Leita í fréttum mbl.is

Hræðileg örlög

Forsíðufrétt Fréttablaðsins er um þau hræðilegu örlög sem bíða Garðabæjar. Samkvæmæt könnun sem blaðið vísar til þá eru íbúar Garðabæjar að eldast. Í fréttinni er fjallað um þau hræðilegu örlög sem bæjarfélagsins bíður vegna þessa óbreytanlega náttúrulögmáls.

Hvað skyldi nú valda þessari vá sem Garðbæingar standa frammi fyrir. Ekki er vafi á því að þar er um auðskýranlegar náttúrulegar orsakir að ræða. Þá er spurningin er eitthvað öðruvísi í Garðabæ en í öðrum samfélögum á höfuðborgarsvæðinu? Eftir því sem best verður séð þá er svo ekki. Meðalaldur í hverfum og bæjarhlutum verður hærri og svo kemur endurnýjun. Garðabær sker sig ekkert úr hvað þetta varðar og sömu lögmál gilda hér og í okkar nágrannalöndum.

Þessi forsíðufrétt Fréttablaðsins er dæmigerð ekki frétt. Talnaleg könnun og úrvinnsla er dæmi um leiki menntamanna sem hafa ekkert betra við tímann að gera á kostnað skattgreiðenda.

Þó þessi frétt um náttúrulega öldrun Garðbæinga sé dæmigerð ekki frétt þá er hún þó hátíð miðað við afkáralega síbyljufréttamennsku RÚV um "hörmulegt ástand" á sjúkrahúsum landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svipað hefur gerst í fleiri hverfum, svo sem í Vesturbænum á sínum tíma og í Háaleitishverfinu.

En þetta var nú einfaldlega bara lífsins gangur.Þegar gamlingjarnir dóu flutti ungt fólk inn í þess stað og eðlileg endurnýjun varð með kynslóðaskiptum.

Kynslóðaskipti eiga ekki að vera vandamál heldur gleðileg og gefandi.

Með því að hugsa til þeirra með skelfingu er hægt að verða nær frávita af ótta við þá tilhugsun að fæðingum stórfjölgi vegna þess að þar verður til hópur, sem gefur ekkert í launaumslögin eða í bæjarsjóð.   

Ómar Ragnarsson, 23.6.2015 kl. 22:48

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hárrétt Ómar.

Jón Magnússon, 24.6.2015 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 1698
  • Frá upphafi: 2291588

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1524
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband