Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.1.2024 | 14:22
Skelfilegt
Það er skelfilegt að verða vitni að því, að náttúruhamfarir ógni Grindavík. Á þessari stundu vitum við ekki hvaða tjón verður af eldgosinu sem hófst í morgun. Vonandi verður það sem minnst og vonandi rís Grindavík fljótlega við eins og Vestmannaeyjar gerðu þegar gosinu þar lauk.
Samfélaginu ber að koma til liðs við íbúa Grindavíkur og gera þá jafnsetta og hefðu þesar náttúruhamfarir ekki lent á þeim. Að sjálfssögðu hlíst verulegur kostnaður af því, en það sér enginn eftir því að greiða það sem til þarf, þannig að fólkinu, sem verður nú að flýja heimili sín geti liðið vel og notið þess sama og aðrir borgarar þessa lands.
Ríkisstjórnin þarf að bjóða Grindvíkingum að kaupa húsin þeirra sem vilja selja á markaðsvirði og ganga frá samningum um forkaupsrétt þeirra til að kaupa eignir sínar aftur af ríkinu vilji þeir það þegar núverandi ástandi lýkur. Það er um margt skynsamlegri ráðstöfun en að kaupa húseignir fyrir Grindvíkinga annarsstaðar á sama tíma og fólkið verður í óþolandi ástandi gagnvart lánastofnunum og lífeyrissjóðum.
Álag á alla innviði mun aukast verulega vegna náttúruhamfaranna. Þeir innviðir eru því miður margir þandir til hins ítrasta vegna þjóðfjandsamlegrar stefnu ríkisstjórnar í hælisleitendamálum undanfarin ár.
Nú er mál að linni. Við berum ábyrgð á því fólki sem er í landinu og við eigum að gera okkar besta hvað það varðar. Meira álag er ekki hægt að leggja á heilbrigðisþjónustu, íbúðamarkaðinn eða skólakerfið. Við getum því ekki verið að bruðla með fé, sem ekki er til, en ríkissjóður er rekinn með miklum halla. Við verðum að loka landinu alla vega tímabundið gagnvart svokölluðum hælisleitendum og allt tal um að flytja eitthvað fólk, sem hér á ekki heima og aðlagast ekki samfélaginu frá Gasa yrði griðrof af hálfu stjórnvalda gagnvart hagsmunum fólksins í landinu.
Búum vel að okkar og gætum þess, að fólk sem verður fyrir tímabundnu tjóni geti búið við góð lífskjör eins og við hin.
Maður horfir bara á húsið sitt í bakgrunninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2023 | 11:56
Að þekkja sjálfan sig og fá hvatningu.
Margir einstaklingar sem sett hafa svip sinn á mannkynsöguna og unnið stórvirki, gátu það af því að þeir fengu hvatningu og ástvina sinna eða vina. Stundum blæs ekki byrlega og allt virðist andstætt. Þá skiptir máli að fá hvatningu vina og fjölskyldu.
Margir eiga sér drauma og langar til að gera hluti sem þeir komast ekki til að gera vegna þess að aðrir hlutir hafa forgang. Ef til vill þekkja ekki margir nafnið Nathaniel Hawthorne, en hann missti vinnuna og algjörlega miður sín fór hann heim til að segja konunni sinni frá því að hann væri atvinnulaus. Þegar Nathaniel kom heim sagði hann við konuna sína Ég get ekki neitt ég er aumingi sem var rekinn úr vinnunni. En konan hans tók því með fögnuði í stað þess að verða reið eða taka undir að hann væri algjör mistök. Þess í stað faðmaði hún hann að sér og sagði Gott núna getur þú skrifað bókina sem þig hefur alltaf langað til að skrifa.
Já svaraði maðurinn; En á hverju eigum við að lifa á meðan ég er að skrifa bókina? Nathaniel til undrunar dró konan hans út skúffu og tók þaðan fúlgu af peningum. Hvaðan í ósköpunum fékkst þú þessa peninga, sagði Nathaniel.
Konan sagði. Ég hef alltaf vitað að þú værir snillingur og ég vissi að einhvern tíma mundir þú skrifa meiri háttar bók. Þess vegna lagði ég til hliðar peninga í hverri viku með því að spara í innkaupum til heimilisins og nú eru hér nægir peningar fyrir okkur til að lifa af í heilt ár.
Kona Nathaniel treysti honum og hafði mikla trú á hæfileikum hans og getu til að skrifa. Vegna þessa trausts og fyrirhyggju eiginkonunnar, gat hann látið drauminn rætast og skrifað bókina sem hann hafði dreymt um að skrifa. Bók sem er talin meðal bestu bóka sem skrifaðar hafa verið í Bandaríkjunum, The Scarlet letter.
Hvað hefði gerst hefði konan ekki haft trú á manninum sínum og lagt sitt til að hann gæti látið draum sinn rætast?
Þessi saga sýnir hvað jákvæð hvatning skiptir miklu máli að. Að hafa trú á þeim sem standa okkur næstir og muna að allir eru sérstakir hver og einn á sinn hátt.
Enginn er einn. Hver og einn hefur sínar gáfur og hæfileika. Það skiptir máli að við eigum þess kost hvert og eitt að fá að rækta jákvæða hæfileika og eðliskosti.
Það er svo margt sem glepur og dregur úr okkur þannig að við nýtum ekki þá hæfileika sem við höfum. Við ættum á frítíma eins og þeim sem nú fer í hönd að huga að því. Eins og segir í 67. sögn Tómasar guðspjalls Jesús sagði: Sá sem þekkir allt, en skortir sjálfan sig. Skortir allt. Það skiptir máli að hafa trú á sjálfum sér og fá jákvæða hvatningu. Þá geta menn gert stórvirki sem þeim hefði annars ekki verið unnt að gera.
22.12.2023 | 18:46
Gleðileg jól í Grindavík en gætum að okkur
Miklar gleðifregnir, að yfirvöld almannavarna skuli hafa heimilað Grindvíkingum að halda jólin heima hjá sér. Það hlítur að vera mikill léttir fyrir marga Grindvíkinga. Fyrir nokkrum dögum virtist það fjarri lagi.
Grindvíkingar sem aðrir gera sér grein fyrir því, að náttúruvá þarf ekki að vera langt frá Grindavík og þeir sem ákveða að halda jól og áramót í Grindavík eru meðvitaðir um það.
En þannig er það víða í heiminum, að fólk kýs að vera í heimabyggð jafnvel þó að hættur geti steðjað að. Það er enginn sem getur búið sig svo að umhverfi hans sé algerlega hættulaust.
Við höldum jól og reynum að hafa þau sem gleðilegust og öruggust fyrir okkur öll og vonandi verða jólin góð og kærkomin fyrir þá Grindvíkinga sem eiga þess kost að halda þau heima hjá sér. Til hamingju með það Grindvíkingar.
Það eru fleiri váboðar en þeir náttúrulegu, sem gæta verður að. Meira áfengi selst í desember en í nokkrum öðrum mánuði ársins. Á mörgum heimilum missa jólin glit, sitt hamingju og helgi vegna þess að einhver úr fjölskyldunni slasast vegna ölvunnar, verður sér til skammar eða kemur í veg fyrir að aðrir geti notið jólanna. Gætum að okkur, hugsum um hvort annað og látum ekki Bakkus eyðileggja það sem annars hefði getað verið svo gott og gleðilegt.
Grindvíkingar fá að halda jólin heima hjá sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2023 | 23:57
Veist ef þú vin átt
Frændhygli og vinargreiðar er óæskilegur hluti pólitískrar starfsemi, en illt að uppræta svo sem dæmin sanna, en sumir kunna líka að færa sér vináttuna í nyt eins og karlin á Akranesi,sem seldi Pétri Magnússyni fjármálaráðherra í Nýsköpunarstjórn kartöflur. Pétur komst að því,að karl seldi honum pokann 5 krónum dýrari en öðrum og ræddi við karlinn, sem sagði rétt vera og sagði: "Til hvers er að eiga vini ef maður græðir ekki eitthvað á þeim."
Steingrímur Hermannson þá flugmálaráðherra skipaði vin sinn og flokksbróður Pétur Einarsson sem flugmálastjóra og var það gagnrýnt heiftarlega að hann skyldi skipa lögfræðing sem ekkert vissi um flugmál sem flugmálastjóra. Steingrímur svaraði því að bragði og sagði að það væri rétt, að Pétur væri lögfræðingur en tók sérstaklega fram, að hann hefði fjölþætta menntun þar sem hann kynni líka Argon suðu, hvað svo sem sú suða kom flugi við.
Nú hefur Bjarni Benediktsson skipað Svanhildi Hólm fyrrum aðstoðarmann sinn sendiherra í Washington og varði þá skipan af röggsemi og sagði hana hafa svo fjölþætta þekkingu og reynslu, að eðlilegt væri að hún yrði skipuð.
Bæði Steingrímur og Bjarni hefðu getað sleppt þessu, af því að allir vita og sjá hvað þarna er og var á ferðinni. Vinargreiðar sem standast enga skoðun. En rökin eru síðan hönnuð til að reyna að segja fólki að það sem er augljóst sé einmitt ekki það sem sé augljóst.
Calicula keisari í Róm gerði hestinn sinn að þingmanni og datt ekki í hug að reyna að sannfæra borgarlýðinn í Róm um að það væri gert á faglegum grunni. En nú 2000 árum síðar telja stjórnmálamenn sig hafa farið með rétt mál ef þeir telja það vera til varnar sínum sóma að veifa frekar röngu tré eins og Bjarni og Steingrímu frekar en öngvu eins og Calicula gerði.
10.4.2023 | 09:27
Hverju getum við breytt?
Á gröf biskups úr bresku biskupakirkjunni er eftirfarandi grafskrift:
Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að ég gæti ekki breytt heiminum. Ég breytti þá ætlun minni og ákvað að breyta landinu mínu. En það var mér líka um megn.
Þegar ég varð gamall reyndi ég í örvæntingu að gera eina og síðustu breytinguna og gera tilraun til að breyta aðeins fjölskyldu minni. Þeim sem stóðu mér næst. En nei þeir vildu ekki samþykkja breytingarnar sem ég hafði í huga.
Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað, að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst þá mundi ég hafa sem fyrirmynd breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum.
Þessi orð eru athygliverð og sígild.
1.1.2017 | 10:13
2017
Gjöfult og gott ár 2016 kveður. Ár mikilla umskipta þar sem kom í ljós að vinstri- stjórnmála- háskóla- og fréttaelítan sem og elítu stjórnmálaflokkar í Evrópu átta sig ekki á því hver vandamál venjulegs fólks eru og standa svo gapandi af undrun yfir því að meirihluti kjósenda skuli hafa aðrar skoðanir en þau.
Brexit í Englandi og Sigur Donald Trump í USA var eitthvað sem engin bjóst við. Samt gerðist það og einungis vitifirrta vinstrið trúir því að Pútín forseti hafi ráðið öllu um hvernig fór. Því fólki væri nær að skoða að lífskjarabatinn hefur að mestu farið framhjá svokallaðri miðstétt og þeim sem lægst hafa launin, en skolað sér helst til ofurfjárfesta og þeirra sem þiggja allt sitt frá hinu opinbera sem launafólk eða sem gjafir frá skattgreiðendum
Furðuyfirlýsingar kanslara Þýskalands Angelu Merkel um þann ábata sem Þýskaland hafi af innflytjendastraumnum þar sem fleiri vinnandi hendur komi til að bæta lífskjörin í landinu stangast á við raunveruleikann, en samkvæmt nýjustu tölum eru eingöngu um 34 þúsund innflytjenda af um 1.2 milljónum innflytjenda sem komu til landsins árið 2015 í vinnu. Það þýðir að þýskir skattgreiðendur þurfa að fæða og klæða rúmlega milljón fleiri en þeir hefðu þurft að gera ef helstefna Angelu Merkel í innflytjendamálum hefði ekki komið til.
Búast má við að árið 2017 verði gott ár fyrir okkur, en það eru hættumerki eins og óhófleg styrking krónunnar, okur gagnvart útlendingum sem gæti drepið þá gullgæs sem aukin straumur ferðamanna er fyrir okkur. Jón Ásbergsson forstjóri Íslandsstofu sagði í fréttum fyrir nokkru að ríkið fengi nú um 60 milljarða af ferðamönnum á ári. Það munar um minna og það ætti ekki að vera ofrausn að eyrnamerkja þó ekki væri nema 5% af þeim hagnaði til að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum koma upp salernisaðstöðu og veita björgunarsveitum myndarlegan fjárstuðning í stað þess að láta þær nær eingöngu þrífast á flugeldasölu.
Donald Trump tekur við 20. janúar n.k. og fróðlegt verður að vita hvernig honum gengur. Fyrstu skref hans lofa meiru en ýmis ummæli hans í kosningabaráttunni gátu bent til. Það er þörf stefnubreytingar hjá USA. Utanríkisstefna þeirra er komin í þrot og saga tómra mistaka og brota á alþjóðalögum alla þessa öld.
Ár hanans byrjar skv. kínversku stjörnufræðinni og það hefu þá þýðingu sem þeir sem trúa á stjörnuspeki vita. Í byrjun febrúar á alþjóðadegi Hijapsins (höfuðfat sumra múslimskra kvenna) eru konur hvattar til að finna út hvernig það er að vera með slíkt handklæði á höfðinu.
Nýr forseti Frakklands verður kosinn á árinu. 10 ár verða liðin frá því að Steve Jobs kom fram með iPhoninn. Fimmtíu ár frá dauða Che Guevara. 100 ár frá byltingu kommúnista í Rússlandi og 500 ár frá því að Marteinn Lúther hóf andstöðu sína við Kaþólsku kirjuna sem leiddi til aðskilnaðar kaþólskra og mótmælenda. Þannig er margs að minnast. En áskoranir framtíðarinnar eru margar.
Við fáum nýja ríkisstjórn í byrjun árs 2017 ef að líkum lætur. Ótrúlegt gauf hefur verið á þeim sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum og ótrúlegt að það skuli taka fólk svona langan tíma að finna út úr því hvort það er samstarfsgrundvöllur eða ekki. Katrín Jakobsdóttir, sem hafði öll spil á hendinni eftir kosningarnar hefur spilað hvern afleikinn á fætur öðrum sem veldur því að öllum líkindum að VG verður utan stjórnar og heldur áfram eyðimerkurgöngu ásamt systurflokki sínum Pírötum.
Svo fremi stjórnmálamenn og lífeyrissjóðir valdi ekki meiri háttar búsifjum á árinu og ofurverðlagning hrekji ferðamenn ekki frá landinu þá verður árið 2017 með þeim bestu sem við höfum upplifað - að vísu með þeim fyrirvara að náttúruhamfarir setji ekki strik í reikninginn. Við eigum alla möguleika til að rísa til betri kjara og batnandi þjóðlífs ef við leyfum einstaklingunum að njóta aukins svigrúm og þúsund blómum framtaks þeirra áð blómstra. Mér finnst gaman að sjá hvernig íslenskir listamenn einkum í tónlist hafa haslað sér völl með framúrskarandi hætti. Þannig getum við náð árangri. En besta leiðin til þess er að ríkið hætti að styðja atvinnurekstur og leyfi öllum að sitja við sama borð.
Gleðilegt ár árið 2017 verður ef við leikum ekki af okkur.
Nú er kominn tími til að hlusta á Vínartónleikana í beinni svo ég segi:
Kæru vinir Gleðilegt ár 2017
Þið sem hafði horn í síðu minni og teljið ykkur vera óvini mína vil ég líka óska gleðilegs og farsæls nýs árs og geri mér grein fyrir því að ég bjó ykkur til því miður.
Lifið heil
18.1.2016 | 18:15
Vér skítseyði borgarinnar
Við Margrét mín erum ekki þurftarfrekustu eða subbulegustu kvikindi borgarinnar, og þá sérstaklega ekki hún. Þar fyrir utan er mér skipað að gæta vel að því að taka dagblöð, pappa og aðrar umbúðir út fyrir sviga og koma þvílíku skarni á gámastöð Sorpu.
Samt sem áður lendum við ítrekað í því að sorptunnan fyllist. Þá verður að fara aukaferðir á gámastöðina.
Þeir sem annast um sorphirðu hjá Reykjavíkurborg sýnist mér gera það af samvisku- og eljusemi, en það dugar ekki til. Reykjavíkurborg er að spara og enn skal dregið úr þjónustu við öll skítseyði þessarar borgar hverju nafni sem nefnast.
Sú var tíðin að Reykjavíkurborg sótti allt sorp. Svo kom Sorpa í þágu vistvænnar sorphirðu og þá þurftu borgararnir að sjá sjálfir um að henda sumu sem áður var sett í sorptunnur.
Nú má ekki tæma ruslatunnur nema þrisvar í mánuði samkvæmt sérstakri ákvörðun borgarstjóra, sem segir það öldungis nóg fyrir hvert venjulegt skítseyði í borginni.
Vinur minn sagði mér að hann hefði ekki komið frá sér sorpi í sorplúgu fjölbýlishússins síns, en hann býr á fyrstu hæð hússins. Sorp hefði flætt upp að lúgunni. Vinur minn sem er bæði ráðagóður og eðalsnjall brá á það ráð að fara í sorpgeymsluna, en varð þaðan að hverfa þar sem út úr flóði þegar hann opnaði dyrnar og mátti hann hafa sig allan við að geta lokað þeim aftur.
Dagur borgarstjóri og hjörð hans segir að stjórnmál snúist um að forgangsraða og það sé sýnu mikilvægara að þrengja götur í Reykjavík og gera þær illar yfirferðar, en hreinsa almúgasorp. Þau sé auk heldur mikilvægara að reka mannréttindaskrifstofu og kosta ráðgjöf fyrir innflytjendur en hreinsa skítinn frá bornu og barnfæddu almúgafólki.
Á sama tíma auglýsir Reykjavíkurborg: "Borgarbúar fagna grænni tunnu úr plasti." Þessi fagnaðarbylgja fór framhjá mér. Hélt Dagur og félagar fagnaðarsamkomu í tilefni grænu tunnunar. Hverjir fögnuði, hvar og hvenær?
Vinur minn í fjölbýlishúsinu, sem kemst ekki einu sinni að grænu tunnunni er hins vegar ekki mikill fögnuður í huga þegar ólyktin frá sorpgeymslunni gerir íbúð hans lítt vistvæna þrátt fyrir að Dagur og félagar sjái ástæðu til þess á sama tíma, að fagna grænu tunnunni.
23.6.2015 | 14:28
Hræðileg örlög
Forsíðufrétt Fréttablaðsins er um þau hræðilegu örlög sem bíða Garðabæjar. Samkvæmæt könnun sem blaðið vísar til þá eru íbúar Garðabæjar að eldast. Í fréttinni er fjallað um þau hræðilegu örlög sem bæjarfélagsins bíður vegna þessa óbreytanlega náttúrulögmáls.
Hvað skyldi nú valda þessari vá sem Garðbæingar standa frammi fyrir. Ekki er vafi á því að þar er um auðskýranlegar náttúrulegar orsakir að ræða. Þá er spurningin er eitthvað öðruvísi í Garðabæ en í öðrum samfélögum á höfuðborgarsvæðinu? Eftir því sem best verður séð þá er svo ekki. Meðalaldur í hverfum og bæjarhlutum verður hærri og svo kemur endurnýjun. Garðabær sker sig ekkert úr hvað þetta varðar og sömu lögmál gilda hér og í okkar nágrannalöndum.
Þessi forsíðufrétt Fréttablaðsins er dæmigerð ekki frétt. Talnaleg könnun og úrvinnsla er dæmi um leiki menntamanna sem hafa ekkert betra við tímann að gera á kostnað skattgreiðenda.
Þó þessi frétt um náttúrulega öldrun Garðbæinga sé dæmigerð ekki frétt þá er hún þó hátíð miðað við afkáralega síbyljufréttamennsku RÚV um "hörmulegt ástand" á sjúkrahúsum landsmanna.
22.12.2012 | 00:07
Nigella og uppskriftin að friðsælum jólum
Nigella Lawson sjónvarpskokkur segist hafa uppskriftina að góðum og friðsælum jólum. Hún býður alltaf einhverjum utanaðkomandi til að taka þátt í hátíðarhöldunum með fjölskyldunn.
"Það verður alltaf að vera einhver til staðar sem fólk vill ekki líta illa út gagnvart." Það á heldur ekki að skipa fólki til sætis og það er mikilvægt segir hún. Ef fólki er skipað til sæti þá lítur fólk á mikilvægi sitt í samræmi við það hvað það er sett langt frá gestgjafanum. Svo segir hún það líka vera rugl að það eigi að skipa fólki til sætist eftir kynferði þ.e. stelpa, strákur og stelpa strákur. Á hvaða öld haldið þið eiginlega að við lifum segir Nigella.
Ef uppskriftin er ekki flóknari til að eiga góð og happasæl jól sameiningar og friðar í fjölskyldum þá ættu allir að geta notið þess.
Svo er spurning hvort að sjónvarpskokkur veit betur en aðrir um atriði sem eru ótengd eldamennsku.
Alla vega skiptir máli að við skipum málum þannig að jólin verði sem gleðilegust, skemmtilegust og friðsælust.
21.7.2008 | 09:54
Ákall um hjálp.
Hún Halla Rut vinkona okkar hefur óskað eftir aðstoð við að vekja athygli á vandamáli vinkonu sinnar sem berst við erfiðan sjúkdóm og þarfnast hjálpar. Í staðinn fyrir að endurprenta upplýsingarnar sem birtast á bloggsíðu Höllu Rutar þá vísa ég í skrif hennar en slóðin er:
http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/594049/
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 19
- Sl. sólarhring: 430
- Sl. viku: 4235
- Frá upphafi: 2449933
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 3946
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson