Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Samgöngur

Lúxusvandamál íbúa á Suðurlandi og Suðvesturlandi

Það er orðið næsta fátítt að landsbyggðarþingmenn tali niður til þeirra sem búa á Suðvesturhorni landsins en þeir sem þar búa eru hvort sem okkur likar betur eða verr um 70% landsmanna.  Þó bregður svo við að landsbyggðarþingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir bregður út af þessu og segir að vegabætur á Suðvesturhorninu séu lúxusvandamál meðan verulegar umbætur séu ekki gerðar í vegagerð á Vestfjörðum.

Það er vægast sagt tæpast viðeigandi af þingmanninum að taka svona til orða þegar um er að ræða valkosti í vegamálum þar sem spurningin er um vegabætur þar sem slysatíðni er hæst og annarra vega þar sem umferð er mjög takmörkuð og innan við  eitt prósent af þeirri umferð sem um ræðir þar sem slysatíðni er hæst. Frumskylda samgönguyfirvalda hlítur að vera að forgangsraða í vegamálum fyrir öryggi borgaranna.

Þessi framsetning þingmannsins er ekki málefnaleg heldur til að rugla umræðuna. Samgönguráðherra flokksbróðir Ólínu Þorvarðardóttur hefur ekki getað rökstutt með málefnalegum hætti að forgangsraða fyrir kjördæmi sitt.  Þess vegna telur Ólína rétt að hjálpa flokksbróður sínum með því að tala um vegagerð sem eru ekki á dagskrá og því ekki deilt um. 

Það er mikilvægt að þingmenn hugsi fyrst og fremst um þjóðarhag en ekki hagsmuni heimabyggðar. Svona málefnaframsetningi sýnir hvað það er rangt að svipta íbúa Suðvesturhornssins þeim mannréttindum að hafa sama atkvæðavægi og fólk í Suðvesturkjördæmi.  Það má e.t.v. minna á að helmingi færri kjósendur eru að baki hvers þingmanns í Suðvesturkjördæmi en í kjördæmunum á Suðvesturhorni landsins. 

Skyldi Ólínu Þorvarðardóttur  þykja slik mismunun á borgaralegum og lýðræðislegum réttindum vera afsakanleg.

Banaslys og alvarleg umferðarslys eru aldrei lúxusvandamál. Það er og verður að vera forgangsatrðii að koma í veg fyrir þau.  Slíkar vegabætur geta aldrei verið lúxusvandamál.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 303
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 4124
  • Frá upphafi: 2427924

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 3815
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband