Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
20.7.2023 | 10:05
Skoðanir eru hættulegar
Skoðanir eru hættulegar. Sérstaklega ef þær eru ekki í samræmi við samhljóma kór meirihlutans. Þær skoðanir sem bera í sér hvað mesta hættu fyrir fólk á Vesturlöndum eru efasemdir um hamfarahlýnun af mannavöldum. Andstaða gegn því að skipta um þjóðir í löndum Evrópu, varnaðarorð gagnvart Íslam svo ekki sé talað um efasemdir varðandi aðgerðir stjórnvalda í Kóvíd og þöggun varðandi ofstopann og fasismann í því sambandi.
Coutts bankinn í Englandi hefur rekið stjórnmálamann úr viðskiptum vegna skoðana hans, en á sama tíma er bankinn með einræðisherra, rússneska olicarcha, morðingja og nauðgara í viðskiptum.
Skoðanir eru greinilega hættulegri en glæpir.
En í sambandi við þetta allt saman, þá hefur komið í ljós, að þeir sem hafa afskipti af stjórnmálum eða þessvegna láta skoðanir í ljós eru á válista banka um allan hinn "frjálsa" heim. Lýðræðissinnar þurfa heldur betur að vera á verði gagnvart grímuklæddum fasisma "góða fólksins."
19.7.2023 | 11:46
Ofbeldi "hinna réttlátu" endurtekur sig
Þegar Ralph Nader helsti baráttumaður neytenda í Bandaríkjunum skrifaði greinina "Unsafe at any speed" um bílategundina Chevrolet Corvair, hóf Chevrolet fyrirtækið ofsóknir gegn honum í stað þess að reyna að lagfæra gallaða vöru. Dreift var óhróðri og lygi um Nader. Nader fór í mál við fyrirtækið og hafði frækinn sigur.
Þegar Nigel Farage fyrrum þingmaður á Evrópuþinginu og pólitískur forustumaður hélt því fram, að bankareikningi hans hjá Coutts bankanum hefði verið lokað vegna pólitískra skoðana hans, þá sagði bankinn það rangt, reikningnum hefði verið lokað vegna ófullnægjandi innistæðu "insufficent funds".
Breska stórblaðið DT birtir í dag frétt, sem sýnir að yfirlýsingar bankans eru lygi. Reikningi Farage var lokað vegna skoðana hans, sem sagðar eru ógeðfelldar og andstæðar skoðunum meirihlutans í þjóðfélaginu. Farage sýni útlendingahatur og sé rasisti. Skoðanir hans varðan varðandi meinta hamfarahlýnun er þó það sem réði úrslitum.
Skýrslan sýnir að næg inneign var á bankareikningi Farage.
Reikningi Farage var lokað án skýringa og bankinn reyndi að fela af hvaða ástæðum það hafði verið og laug til um ástæðuna. Í skýrslunni segir, að Farage hafi ekki haft uppi óviðukvæmileg ummæli við starfsfólk heldur sýnt góða framkomu og starfsólki kurteisi. Geta fyrirtæki krafist meira af viðskiptavinum? Eiga viðskiptafyrirtæki að hafa leyfi til að gera upp á milli viðskiptavina eftir skoðunum þeirra? Sé það svo, þá er illa komið í frjálsu þjóðfélagi sem byggir á hugmyndafræði tjáningarfrelsisisins.
Getur og má Þjóðfélag sem byggir á skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og ekki sé gert upp á milli borgaranna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, samþykkt að gert sé upp á milli borgaranna vegna skoðana þeirra á loftslagsmálum, innflytjendamálum eða öðrum mikilvægum þjóðfélagsmálum.
Tjáningarfrelsið er hjóm eitt, ef þeir sem hafa minnihlutaskoðanir geta átt það á hættu að vera sviptir lífsafkomu sinni, stöðu og viðskiptum vegna skoðana sinna.
5.7.2023 | 07:58
Hyldýpisgjáin milli launafólks og ofurlaunafólks
Stundum er talað um tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem býr við ofurlaun og alsnægtir og þjóðina, sem þarf að hafa sig alla við til að ná endum saman og lifa mannsæmandi lífi.
Jafnaðarflokkur Íslands, Samfylkingin, hefur á stefnuskrá sinni að berjast fyrir því "að afrakstur vinnu dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið svo enginn líði skort og allir njóti jafnra lífstækifæra."
Lengst af voru Norðurlöndin þ.m.t. Ísland í hópi ríkja þar sem launaumur var minnstur og framþróun og þjóðfélagslegt réttlæti í samræmi við það. Mikill launamunur leiðir til ójafnaðar, mikillar togstreitu í þjóðfélaginu og misskiptingu eigna. Ég tel það því æskilegt markmið í pólitík,að berjast fyrir því að mismunur hæstu og lægstu launa sé ekki úr hófi.
Ofurlaunin bankastjórnaraðalsins í bankakerfinu eru umfram alla vitræna glóru. Ofurlaunin sem sjást eru bara hluti af bankaspillingunni. Alls konar kaupaukar, skattaívilnanir og viðskiptatækifæri til viðbótar eru líka í boði fyrir þau innvígðu í bankageiranum. Starfskjör sem engan venjulegan launþega dreymir um og á ekki kost á.
Formaður Jafnaðarflokks Íslands,Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir var áður en hún settist á þing, ofurlaunakona í bankakerfinu. Henni var gert tilboð, sem hún taldi sig ekki geta hafnað og fékk fyrir það 101 milljón, á þurru, þá nýkomin til starfa fyrir Kviku banka. Starfskjör sem þessi eru umfram allt velsæmi, en tíðkast í veislunni í bankakerfinu á kostnað neytenda.
Nú skal ekki vandræðast við Kristrúnu Frostadóttur yfir ofurlaununum hennar hjá Kviku, þó þau rími ekki við stefnu flokks hennar í launamálum.
Spurningin er hvað Kristrún Frostadóttir og Jafnaðarflokkur hennar ætlar að gera til að draga úr þeim hyldýpis launamun sem er til staðar í landinu. Finnst Kristrúnu Frostadóttur í lagi að stjórnendur í bankakerfinu séu með árslaun daglaunafólksins og ríflega það á einum mánuði? Með hvaða hætti á að ná fram þeim markmiðum jöfnuðar sem Samfylkingin boðar? Kristrún ætti að geta svarað því sem innvígð í klúbb ofurlaunafólksins í bankageiranum.
Hvað skyldi daglaunafólkið vera mörg ár að vinna sér inn tekjur sambærilegar 100 milljóna kaupaukanum, sem Kristrún fékk í sinn hlut hjá Kviku banka. Finnst Kristrúnu sem jafnaðarmanni slík mismunun starfskjara í lagi? Skyldi Kristrún telja að fólkið utan bankageirans njóti sömu lífstækifæra og hún og félagar hennar í ofurlaunaklúbbi bankastarfsmanna?
Hvað ætlar Samfylkingin að gera til að jafna starfs- og launakjör fólksins í landinu í samræmi við stefnuskrá sína. Það er sú einfalda spurning sem ofurlaunadrottningin í formannsstól Samfylkingarinnar verður að svara. Jafnframt því hvort henni finnist ofurlaunin fyrir bankaaðalinn afsakanleg.
4.7.2023 | 11:34
Ábyrgðin og ofurlaunin
Rúmri viku eftir að sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FSÍ) var opinberuð um brot Íslandsbanka við hlutafjárútboð í bankanum hafa 5 stjórnendur, regluvörður og bankastjóri hætt störfum eða allir sem komu að hlutafjárútboði í bankanum. Skv. sáttinni greiðir bankinn 1.160.000.000 í sekt.
Málið kom upp fyrir hálfu ári. Af hverju var ekkert gert þá? Bankastjórn og umræddir starfsmenn þ.á.m. bankastjórinn töldu að þau kæmust upp með þetta og mundu halda áfram óáreitt í störfum sínum "busines as usual"
Formaður bankastjórnar segir að starfslokasamningur hafi verið gerður við starfsmennina í samræmi við ráðningarsamning, sem má ætla að losi hálfan milljarð auk kostnaðar vegna starfsloka bankastjórans.
Þegar allt er talið má ætla að sektin sem Íslandsbanki þarf að greiða auk greiðslur til burtflæmdra starfsmanna nemi hátt í tvo milljarða, sem neytendur þurfa á endanum að greiða.
Hvað afsakar það að slík hyldýpisgjá skuli vera á milli æðstu stjórnenda banka og almenns launafólks í landinu og þó vísað væri þessvegna til alþingismanna eða ráðherra? Ekki er ábyrgðinni fyrir að fara eins og þetta dæmi sýnir. Í raun er ekkert sem afsakar ofurlaun sem viðgangast fyrir toppana í bankakerfinu. Banka sem eru að meginstefnu til í eigu ríkisins.
Allir stjórnendur og regluvörður hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í síðustu viku var bankareikningi enska stjórnmála- og fréttamannsins Nigel Farage lokað fyrirvaralaus. Ekki vegna þess að Farage væri vondur kúnni heldur vegna skoðana hans.
Farage hefur talað gegn m.a.Brexit og innflytjendastefnunni en var látinn afskiptalaus þó mörg skoðanasystkini hans hefðu verið beitt sömu afarkostum og Farage núna.
Farage varð það á að gera athugasemd við fánaborg regnbogafánans þegar hann kom í bankann og spurði hvort bankinn væri til í að flagga fána annarra lífsskoðunarhópa. Afleiðingin að lokað var á hann og hann nýtur ekki þess, að hafa bankareikning, kredit eða debitkort.
Þó ástandið sé óvenju slæmt í Bretlandi þar sem bankareikningum þúsunda einstaklinga hefur verið lokað vegna skoðana sem ekki eru þóknanlegar bankastjórnendum, þó hvorki væri um refsiverða hluti að ræða eða dónaskap.
Hér heima förum við heldur ekki varhluta af þeim ofstopa og fasisma, sem viðhafður er gagnvart tjáningarfrelsinu. Kennari á Akureyri var rekinn úr starfi fyrir að vísa í Biblíuna og kennari í Háskólanum í Reykjavík var rekinn fyrir að tjá sig um konur á lokuðum þræði á fésbók þó þar væri ekki um neinn dónaskap að ræða. Fólk sem hafnaði skoðunum stjórnvalda, fjölmiðlaelítunnar og þríeykisis vegna Kóvíd varð líka fyrir búsifjum.
Málið er grafalvarlegt. Opin frjáls umræða er forsenda eðlilegra tjá- og skoðanaskipta og þess, að markaðstorg hugmyndanna starfi með eðlilegum hætti. Við erum með samkeppnislög sem vísa til viðskipta með vöru og þjónustu, þar sem margvíslegir hlutir eru bannaðir til að tryggja að samkeppnisþjóðfélagið virki sem best fyrir neytendur og þjóðfélagið.
Varðandi markaðstorg hugmyndanna, þá skortir á, að samskonar löggjöf verði sett, sem tryggir í auknum mæli að fólk geti sagt skoðun sína án þess að verða svipt borgaralegum réttindum. Stjórnvöld verða að bregðast við því af fullum þunga með því að setja löggjöf sem ver einstaklinginn gegn aðsókn, réttinda- og stöðumissi vegna skoðanna sinna.
Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarinn réttur, en við setningu þess ákvæðis hvarflaði sjálfsagt ekk að neinum að viðskiptaaðilar mundu fara að beita ritskoðun að geðþótta og banna viðskipti við fólk með "rangar" skoðanir að þeirra mati.
Í Bretlandi urðu samtök um tjáningarfrelsi fyrir því að Pay pal aðgangi og bankareikningum var lokað vegna gagnrýni á Kóvíd ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem síðar reyndust rangar. Þeir sem tala um "móður" í stað þess að segja einstaklingur sem hefur fætt barn, í stórri hættu af því að nota á pólitískt réttmál, sem og þeir sem amast út í karla sem skilgreina sig sem konur og nota klósett og búningsklefa kvenna.
Breska ríkisstjórnin hefur brugðist við og fordæmt sjálftöku fjármálastofnana við að eyðileggja tjáningarfrelsi þeirra sem hafa aðrar skoðanir en stjórnendur peningaveldisins þ.e. varðandi transhugmyndafræðina, Kóvíd, loftslagsmál, innflytjendamál og múslima, en í umræðu um þessi mál verður fólk að tipla á tánum svo að það missi ekki borgaraleg réttindi þvert á stjórnarskrárvarinn rétt til tjáningar.
Í þessu sambandi hefur verið tekið fram af hálfu fjármálaráðuneytis Bretlands af gefnu tilefni:
"Banks and payment providers occupy a privileged place in society and it would be a concern if financial services were being denied to those exercising the right to lawful free speech. As a minimum, it is the governments view that, without deviation, a notice-period and fair and open communication with a customer must apply in situations which relate to termination on grounds other than suspected or actual criminal offences or when otherwise allowed by law.
Gott væri ef ríkisstjórn Íslands tjáði sig með sama hætti til varnar tjáningarfrelsinu.
Þvert á móti leggur forsætisráðherra til að vegið verði enn frekar að tjáningarfrelsinu og fólk sett í menntun og endurmenntun til að læra hvað má segja og hvað ekki að hætti kínverskra kommúnista.
Fallist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur á fyrirætlanir forsætisráðherra um kommúníska endurmenntun opinberra starfsmanna o.fl. um hvað má segja og hvað ekki, þá fordjarfa þeir tilveru sinni sem flokkar sem eiga að gæta að borgaralegum réttindum fólks og standa vörð um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. En það er ekki nóg að hafna hugmyndafræði forsætisráðherra. Meira þarf, til að vernda raunverulegt tjáningarfrelsi í landinu.
27.6.2023 | 07:26
Gaspur og glóruleysi
Það er iðulega galli við umræðu hér á landi hve hún fer oft út um víðan völl og er í litlu samræmi við það sem máli skiptir.
Helsta vonarstjarna íslenskra stjórnmála skv. skoðanakönnunum, Kristrún Frostadóttir sem og flokkssystir hennar Helga Vala Helgadóttir fjölluðu í gær um Íslandsbankahneykslið og komust lítt upp úr þeim hjólförum að þarna hefði verið afhjúpuð brot fjármálaráðherra og sýnt fram á réttmæti sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis um sölu hluta í Íslandsbanka.
Þó ég sé og hafi verið þeirrar skoðunar að best hefði verið að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara yfir allt söluferli hluta í Íslandsbanka, þá hefði slík nefnd ekki farið í þá fagvinnu, sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FMESÍ) gerði enda verkefni rannsóknarnefndar annað.
Fyrir liggur eftir úttekt FMESÍ sbr sáttina sem Íslandsbanki undirgekkst, að brotin voru framin af ákveðnu starfsfólki Íslandsbanka, sem fjármálaráðherra hefur ekkert með að gera.
Fjármálaráðherra verður hins vegar að bregðast við strax og hlutast til um það sem handhafi 42% hlut í bankanum, að þeir sem ábyrgð bera verði leystir frá störfum þegar í stað. Sama krafa ætti að koma frá þeim lífeyrissjóðum sem eiga stóra hluta í bankanum. Fjármálaráðherra getur ekki dregið þessa ákvörðun.
Það er slæmt ef ekki tekst að fá umræðuna á það stig, að ná fram réttmætum nauðsynlegum breytingum í fjármála- og bankakerfinu í stað gaspurs og glóruleysis þar sem stjórnmálamenn reyna að koma höggi á andstæðing sinn. Verkefnið er að uppræta svikastarsemi og ólögmæta sérhygli lygi og sviksemi í fjármálakerfinu og skapa traust.
Svo er annað mál hvort trúverðugleiki ákveðinna einstaklinga er orðinn slíkur að hentast væri að aðrir tækju við.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem fyrrum vann hjá Kviku banka, sem hefur falast eftir að sameinast Íslandsbanka, ætti að geta lagt margt gott og uppbyggilegt til þeirrar umræðu vegna þekkingar sinnar og reynslu. Nú reynir á og ætti að sjá úr hvaða efnivið hún er gerð, hvort þar fer stjórnmálamaður sem er á vetur setjandi eða pólitískur gasprari.
26.6.2023 | 17:26
Ekki hægt að þola svindlið og svínaríið lengur.
Lestur sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er dapurleg lesning. Stjórn Íslandsbanka hefur viðurkennt það sem kemur fram í skýrslu Seðlabankans, þannig að ekki er deilt um málsatvik. Það liggur því fyrir að Íslandsbanki veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar, fylgdi ekki skilyrðum við mat á upplýsingum, var að hygla eigin starfsmönnum á kostnað viðskiptavina sinna auk margra annarra lagabrota. Eitt er m.a. að hafa gefið Bankasýslu ríkisins rangar upplýsingar.
Það er af mörgu að taka, en eitt er ljóst, að stjórn Íslandsbanka og helstu lykilstarfsmenn þ.á.m. bankastjórinn og innra eftirlit bankans hafa algerlega brugðist.
Hvað á þá að gera? Stærsti hluthafi bankans er Íslenska ríkið og aðrir helstu eigendur bankans eru lífeyrissjóðir. Geta þessir aðilar sætt sig við að þeir sem ábyrgð bera á þeim lagabrotum og rangfærslum sem viðurkennt er að hafi verið gerð sitji áfram og véli um málefni bankans eins og ekkert hafi í skorist?
Hvernig í ósköpunum á að vera hægt eða samþykkja það, að þetta fólk, sem hefur orðið bert að jafn alvarlegum brotum og misferli leiði viðræður við Kviku banka um sameiningu. Hvaða fiskar munu þá liggja undir steini þegar upp verður staðið.
Af fréttum að dæma þá boðaði stjórn Bankasýslu ríkisins stjórn Íslandsbanka á fund, en ekki var annað að skilja, en það yrði ósköp þægilegur kaffifundur, þar sem farið yrði yfir málin. Það þarf í raun ekkert að fara yfir nein mál. Brotin liggja fyrir. Þau eru auk heldur samþykkt af stjórn og starfsmönnum Íslandsbanka. Raunar er Bankasýslan stofnun, sem að fram kemur í sáttinni, að starfsfólk Íslandsbanka gaf rangar og villandi upplýsingar.
En hvað sem kaffisamsæti stjórnar Bankasýslu ríkisins og stjórnenda Íslandsbanka varðar, þá má e.t.v. minna á, að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðu fyrir um 9 mánuðum að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður þegar gagnrýni beindist að henni. Hvernig skyldi nú standa á því að það hefur ekki verið gert? Er ekkert að marka þetta fólk eða hefur ný ákvörðun verið tekin?
Þessir vondu hlutir sem hafa verið afhjúpaðir hvað Íslandsbanka varðar eru þess eðlis, að það gengur ekki að hluthafar og viðskiptavinir bankans eigi að bera þær sektir sem að einstakir starfsmenn bankans bera ábyrgð á.
Stjórn bankans hefði átt að sjá sóma sinn í að boða til hluthafafundar sem allra fyrst og segja af sér. Bankastjóri Íslandsbanka ætti líka að sjá sóma sinn í að gera slíkt hið sama.
Hvað svo sem þetta fólk varðar, þá er það íslenska ríkisins stærsta hluthafans, að leiða nú það ferli sem er óhjákvæmilegt að skipta um stjórn og þá starfsmenn í bankanum, sem ábyrgð bera á þessu hneyksli og fá starfsfólk, sem virðir lög og reglur.
Það er ekki hægt að þola það að þeir sem eru brotlegir við þær starfsreglur sem þeir eiga að vinna eftir haldi áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist.
Það stendur nú upp á fjármálaráðherra fulltrúa stærsta eiganda bankans, að láta hendur standa fram úr ermum og grípa til viðeigandi ráðstafana svo að almenningur í landinu eigi þess kost að öðlast einhverja trú á fjármálakerfi landsins og það sé verið að leika og verði leikið eftir leikreglum réttarríkisins.
Svona óskapnað má ekki líða.
Samkomulagið birt alvarleg brot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2023 | 13:50
Engin ábyrgur?
Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða sekt upp á 1.2 milljarða króna vegna athugunar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Slík ofursekt er ekki lögð á fyrirtæki eða þá að fyrirtæki sætti sig við nema eitthvað verulegt sé að í starfseminni.
Íslandsbanki gengst við því að hafa ekki starfað í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum vegna framkvæmdar á sölu hlutabréfa í bankanum skv. margnefndu útboði. Þar komu til samskipti við þáttakendur í útboðinu auk kaupa einstakra starfsmanna á hlut í bankanum.
Æskilegt hefði verið að fá betri og fyllri upplýsingar um þessi alvarlegu brot Íslandsbanka og stjórnenda hans, en það verður sennilega látið liggja í láginni og bankinn sættir sig við að greiða meir en milljarð vegna afglapa og e.t.v. einhvers þaðan af verra.
Nú er það þannig, að þegar fyrirtæki er fundið sekt um að brjóta gróflega af sér eins og Íslandsbanki í þessu tilviki, þá er það ekki lögpersónan Íslandsbanki sem brýtur af sér heldur einstaklingar sem starfa í og/eða stjórna viðkomandi banka. Þá er stóra spurningin hvort einhver verði látinn bera ábyrgð á því að bankinn skyldi brjóta svona gróflega af sér og ekki starfa í samræmi við lög og reglur.
Af fréttum að dæma virðist engin þurfi að sæta ábyrgð og engin hafa gert neitt af sér nema lögpersónan Íslandsbanki.
Gott að vera í slíku vari ekki síst fyrir bankabófa.
Birna Einarsdóttir: Við drögum lærdóm af þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2023 | 08:53
Takk fyrir. Nú þarf að breyta um stefnu
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er boðaður til fundar skv. frétt í Mbl. Þinflokksfundir eru ekki algengir skömmu eftir þingslit. En tilefnið er ærið.
Viðfangsefni þinflokksfundarins ætti að vera hvort forsenda er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í vinstri stjórninni undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.
Vinstri grænir komu lengi vel í veg fyrir nokkrar breytingar á Útlendingalögum og Sigríður Andersen sem reyndi að koma skikki á þann málaflokk, sem arftaki hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerði hinsvegar ekki var rekin til baka af VG með frv. til breyttra útlendingalaga. Í fimmtu tilraun tókst Jóni Gunnarssyni að koma útvötnuðu frv. um breytingu á útlendingalögum í gegnum þingið, en þá hafði VG verið í varðstöðunni til að koma í veg fyrir að hagsmunum þjóðarinnar og fólksins í landinu yrði sinnt vegna hagsmuna ólöglegra innflytjenda um árabil.
Vegna þvergirðingsháttar VG og stjórnarandstöðunnar að undanskildum Miðflokki og Flokks fólksins eru útlendingamálin komin í algjört óefni eins og daglegar fréttir frá Reykjanesbæ bera vitni. Þau mál eiga bara eftir að versna og hagsmunir íslendinga eru ítrekað settir til hliðar vegna þess að koma verður hlaupastrákum frá Sómalíu og víðar að komnum fyrir og útvega þeim læknisaðtoð strax, þó að íslenskar fjölskyldur þurfi að bíða svo vikum og mánuðum skipti eftir slíkri þjónustu.
Ekki nóg með að VG hafi verið með þvergirðingshátt varðandi hagsmuni þjóðarinnar gagnvart ólöglegum innflytjendum. Nú stendur vinnumálaráðherra gegn því að lagt sé fram nauðsynlegt frumvarp varðandi vinnudeilur, sem gæti tryggt miðlunartillögum Ríkissáttasemjara öruggan framgang. Af hverju skyldi það nú vera?
Síðast en ekki síst, þá hefur atvinnumálaráðherra nú á vægast sagt hæpnum forsendum komið í veg fyrir eðlilega arðsköpun og bættan hag verkafólks með því að banna á síðustu stundu hvalveiðar og það án þess að nokkur lagalegur grundvöllur sé til staðar.
Þessi gerð Svandísar Svavarsdóttur bætist ofan á annan óskapnað, sem frá henni hefur stafaði í gegnum tíðina og hefur m.a. kostað skattgreiðendur gríðarlega fjármuni eins og stöðvun virkjunar án lagalegra forsendna. Framganga hennar í Kóvíd faraldrinum og nú ofstopafull aðgerð, sem er að mati Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness algjör pópúlismi. Tekið skal undir þau orð Vilhjálms.
Síðast en ekki síst þá hefur ríkisstjórnin farið fram með þeim hætti varðandi umframeyðslu og skattlagningu að Sjálfstæðisfólk getur ekki unað við það. Hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn beri áfram stjórnskipulega ábyrgð á þeirri vegferð. Á 6 ára tímabili ríkisstjórnarinnar hafa ríkisútgjöld aukist gríðarlega, báknið hefur einnig vaxið gríðarlega og skv. fjárlögum 2023 munu ríkisútgjöld aukast um 193 milljarða, sem er algjört met og stór hluti þessarar umframeyðslu er tekin að láni hjá börnum okkar og barnabörnum, án þess að þau hafi nokkuð um það að segja. Því miður ber Sjálsfstæðisflokkurinn stjórnskipulega áfram á ríkisfjármálunum, eitthvað sem flokkurinn verður að taka til gagngerrar skoðunar og móta stefnu í samræmi við grundvallarhugsjónir flokksins um ráðdeild og sparsemi í ríkisrekstri, þar er líka um að ræða hvort Sjálfstæðisflokkurinn á áfram erindi við þjóðina eða ekki.
Innan ríkisstjórnarinnar er ekki samstaða um að taka á þeim málum sem brenna helst á þjóðinni. Ríkisstjórnin gerir þá borgurum sínum þann mesta greiða að viðurkenna að hana hafi þrotið örendið og rétt sé að leita annarra leiða og reyna að finna starfhæfan meirihluta til að lækkka ríkistúgjöld, lækka skatta, loka landinu fyrir hælisleitendastraumnum og auka frelsi til atvinnu- og arðsköpunar í landinu.
21.5.2023 | 10:39
Er kominn tími á mið-vinstri stjórn í landinu?
Viðtal við Kristrúnu Flosadóttur í Morgunblaðinu í dag er um margt athyglisvert. Svo virðist sem Kristrún sé ekki haldinn þeim vinstri derringi og dreissugheitum, sem hefur einkennt flestar flokkssystur hennar enda fékk hún pólitískt uppeldi annarsstaðar en þær.
Kristrún leggur málin fram með jákvæðum hætti og vísar til að Samfylkingin sé hluti alþjóðlegrar hreyfingar sósíaldemókrata. Ég vona að hún sé með því m.a. að vísa til stefnu danskra sósíaldemókrata í hælisleitendamálum. Þeir nálgast þau mál af skynsemi, andstætt þeirri ómálefnalegu og þjóðfjandsamlegu umræðu sem einkennt hefur afstöðu Samfylkingarinnar til þeirra mála.
Þá er athyglisvert, að Kristrún útilokar ekki stjórnarsamvinnu við neinn flokk, en segir að mikilvægt sé að ná þeim styrk, að Samfylkingin þurfi ekki á Sjálfstæðisflokknum að halda. M.ö.o. þá þýðir það að hún hugsi að líklegasta stjórnarsamvinnan verði með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki nema verulegar breytingar verði á fylgi flokkana.
Þó Kristrún sé almennt jákvæð og athyglisverður stjórnmálamaður, þá kom það óþægilega á óvart, að hún sér að það geti helst orðið til varnar vorum sóma, að auka skattlagningu á borgarana.
Í viðtalinu segir hún orðrétt: "Það þarf að byrja á fjármálaráðuneytinu og endurskoða tekjuhliðina því stór ástæða þess að við erum með halla á ríkissjóði er ekki bara útgjaldavandi heldur tekjuvandi."
Kristrún er því ekki stjórnmálamaður, sem boðar aðhald og sparnað þrátt fyrir að bruðlið og óhófið blasi við hvar sem litið er í ríkisbúskapnum. Hennar lausn eins og annarra sósíaldemókrata því miður er að leggja auknar byrðar á skattgreiðendur.
Því miður kveður því ekki við nýjan og ferskan tón hjá Kristrúnu hvað þetta varðar heldur samsamar hún sig rækilega með sitjandi stjórnmálaelítu, sem hefur aukið útgjöld ríkissjóðs svo gríðarlega á undanförnum árum, að ekki verður séð hvernig á að leysa vandann sem við blasir nema með markvissum niðurskurði útgjalda.
En niðurskurður útgjalda ríkis og sveitarfélaga hefur aldrei verið atriði sem sósíaldemókratar hafa í langri sögu sinni haft áhyggjur af. Því miður virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé fyrir nokkru kominn í sömu vegferð og sósíalistarnir.
Vandinn er sá að núna er ekkert pólitískt afl í landinu sem berst fyrir aðhaldi og sparnaði. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Ég hafði vonað að nýr formaður Samfylkingarinnar hefði einmitt boðað afturhvarf frá eyðslustefnunni sem bitnar alltaf á endanum á þeim sem minnst hafa fyrir sig að leggja.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 300
- Sl. sólarhring: 683
- Sl. viku: 4121
- Frá upphafi: 2427921
Annað
- Innlit í dag: 276
- Innlit sl. viku: 3812
- Gestir í dag: 267
- IP-tölur í dag: 256
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson