Leita í fréttum mbl.is

Fullveldi í 105 ár

Helsti hátíðisdagur þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga er í dag. 105 ár eru liðin frá því að þjóðin fékk fullveldi.

Oft hefur verið auðvelt að glata fullveldinu á þessum 105 árum eða gera samninga við erlendar þjóðir sem gerðu það hjóm eitt. Sem betur fer hefur okkur borið gæfa til að gæta fullveldisins og það fjöregg megum við ekki brjóta.

Með breytingum á regluverki Evrópusambandsins hefur EES samningurinn verið túlkaður þannig, að í mörgum greinum er sótt að fullveldi þjóðarinnar. Þar verður að sporna við og taka samninginn til endurskoðunar svo að fullveldið verði tryggt.

Við vorum lánsöm, að heyra undir Dani. Hefði svo ekki verið er næsta víst, að við hefðum orðið bresk nýlenda og værum ekki frjáls og fullvalda þjóð heldur hluti Stóra Bretlands og algjör útnári. Íslenskan væri þá ekki lifandi tungumál. 

Viðskilnaður Íslands og Danmörku varð í fullum friði með samkomulagi landanna fyrir 105 árum,slíkt er fáheyrt í sögunni um nýlendu og herraþjóð.

Á þessum tímamótum ættum við að minnast þeirra sem börðust fyrir íslensku fullveldi. Þar var jafnan sótt með rökum og fullri einurð, en á sama tíma af kurteisi og virðingu fyrir Dönum. 

Við eigum að strengja þess heit á þessum degi, að Ísland skuli ávallt vera frjálst og fullvalda. Að því ber okkur að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag. Smá leiðrétting. Ísland var aldrei nýlenda, heldur hjálenda konunga Noregs og Danmerkur. Mestmegnið af tímanum sem Ísland var undir erlendri stjórn, var það í gegnum persónusambands Íslands við hinn erlenda konung. Danir eða Norðmenn voru því aldrei herraþjóð Íslands.

Birgir Loftsson, 1.12.2023 kl. 09:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er formlega rétt Birgir. 

Jón Magnússon, 2.12.2023 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 60
  • Sl. sólarhring: 1397
  • Sl. viku: 5833
  • Frá upphafi: 2303148

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 5383
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband