Leita í fréttum mbl.is

Engir peningar í bankanum

Fyrir margt löngu tók ég út gjaldeyri þegar ferð var heitið til Kanaríeyja. Hluta gjaldeyrisins var ekki eytt og því settur í geymslu til magrari ára þ.á.m. 500 evru seðill.

Ég tók þennan sparnað með mér til Spánar í haust. Almennir viðskiptaaðilar vildu ekkert hafa með seðilinn að sýsla enda um háa fjárhæð að ræða. 

Ég fór því næsta banka á Spáni, en þar var mér sagt að þar á bæ sýslaði fólk ekki með peninga það væri gert í útibúi í miðbænum. 

Þegar ég kom í nefnt útibú í miðbænum og bað um að 500 evru seðlinum mínum væri skipt í 50 evru seðla, sagði starfsmaður að ekki væri sýslað með peninga eftir kl. 11 þar á bæ og þar sem klukkan var rúmlega eitt, varð ekkert við því gert. 

Óneitanlega skondið að fara milli bankaútibúa og upplifa að peningaviðskiptum eða fyrirgreiðslu sé hafnað þar sem ekki væri sýslað með peninga í bankanum. 

Ég tók því peningaseðilinn víðförla með mér heim og fékk honum greiðlega skipt í Íslandsbanka. 

Mér datt af gefnu tilefni í hug sagan af milljón dollara manninum, sem hafði ávísun upp á slíkt og það opnaði honum allar dyr til lánsviðskipta annað en ég með 500 evru seðilinn minn, sem engin vildi líta við, en ekki reyndi á möguleika til lánsviðskipta á grundvelli eignarhaldsins á seðlinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Ég las einu sinni sögu eftir Mark Twain sem hét Milljón Punda seðillinn, sem ég geri ráð fyrir að þú sért að vitna í. 1954 var svo gerð bíómynd af sögunni þar sem Gregory Peck fór með aðalhlutverkið.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 5.12.2023 kl. 11:12

2 identicon

For i Benz umb ætlaði að kaupa varahluti nei taka ekki seðla hvaða rugll er i gangi

Robert Scala (IP-tala skráð) 5.12.2023 kl. 14:50

3 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Er ekki til smásaga eftir Mark Twain um mann sem eignaðist milljón dollara seðil (og það 19. aldar dollara) og lenti í nákvæmlega þessum sömu vandræðum? 

Hólmgeir Guðmundsson, 5.12.2023 kl. 18:02

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Central Bank Digital Currency - samsæriskenningin sem enginn vildi hlusta á fyrr en of seint.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 5.12.2023 kl. 22:58

5 Smámynd: Jón Magnússon

Rafn og Hólmgeir. Þetta er alveg rétt hjá ykkur rámaði í þetta en mundi ekki alveg eftir því hver skrifaði söguna. Þakka ykkur fyrir. 

Jón Magnússon, 6.12.2023 kl. 09:55

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nú það Guðjón. 

Jón Magnússon, 6.12.2023 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 945
  • Sl. sólarhring: 1248
  • Sl. viku: 6718
  • Frá upphafi: 2304033

Annað

  • Innlit í dag: 881
  • Innlit sl. viku: 6212
  • Gestir í dag: 841
  • IP-tölur í dag: 813

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband