Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldi "hinna réttlátu" endurtekur sig

Þegar Ralph Nader helsti baráttumaður neytenda í Bandaríkjunum skrifaði greinina "Unsafe at any speed" um bílategundina Chevrolet Corvair, hóf Chevrolet fyrirtækið ofsóknir gegn honum í stað þess að reyna að lagfæra gallaða vöru. Dreift var óhróðri og lygi um Nader. Nader fór í mál við fyrirtækið og hafði frækinn sigur.

Þegar Nigel Farage fyrrum þingmaður á Evrópuþinginu og pólitískur forustumaður hélt því fram, að bankareikningi hans hjá Coutts bankanum hefði verið lokað vegna pólitískra skoðana hans, þá sagði bankinn það rangt, reikningnum hefði verið lokað vegna ófullnægjandi innistæðu "insufficent funds". 

Breska stórblaðið DT birtir í dag frétt, sem sýnir að yfirlýsingar bankans eru lygi. Reikningi Farage var lokað vegna skoðana hans, sem sagðar eru ógeðfelldar og andstæðar skoðunum meirihlutans í þjóðfélaginu. Farage sýni útlendingahatur og sé rasisti. Skoðanir hans varðan varðandi meinta hamfarahlýnun er þó það sem réði úrslitum.

Skýrslan sýnir að næg inneign var á bankareikningi Farage.

Reikningi Farage var lokað án skýringa og bankinn reyndi að fela af hvaða ástæðum það hafði verið og laug til um ástæðuna. Í skýrslunni segir, að Farage hafi ekki haft uppi óviðukvæmileg ummæli við starfsfólk heldur sýnt góða framkomu og starfsólki kurteisi. Geta fyrirtæki krafist meira af viðskiptavinum?  Eiga viðskiptafyrirtæki að hafa leyfi til að gera upp á milli viðskiptavina eftir skoðunum þeirra? Sé það svo, þá er illa komið í frjálsu þjóðfélagi sem byggir á hugmyndafræði tjáningarfrelsisisins. 

 Getur og má Þjóðfélag sem byggir á skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og ekki sé gert upp á milli borgaranna vegna þjóðernis,  litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, samþykkt að gert sé upp á milli borgaranna vegna skoðana þeirra á loftslagsmálum, innflytjendamálum eða öðrum mikilvægum þjóðfélagsmálum. 

Tjáningarfrelsið er hjóm eitt, ef þeir sem hafa minnihlutaskoðanir geta átt það á hættu að vera sviptir lífsafkomu sinni, stöðu og viðskiptum vegna skoðana sinna. 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nader var tímamótamaður, sem hafði sigur að því leyti, að 1965 var útliti Corvairs gerbreytt og fjöðrunarbúnaður að vísu bættur að aftan, en að öðru leyti var bílnum leyft að fjara út í sölu. 

Faglega niðurstaðan í málinu fyrir dómstólum og þingi varð hins vegar sú, að allan tímann krafðist GM þess í handbók að eigendur bílanna hefðu 16 punda þrýsting í framdekkjunum og 26 í afturdekkjunum, en með slíku varð bíllinn ekkert varasamari í akstri en aðrir bílar og framleiðandinn þurfti ekki að greiða skaðabætur vegna hönnunargalla. 

Ómar Ragnarsson, 19.7.2023 kl. 13:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ralph Nader markaði tímamótaspor í neytendamálum heimsins með bók sinni "Unsafe at any speed" um Chevrolet Corvair, sem kom á markaðinn 1959 og var nokkurs konar stækkuð eftirlíking af evrópskum smábílum með vélina að aftan, svo sem Renault Dauphine og Volkswagen Bjöllu.

Gallar slíkra bíla er að þeir eru "ofstýrðir" (oversteered) þegar of hratt er ekið í beygjur, bílanrir skrika að aftan og menn missa stjórn á þeim. 

General Motors gátu nýtt sér ráð við þessu með því að hafa tvöfalda hjöruliði á öxlum afturhjólanna  og/eða jöfnunarfjaðrir, 

Þeir tímdu þessu ekki á svona ódýrum bíl, en töpuðu á eftirminnilegan hátt í deilum við Nader um þetta mál.  

GM kom með breyttan Corvair 1965, en of seint og niðurstaðan varð ósigur Corvair fyrir keppinautunum á örfáum árum. 

Fyrir dómstólum og þinginu gekk GM skár hvað snerti skaðabótamál, því að í handbókum fyrir kaupendur hafði allan tímann brýnt fyrir þeim að passa vel loftþrýstinginn í dekkjum og hafa hann 16 pund að framan en 26 að framan. 

Niðurstaðan varð sú að ef slikt væri gert væri Corvair ekkert varasamari en aðrir bílar. 

Ómar Ragnarsson, 19.7.2023 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 406
  • Sl. sólarhring: 584
  • Sl. viku: 4196
  • Frá upphafi: 2295931

Annað

  • Innlit í dag: 381
  • Innlit sl. viku: 3847
  • Gestir í dag: 362
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband