hundraða milljóna kostnaði. En um það er ekki spurt þegar fullnusta þarf ruglandann í samfélaginu.
Afleiðing þessa fádæma framtaks Íhalddsráðherrans verður að konur þurfa að sætta sig við útpissaðar setur þegar þær í brýnni þörf ætla að nýta sér þjónustu kynjaðra klósetta á meðan þau kynlausu standa auð vegna þess að notendurnir 73 eru ekki á staðnum og verða aldrei.
Ykkar klósettskál Guðlaugur Þór og Andrés Ingi.
14.8.2024 | 09:10
Hótel fyrir heiminn
Ríkisstjórnin eða stjórnsýslustofnanir ríkisins hafa aldrei frumkvæði að því að segja satt og rétt frá varðandi hælisleitendur, fjölda þeirra og kostnað vegna þeirra.
Bergþóri Ólafssyni þingmanni Miðflokksins tókst með fyrirspurn til Gumðundar Inga ráðherra að ná fram upplýsingum um að kostnaður við húsnæðisúrræði hælisleitenda næmu um 5 milljörðum króna á ári.
Þetta er bara hluti kostnaðar vegna hælisleitenda. Ótalinn er allur annar kostnaður sem nemur vafalaust hærri upphæð fyrir að fæða og klæða hælisleitendurna og veita þeim læknisaðstoð og aðra þjónustu ókeypis.
Af hverju á erlendur heimshornalýður sem hingað kemur að fá allt ókeypis og fá þjónustu sem stór hluti landsmanna verður að neita sér um af því að Íslendingarnir hafa ekki efni á því sem hælisleitendurnir fá frítt.
Hvernig gat íslensku stjórnmálastéttinni dottið það í hug, að við gætum verið hótel fyrir allan heiminn á okkar kostnað vegna þess að við borgum hóteldvölina fyrir þá sem hingað koma yfir 90% af upplognum ástæðum. Er ekki kominn tími til að loka hótelinu og hugsa um okkar minnstu bræður í stað vandalausra?
Það væri svo til að kóróna fáránleikann að dómsmálaráðherra viki Helga Magnúsi Gunnarssyni úr stöðu sinni sem vararíkissaksóknara fyrir það eitt að segja sannleikann um málið.
5 milljarðar í húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.8.2024 | 11:02
Efnahagslegur veruleiki frelsis eða helsis.
Eiga hugmyndir hægra fólks um markaðsþjóðfélag, aukna framleiðni betri lífskjör og grundvallarmannréttindi ekki lengur við?
Trúum við ekki lengur þeim efnahagslega og lýðræðislega veruleika, sem færði okkur bæði bestu lífskjörin og mannréttindin?
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins á árum áður höfðu ákveðnar hugsjónir, markmið og siðferðilegar viðmiðanir sem þeir börðust fyrir. Þess vegna voru þeir í pólitík. Þeir reyndu að takmarka umsvif ríkisins en auka efnahagslegt frelsi og viðhafa ábyrga fjármálastjórn.
Hvað breyttist?
Eftir samfellda stjórn ríkisins í meira en áratug,getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur haldið því fram, að flokkurinn fylgi stefnu ábyrgrar fjármálastjórnar og takmarkaðra ríkisafskipta.
Efnahagslegt frelsi einstaklingsins var í mörgum tilvikum afnumið á Kóvíd tímanum iðulega að ástæðulausu og boðið til útgjaldafyllerís ríkisins með vafasömum aðgerðum og það stendur enn. Bensínið er því í botni hjá ríkisstjórninni við að bera olíu á verðbólgubálið meðan Seðlabankinn hamast í að hækka stýrivexti til tjóns fyrir almenning í landinu.
Nú boðar ríkisstjórnin þá stefnu að gera lífskjör almennings verri með aukinni ríkishyggju og furðuaðgerðum í loftslagsmálum, sem þýðir enn meiri skerðingu á efnahagslegu frelsi einstaklinganna. Loftslagsmarkmið ríkisins ganga framar þörfum almennings efnahagslegt frelsi verður skert til að ná slíkum markmiðum eins og m.a. má lesa í furðuriti ríkisstjórnarinnar sem ber heitið Loftslagsþolið Ísland. Þar eru lausnirnar m.a. í því fólgnar að skerða lífskjör almennings og takmarka enn frekar en orðið er efnahagslegt frelsi einstaklinganna.
Fróðlegt verður að sjá hvort að Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins tekur á þessum málum og dvínandi fylgi Flokksins skv. skoðanakönnunum á fundi sínum í lok mánaðarins. Oft var þörf en nú er svo sannarlega nauðsyn.
11.8.2024 | 08:44
Er sannleikurinn valkvæður?
Heimspekinginn Sókrates og sófistana í hinni fornu Aþenu, greindi á um hvort sannleikurinn væri einn og algildur eða hann væri valkvæður. Hugmyndafræði Sókratesar um algildan sannleik sigraði og hefur verið leiðarstefið í vestrænni og kristilegri hugmyndafræði æ síðan, en nú eru alvarleg veðrabrigði.
Hugmyndafræðin sem tröllríður Vesturlöndum, er sú að sannleikurinn sé sá sem þér finnst hann vera eða hvernig þér líður. Ef þér finnst þú vera kona, þá ertu kona.
Finnist fórnarlambinu eitthvað sem sagt er valda því þjáningu eða bera vitni um fordóma gagnvart sér, þá er mælikvarðinn það sem því finnst . Fórnarlambið hefur alltaf rétt fyrir sér á grundvelli tilfinningalegrar greiningar sjálfs sín.
Sú hugmyndafræði að einstaklingsbundnar tilfinningar og skilgreiningar sé sannleikurinn breytir algjörlega grundvelli réttarríkisins. Sönnun og sönnunargögn skipta litlu skv. þessari hugmyndafræði þar sem ákærandinn hefur öll völd.
Getur eitthvað afsannað ásakanir um tilfinningalega grimmd, niðurlægingu eða mismunun þegar eina gilda sönnunargagnið er vitnisburður þess sem finnst að það vera órétti beitt. Réttarhöld, sönnun og sakfelling eru þá í ætt við réttarhöld í Sovét og þriðja ríkinu eða þegar meintar nornir voru dregnir fyrir dóm forðum daga.
Nýja skilgreiningin á sannleikanum er: Ég er það sem mér finnst ég vera. Gamla skilgreininingin, sem gildir ekki lengur: Ég stend fyrir það sem ég geri og get.
Styrkur, dugnaður og frumkvæði eru ekki viðurkenndir mælikvarðar lengur. Nýja hugmyndafræðin fordæmir að þú sért stoltur af því sem þú gerir. Ekki má verðlauna fólk og það er fordæmanlegt að styðja við hæfileika og dugnað. Hæfileikum er ekki jafnt skipt á milli fólks og ósanngjarnt að vekja athygli á því.
Sannleikur ímyndunar og hugrenninga á að vera sá raunveruleiki sem réttarkefið byggir á, þó það grafi algjörlega undan grundvallaratriðum og sjónarmiðum réttarríkisins um hlutlægan grundvöll sannleikans eins og Sókrates boðaði forðum.
Hvernig náði sá fáránleiki fram, að raungildi raunveruleikans sé spurningin um hvernig þér líður og hverjar tilfinningar þínar eru og þær komi helst til álita og skoðunar, ef þú tilheyrir þjóðfélagshópi, sem á það skilið að mati "góða fólksins."
Raunveruleiki og sannleikur er þá huglægur en ekki hlutlægur. Öld sófiastanna um valkvæðan sannleika er í dögun.
30.7.2024 | 15:29
Á hverju byggir Ríkissaksóknari?
Í gær var greint frá því að Ríkissaksóknari hefði mælst til þess við dómsmálaráðherra, að Vararíkissaksóknara Helga Magnúsi Gunnarssyni yrði leystur frá störfum tímabundið vegna kæru frá samtökunum Solaris á vegum Semu Erlu Serdoruglu.
Skv.því er ótvírætt að tilmæli Ríkissaksóknara eru sett fram til ráðherra vegna kærunnar en einskis annars.
Í fréttum í dag vísar Ríkissaksóknari til annarra hluta m.a. að Helgi Magnús Gunnarsson hefði ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarbréfs, sem hún sendi honum fyrir tveimur árum. En það mál er allt annað og kemur ákvörðunarástæðu Ríkissaksóknara ekki við þar sem fyrr hefur komið fram að tilmælin eru byggð á kæru Solaris.
Áminning Ríkissaksóknara er síðan atriði sem er verð skoðunar. Hafði Ríkissaksóknari eitthvað með það að gera að veita Helga Magnúsi áminningu? Helgi Magnús er skipaður af dómsmálaráðherra en ekki Sigríði Friðjónsdóttur Ríkissaksóknara. Var það þá ekki dómsmálaráðherra að veita honum áminningu ef ráðherra taldi tilefni til en ekki Sigríðar?
Í því sambandi verður að skoða hvort að áminnig Sigríður hefur nokkuð gildi í sjálfu sér varðandi embættismann, sem hún skipar ekki og veitir ekki lausn. Sigríður Ríkissaksóknari hefði þurft að vísa því máli til Dómsmálaráðherra eða veitingavaldsins til að fara fram á að umræddur starfsmaður yrði áminntur og í því sambandi ber að hafa í huga að það er Dómsmálaráðherra en ekki Ríkissaksóknari sem veitir Vararíkissasksóknara lausn frá embætti.
Af þessu leiðir, að áminning Ríkissaksóknara fyrir 2 árum, hefur enga þýðingu varðandi það mál sem nú ræðir um.
Eftir stendur að eina gilda ástæðan sem Ríkissaksóknari teflir fram er sú, að látið skuli undan öfgaöflunum í Solaris,en stjórnarmenn þeirra samtaka eru undir kæru fyrir ólögmætt athæfi.
Það er óhæfa að láta undan vinstri öfgaöflunum, sem vilja galopna landið fyrir hlaupastrákum og öðrum sem vilja lifa á góðmennsku íslenskra skattgreiðenda. Það er eðlilegt að sumum ofbjóði og segi sannleikann í því sambandi eins og vararíkissaksóknari gerði.
Það verður að spyrna við fótum og því verður ekki trúað að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins láti undan öfgaöflunum með sama hætti og Ríkissaksóknari gerði. Það væru þá heldur betur stórpólitísk skilaboð.
Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 10
- Sl. sólarhring: 433
- Sl. viku: 3847
- Frá upphafi: 2428068
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 3558
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson