Færsluflokkur: Trúmál
24.12.2011 | 09:25
Gleðileg jól
Jólin eru tákn friðar og kærleika í hugum kristins fólks.
Ég óska öllum gleðilegra jóla hvort heldur þeir eru kristnir eða ekki og vona að fólk fái notið jólahelgarinnar.
Kristið fólk ætti að leiða hugann að trúbræðrum sínum sem þurfa að þola ofsóknir og lifa í stöðugum ótta.
Á þessum jólum ætti kristið fólk og kristnar þjóðir að strengja þess heit að koma ofsóttum trúarsystkinum sínum til hjálpar hvar svo þau er að finna í heiminum. Þannig að kristið fólk um allan heim megi eiga gleðileg jól.
Gleðileg jól.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2011 | 21:03
Hverjir eru ofsóttir?
Það er athyglivert að skoða hvaða trúarbragðahópur verður fyrir mestu og skipulögðustu ofsóknunum í heiminum.
Þegar að er gáð þá kemur í ljós að það er kristið fólk sem verður fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar víðs vegar um heiminn.
Í dag berast fréttir frá Egyptalandi þar sem Koptar sá merki og gamalgróni trúarhópur kristins fólks verður stöðugt og hefur orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum um árabil. Kristið fólk verður fyrir ofsóknum í nánast öllum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs m.a. verða kristnir Palestínumenn fyrir ofsóknum bæði af hálfu Palestínumanna sem játa Íslam og einnig af hálfu Gyðinga.
Í Sýrlandi í landi hins "vonda Assads" virðast stjórnvöld þó gæta hagsmuna kristins fólks og það gerði hinn "illi Saddam" líka í Írak en eftir innrás Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra í Írak hefur kristið fólk verið drepið umvörpum í Írak, kirkjur brenndar og um helmingur kristinna er flúinn úr landi
Á Indlandi, Kína og víða í Afríku verður kristið fólk fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar og í Evrópu sækja rétttrúnaðarsinnar fjölmenningarsamfélagsins að kristnu fólki undir yfirvarpi mannréttinda. Óneitanlega nokkuð vasklega fram gengið þegar mannréttindi kristins fólks víðast hvar í veröldinni eru misvirt vegna trúarskoðana þess.
Það er óneitanlega merkilegt að þrátt fyrir að kristið fólk sé talið vera í meiri hluta í landi eins og t.d. Englandi þá geta menn orðið fyrir aðsókn og starfsmissi vegna þess að það ber kristin trúartákn eða hefur þau í bílum sínum.
Ef til vill er kominn tími til að fólk fari í nýja krossferð og þá krossferð friðarins, mannréttindanna, persónufrelsisins og umburðarlyndisins.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.10.2011 | 08:14
Kristi úthýst
Borgarráð hefur ákveðið að úthýsa kristinni boðun úr leik- og grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn benda réttilega á að þessar tillögur beri m.a. merki alvarlegra fordóma í garð trúfélaga.
Sumir halda því fram að það skipti engu máli hvaða flokkur er kosinn þar sé sami grauturinn í mismunandi skálum. Þetta er rangt og sú afstaða Borgarráðs að úthýsa kristinni fræðslu úr skólastarfi í borginni sýnir m.a. að það skiptir máli hverjir fara með stjórn borgarinnar og samfélagsins.
Engin vandamál hafa verið í skólastarfi varðandi trúarbragðafræðslu eða trúarlega boðun nema að fámennur en hávær hópur trúleysingja hefur hamast gegn kristinni boðun og trúarbragðafræðslu. Fulltrúar trúleysingjanna eiga nú sinn meirihluta í stjórn Reykjavíkurborgar þvert á skoðanir meiri hluta borgarbúa. Sú ákvörðun minni hlutans að úthýsa Kristi úr skólastarfi Reykjavíkur sýnir því að þessu leyti að það skiptir máli hverjir eru valdir í kosningum til að stjórna borg og ríki.
Kristnar lífsskoðanir eru samofnar íslensku þjóðfélagi og menningu. Það verður því erfitt fyrir kennara að framfylgja ákvörðun borgarráðs í daglegu skólastarfi. Sem dæmi um regluverk Jóns Gnarr og Margrétar Sverrisdóttur um bann við kristinni boðun þá er ákveðið að "Sígildir söngvar o.fl. sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum skuli halda sínum sessi." Miðað við þetta er þá má syngja "Heims um ból" og í "Betlehem er barn oss fætt" rétt fyrir jólin en þó ekki af öllum.
Önnur regla borgarráðs segir "Þá verði þess gætt að nemendur fylgist einungis með en séu ekki þáttakendur í helgisiðum eða athöfnum" Nemendum verður þannig einungis heimilt að fylgjast með þegar jólasálmarnir eru sungnir en mega ekki sjálfir taka þátt. Það að syngja "Heims um ból" er jú bæði helgisiður og athöfn.
En þetta er ekki nóg. Borgarráð ákveður líka að setja sérstakar tálmanir varðandi áfallahjálp presta og heimsóknir í kirkjur.
Manni er spurn hvort brýna nauðsyn bar til þessara ákvarðana við stjórn Reykjavíkurborgar? Einnig hvaða hvatir eru að baki svona ákvörðunum Besta flokksins og Samfylkingarinnar?
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
25.4.2011 | 11:30
Kirkjan stendur frammi fyrir mikilli baráttu næstu 5 ár
Erkibiskupinn af Canterbury segir að á næstu 5 árum standi kirkjan frammi fyrir mikilli baráttu. (exceptional challenge) Fleiri hafa bent á það og með hvaða hætti kirkjunni og kristnum gildum hefur verið úthýst af hugsjónalausu veraldar- og auðhyggjunni.
Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Breta sagði árið 2007 að fólk í pólitík sem viðurkenndi að það væri trúað væri venjulega ásakað um að vera kjánar. Chris Pattern fyrrum þingmaður í Bretlandi og landstjóri Breta í Hong Kong, yfirmaður Oxford háskóla og stjórnarformaður BBC segir að trúleysingjar sýni trúarbrögðum fjandskap og skorti umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Chris Pattern sagði líka að hann yrði var við að fólk liti á hann sem skrýtinn vegna þess að hann játaði kristnar trúarskoðanir opinberlega.
Chris Pattern bendir á að margt af því sem trúleysingjarnir Richard Dawkins og Christopher Hitchens haldi fram skorti vitræna skírskotun og sé iðlega sett þannig fram að um meinfýsni sé að ræða og illvilja gagnvart trúarbrögðum.
Chris Pattern lét þessi orð falla m.a. þegar kristinn rafvirki Colin Atkinson, sem var með krossmark í bílnum sínum var hótað uppsögn úr starfi vegna þess að hann væri með kristið trúartákn í bílnum. Hann var tekinn í viðtal hjá vinnuveitanda sínum en fékk að halda sínu striki þegar hann kvikaði hvergi.
Kristið fólk virðist ekki átta sig á hvað trúleysingjar og nytsamir sakleysingjar fjandskapast mikið út í trúarskoðanir fólks og sýna trúarskoðunum annarra litla virðingu. Þá hafa fáir gefið því gaum utan kirkjunnar hvað víða kristninni og kristnum gildum hefur verið úthýst í þjóðfélaginu.
Kirkjan stendur því frammi fyrir mikilli baráttu og það er óneitanlega nokkuð sérstakt að margir kirkjunnar þjónar skuli telja mikilvægara að berjast fyrir flestu öðru en því sem þeir eru ráðnir til að berjast fyrir.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
23.4.2011 | 20:12
Árásir á kristið fólk og kristni
Þegar við höldum upprisuhátíðina hátíðlega og minnumst fyrirheitsins sem tengist krossfestingunni og upprisunni ættum við líka að hugsa til trúbræðra okkar og systra sem búa við stöðugar ógnir og harðræði.
Kristið fólk í löndum þar sem mikill meiri hluti er Múhameðstrúar er verulegur. Um 2 milljónir Sýrlendinga eru kristnir og fjöldi kristinna er í Egyptalandi, Írak og Íran. Í Sýrlandi, Egyptalandi og Írak bjó kristið fólk lengst af við öryggi. Nú hafa aðstæður breyst til hins verra.
Kristnu söfnuðirnir í Sýslandi ákváðu að fella niður skrúðgöngur og helgihald utan dyra þessa upprisuhátið vegna ótta um að öryggi sitt. Kristnu söfnuðirnir í Írak hafa sætt miklum ofsóknum og sömu sögu er að segja frá Egyptalandi. Í öllum þessum löndum er kristið fólk drepið vegna trúarskoðana sinna.
Kristið fólk ætti að huga að því að á sama tíma og Múslimar um allan heim ærast af minnsta tilefni og jafnvel án tilefnis og drepa þá mann og annan sem ekkert hafa til saka unnið, þá eru það ekki Múhameðstrúarmenn sem sæta ofsóknum um allan heim og það er ekki vegið að trúarbrögðum þeirra og þeir eru ekki drepnir vegna trúarskoðana í kristnum löndum eða ofsóttir.
Annað er upp á teningnum með kristnina. Kristið fólk verður að sæta stöðugum ásóknum, harðræði og fjöldi kristins fólks er myrt í viku hverri vegna trúarskoðana sinna sérstaklega í löndum sem játa Múhameðstrú. Á sama tíma er undanlátssemin allsráðandi í veraldlegum hugsjónalitlum heimi Vesturlandabúa.
Á grundvelli bullsins um fjölmenningarsamfélagið hafa andstæðingar trúarinnar leitast við að koma öllu sem minnir á kristni burt úr skólum landsins og opinberum byggingum. Þá eru viðteknar venjur og siðir um friðhelgi á kristnum helgidögum aflögð að hluta eða með öllu.
Þrátt fyrir allt þá verður ekki hjá því komist að bregðast við hvort sem veraldarhyggjufólki líkar betur eða verr. Hver kynslóð þarf nefnilega að berjast fyrir frelsinu með einum eða öðrum hætti.
Þeir sem berjast fyrir mannréttindum sem grundvallast á einstaklingsfrelsi, manngildi og frelsishugsjónum kristninnar og þeir sem vilja verja trúarlega stöðu kristninnar þurfa að mynda samtök til baráttu fyrir þau sjónarmið og til að aðstoða í verki kristið fólk þar sem að því er sótt.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
2.1.2011 | 22:28
Hvað þýðir orðið jól?
Undanfarna daga höfum við óskað öðrum aftur og aftur gleðilegra jóla. En hvað þýðir það? Hver er merking orðsins jól?
Jólin eru haldin í kristnum löndum til minningur um fæðingu Jesús í samræmi við helgisöguna. En af hverju köllum við þessa hátíð jól?
Maður á tíræðisaldri spurði mig í gær hver væri merking orðsins jól. Ég hélt að það væri ekki flókið að finna út úr því, en komst að hinu gagnstæða. Uppruni orðsins er óviss og umdeildur. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar þá eru ýmsar getgátur en af þeim hallast ég helst að því að um gamalt germannskt orð sé að ræða eða hljóðfirringarmyd af því þannig að upphafleg merking hafi verið hjól eða vetrarsólhvörf eða árstíðarhringur. Þá hefur gömul germönnsk sólhvarfahátíð verið yfirtekin af kristnum mönnum eða hvað?
Viti einhver betur þá væri gaman að fá upplýsingar um það.
Þá er líka spurning hverjir nota þessa orðmynd eða líkingu hennar fyrir utan Norðurlöndin. Í ensku er til Yule þó það sé sjálfsagt lítið notað í því tungumáli. Getur e.t.v. verið að Noel í frönsku og vallónsku sé sama orðmyndin? Spyr sá sem ekki veit nógu mikið.
Merkilegt að merking orðsins jól skuli ekki vera á hreinu.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
15.11.2010 | 16:59
Breskir hermenn brenna í helvíti.
Hópur Íslamskra mótmælenda notaði vopnahlésdaginn þegar breskra hermanna sem fórnað hafa lífi sínu fyrir ættjörð sína er minnst, til að mótmæla undir vígorðunum "Breskir hermenn brenna í helvíti"
Mótmælendurnir brenndu líkan og hrópuðu vígorð eins og "Íslam mun sigra." og "Hermenn okkar sem hafa dáið eru í Paradís en ykkar í helvíti."
Mótmælendurnir lentu síðan í átökum við lögreglu og einn lögregluþjónn þurfti að fara á sjúkrahús vegna höfuðáverka eftir að hafa reynt að koma á lögum og friði.
Þurfum við á svona fólki að halda og eigum við að banna kristin viðmið eða skírskotanir í skólum landsins eins og Margrét Sverrisdóttir vill til að þjónusta öfgahópa. Þeir sem mótmæla með þessum hætti kalla sig margir "syni Allah" Margrét segir að þá megi ekki kalla öfga- eða ofstopamenn og þeir sem það geri séu rasistar. Er líklegt að slíkur fjölmenningarfulltrúi geti tekið málefnalega afstöðu til skóla og skólastarfs í kristnu samfélagi?
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2010 | 23:14
Ramses III. og Móses
Fundist hefur merkisteinn Ramses III í norðvesturhluta Saudi Arabíu. Þessi fornleifafundur er merkilegur og sýnir að veldi Egypta hefur teygt sig allt austur til Saudi Arabíu á valdatíma Ramsesar III sem kallaður hefur verið síðasti mikli Faraóinn. Hann ríkti á árunum 1187 til 1156 fyrir Krist.
Ramses III þurfti að berjast við ýmsa en mesta baráttan var við fólkið sem kom frá sjónum eins og Egyptar kölluðu það, en þar gæti verið um að ræða fólk af grísku eyjunum sem flúði náttúruhamfarir og neyð eftir sprengigosið á Santorini sem hafði í för með sér hrun Krítversku menningarinnar. Eftir að Ramses III hafði sigrað fólkið sem kom frá hafinu þá virðist sem tekist hafi að semja frið við það og þetta fólk nam land á strandsvæðum Palestínu. Þetta voru Filistarnir sem mikið er talað um í Gamla Testamenntinu. Raunar þýðir nafnið Palestína, Filista land.
Nokkuð góðar sagnfræðilegar heimildir eru um stjórnarár Ramsesar III og það liggur fyrir að Egyptar stjórnuðu á hans tíma auk Egyptalands allri Palestínu og sennilega stórum hluta Sýrlands og að því er virðist miðað við síðasta fornleifafund hefur veldi þeirra teygt sig á þessum tíma allt inn í Saudi Arabíu.
En hvar var þá Móses og Ísraelsmenn? Miðað við sagnfræði og fornleifafræði hvar er þá pláss fyrir Móses og flótta Gyðinga frá Egyptalandi? Eyðimerkurgönguna í 30 ár o.s.frv.
Trúmál | Breytt 10.11.2010 kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2010 | 18:28
Kristnum ekki vært í Írak
Erkibiskupinn í Írak hefur hvatt kristna til að flýja frá heimilum sínum vegna trúar sinnar. Hann bendir á að kristnu fólki sé ekki vært lengur í landinu.
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/11/07/hvetur_kristna_til_ad_flyja_irak/
Þetta eru ekki ný sannindi. Allt frá upphafi vanhugsaðrar innrásar Bandaríkjamanna inn í Írak og allar götur síðan hefur kristið fólk og kristnir söfnuðir mátt búa við ofsóknir, hermdarverk og morð. Mikill fjöldi kristinna hefur þegar flúið landið.
Hvað skyldu talsmenn fjölmenningarinnar hér á landi eins og þær Margrét Sverrisdóttir og Oddný Sturludóttir, sem vilja banna litlu jólin og trúartákn kristins fólks í skólum hér á landi segja um þá fjölmenningu sem Íslamistar í Írak búa kristnu fólki. Væri ekki eðlilegt að bjóða kristnum Írökum landvist hér á landi í sinni sáru neyð t.d. á Akranesi eins og Palestínsku konunum? Hvað skyldu þær stöllur segja um það?
Hvernig skyldi standa á því að einræðisríki Saddam Hussein gat tryggt kristnu fólki í Írak öryggi og sambærilega þjóðfélagsstöðu og öðrum borgurum í landinu á meðan lýðræðisríkið Írak gerir hvorugt.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.10.2010 | 08:39
Á að leggja jólin niður?
Samfylkingin, Besti flokkurinn og Vinstri grænir standa að því í Mannréttindaráði Reykjavíkur að bannað verði að syngja jólasálma eða fara með bænir á jólahátíðum. Auk þess að bannað verði að dreifa Nýja testamenntinu í skólum eða ástunda bænahald.
Fjölmenningarpostulinn Margrét K. Sverrisdóttir, sem nú er pólitísk próventukona hjá Samfylkingunni og formaður Kvenréttindafélags Íslands stendur fyrir þessari aðför að íslenskri trúarhefð og menningu. Það er raunar athyglivert með þá konu, að hún og félag hennar hefur iðulega amast við smámunum í íslensku samfélagi, en gætt þess vandlega að tala ekki um kvennakúgun í Íslömskum ríkjum. Raunar hefur þessi kona séð ástæðu til að setja á höfuð sér tákn kvennakúgunarinnar þegar hún þurfti að sækja próventu sína á þær slóðir.
Á sama tíma og fólk í Evrópu gerir sér grein fyrir því að nauðsyn ber til að gæta að þjóðlegri menningu og standa vörð um trúarleg gildi eins og kom m.a. fram í ræðu kanslara Þýskalands í gær, þá sér fjölmenningarfólkið í Mannréttindanefnd ástæðu til að sækja að kristni og íslenskri trúarhefð.
Gangi tillögur þessar eftir er spurning hvort ekki sé rökrétt að leggja jólahald og jólaskreytingar alfarið niður í skólum og afnema jólafrí.
Skyldi þessi fjölmenningarlegi meirihluti hafa velt því fyrir sér hvert börnin í grunnskólum Reykjavíkur eigi að leita huggunar ef eitthvað bjátar á. Í slíkum tilvikum verður líklega bannað að fara með bænir eða leita til þjóna kristinna safnaða gangi tillögur nefndarinnar eftir.
Tillögur Mannréttindanefndarinnar sýna að pólitík skiptir máli og það getur verið dýrt að henda atkvæðinu sínu í vitleysu. Yfir 90% þjóðarinnar aðhyllist kristna trú og meiri hluti þeirra sem gera það ekki amast ekki við kristnihaldi eða kristilegri boðun. Hvað veldur því þá að þessi öfgaboðskapur Margrétar Sverrisdóttur nær fram að ganga í Mannréttindanefnd? Ekki er það í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar- eða er það svo?
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (90)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 520
- Sl. viku: 3502
- Frá upphafi: 2513306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3278
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson