Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
20.1.2023 | 09:18
Upp er hafinn harmagrátur.
Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern tilkynnti í gær um afsögn sína og brotthvarf úr pólitík. Þá hófst harmagrátur hinn mesti meðal vinstri stjórnmálaelítunnar á heimsvísu.
Einn dálkahöfundur orðaði það svo, að Jacinda Ardern og Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti ættu það sameiginlegt að vera dáð erlendis þó þau hefðu tapað allri tiltrú heima fyrir og það væri vel þess virði að þetta sérkenni yrði rannsakað.
Jacinda Ardern geistist inn á stjórnmálasviðið fyrir fáum árum og orðfæri hennar og yfirlýsingar féllu vel í geð vinstri stjórnmálaelítunni vítt og breytt um heiminn. Henni þótti takast vel upp að höndla mál eftir hryðjuverkaárás í Cristchurch fyrir nokkrum árum og koma fram sem góður fulltrúi lands síns, þó hún hefði ekkert við mannréttindabrot Kínverja að athuga ekki frekar en svo fjölmargir vinstri leiðtogar.
Það liðu ekki mörg ár þangað til það fóru að koma brestir í stjórnun landsins undir forustu Ardern og vinsældir hennar heima fyrir dvínuðu.
Í Kóvíd faraldrinum beitti Ardern aðferðum, sem einkenna einræðisherra. Nýja Sjálandi var algerlega lokað á grundvelli "zero covid" eða núll kóvíd stefnu hennar. Þær aðgerðir höfðu hræðilega afleiðingar. Þá var fólk skyldað til að fara í bólusetningu og athygli heimsins beindist smá stund að Nýja Sjálandi vegna þess að mótmæli við skyldubólusetningum voru barin niður af lögreglu af svipaðri hörku og gerist í ráðstjórnarríkjum.
Versnandi efnahagur, aukin skattheimta og fátækt varð síðan veruleikinn sem íbúar Nýja Sjálands búa við sem afleiðingu af stefnu Ardern. Kjósendur í Nýja Sjálandi hafa því snúið baki við Ardern. Skoðanakannanir hafa sýnt, að hún hefur tapað meirihlutanum og gott betur. Ofurstjórnmálamaðurinn á heimsvísu Jacinda Ardern tók ekki þá áhættu að verða niðurlægð í kosningum og ákvað því að segja af sér og láta öðrum það eftir að takast á við þau vandamál sem hún skilur eftir sig.
Þó Ardern skilji eftir sig minningar um versnandi lífskjör, aukna fátækt og ógnarstjórn á tímum Kóvíd, þá harmar vinsti stjórnmálaelítan stjórnmálaleiðtoga, sem gat ekki horfst í augu við, að kjósendur mundu hafna henni í kosningum.
Nú er hafinn harmagrátur vinstri stjórnmálamanna eins og Katrínar Jakobsdóttur, Keith Starmer og Justin Trudeau yfir þeirri illu meðferð sem þau segja að Ardern hafi þurft að undirgangast.
Landsmenn Ardern hafa þó aðra sögu að segja og minnast hennar með allt öðrum hætti þegar þeir þurfa að glíma við versnandi lífskjör, aukna verðbólgu og fátækt.
Arfleifð sem stefna vinstri manna skilur jafnan eftir sig.
16.1.2023 | 22:48
Þjóðarátak um
Forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og borgarstjóri kynntu í dag stöðu og næstu skref byggingar nýrrar þjóðarhallar. Sem á mæltu máli kallast íþróttahús þeirrar gerðar, að það standist alþjóðlegar kröfur, en Laugardalshöllin er löngu hætt að gera það.
Það er ekki vansalaust, að við skulum ekki hafa haft döngun í okkur til að byggja sómasamlegt íþróttahús og þjóðaríþróttin svokallað handboltin skuli hafa verið á hrakhólum og undanþágum.
Áætlað að bygging þjóðarhallarinnar kost 15 milljarða,en ekki liggur fyrir hver borgar hvað ríki eða Reykjavík.
15 milljarðar ættu ekki að þvælast fyrir "ofurríkri þjóð", sem eyðir árlega hærri upphæð í vafstur í kringum hælisleitendur.
En sum verkefni eru brýnni en önnur.
15.1.2023 | 22:50
Seint eða aldrei
Fram hefur komið, að fjölþjóðleg fjölmiðlunarfyrirtæki taka stöðugt stærri hlut á íslenska auglýsingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki greiða enga skatta af þessum auglýsingatekjum. Þessum erlendu auglýsendum er því búin þægilegri og kostnaðarminni rekstraraðstaða en innlendum fyrirtækjum.
Sú staðreynd, að erlend auglýsingafyrirtæki greiða engin gjöld og hafa því forskot gagnvart innlendum aðilum hefur verið þekkt um árabil. Staðið hefur upp á Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra að bæta úr þessu og jafna samkeppnisstöðuna innlendra og erlendra auglýsingaaðila. Þrátt fyrir að ræða um málið og lofa aðgerðum að mér skilst frá árinu 2018 hefur hún ekki gert neitt í málinu.
Lilju Alfreðsdóttur hefur bara látið íslenska skattgreiðendur greiða til innlendra einkarekinna fjölmiðlafyrirtækja, á raunar nokkuð hæpnum forsendum miðað við annan fyrirtækjarekstur í landinu, en það er annað mál. Á sama tíma nýtast ekki skatttekjur frá erlendu aðilum.
Þessi ráðherra vanrækir um árabil að vinna vinnuna sína og hlutast til um að erlendu auglýsingafyrirtækin verði skattlögð með þeim hætti að samkeppnisaðstaða þeirra sé a.m.k. ekki betri en innlendra aðila. Hvað á að gera við verklausan ráðherra eins og þennan, sem þykir greinilega betra að vera bara í partýinu.
Því miður er það þannig í opinberri stjórnsýslu á þessu landi einkum það sem heyrir undir stjórnmálamennina að hlutir eru iðulega ekki gerðir nema boð komi frá Brussel. Eða þá að gripið er til seint og illa eða alls ekki sbr. þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Magnússon þáverandi fjármála- og viðskipta- og bankamálaráðherra lofuðu útrekað aðgerðum til að koma í veg fyrir sjálftöku slitastjórna föllnu bankanna. Þar var bara talað talað og malað malað, en aldrei neitt gert. Síðara bankaránið stóð því án aðgerða opinberra aðila um árabil.
28.12.2022 | 08:49
Það á ekki að skattleggja almennar launatekjur
Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem tók við völdum árið 1959, Viðreisnarstjórnin, setti sér það markmið, að afnema skatta á almennar launatekjur. Það markmið ættu allar frjálslyndar ríkisstjórnir að setja sér.
Væri svo, mundu öryrkjar og eftirlaunaþegar ekki greiða skatta af örorkubótum og ellilífeyri, sem algjör hneisa. Ekki væri heldur verið að íþyngja frjálu atvinnulífi með greiðslu tryggingargjalds.
Einn helsti fjármálasérfræðingur síðustu ára Peter F. Drucker segir í grein sem hann nefnir Þjóðfélög að markaðshyggjunni liðinni
Fjárlagavinna hefur í raun farið í að segja já við öllu og í þessu efnahagslega umhverfi sem gerir ráð fyrir að það séu engin efnahagsleg takmörk hvað varðar verðmæti sem ríkið geti náð í, verður ríkisstjórnin drottnari þjóðfélagsins og getur mótað það að sinni vild. Gegn um vald fjármagnsins getur ríkið mótað þjóðfélagið að ímynd stjórnmálamannsins. Svona ríki grefur undan grundvelli frjáls þjóðfélags. Kjörnir fulltrúar flá kjósendur sína til hagsbóta fyrir sérstaka hagsmunhópa til að kaupa atkvæði hagsmunahópanna.
Árið 1989 féll kommúnisminn í Evrópu, sú stefna var gjaldþrota Ok kommúnismans fólst í ofurríkisafskiptum og víðtæku eftirlitskerfi hins opinbera með borgurunum. Sú stefna beið skipbrot,en frjálst markaðshagkerfi þar sem einstaklings- og athafnafrelsið fékk að blómstra sigraði.
Sigurinn var skammvinnur. Í sigurvímunni gættu frjálslynd stjórnmálaöfl í Evrópu og víðar ekki að sér og fetuðu mismunandi hratt inn í aukin ríkisafskipti og valdhyggju sósíalistanna.
Hér á landi hafa þau umskipti orðið á vakt þess stjórnmálaflokks sem hefur í orði kveðnu þá stefnu að draga úr ríkisafskiptum, að ríkið leiðir launahækkanir,opinberu starfsfólki fjölgar og það er nú fleira en starfsfólk á almennum launamarkaði. Á sama tíma eykst skattbyrðin á almennar launatekjur launþega.
Í núverandi ríkisstjórn hefur Sjálfstæðisflokkurinn illu heilli gengið í björg með sósíalistunum í átt til síaukinna ríkisafskipta og velgjörða fyrir suma hagsmunahópa.
Brýn nauðsyn er að Sjálfstæðisflokkurinn móti á nýjan leik þá stefnu og framfylgi henni,að skattar á almennar launatekjur verði afnumdir og hætt verði að skattleggja framtíðina með innistæðulausum yfirdrætti á ríkisreikningnum.
Það er ekki til betri kjarabót fyrir launþega.
17.12.2022 | 10:18
Jólakveðja til komandi kynslóða
Alþingi afgreiddi í gær dýrustu jólakveðju til komandi kynslóða sem um getur. Jólagjöf Alþingis til barnana okkar og barnabarna, er meiri útgjaldaaukning ríkissjóðs, en nokkru sinni fyrr í sögunni og gríðarlegur ríkissjóðshalli um eða yfir 120 milljarðar.
Ekki er nú Kóvídinu til að dreifa eða illu árferði.
Báknið vex meira en nokkru sinni fyrr.
Þeir sem tala um að nóg sé til og við séum svo rík þjóð, að við getum eytt í hvaða vitleysu sem er, ættu að skoða að það kemur að skuldadögunum og við verðum að horfast í augu við það, að lífskjörum í landinu er haldið uppi með skuldasöfnun ríkis- og sveitarfélaga. En um síðir verður að borga fyrir sukkið.
Fólk getur ekki verið endalaust í partíinu þó stjórnmálamennirnir haldi það og timburmennirnir verða þeim mun verri sem partíið stendur lengur.
Hvernig getur það gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, að báknið vaxi sem aldrei fyrr og útgjöld ríkissjóðs aukist sem aldrei fyrr. Finnst Sjálfstæðisfólki þessi ríkissósíalismi vera í lagi?
7.12.2022 | 09:17
Vanþekking fóstrar af sér hatur.
Um miðja síðustu öld var byrjað að tala um jólin og jólagjafir í byrjun desember. Nú byrjar jólaumstangið og kauphátíðin í lok október. Umfjöllun um tilefni jólanna dregst að sama skapi saman eins og þegar ungi drengurinn spurði á aðfangadag. "Erum við ekki að gleyma fæðingardegi jólaveinsins?"
Markaðssetning jólanna hefur tekist svo vel, að vítt og breytt um heiminn ekki bara í kristna heiminum er haldið upp á jól með einum eða öðrum hætti.
Helgisagan fagnaðarboðskapur jólanna um frið og styrkleika sem rís upp úr vanmætti er einstakur.
Þrátt fyrir friðar- og kærleiksboðun kristninnar, halda ýmsir fram, að trúarbrögð séu orsakavaldur illsku og haturs. Þetta er rangt. Trúarbrögðin hafa hins vegar oft verið tekin herfangi til að þjóna ákveðnum veraldlegum hagsmunum.
Það er ekki hægt að skilja trúarbrögð nema kynna sér þau og þekkja. Nýja testamenntið segir stórkostlegustu sögu fjölbreytileika og mannúðar. Góð inngangsfræði við að kynna sér trúarbrögð almennt t.d. Gyðingdóm og Íslam.
Aðalvandi við trúarbrögð í nútímanum er vanþekking, sem m.a. birtist svo skrýtið sem það kann að vera í öfgafullum Íslamisma. Vanþekking fóstrar heimsku og hatur.
Vandi trúarbragðafræðslu í dag er að hún er of lítil. Börn verða miklu betri hvort við annað ef þau þekkja meginboðorð kristinnar trúar um náungakærleik og boðorðin 10 og hvað þau þýða. Sú ráðstöfun skólayfirvalda að úthýsa kristinfræðslu í aðdraganda jólanna er því spor í ranga átt í kristnu samfélagi.
27.11.2022 | 09:22
Megum við fá meira að heyra?
Borðsálmur listaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar þótti athygliverður þar var tæpt á hlutum án þess að greina ítarlega frá. Þeir sem hlustuðu segja: "Hvað er að tarna /Hvað sagðirðu þarna / Mættum við fá meira að heyra."
Í frábæru Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag segir höfundur m.a.
"Minnihlutinn í Reykjavík hefur einstakt lag á að fjalla eingöngu um óskiljanleg smáatriði. Forystumaður listans tekur meira að segja þátt í leynifundum við borgarstjórann um að koma lóðum, sem ekki lengur eru notaðar í upprunalegum tilgangi, í hendur vafasamra. Slíkum lóðum ber að skila. En í staðinn er verið að pukrast með eitt versta brask í sögu borgarinnar."
Nokkru síðar segir:
"Sjálfstæðisflokkurinn hefur falið af sinni hálfu borgarfulltrúanum sem er vanhæfastur allra til að gegna þeim trúnaði fyrir félaga sína að fá að fylgjast með í lokuðum herbergjum hvað Dagur er að braska. Sveitarfélag gerir ekki þúsunda milljóna gjafagerninga á bak við luktar dyr."
Að lokum segir:
"En það færi vel á að setja vandaða menn utan borgarstjórnar í að rannsaka það sem þarna fer fram í þaula."
Hér er vísað til grafalvarlegra hluta og pólitískrar spillingar,pólitískra og persónulegra hrossakaupa, þar sem borgarstjóri og forustumaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur standa sameiginlega að því að gefa ákveðnum aðilum þúsundir milljóna. Taka verður undir með bréfritara, að í slíku tilviki færi vel á að utanaðkomandi aðilar rannsökuðu þessi mál í þaula.
Þá væri fróðlegt að sjá hvort að fjölmiðlar t.d.meginstraumsfjölmiðillinn RÚV sem hleypur aftur og aftur upp með meinta pólitíska spillingu, þó hún sé engin, áttar sig á því að hér er verðugt rannsóknarefni sem þarfnast umfjöllunar í fréttatímum, Kveik og Kastljósi. Þúsunda milljóna gjafagerningur til ákveðinna útvaldra er mun stærra og alvarlegra mál en hnökrar við framkvæmd sölu hluta í Íslandsbanka.
En þá er spurning hvort RÚV telur við hæfi að atast út í vin sinn borgarstjórann jafnvel þó að það mundi þýða afhjúpun spillingar sem tæki einnig til forustu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Fróðlegt verður að sjá hvort að fréttaelítan og stjórnmálamenn þ.m.t. borgarstjórnarfulltrúar í Reykjavík láti til skarar skríða eða þegi þetta grafalvarlega mál í hel. Fari svo, þá á við lokastefið í Borðsálmi listaskálsdins góða og nauðsyn brýn að þagga niður í höfundi Reykjavíkurbréfs:
"Hættu nú herra/ Hér mun koma verra/ sem þér er betra að þegja um en segja um."
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2022 | 09:39
Olía á verðbólgubálið
Borgartjórinn í Reykjavík gerði grein fyrir því í gær, að borgarstjóður væri rekinn með milljarða halla og hallarekstur væri fyrirsjáanlegur. Vissulega nokkuð önnur mynd en dregin var upp í aðdraganda kosninganna s.l. vor.
Lausnin sem borgarstjóri býður borgurunum upp á er aukin skattheimta og veruleg hækkun á þjónustugjöldum, sem munu auka enn á verðbólgubálið, en meirihlutanum í Reykjavík kemur það ekki við. Samfylking, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bera alla ábyrgð á því að svona skuli vera komið og engin þeirra flokka ætlar sér að axla ábyrgð vegna þessa eða annars. Það gera óreiðustjórnmálamenn almennt ekki hvorki hjá ríki eða borg.
Á sama tíma og borgarstjóri tilkynnir um óreiðuna og skuldasöfnunina hjá Reykjavíkurborg hækka fasteignagjöld verulega vegna ofurhækkana á fasteignum á síðasta ári, en það dugar samt hvergi til. Í tillögum meirihlutans er auk heldur engar haldbærar tillögur til lausnar aukinni skuldasöfnun, þar sem áætlanir meirihlutans miða við áframhaldandi hallrekstur og aukna skuldasöfnun.
Þrátt fyrir hallareksturinn sem bitnar á borgurum Reykjavíkur vegna ofurskatta á fasteignir og hækkaðra þjónustugjalda ætlar Reykjavík samt ekki að hægja neitt á bruðlinu. Áfram verða borgarfulltrúar á glórulausum ofurlaunum miðað við vinnuframlag og pólitískum vinum og vandamönnum verður áfram gefið á garðann svo sem mest má verða. Það er því ekki neins góðs að vænta meðan þessi meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar fer með völdin í Reykjavík. Mál er að linni.
30.10.2022 | 09:49
Neytendasamtökin
Aðalfundur Neytendasamtakanna var haldinn í gær. Það var ánægjulegt að sjá, að örlítill rekstrarafgangur var á starfsemi samtakanna á síðasta ári og hefur raunar verið síðustu 3 ár. Rekstrarafgangurinn sýnir fyrst og fremst að þess er gætt að færast ekki of mikið í fang en mörg verkefni sem æskilegt væri að samtökin hefðu afskipti af verða að bíða þar sem tekjur samtakanna eru nánast ekki önnur en félagsgjöld og ríkisstyrkur til að mæta þeirri samfélagsþjónustu sem samtökin sinna á ákveðnum málaflokkum.
Miklvægt er að stjórnvöld veiti meiri fjármunum til Neytendasamtakanna einkum núna þegar verðbólgudraugurinn er farinn að láta á sér kræla. Það er líklegt að það hefði góð áhrif þjóðhagslega, að Neytendasamtökin fengju styrk frá ríkisvaldinu til að fylgjast vel með verðbreytingum á markaðnum og gefa álit á hverjar séu eðlilegar og hverjar ekki.
Við erum öll neytendur sagði John F Kennedy Bandaríkjaforseti á sínum tíma og hefði e.t.v.ekki verið þörf á að taka svo sjálfsagðan hlut fram. En það var engin sem benti á það fyrr en hann gerði það. Nú er sótt að neytendum á ýmsum sviðum.
Loftslagsátrúnaðurinn bitnar á neytendum vegna stórhækkaðs vöruverðs og takmarkana á að nota hagkvæmustu orkugjafa. Á sama tíma hefur ofurauðvaldið fundið leiðir til að græða á öllu saman og stendur í stafni við að boða hamfarahlýnun og aðgerðir gegn henni. Fleiri vitlausar aðgerðri ríkisvaldsins í þeim efnum færir fjármuni í vasa þeirra ofurríku á kostnað neytenda.
Það skiptir máli að við gætum að því hvert stefnir í þjóðfélaginu og stöndum vörð um frjálsa samkeppni sem knýr áfram hagkvæmustu viðskipti og lægsta vöruverð, en gæta þess um leið að ákveðin nauðsynjaþjónusta verður að vera fyrir hendi í þjóðfélaginu og standa til boða fyrir alla.
Neytendasamtökin eru á réttri leið, en það skiptir máli að þau nái að eflast sem allra mest til að þjóusta íslenska neytendur sem allra mest.
4.9.2022 | 10:37
Örbirgð og kuldi
Stjórnmálastétt Evrópu, hefur um árabil hamast við að loka orkuverum og stuðla að svonefndum orkuskiptum, til þess, að koma í veg fyrir hlýnun af mannavöldum. Afleiðingin er hærra orkuverð til neytenda og heljartak Rússa á orkusölu.
Vinur minn í Danmörku á twin bifreið segir orkuverðið svo hátt, að honum detti ekki í hug að keyra á rafmagni, það sé miklu dýrara en bensínið.
Nú eru verksmiðjur í Evrópu, að draga úr framleiðslu og fólk býr sig undir helkaldan vetur. Orkuverð er svo hátt, að fólk hefur ekki efni á að hita húsin sín.
Afleiðing af glórulausu ofstæki í orkumálum og hjátrú loftslagsbreytinga, verður til þess, að í vetur verður helkuldi víða á heimilum í Evrópu,af því að fólk hefur ekki efni á að hita upp. Framleiðsla dregst saman og örbirgð eykst vegna minni þjóðarframleiðslu.
Kaldhæðni örlaganna verður þá, að fjöldi þeirra sem deyr úr kulda í Evrópu margfaldast vegna tilrauna stjórnmálastéttarinnar til að koma í veg fyrir að fólk deyi úr hita.
Því miður virðist íslenska stjórnmálaséttin jafnlangt gengin í ruglandanum og sú evrópska og hefur skuldbundið þjóðina til að greiða milljarðatugi á næstu árum á grundvelli Parísarsamkomulagsins svonefndas, sennilega af því að fólki finnst vera allt of hlýtt á Íslandi.
Á sama tíma berst forusturflokkur ríkisstjórnarinnar Vinstri grænir gegn því að vistvæn vatnsafls orkuver verði reist í landinu en hyggst leysa vandann með því að drita niður vindmyllum um allar koppagrundir.
Væri ekki ráð að aftengja Vinstri græna frá forustu í íslenskri pólitík áður en þeir ná því marki að skapa sama ástand hér og ríkir nú í Evrópu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 63
- Sl. sólarhring: 511
- Sl. viku: 2081
- Frá upphafi: 2505509
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 1954
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson