Færsluflokkur: Vísindi og fræði
6.5.2024 | 07:54
Hvernig gat þetta gerst?
Kóvíd hræðslan er liðin hjá. Eðlileg mannleg samskipti eru nú til staðar. Nú eigum við að horfa til baka og huga að því hvernig það sem gerðist í Kóvídinu gat gerst í lýðfrjálsu landi.
Grundvallar mannréttindum um frelsi og ábyrgð einstaklingsins var vikið til hliðar og alræðisvald ríkis,"sérfræðinga" og fjölmiðla,tók yfir. Með auglýsingum og óttastjórnun (líf þitt er í hættu) og siðferðilegum ásökunum (þú ógnar lífi annars fólks), útiloka andmæli og banna rökræður ollu fjöldahræðslu sem nýja valdastétt alræðisvaldsins nýttir sér út í æsar.
Mannréttindum var vikið til hliðar með markvissum áróðri m.a um að fólk mundi deyja og börnin þeirra og barnarbörn ef það hlýddi ekki.
Mín kynslóð barðist fyrri hluta ævinnar fyrir frelsi og lýðræði gegn helsi ógnarstjórnar kommúnismans. Forusturíkið Sovétríkin varð gjaldþrota og Kína tók upp kapítalískt efnahagskerfi að mestu leyti þó alræðisstjórn kommúnismans sitji þar áfram og beri ábyrgð á Kóvíd fárinu.
Við hægra fólkið, baráttufólk fyrir markaðshyggju takmörkuðum ríkisafskiptum, frelsi og mannréttindum sigruðum, þó sá sigur hafi síðan glutrast að mestu leyti niður.
Þá voru allt of margir sem ímynduðu sér, að ekki þyrfti framar að berjast við ógnar- og einræðisstjórnir. Hvernig gat þá kóvíd óttinn tekið öll lýðréttindi og eðlilegar lýðræðislegar umræður úr sambandi? Allt í einu var frelsi fólks takmarkað meir en nokkru sinni fyrr. Fólki var meinað að heimsækja aldraða foreldra,ættingja eða jafnvel maka á sjúkrastofnanir og öldrunarheimili að viðlagðri refsingu. Börn máttu ekki faðma afa og ömmu líka að viðlagðri refsingu. Margt gamalt fólk og sjúklingar dóu úr einmannaleik og leiðindum, en það skipti hina nýju valdastétt ekki máli.
Þau sem voru á móti takmörkunum og lokunum fyrirtækja vegna efnahagslegra afleiðinga voru sökuð um að vera vont fólk, sem vildi fórna lífi fólks vegna hagnaðarsjónarmiða. Ríkisvaldið tók á sig glórulausan kostnað, sem við súpum seyðið af í dag, með um 200 milljarða vaxtakostnaði ríkissjóðs á ári vegna sóunar- og eyðslustefnu ríkisins í kóvídinu. Sjálfstæðisflokkurinn brást því hlutverki sínu að gæta aðhalds og eyða ekki um efni fram og hefur ekki fundið fjölina sína aftur þó kóvídið sé löngu búið.
Samspil stjórnmála, fjölmiðla og stjórnenda heilbrigðismála gerði fólk ofsalega hrætt. Tjáningarfrelsið og fleiri mannréttindi voru tekin úr sambandi og þaggað var niður í þeim heilbrigðisstarfsmönnum, sem höfðu aðra skoðun en kerfið. Þeir sem andmæltu þeim fasísk-, kommúnísku ráðstöfunum sem gripið var til voru óvinir ríkisins.
Fara eftir vísindunum og hlýða Víði var síbylju mantran. En það voru stundum engin vísindi heldur geðþóttaákvarðanir sóttvarnalæknis.
Ríkisvaldið gerir ekkert til að kanna hvað fór úrskeiðis, þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig. Hvað með bólusetningar með tilraunabóluefnum. Hvaða tjóni hafa þær valdið og hvaða tjóni eru þær líklegar til að valda? Má tala um það í dag?
Lýðræði, framfarir og mannréttindi byggja á gagnrýnni hugsun og umræðum. Við megum aldrei aftur fórna mannréttindum vegna öryggis og fela alræðisstjórn völdin.
27.1.2024 | 20:14
Sigur eða ósigur?
Ýmsir vinir og stuðningsmenn Hamas samtakanna á Íslandi voru fljótir til að lýsa því yfir þegar Alþjóðadómstóllinn(AD) í Haag kvað upp úrskurð sinn, að í honum fælist viðurkenning á því að Ísrael væri sekt um þjóðarmorð. Það er rangt.
AD féllst ekki á kröfu kæranda Suður Afríku(SA) um að AD lýsti Ísrael sekt um þjóðarmorð á Gasa. En í stað þess að vísa málinu frá eins og AD hefði átt að gera, þá ákvað pólitíski dómstóllinn að halda málinu hjá sér og benda Ísrael á ýmis atriði. Ekkert þessara atriða skiptir máli í sjálfu sér varðandi framhaldið og ekkert þeirra leiðir til frekari aðgerða gegn Ísrael.
Ísrael hafði því sigur í því sem mestu máli skipti svo sem við var að búast, en hinsvegar er það umhugsunarvert, að AD skuli telja nauðsynlegt að dæma eftir einhverju öðru en þeim samþykktum sem um dóminn gilda. Ég hef áður bent á að dómarar í AD eru skipaðir af ríkisstjórnum eftir skoðunum þeirra en ekki hæfi sem lögfræðingar.
Í þessu tilviki var reynt að nota AD til að koma höggi á Ísrael, sem mistókst. En dómur AD sýnir hinsvegar að dómendurnir hika ekki við að dæma eftir allt öðru en lögunum til að þóknast þeim ríkisstjórnum sem skipuðu þá.
Vafalaust er kominn tími til að leggja þennan dómstól niður í núverandi mynd og eftir atvikum stofna nýjan sem gegnir hlutverki sínu sem dómur á grundvelli laga og mannréttinda, en ekki áróðursstofnun eins og AD hefur þróast í að vera.
11.1.2024 | 17:13
Þjóðarmorð?
Í tveimur meginfréttarímum RÚV í gær og í dag þ. 11.mars hefur verið fjallað ítarlega um kæru S. Afríku á Ísrael vegna meints þjóðarmorðs á Palestínuaröbum. Þessi kæra er til þess að viðhalda röngu upplýsingaflæði til fólks og það er kærkomið fyrir RÚV.
Skv. tölum frá skæruliðasveitum Hamas þá hafa um 23 þúsund íbúar fallið á Gasa frá því í október. Vissulega mikið, en ekki meira en við mátti búast miðað við þær aðstæður sem eru fyrir hendi. Ekki eru gefnar upplýsingar um það hvað margir voru bardagamenn skæruliðahreyfingarinnar Hamas.
Til samanburðar má benda á baradagana um Aleppo í Sýrlandi, en þar voru yfir 30 þúsund manns drepnir og 35% bygginga í lagðar í rúst. Í Raqqa höfuðborg ISIS gerðu Bandaríkjamenn gríðarlegar loftárásir og lögðu mikið af byggingum borgarinnar í rúst. 270.000 af 300.000 íbúum flýðu og 80% bygginga borgarinnar voru lagðar í rúst.
Í samanburði er því hryllingurinn á Gasa, það sem við mátti búast miðað við bardaga við þessar aðstæður. Í því sambandi verður að hafa í huga: Ísrael hefur verið tilbúið til að semja um að ljúka þessu stríði ef allir gíslar verði leystir úr haldi og þeir sem tóku þátt í og bera ábyrgð á hryðjuverkunum 7.október verði látnir svara til saka. Lýsir það vilja til þjóðarmorðs?
Í annan stað þá er ljóst, að Hamas hreyfingin er vel vígúin og varin því að þrátt fyrir hernað í meir en 2 mánuði hefur varnarsveitum Ísrael ekki tekist að uppræta vígamennina sem halda áfram að skjóta eldflaugum að Ísrael, en frá því greinir RÚV aldrei.
Eftir að Ísraelsríki var stofnað ekki síst fyrir frækilega framgöngu sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum Thor Thors árið 1948 réðust Arabaríkin, Eyptaland,Sýrland, Jórdanía o.fl. á Ísrael en Ísrael hafði sigur. Markmið Arabaríkjanna var að útrýma Gyðingum í Ísrael og afmá tilveru Ísrael sem ríkis.
Árið 1967 hótuðu Arabaríkin allsherjar árás á Ísrael til það þurrka það út af landakortinu, en Ísraelsmenn höfðu frækinn sigur undir stjórn eins mesta hershöfðingja sögunnar Moshe Dyan, þar sem varnarsveitir Ísrael börðust við tífalt fleiri hermenn en þeir höfðu og sigruðu.
Í Yom Kippur stríðinu 1973 réðust Egyptar og Sýrlendingar fyrirvaralaust á Ísrael, en varnarsveitum Ísrael tókst að snúa málum sér í hag ekki síst vegna snilldarlegrar herstjórnar Ariel Sharon síðar forsætisráðherra Ísrael,sem komst við það á spjöld sögunnar sem einn snjallasti hershöfðingi sögunnar ásamt landa sínum Moshe Dyan áður.
Þannig hefur Ísrael stöðugt þurft að verja sig og engin efast um það að vilji Arabaríkjanna í öllum þessum þrem styrjöldum sem ég hef vísað til hefur verið til að afmá Ísrael af landakortinu þó það hefði þýtt þjóðarmorð á Gyðingum.
Þjóðarmorð á Aröbum hefur aldrei verið á dagskrá Ísrael enda búa fjölmargir Arabar í Ísrael og njóta þar allra borgaralegra réttinda. Það er hinsvegar markmið Hamas að útrýma öllum Gyðingum drepa þá og afmá þá algjörlega af jörðinni hvort heldur þeir búa í Ísrael eða annarsstaðar.
Hverjir ættu þá að vera í réttarsölum ákærðir fyrir vilja til þjóðarmorðs. Það eru liðsmenn Hamas og taglhnýtingar þeirra, sem Katrínu Jakobsdóttur fannst eðlilegt að eiga orðastað við í ráðherrabústaðnum í gær og hafa hertekið Austurvöll með leyfi vinstri meirihlutans í Borgarstjórn.
Væri ekki rétt að íslenska ríkisstjórnin beitti sér fyrir brottflutningi þessa fólks til að það geti sameinast fjölskyldum sínum í Egyptalandi eða Íran. Hér hefur þetta fólk, sem hatast út í allt vestrænt og vill búa við Sjaría lög ekkert að gera nema síður sé.
6.1.2024 | 13:29
Þrettándinn og "Guðs ríki"
Þá er runninn upp síðasti jóladagurinn 6. janúar. Þrettándinn.
Jólin standa frá kvöldi dags 24. desember til 6. janúar vegna þess, að austurkirkjan miðaði við fæðingardag Jesú þ.6. janúar en vesturkirkjan í Róm við 24 eða 25 desember eftir atvikum. Þetta var prakstískt í markaðssókn kirkjunnar á þeim tíma og allt gott um það að segja.
Það veit enginn hvenær ársins Jesús fæddist og ekki hvaða ár. Sennilega hefur hann fæðst 4 til 12 árum fyrr en miðað er við. En þetta skiptir ekki máli í sjálfu sér því helgisagan er jafnfalleg eftir sem áður og færir boð kristinnar trúar um frið og fyrirgefningu.
Á Spáni er þetta helsti dagur jólanna og kallaður dagur vitringanna (konunganna) en vitringarnir tóku í helgisögnum smám saman á sig mynd konunga. Jarðneskar leifar þeirra eru sagðar vera í dómkirkjunni í Köln. En Marco Polo taldi sig hins vegar vita hvar þær voru um 1300 e.kr. þar sem hann hafði rekist á grafhýsi þeirra í Íran, á ferð sinni til Kína.
Hvað sem líður trúverðugleika þessa þá skiptir okkur mestu þær staðreyndir, að Jesús fæddist, starfaði,gerði kraftaverk,flutti boðskap mannkærleika, friðar og fyrirgefningar og var tekinn af lífi með krossfestingu og það sem mestu máli skiptir. Reis upp frá dauðum, en með því var staðfest fyrirheit Guðs um fyrirgefningu synda og eilíft líf fyrir trú og góð verk.
Við skulum því kristið fólk njóta þess að eiga sameiginlega trúarhátíð um jól, sem á að minna okkur á grundvöll kristinnar trúar m.a. það, sem hefur týnst í umræðunni um aldir. Umræðan um "Guðs ríki", sem Jesús boðaði. "Guðs ríki" á jörðu: Hvað er það? Hvenær kemur það? Hvernig er það?
19.12.2023 | 07:14
Á skammri stund
Gamalt máltæki segir: "Á skammri stund skipast veður í lofti." Það sama á við um önnur náttúrufyrirbæri.
Um kl. 22 í gær hófst eldgos á Reykjanesi nokkrum kílómetrum frá Grindavík. Enginn sérfræðingur í jarðvísindum spáði fyrir um gosið, sem sýnir vel að þrátt fyrir alla okkar þekkingu, mælitæki og aðra tækni, þá er náttúran söm við sig og duttlungar hennar eru lítt fyrirsjáanlegir.
Margir höfðu spáð fyrir um gos fyrir nokkru síðan, en það gos kom aldrei, en nú kemur það af miklu afli.
Á þessari stundu virðist, sem gosið muni ekki valda miklu tjóni og þá ekki í Grindavík, sem er mikið lán.
Nú þarf að gæta allra varúðarráðstafana sem fyrr,en gæta þess að fara ekki offari. Jarðvísindamenn eiga auðveldara með að átta sig á aðstæðum og líkum á því hvað muni gerast eftir að gos er hafið. Vonandi hefur Ármann Höskuldsson einn fremsti sérfræðingur okkar í þessum málum rétt fyrir sér, þegar hann segir að líkur séu á því að draga muni hratt úr krafti gossins.
Okkar kynslóð hefur verið blessunarlega laus við gos, sem hafa valdið miklu tjóni ef frá er talið gosið í Vestmannaeyjum. En þá tók þjóðin á, með samstilltu átaki og leysti þau mál sem þurfti að leysa. Vonandi gengur eins vel nú, að leysa þau mál sem þarf að leysa fyrir Grindvíkinga í þeirri von, að þeir geti snúið aftur í sinn heimabæ sem fyrst.
Þegar útlitið var sem dekkst í Vestmannaeyjagosinu sagði þáverandi forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson. "Vestmannaeyjar munu rísa". Mörgum þótti það ansi djarflega mælt á þeirri stundu, en það gekk eftir. Nú skulum við taka höndum saman um að láta það raungerast, að Grindavík muni rísa á ný sem fyrst með blómlegu mannlífi og atvinnulífi.
17.12.2023 | 09:52
Sannleikurinn og vísindin.
Patrick Brown sérfræðingur og stjórnandi hjá Breakthrough stofnuninni í Kaliforníu segir það leyndarmál sem allir þekkja að loftslagsvísindum sé haldið í herkví oftopafulls áróðurs.
Staðreynd sé, að aukin notkun jarðefnaeldsneytis hafi valdið því að jörðin sé nú grænni en nokkru sinni fyrr. Gróðurlendi jarðar hafi vaxið um landssvæði sem sé tvisvar sinnum stærra en Bandaríkin og sé enn að aukast.
Eftir að Brown sýndi fram á þessar staðreyndir árið 2015 varð hann fyrir hatri og ofsóknum jafnvel frá vísindafólki, sem reyndi ekki að hrekja fullyrðingar hans, en vændi hann um svik við málsstað hamfarahlýnunar þar sem hann vogaði sér að benda á að eitthvað gott hlytist af notkun jarðefnaeldsneytis.
Vandamálin er það sem skiptir máli í loftslagskirkjunni, lausnir eru bannfærðar. Brown segir að jafnvel þeir sem viðurkenni að loftslagsbreytingar séu raunverulegar, en önnur vandamál séu brýnni eins og t.d. skortur á hreinu vatni og ofveiði, sé litið á sem trúvillinga sem beri að ofsækja.
Þetta er eitt dæmi þar sem vísindasamfélagið bregst. Þannig var það líka í Kóvíd. Lokað var á þá sem bentu á að uppruni veirunnar gæti verið úr rannsóknarstofum í Kína.
Loftslagsmálin eru orðin ofsatrúarbrögð, sem njóta gríðarlegra styrkja,vegna þess að ofurauðvaldið hefur svo ríka hagsmuni á því að græða á skattgreiðendum og neytendum.
Þeir sem halda að ráðstefnan fína í Dubai hafi fyrst og fremst verið loftslagsráðstefna vaða í villu og svíma. Hún var fyrst og fremst viðskiptaráðstefna kostuð af skattgreiðendum fyrir hina "nýju stétt" hinna ofurríku sem selja grænar lausnir og aflátsbréf á kostnað skattgreiðenda.
15.12.2023 | 09:39
WHO á ekki að ráða hér á landi.
Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) hafa að verulegu leyti brugðist síðustu ár og margar stofnanir bæði WHO(Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) og Unesco (menningar of fræðslustofnunin). Svo ekki sé talað um samtök tildurkvennanna í UN Women.
WHO brást algerlega á tímum Kóvíd heimsfaraldursins og má að mörgu leyti kenna um hve illa fór í baráttunni við faraldurinn og hvað gríðarlegum fjármunum var eytt að nauðsynjalausu. Gripið var til þvingunarráðstafana sem voru með öllu ónauðsynlegar. Þá stóð forusta WHO þétt að baki Kínverjum til að koma í veg fyrir eðlilega umræðu um uppruna Kóvíd veirunnar.
Svo dettur ráðamönnum í hug, að framselja ákvörðunarvald íslensku þjóðarinnar til þessarar stofnunar. Það gengur ekki. Í fyrsta lagi er engin ástæða til þess. Í öðru lagi þá verður ekki séð að WHO sé líklegt til að taka betur á málum en íslensk stjórnvöld og í þriðja lagi þá hræða sporin. WHO hefur verið mislagðar hendur á undanförnum árum.
Af hverju koma Norðurlöndin sér ekki saman um samvinnu á sviði heilbrigðismála, en láta WHO og aðgerðir þess eiga sig. Það er ekki alltaf af því góða að deila fullveldinu. Sérstaklega ekki þegar um gjörsamlega vanhæfa stofnun er að ræða eins og WHO.
14.12.2023 | 10:56
Við erum epli sögðu hrútaberin
Miklir menn erum vér Hrólfur minn sagði hamfararhlýnunarráðherra Bandaríkjanna um leið og hann kvaddi Jabar gistivin sinn í Dubai, eftir að þeir höfðu náð samkomulagi um marklausa yfirlýsingu um að draga skuli úr notkun jarðefnaeldsneytis eftir árið 2050 allt til þess, að það hlýni ekki á plánetunni jörð.
Sé það svo, að notkun jarðefnaeldsneytis sé svo mikilvægt sem af er látið til að auka hitastig jarðar og við búum við þvílíka hamfarahlýnun að jörðin er að farast skv. því sem kommúnistinn Guterres hjá SÞ heldur fram sem og loftslagspáfar eins og Al Gore og hamfarahlýnunarráðherra Bandaríkjanna halda fram. Hvernig má það þá vera að það sé hægt að bíða í 30 ár eins og ekkert hafi í skorist.
Sitt er síðan hvað, að þegar lokaályktunin er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að þessi ályktun varðandi jarðefnaeldsneytið skiptir ekki nokkru máli og er marklaus viljayfirlýsing um að "stefnt skulil að" eins og segir svo víða í ályktunum stjórnmálaflokka án mikils takmarks eða tilgangs.
Svo sem fyrr hefur verið á öllum loftslagsráðstefnum SÞ grétu forustumenn eyríkja í Kyrrahafi stórum krókódílatárum yfir að eyjar þeirra væru að fara í kaf og þeir þyrftu að fá meiri peninga frá Vesturlöndum vegna þess. Staðreyndin er hinsvegar sú, að það er ekkert einasta eyríki sem er að fara í kaf og land sumra þeirra hefur aukist en ekki minnkað vegna þess að sjávarborð er ekki að hækka með óeðlilegum hætti.
Með hverju árinu sem líður kemur betur og betur í ljós, að allt tal um ofurvald mannsins yfir veðrinu er byggt á sandi tölvulíkana, sem öll hafa spáð rangt á undanförnum 28 loftslagsráðstefnum og þar á milli.
Enginn man lengur eftir því hvað gerðist á ráðstefnu Evrópuráðsins í Reykjavík í vor nema Rósa Björk sem á að sjá um úrvinnslu á því sem ekkert er. Hvergi er minnst á bótasjóðinn sem átti að stofna og sama verður um ályktunir COP 28, að ekkert er handfast eða samþykkt sem máli skiptir.
En því miður munu Vesturlönd halda áfram að hamra járnið heima fyrir og skattleggja eigin borgara og draga þá í átt til örbirgðar á grundvelli grænna lausna, sem allar eru styrktar af ríkisfé.
Þá er lausnarorðið og orkuskipti, sem eru svo dýr, að það ræður engin við þau með núverandi tækni án þess að færa lífskjör aftur á stig þess sem var í Evrópu á miðöldum. Á sama tíma á að hafna ódýrustu lausnum í orkumálum, sem er jarðefnaeldsneyti, vatnsafsl- og karnorkuver.
Um árabil hefur það verið til siðs í skólum á Vesturlöndum, að hræða börn vegna þeirrar ógnar sem hamfarahlýnunin hefur í för með sér. Börnin hafa farið lafhrædd í rúmið og óttast að þau gætu stiknað þá nóttina vegna draugasagnanna um hamfarahlýnun.
Það væri eðlilegra að skólarnir fræddu börnin um hina raunverulegu vá, sem er ógnarstjórn pópúlískra stjórnvalda á Vesturlöndum, sem hamast við að gera lífskjör almennings verri og taka stöðugt meiri völd til sín og sliga með því samkeppnisþjóðfélagið. Það er sú vá sem við stöndum frammi fyrir vegna verka siðblindra, duglítilla stjórnmálamanna, sem stefna að því með einum eða öðrum hætti að taka samkeppnisþjóðfélagið úr sambandi með öllum þeim hörmungum sem því mun fylgja sbr. þau víti sem við höfðum fyrir augunum fyrir 1989 áður en Kommúnisminn féll.
Hægra fólk hvar sem er á Vesturlöndum á að taka höndum saman í baráttunni gegn firrum og rugli loftslagskirkjunnar, til hagsældar fyrir hinn almenna verkamann eins og sagt var forðum í baráttu gegn ógnum ríkisvaldsins og ofurauðvaldsins.
10.12.2023 | 11:23
Til varnar vorri þjóð.
Starfsmenn umhverfisráðuneytisins eru nær allir í Dubai um þessar mundir við að vinna að því að það hlýni ekki í heiminum. Sagt er að baráttusöngur þeirra sé "Mér finnst rigningin góð", sem hefur verið æfður með ýmsum tilbrigðum og verður væntanlega frumfluttur í þeirra útgáfu, í Hörpu á útmánuðum þegar þeir 84 gera þjóðinni grein fyrir því hvað þeir voru að gera í Dubai á loftslagsráðstefnu SÞ.
Alla vega á þjóðin rétt á því að vita hvað réttlætti það að skattgreiðendur voru neyddir til að borga ferð og uppihald í hálfan mánuð fyrir 84 fulltrúa. Hugsanlega heildarkostnaður upp á milljarð.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir verður væntanlega fengin til þess í tímabundnu verkefni,til 2030, á vegum forsætisráðuneytisins að vinna úr árangri íslensku sendinefndarinnar í Dubai. Án efa álíka viðamikið verkefni og úrvinnslan úr ráðherrafundi Evrópuráðsins í Reykjavík, sem engin nema Katrín Jakobsdóttir man lengur eftir.
En það gengur engum betur að vinna eitthvað úr engu en þeim sem eru í varanlegum tímabundnum verkefnum í stjórnarráðinu.
1.12.2023 | 09:14
Fullveldi í 105 ár
Helsti hátíðisdagur þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga er í dag. 105 ár eru liðin frá því að þjóðin fékk fullveldi.
Oft hefur verið auðvelt að glata fullveldinu á þessum 105 árum eða gera samninga við erlendar þjóðir sem gerðu það hjóm eitt. Sem betur fer hefur okkur borið gæfa til að gæta fullveldisins og það fjöregg megum við ekki brjóta.
Með breytingum á regluverki Evrópusambandsins hefur EES samningurinn verið túlkaður þannig, að í mörgum greinum er sótt að fullveldi þjóðarinnar. Þar verður að sporna við og taka samninginn til endurskoðunar svo að fullveldið verði tryggt.
Við vorum lánsöm, að heyra undir Dani. Hefði svo ekki verið er næsta víst, að við hefðum orðið bresk nýlenda og værum ekki frjáls og fullvalda þjóð heldur hluti Stóra Bretlands og algjör útnári. Íslenskan væri þá ekki lifandi tungumál.
Viðskilnaður Íslands og Danmörku varð í fullum friði með samkomulagi landanna fyrir 105 árum,slíkt er fáheyrt í sögunni um nýlendu og herraþjóð.
Á þessum tímamótum ættum við að minnast þeirra sem börðust fyrir íslensku fullveldi. Þar var jafnan sótt með rökum og fullri einurð, en á sama tíma af kurteisi og virðingu fyrir Dönum.
Við eigum að strengja þess heit á þessum degi, að Ísland skuli ávallt vera frjálst og fullvalda. Að því ber okkur að vinna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 15
- Sl. sólarhring: 427
- Sl. viku: 4231
- Frá upphafi: 2449929
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 3942
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson