Færsluflokkur: Fjölmiðlar
20.10.2022 | 10:41
Það sem ekki má segja frá.
Í kvöld kl. 20 verður opinn fundur í Valhöll við Háaleitisbraut um útlendingamál. Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson verður frummælandi.
Fundarboðendur ætluðu að auglýsa fundinn á feisbók og sendu tillögu að auglýsingu um fundinn fyrir nokkru. Þeirri tillögu var hafnað þar sem auglýsingin væri of stór. Það var lagfært, en þá bregður svo við að feisbók hafnar að birta auglýsinguna vegna þess að verið sé að fjalla um viðkvæm málefni, sem geti valdið ólgu í þjóðfélginu.
Feisbók tekur sér með þessu ritskoðunarvald, sem fer algjörlega í bága við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Verið er að aulýsa umræðufund, þar sem skipst verður á skoðunum um málefni útlendinga.
Það er alvearlegt mál og ólíðandi að Zuckerberg og félagar á feisbók taki sér alræðisvald um það hvað má segja og hvað má ekki segja. Það má t.d. ekki tala um mál sem ágreiningur er um og getur valdið geðhrifum hjá einhverjum.
Hvað er til ráða. Eiga strákar í Ameríku að ráða því hvað má segja og ekki segja á Íslandi. Stjórnvöld í landinu eiga að bregðast við svona ritskoðun og fordæma hana.
14.10.2022 | 11:55
Skipta skal um þjóð í landinu
Sumu fólki liggur á að skipta um þjóð í landinu.
Þeir sem þannig hugsa láta spurningu um framtíð íslenskrar tungu, íslenskrar menningar og sérkenna ekki þvælast fyrir sér. Allt er mælt á vog gróða og auðsköpunar í sumum tilvikum klætt í búning mannúðar. Allt skal gert til að dansinn í kringum gullkálfinn verði sem trylltastur. Þannig var það líka fyrir Hrun með þeim afleiðingum að íslenska ríkið þurfti að ala önn fyrir þúsundum atvinnulausra, sem pappírsbarónarnir höfðu flutt til landsins á tímum óráðssíunnar
Ekki er spurt að því hvort að íslenskir borgarar séu betur settir, þeim líði betur eða séu öruggari með því að opna landamærin. Þjóðin er aldrei spurð.
Við tökum hlutfallslega við fleiri hælisleitendum en nokkur önnur þjóð og neyðarástandi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna vaxandi straums svonefndra hælisleitenda. Þetta hefur orðið til þess að opna augu ábyrgra aðila fyrir því að bregðast verður við og afnema íslenskar sérreglur sem beina straumi gerviflóttafólks til landsins oft fyrir tilstilli alþjóðlegra glæpasamtaka.
Staðreyndir um það óefni sem þessi mál eru komin í, valda þó ekki vökunum hjá fulltrúum þeirra sem vilja dansa sem hraðast og mest í kringum gullkálfinn.
Í grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær sem og í leiðara Fréttablaðsins í gær koma fram þau sjónarmið að skipta verði hratt og vel um þjóð í landinu þannig að við fáum fleiri vinnuþræla á lágmarkslaunum, sem mundu þá í leiðinni halda niðri launum í landinu. Að þeirra mati er það forsenda þess að gróðapungar fyllist alsælu og byggð haldist í landinu.
Með þessu er verið að rugla umræðuna. Það er sitt hvort kerfið þeirra sem koma til að vinna og þar stendur landið opið fyrir meira en 500 milljónum manna á EES svæðinu. Allt annað á við um hælisleitendur.
Staðreyndin er sú sbr. reynslu nágrannaþjóða, að sú klisja að það sé efnahagslega hagkvæmt, að fá innflytjendur á aðeins við um fámennan hóp velmenntaðra innflytjenda. Slíkar staðreyndir þvælast ekki fyrir hugmyndfræðingum Viðreisnar og formanni Allsherjarnefndar Alþingis.
Raunar er merkilegt að það skuli vera jafnháværar raddir áhrifafólks úr nánast öllum stjórnmálaflokkum, sem keppast við að halda í sænsku leiðina í málefnum hælisleitenda eins og hún var á árum áður. Svíar hafa þó sjálfir viðurkennt,að sú lei hafi verið röng og skaðleg fyrir sænskt þjóðfélag og breytt reglunum. Svíar glíma þó í ríkum mæli við afleiðingar af þessari glórulausu stefnu sinni. Mörg samhliða þjóðfélög og hverfi eru þar sem lögregla eða sjúkraflutningafólk fer ekki inn í nema með vernd vopnaðrar lögreglu svo dæmi sé nefnt. Stórir hópar fólks hafa ekki aðlagast sænsku þjóðfélagi og svo illa hefur þjóðfélagið breyst í kjölfar þessa að flestar nauðganir í heiminum hlutfallslega eru í Svíþjóð.
Þannig þjóðfélag fáum við innan skamms ef ekki verður brugðist við og stefnu þeirra sem skipta vilja um þjóð í landinu hafnað.
Hvað svo sem líður ágreiningi um ýmis mál, þá má leiðrétta þau nánast öll síðar. Það verður hinsvegar aldrei leiðrétt, ef við missum tökin á straumi hælisleitenda inn í landið og það verður aldrei leiðrétt ef við glötum tungu okkar og menningu.
28.9.2022 | 10:08
Ólíkt höfumst við að
Upp komst um símhleranamál í Bretlandi 2005-2007. Blaða-og fréttamenn ákveðinna miðla stunduðu símhleranir og ólöglegt niðurhal og birtu af því fréttir einkum í News of the World. Blaðamennirnir sem og forstjóri, ritstjórar o.fl. voru látnir hætta strax og rannsóknin fór af stað. Breskir fjölmiðlar fordæmdu þessa ólöglegu framgöngu kollega sinna innan Murdoch fjölmiðlasamsteypunnar.
Hér hefur verið til rannsóknar stuldur á farsíma ákveðins manns meðan hann lá meðvitundarlaus, ólöglegt niðurhal og birting frétta í ákveðnum fjölmiðlum af þessu ólögmæta niðurhali,sem m.a. RÚV tengist og nokkrir aðrir miðlar.
En hér segir engin af sér og fjölmiðlar þegja allir þunnu hljóði um efnisatriði málisins. Samsæri þagnarinnar ríkir. Páll Vilhjálmsson bloggari hefur þó verið iðinn við að segja frá þeirri meintu glæpastarfsemi, sem að tengist m.a. starfsfólki RÚV og fleiri miðla.
Þrátt fyrir að nokkrir blaða- og fréttamenn liggi undir grun um ólöglegan stuld á síma og ólöglegt niðurhald úr honum þegar eigandinn lá milli heims og helju á sjúkrahúsi, þá hefur umræðan hér verið með öðrum hætti en í símaskandalnum í Bretlandi.
Hér fara þeir sem liggja undir grun ítrekað fram með þeim hætti að halda því fram, að stöðu sinnar vegna eigi þeir að vera undanþegnir ábyrgð á meintum lögbrotum. Málsstaðurinn sé auk þess góður. En það eru fleiri sem taka þátt í þessari ömurlegu ómálefnalegu vörn sakborninga.
Leiðari Fréttablaðsins í gær sló raunar allt út í fáránleika í umfjöllun um sakamál þegar reynt var að afsaka meinta brotastarfsemi fjölmiðlafólks á RÚV og viðar.
Leiðarahöfundur heldur eftirfarandi fram:
1. Rannsókn sem beinist að blaða- og fréttamönnum vegna farsímastulds o.fl. er smjörklípu afsprengi ljóts spillingarmáls í Namibíu.
2. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra liggur undir ámæli fyrir að vera ekki faglegur og hann gangi erinda Samherja.
Hvað svo sem líður Samherja og meintum brotum þess fyrirtækis, þá hefur það ekkert með að gera rannsókn á farsímaþjófnaði frá einstaklingi og ólöglegu niðurhali úr símanum. Engu skiptir í því máli þó að viðkomandi einstaklingur hafi verið starfsmaður Samherja. En við lestur leiðarans þá verður ekki annað séð, en að leiðarahöfundur telji að meint brot kollega hennar skipti í raun ekki máli þar sem að hinn illi Samherji sé vinnuveitandi þess, sem varð fyrir barðinu á meintu afbroti.
Svo er spurning undir hvaða ámæli liggur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra fyrir utan hina grunuðu í málinu og þeirra sem þeim tengjast? Ekki nokkurs.
Þá lágmarskröfu verður að gera til leiðarahöfunda að þeir geri sér grein fyrir orsökum og afleiðingum og greini á milli aðalatriða og gjörsamlega ótengdra atriða. Það gerir leiðarahöfundur Fréttablaðsins ekki í fáránlegri vörn sinni fyrir það athæfi kollega hennar, sem nú er til rannsóknar.
Það er dapurlegt að verða ítrekað vitni að því að blaða- og fjölmiðlamenn átti sig ekki á þeim lagalegu grunnstoðum sem við byggjum á m.a. að hver skuli talinn saklaus þangað til sekt er sönnuð og allir séu jafnir fyrir lögunum.
24.8.2022 | 13:32
Með íslenska ríkisborgararétt
Alvarlegt kynferðisafbrot var framið í Stokkhólmi af karlmanni með íslenskan ríkisborgararétt eins og segir í fréttinni.
Hvað þýðir það, þegar fréttamiðlar segja að maður sem hafi gerst sekur um glæp, sé með íslenskan ríkisborgararétt. Almennt, að hann sé af erlendu bergi brotinn. Af hverju má ekki segja hvort svo er. Af hverju þarf alltaf að reyna að fela staðreyndir fyrir almenningi.
Stundum getur þögn um mikilvæg atriði verið liður í að halda staðreyndum leyndum.
![]() |
Íslendingur grunaður um pyntingar og kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2022 | 13:51
Djöfullinn er á leið til helvítis
Dagblöð í Íran lýsa fögnuði með tilræðið við Salman Rushdie og segja að djöfullinn sé á leið til helvítis. Blaðið Kayhan sem er nánast opinbert málgang Íransstjórnar, enda ritstjórinn valinn af Ali Khameni erkiklerki, segir að það eigi að kyssa á hendur mannsins sem hafi skorðið óvin Allah á háls
Á sama tíma og það vefst ekki fyrir fjölmiðlum í Íran og víðar í múslimskum löndum hvað um var að ræða, þá er athyglisvert að hlusta á fréttir fjölmiðla á Vesturlöndum en þar er sagt að ekki sé ljóst hvað tilræðismanninum gekk til.
Þvílíkur naívísmi og bull. Verið er að framfylgja "fatwa",sem enn er í lögum í Íran, að drepa Salman Rushdie.
Tilræðismaðurinn er Íslamisti með fölsuð skilríki. Hann átti ekki leið inn í ráðstefnusalinn af tilviljun, heldur til að myrða "djöfulinn" eins og Írönsku blöðin nefna Salman. Hvernig getur þessi staðreynd þvælst fyrir fölmiðlum Vesturlanda?
28.7.2022 | 11:22
Baráttan um bréfalúguna
Það er fyrst núna, sem það opinberast fyrir mér hvursu vanmáttugur einstaklingurinn er og ofurseldur ofbeldinu.
Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu í netúgáfu, þar sem að ég vil ekki eyða pappír og orkuforða þegar þess er ekki þörf. Morgunblaðið er ekki að þvinga sér upp á fólk eins og kynferðisafbrotamaður, en annað gildir um Fréttablaðið.
Ég hef ítrekað freistað þess að vera laus við þá áþján að fá Fréttablaðið inn um bréfalúguna mína, en án árangurs. blaðberin sagði að honum væri skipað að troða blaðinu inn um allar bréfalúgur í sínu umdæmi með illu eða góðu.
Þegar ég hringdi í útgáfu blaðsins var mér bent á sérstaka miða, þar sem blaðið væri afþakkað. Ég vonaðist til að verða þá laus við áþjánina af þessu blaði, hvers útgefandi telur eðlilegt að eyða hundruðum milljóna árlega í að útbreiða fagnaðarerindið um Evrópusambandið, ásamt sagnfræðilegum fölsunum og woke skoðunum ritstjórans og fyrrum framkvæmdastýru Pírata.
En allt kom fyrir ekki. Nokkru eftir að miðarnir voru settir upp var aftur byrjað að troða Fréttablaðinu inn í póstlúguna mína og mér var þá ljóst að svo yrði áfram nema frumskógarlögmálið yrði virkjað og þessi ofbeldisaðili yrði hrakinn burtu með sambærulegu ofbeldi.
Svo vanmáttugur er einstaklingurinn að hann ræður ekki yfir eigin bréfalúgu.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2022 | 22:39
Auðvitað ljúga þeir
Fésbókarfærsla vararíkisssaksóknara um hælisleitendur sem gera sér upp kynhneigð er af mörgum talin óviðurkvæmileg. Samtökin 78 eru meðal þeirra og ætla að kæra hann. Fróðlegt væri að vita hvað hann hefur gert á hluta samtaka og hvernig kæran hljóðar.
Ummælin voru: Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?
Vararíkissaksóknari hefur bent á rannsóknir lögreglu sem sýna að sumir,sem hafa fengið alþjóðlega vernd sem samkynhneigðir hafi síðan verið kærðir fyrir kynferðisbrot gagnvart konum.
Hvað svo sem líður kynferðisbrotum gegn konum af hálfu þessara "samkynhneigðu karla" sem fengu alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar, þá sýnir þetta að ummæli vararíkissaksóknara um að menn ljúgi sér til bjargar eiga rétt á sér.
En svo kemur hortitturinn í færslunni. " er einhver skortur á hommum á Íslandi" Þetta hefur verið gert að aðalatriði.
Segjum sem svo, að vararíkissaksóknari hefði verið að fjalla um þá sem koma frá íslömsku ríkjunum og þykjast vera kristnir og fá alþjóðlega vernd á þeim grundvelli en reynast síðan vera römmustu íslamistar. Það sama á við þá þ.e. að þeir eru að ljúga til að komast inn í landið eins og sumir þeirra sem segjast vera samkynhneigðir.
Hefði svo vararíkisaksóknari bætt við " er einhver skortur á kristnu fólki á Íslandi." Samskonar ummæli sem eiga við í báðum tivikum, annarsvegar er verið að gera sér upp kynhneigð en hinsvegar trúarskoðanir ranglega. Hefði þá verið einhver grundvöllur fyrir þjóðkirkjuna að kæra vararíkissaksóknara? Að sjálfsögðu ekki og engum þar á bæ hefði dottið það í hug.
Svo illa vildi til að vararíkissaksóknari var á jarðsprengjusvæði þegar hann var að tala um að ekki væri skortur á hommum. En hefði ekki verið það hefði hann sagt það er nú heldur betur ekki skortur á kristnu fólki.
Hvort sem það er vararíkissaksóknari eða aðrir í þessu teprulega samfélagi, þá þarf fólk jafnan að gæta orða sinna,en sérstaklega þegar vikið er að samkynhneigðum, enn betur þegar vikið er að múslimum og forðast eins og heitan eldinn að minnast nokkurn tímann á transara það virðist vera eitraðasta vilpan í vestrænni umræðu um þessar mundir. Svo eitruð að meira að segja mest lesni núlifandi bókarhöfundur heims er víða á bannlista fyrir að segja
"Það eru konur sem fara á túr".
En samtökin 78 innibyrða allt "öðruvísi" meira að segja BDSM og hefði því mátt ætla að þar á bæ léti fólk sér ekki bregða við ómerkilegan hortitt í umælum vararíkissaksóknara.
13.5.2022 | 09:57
Misvísandi skoðanakannanir
Skoðanakannanir hafa mikil áhrif á hvernig margt fólk kýs. Þessvegna verður að gera kröfu til að skoðanakannanir séu vel unnar, vandaðar og forsendur þeirra gefnar upp.
Fyrir nokkru birtist skoðanakönnun í Fréttablaðinu, sem var svo sérstök að athygli vakti. Skv. könnuninni voru Píratar næst stærsti flokkurinn í borginni á eftir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 16% fylgi. Forsendur skoðanakönnunarinnar voru ekki gefnar upp nema það að einungis helmingur aðspurðar höfðu svarað könnuninni. Hvaða gildi hefur slík könnun.
Þessi könnun sýndi það fyrst og fremst að meirihlutaflokkarnir í Reykjavík hefðu svo sterkan meirihluta að ekki þýddi neitt að reyna að fella hann og allt væri á hverfandi hveli hjá Sjálfstæðisflokknum.
Í gær birtist önnur könnun sem gaf aðra mynd m.a. sýndi sig að lítill munur var á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu hvað varðar stærsta flokkinn í borginni og niðurstaða þeirrar könnunar mun líklegri til að vera nær sanleikanum en sú fyrri. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er rúm 21% skv. þeirri könnun og hafði þá vaxið um 5% á milli kannana sem er fráleitt að hafi gerst. Kannanirnar geta ekki báðar verið réttar þó þær séu teknar með nokkurra daga millibili.
Síðari könnunin sýnir þá mynd, að því fer fjarri að það sé öruggt að meirihlutaflokkarnir í Reykjavík haldi meirihlutanum að kosningum loknum. Það eru því enn raunhæfir möguleikar á að kjósendur í Reykjavík gefi Degi B. Eggertssyni frí frá því að vera borgarstjóri næstu fjögur árin og nýr og ferskur meirihluti athafna í stað orðagjálfurs núverandi meirihluta taki við að loknum kosningum.
Það er verk að vinna og herða verður róðurinn til að koma meirihlutaflokkunum frá völdum. Skoðanakannanir eru ekki kosningar. Niðurstaða kosninga liggur ekki fyrir fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið upp úr síðasta kjörkassanum.
Áfram nú fyrir betri borg.
27.4.2022 | 20:49
Evrópusambandið og fjölmiðlaelítan óttast tjáningarfrelsið.
Elon Musk, sem ku vera ríkasti maður í heimi, hefur keypt Twitter og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsi. Hann gagnrýnir að Twitter hafi m.a. lokað á dagblaðið New York Post, sem var Joe Biden Bandaríkjaforseta mótdrægt í aðdraganda forsetakosningana í Bandaríkjunum. Blaðið hafði m.a. komist yfir ýmis gögn varðandi son Biden sem voru síður en svo þeim feðgum til framdráttar. Þetta mátti ekki sjást þó ekki væri farið með rangt mál. Enda grétu þeir starfsmenn Twitter sem höfðu staðið fyrir ritskoðunarstefnu og útilokunarstefnu á sumt fólk og skoðanir þegar fréttist að Musk hefði keypt fjölmiðilinn.
Musk sagði í þessu sambandi: "Free speech is the bedrock of functioning democracy." (tjáningarfrelsi er undirstaða þess að lýðræðið sé virkt) Hann spyr hvort þeir sem andæfa gegn kaupum hans á Twitter séu á móti tjáningarfrelsi. Verðug spurning.
Athyglisvert er að skoða hverjir hafa goldið varhug við og jafnvel andæft kaupum Musk á Twitter og því sem hann hefur sagt um frelsi fólks til tjáningar.
Alþjóðasamtök blaðamanna bregðast illa við þegar Musk segir að fjölmiðillinn eigi að tryggja tjáningarfrelsi en ekki hefta það.
Evrópusambandið bregst illa við þegar maður kaupir fjölmiðil og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsið.
Lögfræðingur fjölmiðilsins sem Musk keypti fór að gráta þegar hann hafði keypt fjölmiðilinn og tilkynnti að bann sem hún hafði sett á ákveðna fjölmiðla yrði aflétt þar sem nú mundi fjölmiðillinn starfa á grundvelli tjáningarfrelsis.
Sérkennilegt að ofangreindir lyklaverðir hins eina sannleika sem má heyrast m.a.að skipt skuli um þjóðir í Evrópu og Bandaríkjunum, kynferðislegu sjálfræði og banni við því að orðinu megi halla gagnvart múslimum eða transfólki, nauðsyn skyldubólusetninga ggn Cóvíd o.fl. o.fl., skuli bregðast svona illa við því, að nú skuli eiga að leiða tjáningarfrelsið á ný til öndvegis hjá fjölmiðlinum Twitter.
Þolir vinstri sinnaða fjölmiðlaelítan og kassafólkið og möppudýrin hjá Evrópusambandinu ekki frjáls skoðanaskipti og tjáningarfrelsi allra. Mega bara þau þóknanlegu sem hafa "réttar skoðanir" að mati kassafólksins og möppudýrana fá að tjá sig og breikka enn meira gjána sem er á milli vinstri fjölmiðla- og stjórnmálaelítunar og almennings í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum.
20.2.2022 | 13:15
Sei sei jú mikil ósköp
Í gær héldu ungliðadeildir vinstri flokkana og Viðreisnar fundi til að mótmæla því að lögregla leitaði upplýsinga vegna meints þjófnaðar á síma,ólöglegt niðurhald og/eða afritun af gögnum í símanum. Sérkennilegt að málefnasnauðar ungliðahreyfingar skuli finna það helst til varnar sínum sóma, að vandræðast út í lögreglurannsókn.
Af gefnu þessu tilefni komu mér í hug orð Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, úr greininni "Sei sei jú mikil ósköp. Nýtt setumannaævintýri", en þar segir:
"Skapbrestir þessarar kæru þjóðar virðast einatt vera helsti erfiðir til þess að hún fái haldið uppi lögríki og siðuðuðu mannfélagi svo í lagi sé."
Maður kærði þjófnað á síma sínum og að gögn úr símanum hefðu verið afrituð án leyfis og síðan birt opinberlega. Ekki á að vera ágreiningur um það, að hér er um alvarlegt mál að ræða. Finnst ungliðum vinstri flokkana og Viðreisnar virkilega óeðlilegt að slík mál séu rannsökuð?
Árið 2005 hóf breska lögreglan rannsókn á fréttamiðlinum News International sem var í eigu auðkýfingsins Robert Murdoch. Ástæða rannsóknarinnar var grunur um símhleranir og ólöglegt niðurhal úr símum ákveðinna einstaklinga. Nokkrum árum síðar voru útgefendur og ýmsir starfsmenn fréttamiðilsins sakaður um að hafa staðið að því ólöglega athæfi, sem rannsókn lögreglu beindist að og fjöldi fjölmiðlafólks þurfti í framhaldinu bæði hjá News of the World og blaðinu "The Sun" að segja af sér.
Almenn reiði var í Bretlandi vegna þessa athæfis fjölmiðlafólksins og fleiri þurftu að taka pokann sinn vegna þess, að þeim var ekki vært. News International var lagt niður eftir að hafa verið gefið út í 168 ár. Ekki datt nokkrum manni eða samtökum í samanlögðu Bretaveldi að mótmæla því að lögreglan rannsakaði þetta eðlislíka mál og ólíkt vinstri ungliðunum hér, þá fordæmdi ungliðadeild stærsta vinstri flokks í Bretlandi meint athæfi og krafðist þess að lögreglan legði sig alla fram um að hið sanna yrði leitt í ljós og lögum komið yfir blaðamenn, stjórnendur og útgefendur.
Hvað veldur því að viðhorfin til eðlislíkra afbrota eru jafn ólík hjá vitifirrta vinstrinu á Íslandi og vinstri ungliðum í Bretlandi? Hvað þá með Viðreisn? Vilja ungliðar þar sverja sig í fóstbræðralag með vitifirrta vinstrinu?
Ef til vill var það rétt ályktað að hjá Nóbelsskáldinu að skapbrestir þessarar þjóðar sérstaklega vinstri elítunar í landinu gerir það á stundum erfitt að halda uppi lögríki og siðuðu samfélagi.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 10
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2146
- Frá upphafi: 2505003
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2021
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson