Færsluflokkur: Fjölmiðlar
11.4.2023 | 09:06
Síðasta vígið fallið
Á tímum Víetnamstríðsins fylgdust menn grannt með því hvort síðasta vígið í fjalllendi mið Víetnam Ke San mundi falla. Fjölmiðlar sögðu að með falli þess væri leiðin greið fyrir vígamenn kommúnista og fáar varnir eftir.
Allt reyndist þetta rangt. Ke San var yfirgefið og það breytti engu um gang stríðsins.
Mér var hugsað til þessarar umræðu, þegar ég las harmakvein Sigmundar Ernis, síðasta ritstjóra Fréttablaðsins um endalok vandaðrar ritstýrðrar fréttamennsku með falli Fréttablaðsins og hvernig vígamenn hatursorðræðu og falsfrétta muni taka völdin.
Fréttablaðið var á sínum tíma ágæt viðskiptahugmynd, sem gekk þó nánast aldrei upp og blaðið var meginhluta stuttrar ævi sinnar rekið með miklum halla og haldið uppi af auðmönnum, sem studdu blaðið til að ná fram ritstýrðum fréttum, sem voru þeim að skapi og oft til að komast hjá því að ritstýrðar fréttir sem væri þeim ekki að skapi eða þeim til skaða birtust í blaðinu.
Harmagrátur ritstjórans um dapurleg örlög sannleikans og vandaðrar fréttamennsku með fráhvarfi Fréttablaðsins halda því engu vatni. Fréttablaðið skipti þar minna máli en fall Ke San á sínum tíma fyrir gang Víetnam stríðsins.
Vandi fréttamennskunar ekki síst þeirrar ritstýrðu er hvað hún er léleg og hvernig fréttamenn leyfa sér iðulega að vanrækja grundvöll góðrar fréttamennsku að spyrja spurninga sem máli skipta, en taka ekki því sem opinberir aðilar segja þeim sem gefnu nema um sé að ræða pólitísk átakamál.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hið opinbera,sem er helsta uppspretta falsfrétta sbr. framlagið á tímum Kóvíd og nú varðandi endalausar fullyrðingar um að það sé endalaust að hlýna þó því fari viðs fjarri eins og Trausti Jónsson benti réttilega á í bloggfærslu sinni fyrir nokkrum dögum. Þar benti hann á að það hefði ekkert hlýnað síðan 2004 eða í tæp 20 ár.
Í tilefni þess ákvað Seðlabanki Íslands að taka upp ritstýrða fréttamennsku af loftslagsmálum og réð loftslagsfræðing til starfa til að koma fram woke (bull) fréttum frá bankanum. Eins og þar væri ekki nóg komið.
5.4.2023 | 20:13
Þeir hættulegu
Í grein ristjóra Heimldarinnar, Þórðar Snæs Júlíussonar um ofurinnflutning hælisleitend fjallar hann um hryðjuverk og kemst að þeirri niðurstöðu með tilvísun í kennara nokkurn, að helsta hryðjuverkaógnin stafi frá Evrópubúum, sem vilji ekki skipta um þjóð í löndum sínum.
Niðurstaða ritstjórans er dæmigert heilkenni vinstri sinnaðra fulltrúa opinna landamæra. Þeir stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við raunveruleikann.
Íslamistar hafa staðið fyrir nánast öllum hryðjuverkum í Evrópu frá síðustu aldamótum. Lögreglu í Evrópu hefur tekist að koma í veg fyrir nánast öll hryðjuverk múslima síðustu 10 árin, en frá því er sjaldnast sagt í fréttum, en sýnir vel hvaðan ógnin kemur.
Í gær var t.d. sagt frá því og fór lítið fyrir, að sænsku lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk Íslamista.
Hvað skyldi mönnum eins og Þórði Snæ ganga til að reyna að afvegaleiða umræðuna í stað þess að benda á staðreyndir?
Viðbrögð bresku lögreglunnar eftir að Íslamistar myrtu alla ristjórn franska tímaritsins Charlie Hebdo voru að hafa sérstakt eftirlit með áskrifendur Charlie Hebdoe í Bretlandi til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Þessi viðbrögð þóttu að sjálfsögðu svo galin, að lögreglan gerði sig að algjöru athlægi.
Er ekki rétt að það sama gildi um ritstjóra Heimildarinnar.
1.4.2023 | 09:41
Þannig fór um sjóferð þá
Þegar stjórn Fréttablaðsins ákvað að hætta að bera það út, var ljóst, að það mundi ekki lifa mikið lengur. Það hefur komið á daginn. Tapið undanfarin ár hefur verið gríðarlegt og spurningin var bara hvað lengi auðmaðurinn sem henti peningunum sínum í þessa hít mundi endast getan og viljinn lengi. Svo hlaut að fara, að hann segði nú er nóg komið og það þó fyrr hefði verið.
Fyrstu viðbrögð blaðamálaráðherrans Lilju Alfreðsdóttur við þessum fréttum, var að nauðsynlegt væri að sækja meira fé í vasa skattgreiðenda til að styrkja svokallaða frjálsa fjölmiðla.
Sérkennileg þessi hugmyndafræði í kapítalísku landi, að það eigi að sækja peninga til skattgreiðenda svo að auðmenn, samtök þeirra sem og aðrir sem standa að miðli eins og Heimildinni sem nánast engin nennir að glugga í skuli samt troðið ofan í mannskapinn með því að skattleggja fólk ennþá meira.
Væri ekki frekar ráð að breyta kerfinu og koma á aðhaldi á Ríkisútvarpið með því t.d. að hætta að skattleggja lögaðila með útvarpsgjaldi. Lögaðilar nýta þjónustu RÚV hvort sem er ekki neitt.
Síðan væri hægt að veita fólki það frelsi, sem er eðlilegast í lýðræðislandi. Í fyrsta lagi að fólk gæti ráðið hvort það greiddi fjölmiðlagjald(útvarpsgjald) eða ekki. Í öðru lagi að greiddi það fjölmiðlagjald, þá gæti það sagt sig í sveit með hvaða miðli sem er, RÚV, Mogganum, Heimildinni o.s.frv. eða skipta greiðslunni á milli þeirra.
Skattheimtan á fólk vegna gæluverkefna ríkisstjórnarinnar er þegar orðin allt of mikil. Við skulum ekki bæta því við í pilsfaldakapítalismann, að skattgreiðendur verði látnir borga bæði fyrir RÚV og til þeirra, sem vilja reka fjölmiðla, sem engin eða örfáir nýta sér.
Af hverju má almenningur ekki hafa frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaði í stað þess að vera undirkomin ofurvaldi sósíalismans með RÚV sem flaggskipið.
6.2.2023 | 21:19
Ef til vill og kannski.
Þó dómar vegna Eflingar í héraðsdómi og Félagsdómi séu allrar athygli verðir, þá vekur frávísunarúrskurður héraðsdóms Reykjavíkur í stóra hryðjuverkamálinu svokölluðu mesta athygli.
Hátt var reitt til höggs af lögegluyfirvöldum og boðað til blaðamannafundar, þar sem gerð var grein fyrir hræðilegri hryðjuverkaógn sem lögreglan hefði náð að afstýra. Þjóðin varð að sjálfsögðu skelkuð. En svo fóru að renna tvær grímur á fólk. Var þetta e.t.v. nýtt vindhögg hjá lögreglunni.
Í dag kom í ljós, að málatilbúnaðurinn í stóra hryðjuverkamálinu er með endemum. Miðað við frávísunardóminn og ákæruna, þá kom lögreglan ekki í veg fyrir hryðjuverk svo sem lýst var á blaðamannafundinum. Þá er það makalaust að fara fram með ákæru á hendur einstaklingum um að þeir muni e.t.v. og kannski gera eitthvað gagnvart einhverjum einhverntíma svo orðalag ákærunnar sé aðeins ögn stílfært.
Þetta eru óásættanleg vinnubrögð hjá lögreglu og ákæruvaldi. Borgararnir eiga að geta treyst upplýsingum frá lögreglu og það grefur undan trúverðugleika hennar þegar svona er haldið á málum.
3.2.2023 | 10:17
Meistarastykki í vondri og hlutdrægri fréttamennsku
Þegar kemur að einhliða,hlutdrægri og vondri fréttamennsku á fréttastofa RÚV hvert meistarastykkið af fætur öðru. Fréttir,sem eru ætlaðar til að fá fólk til að taka afstöðu með ákveðnum málstað á einhliða og oft röngum forsendum.
Undanfarna daga hefur fréttastofa RÚV flutt einhliða fréttir og samhengislausar þar sem þess er gætt að sjónarmið eins aðila en ekki beggja varðandi starfrækslu flugvélarinnar TF-Sif á vegum Landhelgisgæslunnar. Allt virðist þetta gert til að varpa rýrð á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þegar líður að lokum málþófs Pírata um lagafrumvarp ráðherrans um útlendingamál. Í því máli hefur fréttastofan skipað sér í sveit þeirra sem vilja opin landamæri og galopin ríkissjóð fyrir hvaða hlaupastrák sem vera kann.
Í fréttum RÚV varðandi starfrækslu og notkun flugvélarinnar kom ekki fram, að notkun hennar er aðallega við Miðjarðarhafið í Frontex verkefnum. Þá kom ekki fram, að notkun hennar hér á landi s.l. ár voru 98 flugtímar. Ekki liggur fyrir hvaða verkefnbum vélin sinnti í þessa 98 tíma eða 8 klukkustundir á mánuði.
Þá kom ekki fram hvort hægt væri að sinna þessum verkefnum með öðrum ódýrari og jafnvel skilvirkari hætti. Síðast en ekki síst, þá kom ekki fram að sala vélarinnar er til kominn vegna viðbragða Landhelgisgæslunnar um hvernig megi spara í rekstri stofnunarinnar, vegna þess að fjárlaganefnd hafnaði beiðni um fjárveitingu, sem hefði leitt til þess að tillagan um sölu vélarinnar hefði ekki komið fram. Það var því afstaða Alþingis sem leiddi til þess að tillaga var gerð um sölu vélarinnar. Það hefði þá átt að vera inntak fréttarinnar.
Hið meinta illmenni, Jón Gunnarsson, að mati fréttastofu RÚV, átti því ekki frumkvæðið í þessu máli heldur á það sinn feril, þar sem ráðherran kemur að málinu eftir að hafa fengið tillögur og þurfa að grípa til ráðstafana vegna afstöðu fjárveitingavaldsins á Alþingi.
Þrátt fyrir fréttaflutning RÚV í tvo daga af málinu, þá hefur fréttastofan ekki upplýst hver notkun vélarinnar hefur verið innanlands síðustu ár, en 8 flugtímar á mánuði afsaka ekki þá dýru útgerð sem vélinni fylgja,m.a.10-12 stöðugildi. Það ætti að vera hægt að leita hagkvæmari og ódýrari leiða, þar sem aukin nýting vélarinnar er ekki í sjónmáli að því er forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti.
26.1.2023 | 17:45
Betra Morgunblað
Það er vissulega ástæða til að óska stjórnendum Morgunblaðsins til hamingju með að fá í sínar raðir á ný, einn hæfasta blaðamann á Íslandi, Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Já og Kolbrúnu með að hefja nú störf aftur á eina alvöru fjölmiðlinum í landinu, sem ekki er ríkisrekinn.
Erfitt var að skilja þá ráðstöfun stjórnenda Fréttablaðsins að telja sig ekki hafa not lengur fyrir Kolbrúnu, en sennilega var það vegna þess að hún var ein örfárra, sem skrifaði skynsamlega leiðara í blaðið, öfgalausa og málefnalega.
En eins og menn sá í blaðamennsku sem annarsstaðar þá uppskera þeir að lokum.
![]() |
Kolbrún Bergþórsdóttir komin aftur heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2022 | 11:09
Fjölmiðill í almannaþágu?
Ríkisútvarpið hefur á undanförnum misserum stundað lítt dulbúinn áróður í ýmsum málum,sem starfsfólki miðilsins eru hugleikin og hefur þá ekki verið gætt hlutleysis eða hlutlægni í fréttaflutningi, við val á viðmælendum eða meintum sérfræðingum.
Sérstaklega hefur kveðið rammt að þessu undanfarið varðandi málefni ólöglegra hælisleitenda. Þar hefur RÚV farið hamförum í baráttu gegn lögum sem gilda í landinu um þennan málaflokk, birt einhliða og oft misvísandi og rangar fréttir. Fréttir og fréttaskýringaþættir eru undirlagðir undir afbakaðar frásagnir eða hreinar falsfréttir.
Barnaefni er notað til að koma einhliða áróðri á framfæri og svo virðist sem betur fer, að augu margra hafi opnast þegar gerð var blygðunarlaus grein fyrir því að meiningin væri að misnota jóladagatal ungbarna á RÚV til að niðurlægja og sverta ímynd forstöðumanns ríkisstofnunar,sem ekkert hefur til saka unnið.
Málefni ólöglegra hælisleitenda eru ekki þau einu,sem Rúv tekur fyrir og rekur einhliða áróður í stað þess að stunda hlutlæga, lýðræðislega fréttamiðlun og umræður.
Allt fer þetta í bág við lög um Rúv nr.32/2013 en þar segir m.a. í 1.gr., að RÚV eigi að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félagslegri samheldni og rækja hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu.
Í 3.gr. laganna segir m.a að RÚV skuli sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að m.a. Hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar. Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða.
Ekki þarf að skoða fréttaflutning,fréttaval, viðmælendur og þá sem eru kvaddir til sem sérfræðingar til að átta sig á því, að ofangreind grundvallaratriði í lögum um RÚV eru ítrekað þverbrotin.
Þegar svo háttar til, að lög um RÚV eru þverbrotin nánast á hverjum einasta degi, er spurningin hvað gerir útvarpsstjóri eða stjórn RÚV sem að meginstefnu er kjörin af Alþingi. Já og hvað gerir innra eftirlit RÚV eða fjölmiðlanefnd.
Það er engin skortur á silkihúfunum, sem eiga að gæta þess að lögum um RÚV sé fylgt. En það gerir engin neitt og þessvegna komast öfga pólitískir starfsmenn RÚV upp með að brjóta lögin.
Hvað lengi enn ætlum við að láta RÚV misbjóða þolinmæði okkar. Ætlar ríkisstjórnin og viðkomandi fagráðherra að halda áfram að láta sem ekkert sé þó að lýðræðislegar reglur sem varða RÚV séu þverbrotnar.
27.11.2022 | 09:22
Megum við fá meira að heyra?
Borðsálmur listaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar þótti athygliverður þar var tæpt á hlutum án þess að greina ítarlega frá. Þeir sem hlustuðu segja: "Hvað er að tarna /Hvað sagðirðu þarna / Mættum við fá meira að heyra."
Í frábæru Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag segir höfundur m.a.
"Minnihlutinn í Reykjavík hefur einstakt lag á að fjalla eingöngu um óskiljanleg smáatriði. Forystumaður listans tekur meira að segja þátt í leynifundum við borgarstjórann um að koma lóðum, sem ekki lengur eru notaðar í upprunalegum tilgangi, í hendur vafasamra. Slíkum lóðum ber að skila. En í staðinn er verið að pukrast með eitt versta brask í sögu borgarinnar."
Nokkru síðar segir:
"Sjálfstæðisflokkurinn hefur falið af sinni hálfu borgarfulltrúanum sem er vanhæfastur allra til að gegna þeim trúnaði fyrir félaga sína að fá að fylgjast með í lokuðum herbergjum hvað Dagur er að braska. Sveitarfélag gerir ekki þúsunda milljóna gjafagerninga á bak við luktar dyr."
Að lokum segir:
"En það færi vel á að setja vandaða menn utan borgarstjórnar í að rannsaka það sem þarna fer fram í þaula."
Hér er vísað til grafalvarlegra hluta og pólitískrar spillingar,pólitískra og persónulegra hrossakaupa, þar sem borgarstjóri og forustumaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur standa sameiginlega að því að gefa ákveðnum aðilum þúsundir milljóna. Taka verður undir með bréfritara, að í slíku tilviki færi vel á að utanaðkomandi aðilar rannsökuðu þessi mál í þaula.
Þá væri fróðlegt að sjá hvort að fjölmiðlar t.d.meginstraumsfjölmiðillinn RÚV sem hleypur aftur og aftur upp með meinta pólitíska spillingu, þó hún sé engin, áttar sig á því að hér er verðugt rannsóknarefni sem þarfnast umfjöllunar í fréttatímum, Kveik og Kastljósi. Þúsunda milljóna gjafagerningur til ákveðinna útvaldra er mun stærra og alvarlegra mál en hnökrar við framkvæmd sölu hluta í Íslandsbanka.
En þá er spurning hvort RÚV telur við hæfi að atast út í vin sinn borgarstjórann jafnvel þó að það mundi þýða afhjúpun spillingar sem tæki einnig til forustu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Fróðlegt verður að sjá hvort að fréttaelítan og stjórnmálamenn þ.m.t. borgarstjórnarfulltrúar í Reykjavík láti til skarar skríða eða þegi þetta grafalvarlega mál í hel. Fari svo, þá á við lokastefið í Borðsálmi listaskálsdins góða og nauðsyn brýn að þagga niður í höfundi Reykjavíkurbréfs:
"Hættu nú herra/ Hér mun koma verra/ sem þér er betra að þegja um en segja um."
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2022 | 09:14
Lygum hæfa laun ill
Illt er að vinna hjá vanþakklátum vinnuveitanda. Enn verra ef vinnuveitandinn skipar þér til verka og skammar þig síðan fyrir að gera það sem fyrir þig er lagt.
Hugsið ykkur starfsaðstöðu Útlendingastofnunar og lögreglu við að framfylgja lögum um útlendingamál. Lögin kveða á um ákveðna framkvæmd, sem ákveðin er af Alþingi og stjórnvöld skipa starfsfólki Útlendingastofnunar og lögreglu til verka í samræmi við lögin. Síðan kannast stjórnmálamennirnir ekki við neitt og fordæma jafnvel lögreglu fyrir að vinna þau verk sem þeir hafa sjálfir lagt fyrir hana að vinna.
Forsætisráðherra harmar að lögregla skuli hafa farið að lögum og krefst rannsóknar og fjármálaráðherra og umhverfis- og orkumálaráðherra, sem báðir sækjast eftir formannsstöðu í Sjálfstæðisflokknum fara undan eins og hérar í málinu þegar um er spurt.
Til stóð að flytja 28 ólöglega innflytjendur úr landi í gær, en 13 fundust ekki og eru því hér enn ólöglega. Áróðursmiðill opinna landamæra á Íslandi RÚV brást við með því með einhliða áróðursfréttum og torveldaði störf lögreglunnar og gerði þau tortryggileg. Útvarpsstjóri sem var lögreglustjóri ætti að hafa þá starfsskyldu að benda starfsfólki sínu á skyldu sína skv. lögum m.a. um hlutlægni í fréttaflutningi. En útvarpsstjóri virðist ekki hafa fundið sér neitt verkefni enn. Forveri hans las þó altént fréttir þannig að ekki var hann með öllu ónýtur.
Biskupinn yfir Íslandi þverar forsíðu Fréttablaðsins og biður um miskunn fyrir ólöglega innflytjendur, sem hefur þegar verið sýnd öll sú miskunn, sem útlendingalög kveða á um og þar er af miklu að taka enda hefur miskuninn þegar kostað skattgreiðendur hundruði milljóna hvað þessa ólöglegu innflytjendur eina varðar. Sjálf telur þessi biskup ekki neina ástæðu til að sýna öðrum þessvegan undirmönnum sínum neina miskun og hefur hamast við að gleyma dæmisögu Jesú um bersyndugu konuna. (Sá yðar sem syndlaus er o.s.frv.)
Loks geltir Viðreisnarþingmaðurinn fyrrverandi, sem var talinn út af þingi eftir síðustu kosningar í leiðara Fréttablaðsins og segir að við búum við "fjandsamlega stefnu í útlendingamálum" Maðurinn veit greinilega ekki að það er engin þjóð í Evrópu, sem hefur jafn vinsamleg lög hælisleitendum og við Íslendingar.
Stjórnmálaelítan og fréttaelítan ásamt Garminum í Gnipahelli í líki biskupsins yfir Íslandi eru annað hvort á harðahlaupum undan eigin ákvörðunum eða stefna að því væntanlega vísvitandi, að eyðileggja íslenskt velferðarkerfi, öryggi og velferð þessarar þjóðar með því að skipta um þjóð í landinu. Aumt er að sjá þetta lið allt í einni lest eins og Bólu Hjálmar orti á sínum tíma.
Eru virkilega ekki til stjórnmálamenn á Íslandi sem þora að stíga fram og taka upp baráttuna fyrir íslenska þjóð, menningu og gildi og standa vörð um að þessi auðæfi glatist ekki í þjóðarhafinu vegna skammsýni stjórnmálafólks, sem þorir ekki að standa við sannfæringu sína og eigin aðgerðir en varpar meintri sök á þá,sem skipað er til þeirra verka sem það sjálft hefur krafist af þeim.
21.10.2022 | 11:52
Hægri öfgar
Hvað er hægra öfgafólk og öfgaflokkar? Ýmsir fjölmiðlar m.a. RÚV eru iðnir við að hengja slíka merkimiða á fólk og flokka.
Við nýliðnar kosningar á Ítalíu naut Giorgia Meloni þess heiðurs að vera m.a. kölluð hægri öfgamaður, fasisti. Fyrir hvað stendur þessi meinti hægri öfgamaður og fasisti?
Hún segir: "Þeir kalla okkur foreldri eitt og foreldri tvö, og kyn skv. LGBT skilgreiningu. Við eigum að vera borgarar X bara með kennitölu, en við látum ekki segja okkur það.
Ég er Giorgia. Ég er kona. Ég er móðir. Ég er ítölsk og ég er kristin."
Þetta tók vinstra músikfólk til við að föndra við og spila þessi orð Giorgia undir taktfastri músik. Það hafði þveröfug áhrif lagið með textanum. "Ég er kona, ég er móðir, ég er ítölsk ég er kristin". Varð meiriháttar vinsælt og jók á vinsældir Meloni í leiðinni.
Svo fór að þessi meinta hægri öfgakona og fasisti, 45 ára blondína er á leiðinni að verða fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Ítalíu.
Hún var kölluð "Hættulegasta kona Evrópu af þýska tímaritinu Stern. Sumir hafa orðað að tímaritið hefði frekar átt að vísa til Ursulu von der Leyen forseta Evrópusambandsins. Þegar hún svaraði spurningu um niðurstöðu ítölsku kosninganna og sagði, ég hef áður talað um Ungverjaland og Pólland. Við höfum tæki til að beita. Engin fjölmiðill vék að því að þarna talaði forseti Evrópusambandsins sem fulltrúi alræðishyggjunar á pari við fyrrum leiðtogar Sovétríkjanna. Samt kallar engin hana fasista þó það væri nær lagi.
Hægri öfgakonan Meloni eins og RÚV kallar hana hættulegasta kona Evrópu skv. tímaritinu Stern, er einstæð móðir, komin af fátæku fólki og náði kjöri sem fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Ítalíu í 14 ár. Hún talar fyrir kristnum gildum, gildi fjölskyldunnar sem grunneiningar í þjóðfélaginu og fyrir ítalskri menningu. Hún er á móti globalisma og hún vill hafa örugg landamæri og hafnar fjöldainnflutningi hælisleitenda. Hún talar um karla og konur en hafnar fjölkynjunar hugmyndum woke og trans kynjafræðinnar.
Þetta er semsagt hægri öfgamennska og fasismi skv.fréttaelítunnar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 676
- Sl. sólarhring: 696
- Sl. viku: 2163
- Frá upphafi: 2504810
Annað
- Innlit í dag: 644
- Innlit sl. viku: 2035
- Gestir í dag: 617
- IP-tölur í dag: 605
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson