Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
15.8.2022 | 11:03
Erlent bakkelsi
Í frétt Mbl. í dag er sagt frá miklum innflutningi á bakkelsi. Það þýðir e.t.v. viðskiptatækifæri fyrir bakara og vonandi gengur það eftir, en engum dettur í hug að þessi innflutningur muni kollvelta hagkerfinu.
Þegar Viðreisnarstjórnin ákvað að afnema gjaldeyrishöft að mestu á sjöunda áratug síðustu aldar fóru Framsóknarmenn hamförum gegn því og töldu að allt færi til helvítis ef svo færi. Þá yrði fluttur inn allskyns óþarfi sögðu þeir, eins og t.d. danskir kökubotnar, sem Framsóknarmenn töldu að íslenskar húsmæður væru ekkert of góðar til að baka sjálfar. Á þeim tíma var einróma skoðun Framsóknarmanna að staða konunnar væri fyrir framan eldavélina. Síðar töldu þeir hana fyrir aftan hana.
Svo mjög breyttist þjóðlífið strax og gjaldeyrishöftin voru afnumin, að þá fengust epli, appelsínur og bananar allt árið en ekki bara fyrir jól og menn gátu keypt bifreiðar frá Vesturlöndum en ekki bara Trapant, Gaz og Moskvitsj. Já og kökubotnana sem og flest annað sem á þurfti að halda.
Allar spár Framsóknarmanna um helvítisferð hagkerfisins með frjálsari gjaldeyrisviðtskiptum reyndust algjörlega rangar. Þess í stað þróaðist fjölbreyttara þjóðlíf með betri hag.
Samkeppni á landsvísu og milli landa og frjáls viðskipti skapa nefnilega velmegun, en það gera höftin ekki.
![]() |
Bakkelsi innflutt í stórum stíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2022 | 14:15
Taka ofbeldisöflin yfir?
Drífa Snædal forseti ASÍ gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Ástæðan er sú, að ofbeldisöflin innan verkalýðshreyfingarinnar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fararbroddi, hafa gert henni nánast ómögulegt að starfa faglega og með eðlilegum hætti.
Drífa er langt til vinstri í stjórnmálum, en samt sem er djúp á milli hennar og vitifirrta vinstrisins,sem sækir nú fast á um að efla til stéttarstríðs hvað sem tautar og raular.
Ákjósanlegt hefði verið að Drífa hefði sæti áfram og tekið á móti ofbeldisöflunum, þó það sé síður en svo skemmtiefni eða til að valda ánægju fyrir hana persónulega.
Gott fólk hvar í sveit sem það stendur verður þó alltaf að vera reiðubúið að taka baráttuna gegn ofbeldinu og vinna að því að þoka þjóðfélaginu áfram til góðs með samtakamætti og samvinnu, stétt með stétt í stað stéttarstríðs.
Stjórnmálaelítan hefur gert baráttu ofbeldisaflanna auðveldari og skammtað sér og æðstu embættismönnum laun og starfskjör umfram aðra. Katrín Jakobsdóttir ætti að setja ritstörfin á hilluna og gera sitt til að koma í veg fyrir hart séttarstríð meðan tími er til. m.a. Koma mætti á auknum jöfnuði. þar sem stjórnmálastéttin gengi á undan með góðu fordæmi.
Vonandi vill Katrín það frekar en að leika á rithörpuna sína.
9.8.2022 | 09:53
Verðhjöðnunarlögin
Demókratar í Bandaríkjunum hafa fengið samþykkt lagafrumvarp sem þeir kalla verðhjöðnunarfrumvarpið (Inflation reduction act) Í fréttamiðlum hér hefur það iðulega verið nefnt loftslagsfrumvarpið, sem er ansi vel í lagt. Fyrst og fremst er þetta frumvarp sem kveður á um auknar millifærslur og skattheimtu þó að veita eigi verulega styrki til óarðbærrar svokallaðrar grænnar framleiðslu.
Skattahækkanir eru verulegar til að reyna að vega upp á móti auknum ríkisútgjöldum. Samt sem áður er talað um að með þessu nýja eyðslufrumvarpi muni skuldastaða Bandaríkjanna verða verri en Ítalíu.
Munurinn á Ítalíu og Bandaríkjunum er sá, að Bandaríkin hafa hingað til prentað dollara út úr efnahags mistökum af því að dollarinn er heimsmynt. Hvað lengi geta þeir það?
Biden fékk samþykkt eyðslufrumvarp 2021, sem hleypti af stað mikilli verðbólgu ekki bara í Bandaríkjunum heldur vítt og breitt um heimsbyggðina.
Nýasta lagasetning Biden Demókratana kemur enn til að magna verðbólguna og er því heiti frumvarpsins hrein öfugmæli.
Hætt er við að Seðlabankastjóri Íslands megi sín lítið til að vinna gegn þeirri ofurverðbólgu sem verðhjöðnunarlög Biden eru líkleg til að hafa í för með sér.
Efnahagsstefna Biden er einstök. Til að draga úr verðbólgu er ausið út gjafafé til einstaklinga og fyrirtækja, en á sama tíma lagðir á skattar sem m.a. hækka verð á framleiðsluvörum.
6.8.2022 | 13:20
Hvað höfðingjarnir hafast að
Guðni Th. Jóhannesson forseti íslenska lýðveldisins, sýndi af sér mikinn mannsbrag, sem er honum til mikils sóma, þegar hann neitaði að taka við ofurhækkun launa sér til handa, en aðrir í pólitíska aðli lýðveldisins hreyfðu ekku andmælum og sleiktu út um eins og kettir við rjómaskál.
Á miðju sumri hækkuðu laun stjórnmálaaðalsins í samræmi við lögbundið launahækkanaálag sem þeim einum er gefið en stjórnmálaaðallinn lögbindur þessi sérkjör fyrir sig.
Að beiðni forsætisráðherra gerði Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík skýrslu um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Katrín segir í skýrslunni að kjarasamningar séu fastir í viðjum höfrungahlaups, setja þurfi ramma um launahækkanir og að takmarkað svigrúm sé til launahækkana.
Nú er sú stóra spurning hvort að stjórnmálamenn eru tilbúnir til að reyna að stöðva þetta höfrungahalup víxlhækkana launa með því að ganga á undan og taka sér fordæmi Forsetans til fyrirmyndar.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að mið- og láglaunafólk í landinu sætti sig við að vera skorið niður við trog á meðan pólitíska yfirstéttin mokar endalaust undir sig.
Það má ekki gleymast að það sem höfðingjarnir hafast að hinir ætla sér leyfist það.
2.6.2022 | 08:06
Verðbólga og viðbrögð Alþingis
Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands nálgast tveggja stafa tölu. Verðbólga á Íslandi magnast og það skiptir því miður litlu máli hvað Seðlabankinn spriklar þegar ríkisstjórnin er upptekin við að prenta peninga, sem innistæða er ekki fyrir.
Ríkisstjórnin mætti hinsvegar hafa í huga, að þegar þú borgar fólki fyrir að gera ekki neitt og prentar peninga í því skyni þá færðu verðbólgu það er óhjákvæmilegt bara spurning hvenær.
Verðbólga dregur úr kaupmætti launa og leiðir til gengisfellingar íslensku krónunnar. Verðtryggð lán hækka og vextir óverðtryggðra lána hækka líka og hjá því verður ekki komist í slíku ástandi.
Þetta er eitt alvarlegasta vandamálið sem blasir við þjóðinni. Þessvegna hefði verið brýn nauðsyn að þingmenn þjóðarinnar ræddu þennan mikla aðsteðjandi vanda lausnamiðað í stað upphrópana.
Því miður er stjórnarandstaðan upptekin við að reyna að auka fátækt í landinu og valda auknum erfiðleikum í velferðarkerfinu með því að opna landamærin upp á gátt. Kemur á óvart að Viðreisn en einkum Flokkur fólksins skuli taka þátt í þessum leik, sem er ætlaður til að öll vinna í sambandi við vandaða málsmeðferð varðandi hælisleitendur verði gerð að engu.
15.4.2022 | 09:28
Bankasýsla ríkisins. Þegar stofnanir verða eilífar
Í águst 2009 samþykkti Alþingi lög um Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan átti að sinna skilgreindum verkefnum vegna aðkomu ríkisins að endurskipulagningu banka- og fjármálakerfisins eftir hrun. Að mati löggjafans voru verkefni Bankasýslunnar tímabundin og þessvegna var ákveðið að stofnunin skyldi lögð niður eigi síðar en 5 árum frá stofnun hennar.
Ákvæði 9.gr. laga um Bankasýslu ríkisins sem samþykkt var á Alþingi þ. 11.8.2009 hljóðaði svo
"Stofnunin skal hafa lokið störfum eigi síðar en fimm árum frá því hún var sett á fót og verður hún þá lögð niður."
Löggjafinn miðaði við, að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður eigi síðar en í ágúst 2014 fyrir 8 árum síðan. En það var ekki gert og þrátt fyrir þessi ákvæði í lögum starfaði Bankasýslan áfram óáreitt án lagaheimildar. En síðan var bætt úr því með lögum nr. 7/2019 öðrum 5 árum eftir að leggja átti Bankasýsluna niður en þá var ákvæði 9.gr. laganna fellt brott og þess í stað tekið upp ákvæði til bráðabirgða sem er þannig:
"Stofnunina skal leggja niður þegar verkefnum hennar er lokið."
Færa má rök fyrir því, að engin þörf hafi verið fyrir að hafa sérstaka Bankasýslu ríkisins frá því í ágúst 2014 heldur hefði betur farið á því og verið ódýrara og skilvirkara, að færa verkefni hennar inn í fjármála og/eða viðskiptaráðuneyti. En það var ekki gert enda um þokkalega feita bitlinga að ræða hvað varðar þóknanir stjórnarmanna svo og laun forstjóra, sem stjórnmálamenn geta úthlutað að geðþótta.
Hin tímabundna Bankasýsla sem átti að ljúka störfum ekki síðar en í ágúst 2014, hefur nú verið gerð eilíf þangað til annað verður ákveðið.
Skólabókardæmi um skort á skilvirkni í því sem varðar hið opinbera.
16.3.2022 | 11:53
Ofurlaunin
Í gærkvöldi var frásögn af ofurlaunum nokkurra forstjóra ríkisfyrirtækja, fyrirtækja sem tengjast hinu opinbera með einum og öðrum hætti og örfárra annara. Það er ljóst að ríkið leiðir ofurlaunaþróun í landinu. Svo hefur verið frá síðasta úrskurði Kjararáðs, en þar var ákveðið að embættismannaaðallinn skyldi fá ofurlaun miðað við aðra landsmenn.
Finnst einhverjum skrýtið að lægra settir opinberir starfsmenn eða almennir launþegar á hinum frjálsa markaði reki í rogastans þegar þeim er sagt að hækki 700 þúsund króna mánaðarlaunin þeirra, þá setji það hagkerfið á hliðina, en 6 milljón króna laun ríkisforstjórans og hækkun þeirra um eina milljón skipti engu máli.
Á sama tíma segist fjármálaráðherra í viðtali við Viðskiptablaðið að hann þurfi að fá lán til að borga launin þar sem ríkissjóður hefur ekki verið sjálfbær frá árinu 2018.
Sérkennileg vegferð í þjóðfélagi.
Þeim þjóðfélögum vegnar best, þar sem launamunur er lítill. Það eru gömul sannindi og ný.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2022 | 20:51
Kaupmáttur eykst meðan framleiðsla minnkar
Fjármálaráðherra sagði að kaupmáttur hefði aukist á síðasta ári.Vafalaust er það rétt. En hefur landsframleiðsla ekki dregist verulega saman frá því árið 2019?
Sé það rétt að framleiðsla hafi minnkað en samt hafi orðið kaupmáttaraukning, er þá skýringarinnar að leita í vaxandi hallarekstri ríkissjóðs?
Ríkissjóður var rekinn með 530 milljarða halla á síðasta ári. Er þá ríkissjóður að borga kaupmáttaraukninguna með hallarekstri?
22.1.2022 | 11:12
Til vansa fyrir Bandaríkin
Joe Biden tók við völdum sem forseti Bandaríkjanna fyrir ári. Valdatími hans hefur verið svo skelfilegur, að hann hefur orðið sér til vansa bæði heima og erlendis.
Heilsteypta stefnu í utanríkismálum skortir. Sneypuleg endalok í Afganistan og vanhæfni forsetans þar hafa leitt til þess, að andstæðingar Bandaríkjanna telja sig geta farið sínu fram. Rússar hóta innrás í Úkraínu og Kínverjar að innlima Taiwan. Prelátarnir í Íran telja sig geta farið sínu fram.
Stefna Biden inn á við, hefur ekki síður verið slæm. Áhersla hefur verið lögð á gegndarlausa eyðslu hins opinbera, sem hefur leitt til mestu verðbólgu í 40 ár eða 7%. Stefna vitifirrta vinstrisins í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum m.a. að draga úr framlögum til lögreglu og andstöðu við störf hennar,hefur leitt til glæpaöldu. Í San Francisco og Los Angeles sem Demókratar hafa stjórnað í langa hríð eru rán og gripdeildir orðin svo algeng, að þau þykja ekki lengur fréttnæm.
Stefna Demókrata undir forustu Biden hefur leitt til efnahagslegs óstöðugleika, hnignunar borga,glæpaöldu og vaxandi innanlandsátaka. Í einu orði sagt þá hefur stjórn Biden verið skelfileg.
Vinsældir forsetans hafa hrapað og innan við þriðjungur kjósenda telur hann hafa staðið sig sæmilega eða vel í embætti. Þrátt fyrir að óstjórnin og glundroðin sem afleiðing af stefnu og stefnuleysi Biden og stjórnar hans, þá þegja helstu fjölmiðlar eins og þeir geta um það. En vandamálin hverfa ekki með því og dæmi eru um, að fjölmiðlum sem hafa stutt Demókrataflokkin er nóg boðið.
Spurning er hvort að ein vinstri sinnaðasta fréttastofa lýðræðisríkja, fréttastofa RÚV tekur við sér og áttar sig á hvílílka skelfingu vinstri stefna Biden og bullukollustefna borgarstjóra Demókrata í Bandaríkjunum eru að leiða yfir þjóðina.
Hvað sem því líður eða eins og Biden segir, þegar hann tapar þræðinum "Anyway", þá eru kosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með sama áframhaldi munu Demókratar tapa meirihluta sínum bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Spurningin er bara hvað mikið tjón Biden og fylgifiskar hans geta unnið á meðan og hve miklu áliti og afli Bandaríkin tapa þangað til.
En kjósendur sitja alltaf uppi með vanhæfa stjórnendur, sem þeir kunna að hafa glæpst á að kjósa. Þessvegna skiptir máli að kjósa og kjósa rétt.
16.1.2022 | 10:52
Helsi og ríkisbákn
Í árdaga frelsisbaráttu gegn ofurvaldi ríkis, fangelsunum og frelsisskerðingu stjórnvalda, báru þeir sem skilgreindir eru til vinstri í pólitík gunnfána frelsisbaráttunar og kröfðust mannréttinda á grundvelli "algildra" réttinda einstaklinga.
Í ljósi sögunar er sérkennilegt, að þegar ríkisvaldið beitir nú ítrekað þvingunum og frelsisskerðingu, að þá skuli engin málsmetandi vinstrimaður kveða sér hljóðs og mótmæla valdbeitingu ríkisins og benda á hve auðvelt það sé að koma á fasískri alræðisstjórn með aðstoð fjölmiðla og skírskotun til vísinda og aðsteðjandi ógnar.
George Orwell er dæmi um vinstri mann sem óaði við því sem hann horfði framan í á síðustu öld, fasisma, nasisma og kommúnisma. Hann skrifaði bækurnar "Animal Farm" og "1984" til að vekja athygli á hvernig stórnvöld vinna til að ná fram algerri stjórn.
Vinstrið er nú heltekið af baráttu fyrir sjónarmiðum fólks sem hafnar náttúrulögmálunum og þjóðlegri arfleifð og menningu Vesturlanda.
Á sama tíma eru hægri sem vinstri stjórnir á Vesturlöndum að hamast við að setja reglur sem eru andstæðar lýðfrelsi og stækka ríkisbáknið sem aldrei fyrr. Hér hefur vöxtur ríkisbáknsins verið slíkur á síðustu árum að það er á góðri leið með að verða stærsta efnahagsváin á komandi árum.
Þeir sem mótmæla ítrekuðum frelsisskerðingum eru iðulega sakaðir um svik við hjarðhegðunarhugmyndafræði alþýðulýðvelda og útmálaðir eins og andstæðingar Mao og áður Stalíns voru sem svikarar við fólkið og alræðisstefnuna. Hrópað er að þeir sem mótmæla hugi ekki að almannaheill og hugsi ekki um velferð og öryggi fólks eins glórulaust og það og var líka í Peking og Moskvu á sínum tíma
Þrátt fyrir að vinstrið hafi algerlega brugðist því að standa vörð um þær frelsishugmyndir, sem þeir tileinkuðu sér og börðust fyrir árum og jafnvel öldum saman og skópu í tímans rás bestu og öruggstu þjóðfélög heimsins, þá þarf hægra fólk nú að endurskoða gaumgæfilega eigin gildi og hvað teljist ásættanleg afskipti ríkisvaldsins af borgurunum og atvinnulífinu.
Lífskjör í landinu munu bara versna ef barátta fyrir megrun ríkiskerfisins byrjar ekki þegar í stað með sama hætti og lýðfrelsi verður í verulegri hættu ef frelsisunandi fólk tekur ekki höndum saman um að móta ný gildi og viðmiðanir sem eiga við og geta komið í veg fyrir að ríkisvaldið geti farið sínu fram.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 13
- Sl. sólarhring: 634
- Sl. viku: 2334
- Frá upphafi: 2506096
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 2180
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson