Færsluflokkur: Tónlist
19.5.2019 | 14:03
Fulltrúar hverra voru þeir?
Þegar Ísland keppir í íþróttum á alþjóðavettvangi ganga einstaklingar og keppnislið jafnan stolt inn á leikvanginn undir fána Íslands. Sama á við á fundum hjá fjölþjóðastofnunum og venjulega hjá einkaaðilum, þar koma íslendingar að málum undir íslenska fánanum.
Íslendingar eru almennt stoltir af því að koma fram fyrir hönd landsins síns og vilja vera verðugir fulltrúar fyrir þess hönd og eru líka almennt áfram um það að allir viti að þar eru íslendingar á ferð og þeir sýna það með því að veifa þjóðfánanum.
Við atkvæðagreiðslu í söngvakeppni Evrópu í gærkvöldi veifuðu keppnisliðinn stolt fána landa sinna alltaf þegar sjónvarpsmyndavélunum var beint að þeim nema eitt. Lið Íslands.
Þegar íslenska liðið, sem kemur fram fyrir Íslands hönd á kostnað íslenskra skattgreiðenda veifar öðrum fána en Íslands þá er það nýlunda, sem er skammarleg og vonandi kunna þeir sem sendu þetta lið til keppni að taka á því með viðeigandi hætti.
Vissulega hafa íþróttamenn, listamenn stjórnmálamenn og stjórnmálalegir erindrekar mismunandi skoðanir til manna, málefna og þjóðlanda. En þegar þeir koma fram sem fulltrúar fyrir Íslands hönd þá verða þeir að gera það af alúð og virðingu fyrir landi og þjóð, stoltir af því að vera íslendingar og stoltir af því að veifa íslenskum gunnfána en ekki annarra.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2017 | 18:35
God bless Robert E. Lee
God bless you Robert E. Lee er heiti lags sem Johnny Cash söng á sínum tíma til að þakka Robert E. Lee fyrir að hafa bundið endi á borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum með því að gefast upp þegar hann sá, að áframhaldið væri ekki annað en tilgangslaust blóðbað þar sem talið var að a.m.k. 40 þúsund manns til viðbótar mundu falla. Johnny Cash verður seint talinn í hópi hægri öfgamanna.
Nú hafa "frjálslyndu fasistarnir" í Bandaríkjunum, sem telja sig siðferðilega yfir aðra hafnir og hafa að eigin mati einir höndlað hvað er sannleikur, krafist þess að styttur af Robert E. Lee verði fjarlægðar þar sem hann hafi verið vondur þrælahaldari og barist fyrir málsstað Suðurríkjanna, sem hafi háð styrjöld til að viðhalda þrælahaldi í Suðurríkjunum.
Nú er það svo með marga sem telja sig hafa höndlað hinn eina sannleik, að oft skortir þá almenna þekkingu m.a. í sögu.
Robert E. Lee var ekki sérstakur verndari þrælahalds. Hann gaf þrælum sínum frelsi árið 1862 og eftir borgarastyrjöldina lagði hann gjörva hönd á að sætta Suðrið og Norðrið eftir þær hamfarir sem Borgarastyrjöldin hafði valdið og vann með og fyrir Andrew Johnson forseta sem tók við af Lincoln.
Lee var ekki stuðningsmaður þess að Suðurríkin segðu sig úr lögum við Bandaríkin og það var fyrst þegar heimaríki hans Virginía ákvað að fylgja Suðurríkjunum, að hann hlýddi kalli heimaríkis síns og leiddi síðan her Suðurríkjamanna og reyndist meðal bestu hershöfðingja sögunnar.
Fólk verður að sjálfsögðu að ráða því hvaða styttur það vill hafa og iðulega eru styttur hluti af sögu viðkomandi lands og/eða borgar. Sókn "frjálslyndu fasistanna" gegn sögulegum styttum og táknum, sem þeir telja siðferðilega ógna sinni réttlætiskennd er því miður nokkuð í ætt við bókabrennur fyrri tíma, þar sem þeir sem höndlað hafa sannleikann reyna að koma í veg fyrir óæskilegar skoðanir með því að bannfæra þær og eyða.
Í sumar urðum við vitni að því að hópur "frjálslyndra fasista" hér á landi reyndi að koma í veg fyrir að Robert Spencer fengi að tjá skoðanir sínar, af því að þær voru ekki þóknanlegar þeim sem vilja óheftan innflutning Íslamista til landsins. En þá sigraði tjáningarfrelsið og metfjöldi sótti fyrirlestur Roberts Spencer.
Í Bandaríkjunum reynir vinstri fréttaelítan og vinstri stjórnmálaelítan að útmála þá sem vilja viðhalda sögulegum minjum eins og styttum af Robert E. Lee sem öfgafólk vegna þess að örlítill hluti þeirra sem eru í þem hópi tilheyra öfgasamtökum. Mikill meiri hluti er venjulegt fólk. Venjulegt fólk, sem áttar sig betur á sögulegu samhengi hlutanna en "frjálslyndu fasistarnir sem vilja að öllum öðrum skoðunum en sínum verði útrýmt.
Fái "frjálslyndu fasistarnir sínu framgengt verður til alræðisríkið sem Benito Mussolini kallaði svo og George Orwell skrifaði um í bókum sínum "Animal Farm og "1984" Aðeins hin einu "réttu" sannindi mega koma fyrir almenningssjónir.
Fólk sem ann lýðræði þarf að halda vöku sinni og það skiptir í dag mestu máli að gjalda varhug við öfgaskoðunum "frjálslyndu fasistanna" til að viðhalda tjáningarfrelsi og lýðræði.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.12.2015 | 07:22
Birgitta, Björk og Katrín og orsök og afleiðing
Kapteinn Pírata sagðist hafa verið í miklum sálarháska vegna setu við hlið Jóns Gunnarssonar fyrir ári síðan. Svo var að heyra að kapteinninn, Birgitta Jónsdóttir hefði beðið varanlegan sálrænan skaða af þessari hjásetu Jóns.
Jón Gunnarsson stóð upp á Alþingi til að bera af sér áburð Birgittu og sagðist ekki vita til annars en hann væri hin dánumannlegasti til hjásetu og hefði frekar verið sóst eftir honum til slíkra hluta en að við því væri amast.
Væntanlegur formaður Hræðslubandalagsins, Katrín Jakobsdóttir nú formaður Vinstri grænna sagði þá úr ræðustól Alþingis að þetta væri mátulegt á Jón þar sem hann hefði talað óvirðulega um Björku Guðmundsdóttur söngkonu. Kapteinninn, Birgitta sagði að þar sem Jón hefði talað niður til Bjarkar þá hefði hún áttað sig á því hversu ömurlegur sessunautur Jón hefði verið ári áður.
Þjóðin getur verið stolt af því að eiga þingmenn sem greina jafn vel og þær Katrín og Birgitta orsök og afleiðingar. Katrín telur að ummæli Birgittu um ömurleika hjásetu Jóns verði réttlætt á þeim grundvelli að Jón hefði talað óvirðulega um Björk söngkonu. Birgitta segir þá að tilefni þess að hún taldi Jón Gunnarsson ógeðfelldan sessunaut hafi verið ummæli hans um Björku söngkonu.
Jón Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir sátu ekki saman þegar Jón sagði þessi orð um Björku og andstyggð Birgittu á hjásetu Jóns gat því ekki komið til nema vegna þess að hún sé kona svo forvitri að hún hafi vitað af því að Jón mundi í framtíðinni tala óvirðulega um Björk og því þjáðst í hjarta sínu og líkama yfir því sem mundi gerast í framtíðinni meðan Jón sat í makindum við hlið hennar og uggði ekki að sér.
Tilvonandi formaður Hræðslubandalagsins hefur ekki sömu skynjunarhæfileika um það ókomna og Birgitta, en sér orsakasamband milli þess að Jón sé slæmur til hjásetu og þeirra orða sem hann viðhafði um Björku söngkonu.
Slík næmni fyrir orsök og afleiðingu hefur sjaldan heyrst úr ræðustól Alþingis og hafa margir þó átt þar góða spretti. Þær Birgitta og Katrín Jakobs eiga þakkir skildar fyrir að opinbera þjóðinni með jafn skírum hætti þá rökrænu samfellu sem hugsun þeirra einkennist af.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.12.2014 | 14:06
Mótmæli gegn ímyndaðri aðför
Hópur fólks ætlar að efna til samstöðufundar gegn meintri aðför að RÚV kl. 17 síðdegis. En hvaða aðför er verið að tala um? Þeir sem fyrir fundinum standa og stjórnarandstaðan heldur því fram að verið sé í skipulagri aðför að RÚV undir forustu ríkisstjórnarinnar. Aðförin að RÚV sem talað er um er þó ekki til staðar nema í hugarheimi stjórnaranstöðunnar og samtöðuaðilanna sem ætla að skunda á Austurvöll í dag og treysta sín heit við stofnunina.
Fyrir nokkru rétti menntamálaráðherra RÚV um hálfan milljarð til að mæta útgjöldum vegna viðvarandi tapreksturs RÚV og jafnframt til að fresta því óumflýjanlega. Varla getur gjafmildi menntamálaráðherra á kostnað skattgreiðenda talist vera í aðför að RÚV. Þetta er fyrst og fremst aðför gegn skattgreiðendum.
Lífskúnstnerinn og listamaðurinn Jakob Magnússon einn þeirra sem stendur fyrir samstöðufundi ímundunarveikra á Austurvelli síðar í dag segir þann tilgang vera helstan með fundinum
"að við fáum að borga okkar útvarpsgjald með atbeina ríkisins"
Það þýðir að samstaðan er um að ríkið taki útvarpsgjöld af öllum hvort heldur þeir vilja þjónustuna eða ekki. Fundur Jakobs og félaga er þá samstaða um skattheimtu þeirra sem ekki vilja þjónustu fjölmiðils. Síðar talar Jakob um að hann vilji fá að borga 2.000 krónur á ári í útvarpsgjald og virðist ekki gera sér grein fyrir að útvarpsgjaldið er nánast tíu sinnum hærri fjárhæð.
Ímundunin og vænisýkin getur ekki orðið öllu meiri en staðfest er í viðtali við Jakob Magnússon. Í fyrsta lagi á að halda samtsöðufund til að mótmæla aðför að RÚV, sem engin er. Þvert á móti liggur fyrir að stofununin fær aukafjárveitingu. Í annan stað þá er það ímyndun fundarboðenda að útvarpsgjaldið sé 2.000 krónur þegar það er tæplega tíu sinnum hærra.
Væri nú ekki í ráð að ná samtöðu um að útvarpsgjaldið verði árlega það sem boðendur samstöðufundarins á Austurvelli berjast fyrir að útvarpsgjaldið verði kr. 2.000. Mér finnst ástæða til að hvetja fólk til að mæta og krefjast þess með Jakobi að útvarpsgjaldið verði í samræmi við það sem hann talar um eða 2000 krónur á ári.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2014 | 17:22
Abba og menningarelítan
Það eru 40 ár frá því að Abba vann söngvakeppni Evrópu með laginu Waterloo. Fáir trúðu því þá að Abba ætti eftir að verða vinsælasta dægurlagahljómsveitin að Bítlunum undanskildum.
Meðlimir Abba höfðu reynt árum saman áður en þeir sigruðu með Waterloo að ná frægð og frama. Ári áður reyndi Abba að komast í Evrópsku söngvakeppnina með laginu "Ring Ring" en náðu ekki árangri, en þar sem lagið seldist vel annarsstaðar en í Svíþjóð og varð ofurvinsælt átti Abba greiðari leið árið eftir.
Þó Abba ynni sigur var vinstri sinnaða sænska menningarelítan ekki ánægð með hljómsveitina hvorki fyrir né eftir. Einn sænskur gagnrýnandi talaði um að Abba væri dæmi um "fársjúkt kapítalískt þjóðfélag" þar sem fólki væri svo ofgert með vinnu að það hefði ekki orku til að hlusta á annað en lágmenningartónlist Abba.
Ef þeir einu sem njóta styrkja frá almenningi vegna listsköpunar sinnar kæmust áfram þá hefði Abba aldrei náð vinsældum og þannig er um marga fleiri topplistamenn fyrr og síðar.
Hvað sem öður líður þá hefur tónlist Abba verið einstök og það er hægt að þakka Abba fyrir að hafa auðgað tilveruna síðustu 40 ár og því viðeigandi að segja "Thank you for the music."
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.7.2008 | 16:00
Má Bubbi Morthens ekki hafa skoðun?
Bubbi Morthens hefur lýst þeirri skoðun sinni að það hefði verið eðlilegra að Björk Guðmundsdóttir og Sigurrós hefðu frekar haldið mótmælatónleika til að vekja athygli á fátækt í landinu en vegna náttúruverndar. Að sjálfsögðu er Bubba frjálst að hafa þá skoðun sem og ýmsar aðrar sem hann hefur. Hann hefur t.d. lýst sig andvígan kynþátthatri og barist gegn kvótakerfinu ásamt mörgu fleiru. Þeir sem eru sammála Bubba og þeir sem eru andvígir eiga að sjálfsögðu að ræða málið málefnalega en vega ekki að persónu hans það er lágkúrulegt.
Allir sem kveða sér hljóðs um þjóðmál eiga rétt á því að þeir sem fjalla um skoðanir þeirra geri það á málefnalegan hátt. Þeir sem vega að persónu viðkomandi eins og fylgdarlið Bjarkar gerir gagnvart Bubba eru komnir út fyrir mörk velsæmis. ´
Lýsir það e.t.v. málefnalegu rökþroti að bregðast við með sama hætti og fylgdarlið Bjarkar gerir gagnvart Bubba?
Bubbi liggur undir ámælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 114
- Sl. sólarhring: 1289
- Sl. viku: 5256
- Frá upphafi: 2469640
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 4812
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson