Færsluflokkur: Trúmál
12.4.2020 | 15:03
Höldum við upp á páska?
Við hugsum um páska sem upprisuhátíð, þar sem Jesús reis upp eftir krossfestinguna. Það sem gerðist á páskadagsmorgun er mikilvægasta undirstaða og grundvöllur kristinnar trúar. Það er fagnaðarerindið sem kristnu fólki ber að boða allri heimsbyggðinni. Sigur lífsins yfir dauðanum.
Páskahátíðin var ævaforn hátíð Gyðinga og okkar upprisuhátíð, sem við nefnum líka páska á ekkert skylt við páskahátíð þeirra.
Skv. þjóðsögunni í 12. kafla annarrar Mósebókar er vísað til orðræðu guðs Gyðinga við Móse og bróður hans Aron. Guðinn segir þeim að hann ætli að deyða alla frumburði í Egyptalandi og segir þeim bræðrum að slátra gallalausu hrútlambi og rjóða blóðinu á dyrastafinn og þá muni engill dauðans fara framhjá. Guðinn sagði þeim að Gyðingar skyldu árlega halda páskahátíð árlega kynslóð eftir kynslóð til að minnast þessara fordæmalausu drápa ungbarna á grundvelli kynþáttahyggju.
Okkar trúarbrögð hafa ekkert með páskahátíð Gyðinga að gera að öðru leyti en því, að Jesú var drepinn nokkru fyrir páskana og reis upp á páskadagsmorgun. Það að óska hver öðrum gleðilegra páska er því vafasöm skírskotun til óðgeðfelldrar hugmyndafræði um kynþáttabundin fjöldamorð framin af almættinu, en sem betur fer er skírskotun okkar vegna þeirrar kveðju, skírskotun til ljóssins og lífsins en ekki myrkursins og dauðans.
Það er því spurning hvort kristið fólk á að tengja helstu trúarhátíð sína við páska. Saga Gyðinga um páskahátíðina og þau hryðjuverk sem þá átti að hafa verið framin er andstætt kristilegri hugsun og hugmyndafræði.
Farið og gjörið allar þjóðir veraldar að mínum lærisveinum sagði Jesú. Okkar trúarbrögð eru ekki bundin við þjóð, kynþætti litarhátt, konur, karla þræla eða frjálsborna.
Boðun Jesú er fyrir alla og ítrekað kemur fram í okkar fræðum og frumkristninni að: "Guð fer ekki í manngreinarálit." Páskaboðskapur Gyðinga á því ekkert skylt við kristna boðun.
Páskahátíð Gyðinga vísar til dauða, fordóma og kynþáttahyggju. Okkar páskahátíð visar til þess gagnstæða. Lífsins, upprisunnar, vonarinnar um endurlausn og eilíft líf sem býðst öllu fólki fyrir góð verk og trúna á Jesú Krist. Minnumst þess fagnaðarboðskapar hvort heldur við óskum fólki gleðilegra páska eða gleðilegrar upprisuhátíðar.
Gleðilega upprisuhátíð kæru vinir.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2020 | 09:08
Lokaðar kirkjur
Svo mjög hefur kristnum þjóðum fleygt fram í trúleysi sínu, að nú þykir rétt á viðsjárverðum tímum, að skella öllum kirkjum í lás og stunda sjáluhjálp á netinu.
Í 2000 ár hafa kirkjur verið griðastaður trúðara, á hverju sem hefur dunið. Drepsóttir og styrjaldir hafa ekki megnað að loka kirkjum. Þvert á það sem nú er, þá hafa kirkjunnar þjónar talið það vera mikilvæga skyldu sína að veita styrk í neyð með vísun til kristinnar trúar og lagt áherslu á mátt bænarinnar og einstaklingsbundna aðstoð og sáluhjálp. Nú opna prelátar fjarfundarbúnað og básúna út í tómið.
Af gefnu tilefni vegna helstu raunverulegu trúarhátíðar kristins fólks, sem fer í hönd í Dymbilviku og upprisuhátíðinni í framhaldi hennar, þá er vert að spyrja hvort kirkjuleg yfirvöld hafi farið fram á að hafa messur á föstudaginn langa og páskadag, með þeim hætti að fyllsta öryggis sé gætt, varðandi fjarlægð kirkjugesta hver frá öðrum o.fl.
Kirkjulegar athafnir eru því miður jafnan illa sóttar og á það líka við um messur á upprisuhátíðinni. Sú kirkja er ekki til á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar sem messur geta ekki farið fram þannig, að tryggt sé að meir en tveir metrar séu á milli kirkjugesta. Vandamálið er þá, að fá undanþágu frá hámarksfjölda á samkomum og gera ráðstafanir sem eru í sjálfu sér einfaldar til að tryggja sóttvarnir og öryggi kirkjunnar þjóna og þeirra sem vilja taka við kristilegum boðskap.
Telji yfirstjórn þjóðkirkjunnar enga ástæðu til að sækjast eftir því að opna kirkjur og veita þá þjónustu sem kirkjunni er ætlað að veita að viðhöfðum öryggisreglum, þá er hætt við því að hin hefðbundna kirkja hafi týnt hlutverki sínu og muni í framtíðinni standa í enn stærra tómi vantrúar og vonleysis.
Uns til þess kemur að virk kristileg boðun leysi hana endanlega af hólmi.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2019 | 10:02
Friðarins jól
Í fyrri heimstyrjöld stóð þýskur hermaður varðstöðu á hernumdu svæði í Frakklandi á jólanótt. Breskur hermaður sem, hafði orðið viðskila við liðsmenn sína sá þýska hermanninn og mundaði byssuna til að skjóta hann. Á sama augnabliki dró ský frá fullu tungli og breski hermaðurinn sá andlit þýska hermannsins greinilega. Allt í einu hóf þýski hermaðurinn auglit sitt til himins og fór að syngja "Heims um ból". Breski hermaðurinn lét byssuna síga og hlustaði á yndislegan sönginn og ákvað að skjóta ekki og fara til baka.
Allmörgum árum síðar var stórt farþegaskip á leið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna á aðfangadag. Fjöldi farþega var um borð og meðal þeirra frægur þýskur söngvari. Skipstjórinn bað hann um að syngja Heims um ból á aðaldekkinu þegar kvöldaði. Veður var kyrrt, tunglið var komið upp og gekk sinn gang. Þýski stórsöngvarinn horfði til himins og hóf síðan upp raust sína og söng "Heims um ból". Þegar hann hafði lokið söng sínum vék sér að honum maður og spurði hvort hann minntist þess að hafa staðið varðstöðu í fyrri heimstyrjöld á ákveðnum stað í Frakklandi fyrir mörgum árum á aðfangadagskvöld. Söngvarinn sagðist muna vel eftir því. Þá sagði sá sem vék sér að honum. Ég var þar líka og ætlaði að skjóta þig. En þegar þú byrjaðir að syngja og eftir það, þá gat ég ekki fengið það af mér. Þú átt söngnum það að þakka, að þú ert hérna núna.
Þessi saga segir okkur að í miðri vifirringu styrjaldar, þá horfir kristið fólk til þess, að jólin eru táknmynd friðar og velferðar alls mannkyns. Það er okkar að reyna að tryggja það, að þannig geti allt kristið fólk notið jólahátíðarinnar. Við Íslendingar höfum verið svo gæfusöm þjóð, að hafa notið friðar öldum saman og getað rækt trú okkar óáreitt. Fjöldi annarra kristinna er ekki svo lánsamur.
Skýrsla sem unnin var fyrir breska utanríkisráðuneytið og kom út í s.l. maímánuði segir að sumsstaðar á jörðinni séu útrýming kristins fólks svo mikil og skipulögð að raunverulega sé um þjóðarmorð að ræða. Þar sem vagga kristninnar stóð í Mið-Austurlöndum hafa árásir á kristna verið hvað mestar og fjöldi kristinna í Írak eru nú rúmlega 100 þúsund, en þeir voru árið 2003 ein og hálf milljón. Lagt er til að þess verði krafist af ríkjum í Mið-Austurlöndum, Egyptalandi og löndum norðanverðrar Afríku, að þau hlutist til um að tryggja réttindi og öryggi kristins fólks og fjallað um það hvernig þjóðir heims geti lagt sitt að mörkum og leiðir til þess að tryggja trúfrelsi kristins fólks.
Í stefnuskrá breska Íhaldsflokksisn fyrir síðustu kosningar kom fram, að flokkurinn ætlar að beita sér fyrir að þær tillögur, sem koma fram í skýrslunni nái fram að ganga. Boris Johnson forsætisráðherra mun hafa brugðið verulega þegar hann var utanríkisráðherra Breta þegar hann sá þær staðreyndir, sem eru fyrir hendi um ofsóknir á hendur kristnu fólki og hvað það þarf að þola. Að jafnaði eru 12 kristnir drepnir í trúarbragðaofsóknum á hverjum einasta degi.
Í jólaávarpi sínu í dag mun Boris Johnson lýsa yfir samúð með kristnu fólki sem sætir ofsóknum um allan heim og heita því að styðja það til að það geti iðkað trú sína og segja;
"Í dag umfram aðra daga, vil ég að við minnumst kristins fólks um allan heim, sem þarf að þola ofsóknir" og síðan; "Sem forsætisráðherra vil ég breyta ákveðnum hlutum. Við munum standa með kristnu fólki hvar sem er í algerri samstöðu og verja réttindi ykkar til að iðka trúarbrögð ykkar hvar sem er í heiminum"
Þessi boðskapur breska forsætisráðherrans og stefnumörkun Íhaldsflokksins fyrir síðustu kosningar um að standa vörð um réttindi kristins fólks í heiminum er kærkomin nýlunda í hinum vestræna heimi. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn Vestur Evrópu og því miður kristnar kirkjur látið eins og þeim komi málið ekkert eða lítið við.
Nú skiptir máli að orðunum fylgi athafnir og kristnar þjóðir fylki sér einhuga undir þann gunnfána frelsis og mannréttinda, sem Boris Johnson talar um og gæti þess að kristið fólk njóti mannréttinda hvar sem er í heiminum og fylgi því eftir með þeim hætti, sem þörf krefur til að sá árangur náist, að kristið fólk hvar sem er í heiminum megi njóta friðarjóla og geti iðkað trú sína án stöðugs ótta.
Ég óska ættingjum mínum og vinum sem og landsmönnum öllum og kristnu fólki hvar sem er í heiminum;
GLEÐILEGRA JÓLA.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2019 | 08:57
Hverju reiddust goðin?
Fræg eru ummæli Snorra goða, við krisnitökuna á Alþingi árið 1000 þegar tíðindamaður kom flengríðandi á þingstað og sagði að eldgos væri komið upp og stefndi á bæ eins hálfkristins goða.
Þeir sem vildu hafna hinum nýja sið kristninni höfðu þá uppi hróp og sögðu að þetta sýndi, að hin gömlu goð Óðinn,Þór,Freyr og Njörður væru reiðir yfir þessu tiltæki að ætla að löfesta kristni sem trú í landinu.
Snorri goði sagði þá að bragði: "Hverju reiddust goðin er hraunið brann, sem nú stöndum við á." Þetta var spaklega mælt og þingheimur áttaði sig á hversu fráleit þessi ætlan Ásatrúarmanna væri þar sem hraun hefðu áður brunnið og runnið víða um land.
Í trúarbrögðum samtímans og umfjöllun, skortir á að menn sjái þau einföldu sannindi sem Snorri goði benti á.
Í Feneyjum eru mikil flóð þessa dagana og Markúsartorgið er m.a. undir vatni. Borgarstjóri Feneyja kennir loftslagsbreytingum um, þannig að meint hlýnun jarðar valdi flóðunum. Gríðarlegar rigningar hafa verið undanfarið í Feneyjum og vindar blása með þeim hætti, að þeir halda vatninu í borginni. Sjávarborð hefur því hækkað í borginni um 183 sentimetra vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. Borgarstjórinn í Feneyjum bregst nú við eins og heiðnir menn á Alþingi forðum, sem nefndu að goðin væru reið.
Staðreyndin er bara sú,að þetta er ekki eindsæmi og sjávarborð hækkaði meira árið 1966 eða um 198 sentimetra fyrir 54 árum. Það var raunar áður en hin svokallaða litla ísöld kom á áttunda áratugnum og löngu áður en þessi nýju trúarbrögð hamfarahlýnunarinnar festu sig í sessi.
En nú dettur engum í hug að segja eins og Snorri goði sagði forðum: Hvað olli þá flóðunum árið 1966. Slík tilvísun er jafnmarkviss röksemd og skýring borgarstjórans, að loftslagsbreytingar valdi flóðunum núna. Snorri goði samtímans veit líka að mælti hann þessi rök skynseminnar þá væri hann annaðhvort settur í poka og honum drekkt eða hann yrði gerður brottrækur úr borginni fyrir loftslagsguðlast.
En það er alltaf von um betri og meiri styrki ef hægt er að tengja hlutinn trúarbrögðum hamfarahlýnunarinnar.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2019 | 07:50
Heimsendir er í nánd
Í samfélagi trúaðra skiptir boðunin og trúfestin oft meira máli en staðreyndir. Í gær sýndu fjölmiðlar myndir af halarófu sanntrúaðra á leiðinni upp á Ok. Fólki var kalt í norðannepjunni. Samt hélt það staðfastlega við boðun sína um hamfarahlýnun vegna loftslagsbreytinga af völdum mannsins.
Með tilkomumikilli athöfn messuðu prestar og auglýsingamenn hins nýja átrúnaðar, sem boðar að heimsendir sé í nánd ef fólk víkur ekki frá villu síns vegar, raunar eins og mörg önnur trúarbrögð fyrri alda.
Jökullinn Ok var lýstur dauður og grafinn í fyrsta sinn vegna hamfarahlýnunarinnar og þeir sem messuðu þ.á.m. forsætisráðherra sagði að þarna væri augljóst dæmi þess hve illa væri komið fyrir jörðinni vegna hamfarahlýnunarinnar. Umhverfisráðherra og meintur vísindamaður lögðu sitt til málanna í fjölmiðlaumræðunni og öll var sú boðun á sama veg.
Á leiðinni niður fjallið Ok sagðist fréttamaður RÚV verða að hraða sér niður vegna kuldans þarna í hamfarahlýnuninni.
Á samfélagsmiðlum komu þó strax efasemdaraddir. Ljósmynd úr Morgunblaðinu frá 1960 áður en hlýnun jarðar vegna aðgerða mannsins varð, sýndi að jökullinn Ok var þá jafndáinn og mátti eins grafa á því herrans ári og árið 2019 eða fyrir tæpum 60 árum. Í heimi sanntrúaðra skiptir það ekki máli. Það hefði bara eyðilagt þau hnattrænu skilaboð sem verið var að leggja inn í þann sjóð, að hér væri eitthvað mikið og merkilegt að gerast. Eitthvað sem ekki hefði gerst fyrr. Hér væri dæmi um réttmæti heimsendatrúarbragða hamfarahlýnunar af mannavöldum.
Sé það svo, að grípa þurfi til aðgerða eins og þeirra sem varpað var til heimsbyggðarinnar í gær til að sannfæra trúaða um réttmæti kenninganna, þá er spurning hvað er mikið af sambærilegum fréttum trúarhópsins jafnvitlausar og þær sem sendar vour út í gær um dánardægur jökulsins á fjallinu Ok.
En e.t.v. sannast hér það sem frægur maður sagði forðum;
Sannleikurinn er ekki kominn í skóna þegar lygin hefur farið sjö sinnum í kringum jörðina."
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2019 | 09:11
Sínum augum lítur hver á höfuðklútinn
Ahmet Necdet Sezer, sem var forseti Tyrklands árið 2003 þegar Erdogan varð forsætisráðherra bauð aldrei konu Erdogan í athafnir og boð í forsetahöllinni, vegna þess að hún var með höfuðklút. Ahmet leit á það sem óviðurkvæmilegt trúartákn, sem táknaði andstöðu við veraldlegar umbætur og hugsunarhátt. Erdogan hefur haldið því fram að þetta væri spurning um að vera tyrkneskur í stað þess að vera með veraldlegan vestrænan hugsunarhátt. Höfuðklúturinn er þannig yfirlýsing um andstöðu við vestræn gildi.
Fimmtán árum síðar árið 2018 breytti fulltrúadeild Bandaríkjanna 181 ára gömlum reglum um bann við að þingmenn bæru höfuðföt af einhverju tagi, til að nýkjörin þingmaður frá Minnesota, þingkonan músliminn Ihan Omar, mætti bera höfuðklút. Bandaríkjaþing sýndi ekki eins mikla staðfestu og forseti Tyrklands 15 árum áður.
Undanlátssemi, aumingjaskapur og vanþekking Vesturlanda varðandi einmenninguna og öfgarnar, sem tröllríða múslímska heiminum í dag er ógnvænleg.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2019 | 10:14
Er ekkir rétt að kirkjan fari að bera sannleikanum vitni?
Þaulskipulögð hermdarverk voru unnin á Sri Lanka á páskadagsmorgun. Hryðjuverkin beindust að kirkjum kaþólskra í landinu, en einnig gegn vestrænum ferðamönnum á hótelum í landinu. Undirbúningur þaulskipulagðra hryðjuverka eins og á Sri Lanka tekur marga mánuði að skipuleggja og jafnvel ár.
Athygli vakti að biskupinn yfir Íslandi minntist ekki á þessi hryðjuverk gegn kristnu fólki í páskaávarpi sínu, en talaði um loftslagsmál. Forseti lýðveldisins sendi stjórnvöldum á Sri Lanka samúðarkveðjur 22.apríl s.l.og harmaði atburðina, en ekkert heyrðist frá biskupi eða þjóðkirkjunni.
Loks birtist á vef kirkjunnar þ.25.apríl yfirlýsing frá biskupi um málið. Yfirlýsing biskups er með miklum ólíkindum. Þar eru hryðjuverkin á Sri Lanka sögð vera til að hefna fyrir árás sturlaðs manns á tvær moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi fyrir skömmu.
Miðað við samhengið og tilefnið, verður ekki annað séð, en biskup sé að afsaka hermdarverk Íslamistanna á Sri Lanka og/eða réttlæta það með skírskotun til þess sem gerðist í Christchurch.
Hryðjuverkið á Sri Lanka hefur ekkert með hryðjuverkið í Christchurch að gera. Hryðjuverkin á Sri Lanka voru í undirbúningi löngu áður en atburðirnir gerðust í Cristchurch.
Af yfirlýsingu biskups má ráða, að biskup fylgist illa með því sem er að gerast og hvaða ásókn er gegn kristnu fólki í heiminum í dag, ofsóknir og morð. Þeir sem standa fyrir því eru í nánast öllum tilvikum öfgafólk úr röðum Íslamista, sem því miður njóta stuðnings og/eða velvilja allt of stórs hóps trúarsystkina þeirra.
Til upprifjunar fyrir biskup til að auðvelda henni að tengja hluti saman með eðlilegum hætti, má benda á eftirfarandi, sem mér kemur í hug varðandi hryðjuverk Íslamista á þessari helgustu trúarhátíð kristins fólks á undanförnum árum. Tilvikin eru örugglega fleiri:
Á páskadag 2012 Sprengdu Íslamskir hryðjuverkamenn kirkju og meir en 50 kirkjugestir dóu
Á páskadag árið 2016 sprengdi Íslamskur sjálfsmorðssprengjumaður sig í loft upp við barnaleikvöll þar sem kristnir voru vanir að safnast saman meir en 70 manns aðallega konur og börn dóu næstum 400 særðust
Á pálmasunnudegi árið 2017 sprengdu Íslamskir hryðjuverkamenn tvær koptískar kirkjur í Egypgtalandi. Fimmtíu dóu og 120 manns særðust.
Engin ofangreindra árása hafði eitt eða neitt með það sem gerðist í Christchurch að gera, ekki frekar en hryðjuverkin á Sri Lanka. Þetta eru árásir á kristið fólk vegna trúar okkar. Það er slæmt að biskupinn yfir Íslandi skuli vera í afneitun gagnvart því og skuli í yfirlýsingu sinni gera tilraun til að samsama og réttlæta hryðjuverk Íslamistana á Sri Lanka við atburð, sem hafði ekkert með þetta þaulskipulagða hryðjuverk að gera
Hryðjuverkin á Sri Lanka voru framin gegn kristnu fólki af trúarástæðum vegna þess að það var kristið. Eðlilegt hefði verið að biskupinn hefði kallað eftir aðgerðum þó ekki væru víðtækari en þær sem utanríkisráðherra Breta hvatti til í gær.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2018 | 06:13
Hinn nýi Guð
Fylgjendur hefðbundinna trúarbragða nálgast guðdóm sinn af virðingu, auðmýkt og undirgefni. Þó þau séu ekki bænheyrð þá fordæma þau ekki Guð sinn heldur leita að því, hvort þeir hafi ekki rækt skyldur sínar sem trúað fólk og ábyrgir einstaklingar og leitast síðan við að gera betur. Því fer fjarri að þau leiti til fjölmiðla til að fordæma Guð sinn fyrir að verða ekki við öllum óskum þeirra.
Hin nýi siður, sem hefur heltekið velferðarríki Vesturlanda í kjölfar sítrylltari neysluhyggju og ábyrgðarleysis einstaklinga er guðdómurinn sem á að sjá um hvern einstakling frá vöggu til grafar og tryggja velferð hans án þess að það skipti máli með hvaða hætti einstaklingurinn hegðar sér. Þessi Guðdómur er Ríkið. Sinn nýja Guð nálgast trúaðir með hroka, yfirlæti og fordæmingu hlutist hann ekki til um að verða við öllum óskum þeirra.
Kvöld eftir kvöld er okkur fluttar fréttir í sjónvarpsstöðvunum af fólki sem ekki hefur fengið allar óskir sínar uppfylltar í viðskiptum sínum við hinn nýja Guð. Sögurnar eru ávallt einhliða og fulltrúar hins nýja Guðs geta ekki borið af sér sakir vegna trúnaðar. Þessar fréttir eiga það sammerkt að almennt eiga þær ekkert erindi við almenning í landinu.
Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að stúlka á unglingsaldri í geðrofi eftir fíkniefnaneyslu hefði verið vistuð í fangageymslu lögreglu. Fordæming móðurinnar var alger og fulltrúi almannavaldsins, umboðsmaður barna tók undir það og fordæmdi að því er virðist lögregluna fyrir að setja stúlkuna í fangaklefa.
En hvað átti að gera? Á umboðsmanni barna mátti skilja að það væri eitthvað annað þó umboðsmaðurinn hefði sjálf engin úrræði.
Fyrir það fyrsta er það skylda foreldra að gæta barna sinna. Geti þau það ekki þá er næst að leita til heilbrigðisstofnana. Í þessu tilviki vildi heilbrigðisstofnun ekki taka við stúlkunni. Þess er ekki getið í fréttinni af hverju það var, þó leiða megi getum að því. Þá var ein stofnun hins nýja Guðs eftir lögreglan. Lögreglan hefur það úrræði að setja fólk sem er til vandræða eða er ógn við eigin öryggi í fangaklefa. Það hefur lengi verið ljóst.
Lögreglan er fyrst og fremst til að gæta öryggis borgaranna og almannafriðar. Hún hefur ekki sérstakar skyldur gagnvart fíkniefnaneytendum í geðrofi frekar en börnum sem eru sturluð vegna ofneyslu áfengis. En vandamálin lenda oft á hennar borði.
Iðulega hafa drukknir sturlaðir unglingar verið vistaðir í fangageymslum án þess að umboðsmaður barna hafi stokkið upp á nef sér eða fréttastofur sjónvarps hafi fundið sérstaka hvöt hjá sér til að fordæma slíkt athæfi. Gegnir öðru máli um unglinga sem eru sturlaðir vegna neyslu ólöglegra fíkniefna?
Ef til vill er til of mikils mælst að fréttafók setji hlutina í eðlilegt samhengi og gæti þess að flytja ekki einhliða fréttir, sem oftar en ekki eru - fréttir sem eiga ekkert erindi við almenning í landinu, en virðast frekar vera hluti helgihalds hinna nýju trúarbragða sem byggir á skyldu Ríkisins til að sjá fyrir öllum þörfum fólks frá vöggu til grafar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2018 | 10:18
Glæpurinn var að vera kristin
Asia Bibi er fátæk landbúnaðarverkakona, sem vann við það ásamt öðrum konum í þorpinu þeirra, að tína ber. Asia er kristin en samstarfskonur hennar múslimar. Samstarfskonur hennar báðu hana um að ná í vatn,sem hún gerði og drakk hluta af því úr málmkrús. Samstarfskonur hennar sögðu, að þar sem hún væri kristin hefðu hún gert málmkrúsina óhreina. Asia er sökuð um að hafa þá sagt:
"Ég trúi samkvæmt mínum trúarbrögðum á Jesús Krist sem dó á krossi fyrir syndir okkar. Hvað gerði spámaðurinn ykkar Múhameð einhverntímann til að bjarga mannkyninu?"
Asia hafnaði því að hafa sagt þetta um spámanninn Múhameð. Samt sem áður var hún ákærð fyrir guðlast og dæmd til dauða árið 2010 og hefur setið í fangelsi síðan. Áfrýjunardómstóll féllst á áfrýjun hennar og dauðadómi var hafnað. Afleiðingin var sú, að opinberir embættismenn sem tóku málstað Asiu voru myrtir og fjölskylda hennar varð að fara í felur.
Víðtæk mótmæli brutust út í Pakistan og yfirvöld ákváðu að setja ferðabann á Asia til að lægja öldurnar. En Asia hefur sótt um hæli í Bretlandi og víðar til að reyna að komast hjá því að vera myrt.
Óneitanlega sýnir mál Asia dapurlega mynd af réttarfari og viðhorfum múslima almennt í þessu fjölmenna ríki Pakistan.
Asia gerði ekki neitt annað en að lýsa trú sinni. Kristið fólk trúir því að Jesús sé bjargvættur mannkynsins. Af sjálfu leiðir að þá er Múhameð það ekki. Með sama hætti trúir fólk sem er Múhameðstrúar að Múhameð hafi verið síðastur helstu spámanna Guðs og hafnar því gildi Jesús sem slíks,þó hann sé samt spámaður skv. Múhameðstrú. Fram hjá þessum ágreiningi trúarbragðanna verður ekki komist. Hluti af trúfrelsi er því að fá að hafa skoðun skv. eigin trúarbrögðum og það er ekkert sem leyfir þeim sem eru annarrar trúar að verða reiðir og móðgast yfir því. En þannig er það samt í löndum múhameðstrúarfólks og þau viðhorf eru að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum.
En það er ekki bara í löndum Múhameðstrúarfólks,sem að frelsi kristins fólks er skert, til að tjá skoðanir sínar með eðlilegum hætti og gera grein fyrir afstöðu sinni til annarra trúarbragða þegar trúarbrögðin heita múhameðstrú. Þá hafa þeir sem hana aðhyllast leyfi til að verða reðiðir og brjóta og bramla vegna þessarar sérstæðu heimildar sinnar. Kristið fólk verður hins vegar að þola hvaða köpuryrði og andúð gegn sínum trúarbrögðum og hefur enga heimild til að verða reitt eða bregðast við.
Múslimar á Vesturlöndum hafa sóst eftir því að koma hugmyndum sínum um guðlast inn í vestræn réttarkerfi og hefur tekist það að hluta ef skoðaður er nýr dómur mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi það réttlætanlegt að dæma konu til sektar fyrir að hafa sagt sannleikann um Múahmeð af því að það gæti leitt til óróa í viðkomandi landi.
Svo virðist sem flóttamennirnir sem hafa komið til Evrópu frá löndum Múhameðstrúarfólks vilji endilega koma þeirri skipan á í Evrópu, sem olli því að það flúði til Evrópu og Evrópskir gapuxar kalla það fjölmenningu sem beri að virða.
Er ekki mikilvægara að standa vörð um Evrópsk gildi umburðarlyndis, trúfrelsis og mannréttinda heldur en fórna því mikilvægasta í samfélögum kristins fóks á altari fjölmenningar sem þýðir í raun m.a. að leyfa múhameðstrúarfólki að brjóta lög og reglur sem mótaðar hafa verið í kristnum samfélögum.
Sagan um örlög Asia Bibi ætti að vera lærdómur fyrir okkur. Það þarf alltaf að spyrna við fótum og vera trúr sínum skoðunum annars vaða öfgaöflin yfir allt.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2018 | 14:43
Einkavæðing skólastarfs í boði Dags B og félaga
Á undanförnum árum hefur ekkert orð verið jafn ógnvænlegt fyrir Samfylkingarfólk, VG og annað öfgavinstrifólk og "einkavæðing"
Heilbrigðisráðherra og fleiri úr þeirri hjörð hafa talið nauðsyn á að komið verði í veg fyrir frekari einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfis og snúið frá þeirri að þeirra mati háskalegu braut sem einkavæðing hefur í för með sér fyrir þjóðlíf og sálarheill landsmanna.
Mitt í þessu írafári gegn einkavæðingu semur Dagur B. Eggertsson og vinstri meirihlutinn í Reykjavík um víðtæka einkavæðingu kynlífsfræðslu í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. Gerður var samningur við samtökin 78 um "hinsegin" kynlífsfræðslu í grunn- og leikskólum, fyrir börn sem eru ekki komin á kynþroskaaldur.
Erfitt er að sjá hvaða erindi hinsegin fræðsla eigi til barna, en e.t.v. liggja fyrir því einhverjar duldar ástæður svo sem skimun eftir því hjá ungbörnum hvort til þess geti komið að þau muni eiga í kynáttunarvanda þegar fram í sækir á lífsleiðinni.
Fróðlegt verður að vita hvort áframhald verður á einkavæðingastefnu Dags B og félaga og t.d. að samið verði við þjóðkirkjuna um að annast um trúarbragðafræðslu í grunn- og leikskólum. Vafalaust gengur það ekki þar sem meirihlutinn í Reykjavík hefur með ráðum og dáð reynt að úthýsa kirkju og kristni úr skólum í Reykjavík.
Fyrst nauðsyn þykir vera að kenna börnum sem ekki eru komin á kynþroskaaldur um kynlíf af samtökunum 78, þá veltir maður því fyrir sér hvað mín kynslóð þurfti að ganga í gegn um án allrar fræðslu í "hinsegin fræðum".
Ef til vill er það þess vegna sem vísað er til okkar sem "Baby Boomers" eða barnakynslóðin.
Hætt er við að sú kynslóð sem nýtur fræðslu Samtakanna 78 og tileinkar sér hinsegin fræðin verði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 64
- Sl. sólarhring: 511
- Sl. viku: 2082
- Frá upphafi: 2505510
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 1955
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson