Leita í fréttum mbl.is

Við skulum senda samúðarkveðjur til Rússa.

Föstudaginn 22. mars var framið hræðilegt hryðjuverk í tónlistarhöll í Moskvu. Íslamskir hryðjuverkamenn ÍSIS voru að verki og myrtu unga fólkið, sem var að fylgjast með tónleikum, með köldu blóði. Tala látinna er nú 137 manns. 

Hryðjuverk eru alltaf fordæmanleg og ekki skiptir máli á hverjum þau bitna. ÍSIS hafa tvisvar áður framið mannskæð hryðjuverk í tónlistarhúsum annars vegar í Bataclan í París og hins vegar í Manchester á Englandi. 

Þegar hryðjuverkin voru framin í Bataclan og Manchester sendu íslenskir ráðamenn strax samúðarkveðjur til ríkisstjórna og/eða forseta viðkomandi landa.

Nú að kvöldi dags tveim dögum eftir þetta hryllilega hryðjuverk ÍSIS í Rússlandi, hafa íslenskir ráðamenn ekki hafi haft döngun í sér til að senda Rússum samúðarkveðjur. Það er þeim til skammar. Vonandi verður úr þessu bætt strax.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Í ljós hefur komið að þetta var ekki ÍSIS heldur Tadjikískir rugludallar, allt að ellefu hafa verið handsamaðir, að meðtöldum fjörúm sem frömdu ódæðið.

Ég sá ekki betur - á Facebook síðu Sendiráðs Rússlands í Reykjaveík, en bæði Utanríkisráðherra og Forseti Lýðveldisins hafi sent samúðarkveðjur.

En hvergi bólar á hefðbundnum heillaóskum til Pútíns fyrir glæsilegan kosníngasigur, sem jafnvel Bæden getur ekki státað af.

Guðjón E. Hreinberg, 24.3.2024 kl. 23:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek heilshugar undir það.

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2024 kl. 00:54

3 identicon

Jú það gerði Guðni forseti. Bæði fordæmdi hryðjuverkið og vottaði Rússnesku þjóðinni samúðar . https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/03/23/gudni_fordaemir_hrydjuverkaarasina/

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 25.3.2024 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 2291724

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband