Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Trúmál

Formađur Framsóknarflokksins og ţjóđkirkjan

Formađur Framsóknarflokksins skrifar góđa og athygliverđa grein í Morgunblađiđ í dag um ţá storma sem geisađ hafa um ţjóđkirkjuna undanfarnar ţrjár vikur. Ţar vekur hann m.a. athygli á ţví međ hvađa hćtti og ómaklega hafi veriđ vegiđ ađ sr. Geir Waage vegna tímabćrrar umfjöllunar hans um trúnađarskylduna og ómaklega hafi veriđ vegiđ ađ kirkjunni og einstökum forustumönnum hennar í umrćđunni undanfariđ.

Formađur Framsóknarflokksins varar viđ upplausninni í ţjóđfélaginu og bendir á mikilvćgi kirkjunnar sem ţjóđfélagsstofnunar.

Búast hefđi mátt viđ ţví ađ forsćtisráđherra tćki til máls međ ţeim hćtti sem formađur Framsóknarflokksins gerir nú, en hún kaus ađ vega ađ kirkjunni ţegar harđast var sótt ađ henni. Sú framganga forsćtisráđherra var henni jafnmikiđ til skammar og skrif formanns Framsóknarflokksins um málefni kirkjunnar eru honum til sóma.


Davíđ Ţór Jónsson

Í ţeirri orrahríđ sem hefur geisađ ađ undanförnu um málefni ţjóđkirkjunnar ţá var ţađ nánast andleg svölun ađ hlusta á yfirvegađan og öfgalausan málflutning Davíđs Ţórs Jónssonar í Kastljósi í kvöld.

Ţađ er allt of algengt ađ fólk beri af leiđ í umrćđum hér á landi og ţćr séu óvandađar. Sú var hins vegar ekki raunin á í Kastljósi kvöldsins. Viđmćlandi Davíđs var mjög góđ, en Davíđ var ađ mínu mati ţungavigtarmađur í umrćđunni.  Ţađ er full ástćđa til ađ óska honum til hamingju međ frammistöđu sína í kvöld. Hann á ţađ skiliđ.  


Sótt ađ ţjóđkirkjunni

Herra biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson hefur veriđ farsćll í starfi. Honum hefur gengiđ vel ađ setja niđur alvarlegar deilur innan kirkjunnar og fara ţann gullna međalveg sem nauđsynlegt er á óróleikatímum.  Karl Sigurbjörnsson er líka góđur kennimađur og skilađi góđu dagsverki sem prestur áđur en hann settist í biskupsstól.

Miđađ viđ ţessa forsögu ţá er ţađ óneitanlega nokkuđ sérstakt ađ talađ sé um ţađ í einhverri alvöru ađ biskupinn eigi ađ segja af sér.  Stjórnandi Kastljóss spurđi biskup ađ ţessu í kvöld og hann svarađi ađ vonum ađ til ţess kćmi ekki.  Ég sé ekki ađ nokkuđ réttlćti ţessa spurningu stjórnandans.

Dregiđ hefur veriđ upp gamalt mál ţar sem sr. Karl Sigurbjörnsson kom ađ ásamt sr. Hjálmari Jónssyni og varđađi fyrrverandi biskup. Hugsanlega hefđu ţeir báđir getađ höndlađ ţađ mál betur en áttu sennilega báđir ađ neita ađ koma ađ málinu í upphafi og benda á ţćr leiđir sem vćru í bođi í réttarríkinu.

En ég get ekki betur séđ en ţeir hafi ákveđiđ ađ ganga erinda fyrir konu sem hafđi veriđ órétti beitt til ađ máliđ fengi ţann endi sem hún ţá óskađi. Ţađ gekk ekki eftir og máliđ var ţá ekki lengur í höndum ţeirra sr. Karls og sr. Hjálmars.  Hvorugur ţeirra var í ţeirri stöđu ađ vera rannsóknarréttur í máli ţáverandi biskups, ţví miđur.  Ţessi viđleitni sr. Hjálmars og sr. Karls til ađ láta gott af sér leiđa ţó ekki tćkist betur til verđur ţví ekki höfđ uppi gegn ţeim međ nokkrum skynsamlegum rökum og ţađ er svo gjörsamlega fráleitt ađ Karl Sigurbjörnsson hafi bakađ sér einhverja ábyrgđ međ ţví ađ freista ţess af góđmennsku sinni ađ láta gott af sér leiđa.

Ţeir eru til sem telja nauđsynlegt ađ veikja allar ţćr stofnanir sem eru hornsteinar réttarríkisins og siđađs ţjóđfélags.  Kirkjan er einn af ţessum hornsteinum. Hún liggur ţví undir árásum ţeirra sem eru í almennum mótmćlum gagnvart ţjóđfélaginu. Kirkjan á einnig ćvarandi óvini í mörgum trúleysingjum sem telja ţađ ćđstu skyldu sína ađ sverta kirkjuna og gera lítiđ úr mikilvćgu starfi hennar.  Af ţeim sökum eru alltaf margir tilbúnir til ađ leggja mikiđ af mörkum til ađ sverta og gera lítiđ úr kirkju og kristindómi.

Kirkjan á ekki ađ hrekjast undan hvađa goluţyt sem er og standa fast á sínu sem sá klettur sem henni er og var ćtlađ ađ vera. En kirkjan verđur ađ bregđast viđ réttmćtum efasemdum um heilindi eigin ţjóna. Ţađ er ţess vegna mikilvćgt ađ mál sem varđa fyrrverandi biskup verđi tekin upp og ţau leidd til lykta međ eđlilegum hćtti á grundvelli ţeirra leikreglna sem gilda í réttarríkinu Íslandi.  Ásakanir á hendur fyrrverandi bískupi eru svo alvarlegar ađ ţađ skiptir máli bćđi fyrir ţá sem hafa ţćr í frammi, kirkjuna og ađra sem ađ koma ađ leiđa ţau farsćllega til lykta eftir ţví sem framast er unnt.

Ég gat ekki skiliđ biskupinn yfir Íslandi Karl Sigurbjörnsson međ öđrum hćtti í kvöld en ţađ vćri einmitt ţađ sem hann ćtlađi sér ađ gera.  Á hann ţá ekki frekar heiđur skiliđ en ađ vandlćtingarsvipann sé látin dynja á honum gjörsamlega ađ ástćđulausu. En engin verđur víst óbarinn biskup.


Dómharđi presturinn í Laugarnessókn

Samfylkingarpresturinn sr. Bjarni Karlsson úr Laugarnessókn, sem frćgastur hefur orđiđ ţegar hann gerđi ásamt nokkrum félögum sínum ađför ađ dómstólum landsins gerir nú kröfu til ţess ađ sett verđi ţađ sem Ţjóđverjar kalla "Berfusverbot" eđa bann viđ ađ einstaklingar gegni starfi hafi ţeir skođanir andstćđar ţeirri einu réttu.

Ef til vill gerir sr. Bjarni Karlsson sér ekki grein fyrir ţví áđ ţćr skođanir sem hann setur fram á Eyjabloggi sínu undir heitinu "Nú verđur sr. Geir Waage ađ víkja" eiga ekkert skylt viđ fjálslynd viđhorf og grundvöll ţeirra mannréttinda sem mótuđ hafa veriđ ekki síst á grundvelli kristilegra lífsskođana.  Ţví miđur verđur ekki annađ séđ en sú skođanakúgun og ofstopi sem birtist í skrifum sr. Bjarna í garđ sjónarmiđa og viđhorfa kollega síns liggi nćr fasisma og kommúnisma en frjálslyndra viđhorfa nútíma lýđrćđissinna.

Sem dćmi um ummćli í bloggi sr. Bjarna má nefna: "ţađ er háskalegt og varđar hreinan brottrekstur  úr prestsembćtti ađ halda ţví fram sem sr. Geir Waage gerir" 

Í annan stađ segir ţessi öfgafulli ţjónn ţjóđkirkjunnar: "Hér er ekki um mál ađ rćđa sem ţolir deildar meiningar". 

Í ţriđja lagi má nefna úr ţessum skrifum klerksins í Laugarnesi, sem lýsti fyrir nokkru ţeirri girnd sinni ađ berja Brynjar Níelsson formann lögmannafélagsins vegna skođana hans, ađ hann telji biskup Íslands og Kirkjuráđ ekki líkleg til ađ sýna einurđ og dug til ađ  stunda ţá skođanakúgun sem Bjarni Karlsson telur nauđsynlega  og standa ađ brottrekstri ţeirra kollega hans sem ekki eru sammála honum.  

Dómharđi presturinn í Laugarnessókn mćtti e.t.v. huga ađ orđum frelsarans um dóma.  Hann mćtti e.t.v. líka íhuga grundvöll og hugmyndir ţeirra sem vörđuđu leiđina til almennra mannréttinda. Hann ćtti síđan ađ ígrunda vel hvort ađ ţćr hugmyndir sem hann setur fram séu meira í ćtt viđ skođanakúgun eđa virđingu fyrir frjálsum skođanaskiptum.

Mér var nóg bođiđ ţegar ég sá Laugarnesklerkinn gera ađför ađ dómstólum landsins. Mér var ofbođiđ ţegar Laugarnesklerkurinn lýsti yfir ţeirri girnd sinni ađ berja Brynjar Níelsson vegna skođana hans og mér er enn meira ofbođiđ nú ţegar sr. Bjarni Karlsson setur sig í dómarasćti og  krefst ađ sett verđi "Berufsverbot" á sr. Geir Waage sóknarprest í Reykholti.

Sr. Geir Waage vekur athygli á mikilvćgu atriđi sem skiptir miklu máli fyrir alla sem njóta starfa sinna vegna sérstaks trúnađar. Ţar koma til greina prestar, lögmenn, lćknar, sálfrćđingar og margar fleiri starfsstéttir. Hversu langt ţagnarskylda presta og fleiri starfsstétta skuli ná hefur veriđ ágreiningsefni um langa hríđ. Sr. Geir Waage, Bjarni Karlsson, biskupinn yfir Íslandi eđa ég höfum engan einkarétt á sannleikanum í ţví sambandi. En allir megum viđ og eigum viđ ađ geta haft okkar skođun án ţess ađ ţurfa ađ ţola fasísk viđurlög.


Gleđilega páska.

Upprisuhátíđin er mikilvćgasti bođskapur og fyrirheit kristinnar trúar.  Fyrirheitiđ um fyrirgefningu syndanna og eilíft líf.  Ég óska öllum gleđilegrar hátíđar og vona ađ viđ getum sem flest tileinkađ okkur ţá helgi sem páskahátíđinni fylgir.


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 555
  • Sl. sólarhring: 911
  • Sl. viku: 3931
  • Frá upphafi: 2597108

Annađ

  • Innlit í dag: 519
  • Innlit sl. viku: 3668
  • Gestir í dag: 497
  • IP-tölur í dag: 478

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband