Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
21.3.2024 | 09:04
Orkuskortur og vindmyllur
Í áratugi hafa Vinstri grænir barist gegn vistvænum vatnsafslvirkjunum. Fyrrverandi formaður VG hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann hrópaði aftur og aftur að verið væri að drekkja landinu, því hann var áhrifalaus og áfram haldið í uppbyggingu vistvænna orkuvera landi og þjóð til góðs.
Núverandi formaður VG hefur haft meiri áhrif til ills í þessum málum, þó lítið fari fyrir henni og í tíð ríkisstjórnar hennar hafa engar nýjar vistvænar virkjanir verið reistar. Afleiðingin er orkuskortur, sem hamlar framþróun og dregur úr möguleikum landsmanna til betri lífskjara.
Afleiðingin er líka sú, að nú hafa stórgróðapungar séð sér hag í því að eyðileggja óbrenglað útsýni í landinu og reisa viðamikla vindmyllugarða. Gerð er grein fyrir því í dag með hvaða hætti meiningin er að eyðileggja óbrenglað útsýni og landslag Norðurárdals í Borgarfirði. Önnur svæði landsins munu fylgja á eftir.
Vindmyllur eru vondur og dýr kostur til orkuöflunarþ Vegna þvergirðingsháttar stjórnmálamanna,sem haldnir eru sömu firrum og VG í loftslagsmálum hafa margir slíkir risið vítt um Evrópu og iðulega valdið tímabundnum straumrofum og það sem verra er að verð á raforku til neytenda hefur hækkað gríðarlega.
Það á ekki að leyfa VG að eyðileggja landið með þvergirðingshæatti í orkumálum og koma því til leiðar í skjóli Evrópusambands reglna að neytendur þurfi að greiða mun hærra verð fyrir orkuna en áður.
Það er óskiljanlegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað hengslast í ríkisstjórn með VG og bera nú ásamt VG ábyrgð á orkuskortinum.
Eftir að hafa verið undir pilsfaldinum hjá VG í tæpan áratug er trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins sem flokks frelsis, framfara og takmarkaðra ríkisafskipta ekki lengur til staðar.
Spurningin er þá góðir Sjálfstæðismenn. Hvað má til varnar verða vorum sóma?
20.3.2024 | 08:50
Banki allra landsmanna
Ánægjulegt að Þórdís fjármálaráðherra skuli hafa brugðist við til að reyna að koma í veg fyrir kaup "banka allra landsmanna" Landsbankans á tryggingarfélagi. Það voru hins vegar vonbrigði að hún skyldi telja það rétt, að fjármunir til kaupanna gengju í þess stað til þess að fjármagna óhófseyðslu Ríkisins.
Af hverju ætti Landsbankinn að fjárfesta í tryggingarfélagi? Ekki getur það verið til að rekstur bankans verði betri og skilvirkari hvað þá að viðskiptavinir bankans njóti þess.
Í stað þess að Landsbankinn reki áhættusama fjárfestingastefnu að hætti íslenskra fjármálafyrirtækja fram að Hruni,þá væri eðlilegra að ríkisbankinn einbeitti sér að þjónustu við almenning í landinu m.a. með því að stuðla að betra lána- og vaxtaumhverfi fyrir viðskiptavini sína.
Taka má undir með þeim sem hafa gagnrýnt stjórnendur Landsbankans fyrir að vanrækja eðlilegt samráðsferli við hluthafa bankans, en framganga stjórenda bankans í því efni er óafsakanleg. Að sjálfsögðu bar yfirstjórn Landsbankans að greina hluthöfum og Bankasýslu með formlegum hætti um fjárfestingu í fyrirtæki á samkeppnismarkaði upp á tæpa 30 milljarða. Það hefði verið mannsbragur af því ef Kristrún Frostadóttir hefði undirstrikað það í stað þess að vera með orðhengilshátt í Kastljósi í gærvköldi.
Rétt væri að sú stefna yrði mótuð varðandi Landsbankann, að hann verði þjónustubanki fyrir viðskiptavini sína, en vogunarsjóðsdeild uppkaupa og sölu að hætti útrásarvíkinga árið 2007 ásamt yfirstjórn bankans yrði seld og/eða útvísað til þeirra sem vilja reka slíka starfsemi.
9.3.2024 | 09:17
Siðlaus ríkisafskipti og mismunun
Íslenskir skattgreiðendur greiða framleiðendum bandarískra sjónvarpsþátta rúma 4 milljarða eða 35% heildarkostnaðar við framleiðslu þáttana. Er þetta ekki hámark siðleysis ríkisafskipta og niðurgreiðsla launa?
Engin siðferðileg eða fjárhagsleg rök réttlæta þessar gjafir til bandarískra stórgróðafyrirtækja, frekar en innlendra. Þetta er ósiðlegt, spilling andstæð hugmyndum markaðsþjóðfélagsins.
Sérkennilegt að talsmenn þess stjórnmálaflokks, sem vill samsama sig með frjálsri samkeppni, skuli gangast fyrir ólögum til að gefa atvinnugrein milljarða á kostnað skattgreiðenda.
Stjórnmálaelítan lætur sér vel líka. Varla geta sannfærðir sósíalistar verið ánægðir heldur með að auðvaldinu séu réttir milljarðar með þessum hætti af ríkisins fé og ekki einusinni krafist endurgreiðslu ef framleiðslan skilar arði. Allt skal fara í vasa auðkýfinganna sem framleiða skemmtiefnið.
Það er engin stjórnmálastefna sem réttlætir svona siðleysi. Samt segir enginn neitt og allir dansa með í vitleysunni.
Vonandi stígur þó ekki væri nema einn stjórnmálamaður fram og segir með þunga:
"Svona gerum við ekki." "Svona spillingu er ekki hægt að líða."
True Detective fékk fjóra milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2024 | 09:34
Eina þjóðin.
Utanríkisráðuneyti erlendra ríkja hafa sum hver hlutast til um að aðstoða eigin ríkisborgara á Gaza.
Aðgerðir utanríkisráðuneytis Íslands vekja sérstaka athygli þar suður frá og víðar, en við hlutumst til ein þjóða um dvalarleyfishafa, sem Ísland ber enga ábyrgð á.
Að venju var utanríkisráðherra í fjölmiðlafríi þegar svara þurfti fyrir þessa aðgerð. En Katrín Jakobsdóttir sagði mikið gleðiefni, að utanríkisráðherra hefði hlutast til um að flytja yfir 70 dvalaraleyfishafa frá Gasa til Íslands. Í sama streng tók lautinant Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra, sem minnti á ljóðlínuna úr kvæði Steins Steinars: "Og lautinant Valgerður (Guðbrandur) vitnar um veginn af Drottins náð."
Hvorki dönsku né sænsku ríkisstjórninni hefur nokkru sinni dottið í hug að gera aðra eins vitleysu og íslenska utanríkisráðuneytið stendur nú fyrir. Hlutfallslega miðað við fólksfjölda, samsvarar þessi innflutningur ráðuneytisins til þess, að Svíar flyttu inn 2.016 manns og Danir 1.224. Þetta dettur þessum þjóðum ekki í hug. Þær hafa vítin til að varast.
En íslenska ríkisstjórnin virðist á sama róli og bent er á í helgri bók að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. En þetta er bara byrjunin. Meining ríkisstjórnarinnar er að flytja inn helmingi fleiri. Hvar er þetta fólk eiginlega statt?
Í dag eru birtar niðurstöður rannsóknarstofu vinnumarkaðarins. Þar kemur fram að 11% launafólks búi við skort. Ekki nóg með það. Meirihluti einstæðra mæðra eða 63% á erfitt með að ná endum saman. Ekki hefur frést af viðbrögðum vinnumarkaðsráðherrans Guðmundar Inga Guðbrandssonar við þessu enda á hann sjálfsagt nóg með að fagna eins og lautinant Valgerður á sínum tíma þeirri auknu ómegð sem hann er að flytja inn í landið og íslenskir skattgreiðendur verða að ala önn fyrir um ókomin ár.
Það er von að fólki ofbjóði eins og Stefaníu Jónsdóttur sem skrifar skelegga grein í Mbl. í dag um stjórnmálamenn þjóðarinnar:
"Ekkert af ykkur er að verja land og þjóð."
Taka má undir þetta að mestu, en samt eru sem betur fer nokkrar heiðarlegar undantekningar. Það er hins vegar dapurlegt að svo virðist sem meirihluti stjórnmálastéttarinnar átti sig ekki á meginhhlutverki sínu: Að verja kjör almennings í landinu og standa vörð um þjóðtungu, menningu og fullveldi þjóðarinnar.
18.2.2024 | 10:39
Ábyrgð stjórnmálamanna
James Madison 4.forseti Bandaríkjanna, einn þeirra sem undirritaði sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjana sagði:
Við höfum enga engla sem stjórna okkur, heldur metnaðargjarnar konur og karla,sem hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Við verðum að takmarka stærð ríkisins til að hafa eftirlit með því hvernig þau beita valdi sínu. Við þurfum líka lýðræðislegt eftirlit til að kjörnir fulltrúar þurfi að sýna og axla ábyrgð gagnvart fólkinu sem þeir eiga að þjóna."
Því miður höfum við ekkert slíkt eftirlit og þessvegna fara metnaðarfullu karlarnir og konurnar sínu fram.
Var nokkru sinni borið undir kjósendur hvort rétt væri að greiða milljarða til Afganistan og Gaza þar sem í hermdarverkasamtök stjórna í báðum tilvikum. Hafa kjósendur samþykkt að greiða milljarða í loftslagsskatta.
Hafa skattgreiðendur einhverntíma samþykkt að endurgreiða 35% af öllum kostnaði við kvikmyndatökur erlendra og innlendra aðila
Síðast en ekki síst hafa skattgreiðendur samþykkt að greiða 20 milljarða vegna erlends förufólks á forsendum fáránleikans.
Svo er e.t.v.eðlilegt að spyrja hvort að ráðherrar þess flokks sem kenndi sig við frjálst framtak séu á réttri braut þegar fjármálaráðherra krefst ríkisvæðingar hluta Heimaeyjar og Góðmálaráðherrann leggur til að einkaskólar verði ríkisvæddir.
Ríkishyggja Sjálfstæðisflokksins er því miður slík, að vörn skattgreiðenda er nánast engin á Alþingi. Það er því skortur á því lýðræðislega eftirliti með störfum stjórnmálafólks, sem James Madison talar um að sé nauðsynlegt til að vernda borgara landsins og eigur þeirra fyrir metnaðargjörnum stjórnmálamönnum.
19.1.2024 | 10:50
Bruðlið gengur ekki við þessar aðstæður
Þegar þetta er skrifað liggur ekkert fyrir um að stefnumótun sé í gangi hjá ríkisstjórninni og til hvaða ráða skuli grípa, til að gera Grindvíkinga jafnsetta og hefðu þeim ekki verið gert að yfirgefa hús og heimili vegna náttúruhamfara.
Í pistli mínum fyrir nokkru kom fram sú hugmynd, að ríkissjóður kaupi á markaðsverði, húseignir þeirra Grindvíkinga sem vilja selja. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar tekið undir þá hugmynd.
En það er ekki nóg að bæta íbúum Grindavíkur efnahagslegt tjón, það verður líka að gæta þess, að þeir njóti þeirra kosta, sem aðrir íbúar þessa lands njóta m.a. varðandi nám,atvinnu, heilbrigðisþjónustu og annað sem gerir velferðarþjóðfélag að velferðarþjóðfélagi.
Allt kostar þetta mikið fé og hvar á að taka þá fjármuni þegar óráðsstjórnin sem nú situr hefur rekið ríkissjóð með bullandi halla undanfarin ár auk þess að stela peningum og tæma þá hamfara- og neyðarsjóði sem ákveðnar og jafnvel markaðar skatttekjur hafa runnið til. Þeir sem þannig hafa ráðslagað verða að taka út sína refsingu í næstu kosningum, en nú er verkefnið að gæta þess að ríða ekki hagkerfinu á slig vegna þess mikla kostnaðar sem nauðsynlegt er að mæta vegna náttúruhamfarana við Grindavík.
Þá er fyrst til að taka að við verðum að taka fyrir bruðl og óráðssíu og fresta því sem litla og jafnvel enga þýðingu hefur eða er óðs manns æði að sinna meðan ástandið er með þeim hætti sem það er.
Væri ekki ráð að hætta öllu fjasi um langstærsta draum Dags borgarstjóra, Borgarlínuna, sem ekki verður séð að leysi neitt á næstu árum. Þarf að eyða peningum í skoðun á flugvelli við Hvassahraun? Er ekki nauðsyn að loka landinu fyrir hælisleitendum meðan þetta ásand varir og milljarðar sparaðir með því? Er afsakanlegt að við greiðum milljarða vegna meintrar hlýnunar jarðar á þessum tímum? Hvað með utanríkisþjónustunni eða ósiðleg sjálftöku stjórnmálaflokkana á styrkjum til sín úr ríkissjóði og ofurlaun stjórnmálamanna, þarf ekki að spara þar?
Þegar við grípum til aðgerða eins og nauðsynlegar eru við þessar aðstæður þá kosta þær mikla fjármuni. Við eigum ekki að láta morgundaginn greiða kostnaðinn fyrir okkur í núinu eins og ríkisstjórnin hefur gert til þessa í algjöru hagfræðilegu glóruleysi sem hefur orsakað verðbólgu og ástand sem er að ríða bæði fasteignamarkaðnum og fjárhag heimilanna á slig.
Lengra verður ekki gengið í ábyrgðarleysinu. Það verður að bregðast við af ábyrgð og festu og aldrei gleyma því að okkar eigin landsmenn sem verða fyrir hnjaski af völdum óblíðrar náttúru eiga að fá að njóta kosta velferðarsamfélagsins, en hlaupastrákar og gæluverkefni verða að bíða meðan leyst er úr bráðavanda þeirra sem bæði eiga það skilið og þjóðfélaginu ber skylda til að standa við bakið á.
27.12.2023 | 09:57
Jólin, kaupmaðurinn og lífskjörin
Oft er sagt að jólin séu hátíð kaupmanna vegna ofurneyslu og gjafaflóðs, sem fylgir jólum í okkar heimshluta. Það skiptir þá miklu að hafa góða kaupmenn, sem hafa aðhald frá öflugum samtökum neytenda.
Bent hefur verið á, að lífskjör fari að nokkru eftir því hve góða kaupmenn við eigum. Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaupa sýndi svo sannarlega fram á það á síðustu öld, þegar lágvöruverðs verslanir Hagkaupa lækkuðu vöruverð í landinu.
Á fyrr og síðmiðöldum voru kryddvörur eftirsóttustu vörur í Evrópu. Kryddið þurfti að flytja frá Austurlöndum. Ítalskir kaupmenn fundu hagkvæmar verslunarleiðir, sem voru eyðilagðar af Mongólum og Tyrkjum um 1200.
Þá voru góð ráð dýr og góðir kaupmenn brugðust við. En verslunarleiðin var dýr, hættuleg og erfið. Sagt var að krydd sem komst fyrir á hnífsoddi í Evrópu kostaði jafn mikið og 50 kg. af sama kryddi í upprunalandinu. Það gekk að sjálfsögðu ekki og fundnar voru nýar leiðir til að ná fram verðlækkun.
Í vaxandi mæli heyrast raddir, sem hallmæla frjálsum markaði og finna honum allt til foráttu. Það er fólk, sem er haldið þeim ranghugmyndum, að með miðstýringu og ríkisvæðingu sé hægt að lækka vöruverð. Raunin er önnur. Hvarvetna sem þetta hefur verið reynt, hefur það leitt til vöruskorts og langra biðraða eins og gátan frá Sovétríkjunum sálugu lýsir vel, en hún er svona:
"Hvað er þriggja kílómetra langt og borðar kartöflur?" Svarið var: Biðröðin í Moskvu eftir að komast í kjötbúðina. Þannig var það þá. En nú er öldin önnur jafnvel þó að Rússar eigi í stríði.
Allir eru sammála um að ríkisvaldið setji ákveðnar leikreglur á markaði eins og öryggisreglur og samkeppnisreglur, sem miða að því að lögmál frjáls markaðar fái að njóta sín. En það er einmitt þessi frjálsi markaður, sem hefur tryggt neytendum á Vesturlöndum hagkvæmt vöruverð og nægt vöruframboð.
Ríkishyggjufólk skilur ekki hvernig á því stendur, að í öllu kaupæðinu fyrir jól, þá skuli alltaf vera fyllt á og þörfum neytenda svarað, þó engar aðrar reglur séu í gangi,en hin ósýnilega hönd markaðarins.
Sú reynsla sem við höfum af frelsi í verslun ætti að leiða huga stjórnmálafólks að því hvort það sé ekki hagkvæmara að útvísa fleiri verkefnum frá hinu opinbera til einstaklinga.
Ég var um langa hríð forustumaður í neytendastarfi og formaður Neytendasamtakanna um nokkurt skeið. Reynsla mín var sú, að erfiðustu fyrirtækin sem við þurftum að eiga við vegna hagsmuna neytenda á þeim tíma voru ríkisfyrirtækin, Póstur og sími, Grænmetisverslunin o.s.frv. Sú reynsla sýndi mér að þó það sé misjafn sauður í mörgu fé hvað varðar kaupmenn eins og aðrar stéttir, þá var það þó hátíð að eiga við svörtu sauðina þar miðað við einokunarstofnanir ríkisins.
Við skulum varast að láta falsspámenn eyðileggja frelsið, en sækja fram til meira frelsis á öllum sviðum þjóðlífins neytendum til hagsbóta.
8.12.2023 | 10:30
Þegar barnið er dottið ofan í
Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í, segir gamall málsháttur. Svo virðist því miður, sem það sé einkenni á íslenskum stjórnvöldum bíða eftir því að barnið detti ofan í áður en gripið er til aðgerða.
Við búum við orkuskort vegna þvergirðingsháttar Vinstri Grænna, það var fyrirséð fyrir meir en 3 árum, en samt hökti ríkisstjórnin áfram og engin gerði neitt. Barnið datt ofan í.
Árangur íslenskra nemenda verður verri og verri í Pisa könnunum. Slakur árangur grunnskólanema er tekinn til umræðu og talað um nauðsyn aðgerða þar sem barnið er dottið ofan í, en síðan gerist ekki neitt og það sígur stöðugt á ógæfuhliðina.
Fyrir rúmum 10 árum var ljóst, að við þyrftum að setja ákveðna löggjöf og segja okkur úr Schengen til að koma í veg fyrir að straumur svonefndra hælisleitenda sækti hingað. Þverskallast var við þeim ábendingum og þvert á móti stóð Hanna Birna Kristjónsdóttir þá dómsmálaráðherra, með dyggri aðstoð Unnar Brá Konráðsdóttur nú aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs og Áslaugar Önnu ráðherra,fyrir að breyta löggjöfinni til að opna allar flóðgáttir. Nú er ófremdarástand, barnið datt ofan í og við höfum ekki döngun í okkur til að grípa til ráðstafana sem duga til að koma í veg fyrir að fleiri börn detti ofan í.
Óneitanlega velta margir fyrir sér hvað ráðherrar þjóðarinnar eru að hugsa. Af hverju þarf barnið alltaf að detta ofan í brunninn áður en gripið er til aðgerða.
Ráðherrar eru til þess að vera vitrir fyrirfram og grípa til aðgerða í samræmi við það, en gapa ekki í vonleysi framan í sjónvarpsmyndavélar og segja: "ja það er alltaf gott að vera vitur eftirá." Því miður er sú raunin í íslenskri stjórnsýslu.
og barnið dettur ofan í.
5.12.2023 | 09:38
Engir peningar í bankanum
Fyrir margt löngu tók ég út gjaldeyri þegar ferð var heitið til Kanaríeyja. Hluta gjaldeyrisins var ekki eytt og því settur í geymslu til magrari ára þ.á.m. 500 evru seðill.
Ég tók þennan sparnað með mér til Spánar í haust. Almennir viðskiptaaðilar vildu ekkert hafa með seðilinn að sýsla enda um háa fjárhæð að ræða.
Ég fór því næsta banka á Spáni, en þar var mér sagt að þar á bæ sýslaði fólk ekki með peninga það væri gert í útibúi í miðbænum.
Þegar ég kom í nefnt útibú í miðbænum og bað um að 500 evru seðlinum mínum væri skipt í 50 evru seðla, sagði starfsmaður að ekki væri sýslað með peninga eftir kl. 11 þar á bæ og þar sem klukkan var rúmlega eitt, varð ekkert við því gert.
Óneitanlega skondið að fara milli bankaútibúa og upplifa að peningaviðskiptum eða fyrirgreiðslu sé hafnað þar sem ekki væri sýslað með peninga í bankanum.
Ég tók því peningaseðilinn víðförla með mér heim og fékk honum greiðlega skipt í Íslandsbanka.
Mér datt af gefnu tilefni í hug sagan af milljón dollara manninum, sem hafði ávísun upp á slíkt og það opnaði honum allar dyr til lánsviðskipta annað en ég með 500 evru seðilinn minn, sem engin vildi líta við, en ekki reyndi á möguleika til lánsviðskipta á grundvelli eignarhaldsins á seðlinum.
2.12.2023 | 10:08
Getum við látið sem ekkert C?
Enn ein skoðanakönnun kom í gær, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 19 prósent fylgi. Undanfarna mánuði hefur Flokkurinn mælst með fylgi frá 17% og upp í 20%.
Svo virðist sem forustu flokksins telji þetta ekki mikið tiltökumál. Alla vega er ekki reynt að bregðast við og efna til umræðu meðal flokksmanna um hvað þurfi að gera, eins og jafnan var gert á árum áður þegar fylgi flokksins var þó um helmingi meira.
Sjálfstæðisflokkurinn beið álitshnekki í Hruninu og hefur ekki unnið úr því sem skyldi. Þá hefur Flokkurinn rembst við að vera í ríkisstjórn, án þess að koma stefnumálum sínum í framkvæmd.
Almennir flokksmenn vita ekki lengur hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir í raun. Ýmsir hafa talað um að gjá sé á milli þingflokks og almennra flokksmanna. Vel má svo vera, en það sem meira máli skiptir er að engin trúir lengur á að ríkisstjórnin hafi einhverjar lausnir eða býst við einhverju af henni.
Grasrót Flokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Heildarskattheimta hefur aukist, ríkisbáknið þennst út. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstarfsmönnum fjölgar sem aldrei fyrr og verulega skortir á að mótuð sé viðunandi stefna varðandi hælisleitendur. Þá hefur Flokkurinn rekið stefnu, sem VG getur verið stolt af í loftslagsmálum og kynrænt sjálfræði. Raforkumál eru í öngþveiti eins og Björn Bjarnason fyrrum ráðherra Flokksins rekur vel í grein í Mbl. í dag.
Spurning er hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi svo lengi farið á svig við mikilvægustu grundvallarstefnumál sín að hann geti ekki náð því aftur að verða trúverðugur boðberi eigin stefnu.
Fólk er vonsvikið vegna aðgerðarleysis flokksins í samstarfi við lítinn sértrúarsöfnuð yst á vinstri kantinum og treystir þessu fólki ekki lengur.
Skyldi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins telja það einnar messu virði að taka þessi mál upp og gefa flokksmönnum kost á að ræða hispurslaust um vandamálin og hvað þurfi að gera. En ef til vill telur Forustan helst til varnar verða sínum sóma, að halda áfram í Partíinu án takmarks eða tilgangs í von um að eitthvað beytist.
Velji Forustan að halda áfram í Partíinu verða timburmennirnir bara verri. Óstjórn undir forustu VG mun ekki ráða við neitt.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 114
- Sl. sólarhring: 1290
- Sl. viku: 5256
- Frá upphafi: 2469640
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 4812
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson