Færsluflokkur: Samgöngur
8.3.2016 | 22:49
Ber Reykjavíkurborg enga ábyrgð á ónýtum götum í borginni?
Leiðari Fréttablaðsins er oft athyglisverður einkum þar sem fyrrum borgarstjóri Jón Gnarr er í fleti fyrir aftan ritstjórana í stjórnunarstöðu á 365 miðlum.
Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um hryllilegt ástand gatna í borginni, ástand sem aldrei hefur verið verra og kemst leiðarahöfundur að þeirri niðurstöðu að um sé að kenna eftirfarandi atriðum fyrst og fremst: 1.Nagladekk 2.Veðrið 3. Ferðamenn 4.Ríkið.
Nagladekk hafa verið við lýði í áratugi í Reykjavík og veðrið hefur iðulega verið ámóta erfitt fyrir göturnar. Þá verður ekki séð að ferðamennirnir spæni upp götur eða hvernig á að skýra bágt ástand gatna þar sem engin tengdur ferðamönnum fer um. Þá telur leiðarahöfundur að ríkið forgangsraði með röngum hætti og Vegagerðin standi sig ekki sem veghaldari.
Til að kóróna þessa makalausu ritsmíð leiðarahöfundar er tíundað að borgin hafi lagt aukið fé til viðgerðar gatna í borginni.
Niðurstaða leiðarahöfundar er því sú að þeir fjórir þættir sem fyrr eru nefndir séu orsakavaldur en stjórnendur Reykjavíkur hafi hins vegar staðið sig einstaklega vel.
Eitt sinn var borgartjóri í Reykjavík, sem hét Geir Hallgrímsson síðar formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann setti fram þá stefnu að malbika skyldi allar götur í Reykjavík. Vinstri menn hæddust að þessu og töluðu um ómerkilegt áróðursbragð því þetta væri ekki hægt. Vissulega hefðu þeir ekki getað gert það, en í borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar laust eftir miðja síðustu öld urðu vegir í Reykjavík malbikaðir og greiðfærir.
Um sama leitið og vegir í Reykjavík urðu greiðfærir og malbikaðir var Gambíu veitt sjálfstæði frá Bretum. Til voru nokkrir vegir í Gambíu sem Bretar höfðu malbikað. Síðan leið hálf öld og þeir sem koma til Gambíu gætu allt eins haldið að þeir væru að aka Hverfisgötuna í Reykjavík vegna þess að á malbikuðu vegunum í Gambíu eru álíka mörg göt í malbikinu og á Hverfisgötunni í miðbæ Reykjavíkur. Götin á götunum í Gambíu eru vegna þess að viðhald skortir. Það sama gildir í Reykjavík og gerði alla borgarstjóratíð Jóns Gnarr og nú Dags B.Eggertssonar og af sömu ástæðu eru göt á götum í Reykjavík og í Gambíu.
Í stað þess metnaðar og framsýni sem Geir Hallgrímsson sýndi og síðar Davíð Oddsson hafa setið við stjórnvölinn borgarstjórar sem hafa áhuga á að gera allt annað við göturnar í Reykjavík, en gera þær greiðfærar. Aldrei hefur það verið verra en síðustu tvö kjörtímabil.
En það er náttúrulega ferðamönnunum, veðrinu, nagladekkjunum og ríkinu að kenna en ekki borgarstjóranum núverandi eða fyrrverandi eftir því sem leiðari Fréttablaðsins segir.
Sjálfur Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers hefði ekki getað gert betur en leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag við að afvegaleiða umræðuna og afsaka þá sem ábyrgð bera á Holuhrauninu í Reykjavík.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.12.2015 | 19:34
Nú eru gróðapungarnir góðir.
Sósíalistarnir sem stjórna Reykjavíkurborg segja að bílastæðahús í rekstri borgarinnar séu rekin með stórkostlegu tapi. Þeir sjá ekki rekstrarlegar forsendur fyrir því að halda áfram rekstri bílastæðahúsanna og þá eru góð ráð dýr.
Arftaki Jóns Gnarr í Besta flokknum/Bjartri framtíð kynnti það sem einu lausnina sem þeir sósíalistarnir í borgarstjórninni ásamt honum, Samfylking, Vinstri grænir og Píratar sæu á vandanum væri að selja gróðapungum í borginni húsin til að þeir gætu ráðið bót á þeim vanda sem sósíalistarnir í Reykjavík sjá ekki nokkur tök á að gera.
Einkaframtakið á nú að leysa þann vanda sem sósíalisminn ræður ekki við. Sjaldan hefur heyrst eða sést jafn fullkomin málefnaleg uppgjöf sósíalista gagnvart markaðskerfinu, en kristallast í þessari afstöðu vinstri meirihlutans í borgarstjórn.
Nú geta þeir af því að við getum ekki.
26.6.2015 | 11:09
Hjartað í Vatnsmýrinni
Hjarta mitt slær hvorki í Vatnsmýrinni né annarri mýri. Hvað sem því líður þá er með ólíkindum að nokkur skuli eyða vinnu og peningum í að hugsa um aðra valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu en þann núverandi.
Flugvöllur í Hvassahrauni sem Rögnunefndin svokölluð leggur til er dæmi um háskólaspeki til lausnar einhvers ímyndaðs vanda sem ekki verður leystur með nýjum flugvelli með margra milljarða tilkostnaði fyrir skattgreiðendur mitt á milli núverandi Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar.
Tímasparnaður fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu við að fara á flutvöll í Hvassahrauni í staðinn fyrir að fara til Keflavíkur er í hæsta lagi 20 mínútur. En þann tíma mætti ná upp með því að auðvelda afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og breyta reglum varðandi komutíma farþega fyrir brottför.
Kostnaður við byggingu nýs flugvallar og rekstur hans er það mikill að hvort sem einhverjum líkar betur eða verr þá verður flugvöllur innanlandsflugs áfram í Vatnsmýrinni nema hann verði fluttur til Keflavíkur. Valkostirnir eru ekki aðrir.
9.1.2015 | 09:49
Þjónusta borgarinnar er í ólestri.
Sama dag og rektor Háskóla Íslands blandaði þeirri merku stofnun í kosningabaráttu Jóns Gnarr með þáttöku í svonefndu friðarsetri þar sem Dagur B. Eggertsson og meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur forgöngu fyrir þennan foringja sinn og leiðtoga, þurftu almennir Reykvíkingar að gera sérstakar ráðstafanir vegna þess að Reykjavíkurborg er hætt að sinna lögmæltum skyldum sínum við borgarana sem skyldi.
Sorp hefur hlaðist upp þar sem einstaklingarnir hafa ekki úrræði til að koma því sjálfir frá sér. Afsökun borgaryfirvalda er sú að færðin í Reykjavík sé með þeim hætti að það afsaki sleifarlagið. Veður eru þó ekki vályndari en við má búast á þessum árstíma og ófærð hefur ekki verið svo máli skipti í henni Reykjavík.
Jafnvel þó að sú afsökun borgarstjóra væri tekin sem sannleikur að vont veður hefði hamlað því að borgararnir fengju eðlilega og viðunandi þjónustu, þá væri samt hægt að bregðast við væri þokkalega hugmyndaríkur borgarstjórnarmeirihluti við völd. Það er hægt að leysa slík vandamál ef vilji er fyrir hendi án mikils kostnaðar. En viljann skortir og þetta er afgangsverkefni hjá Latte lepjandi gáfumönnunum sem stjórna Reyikjavíkurborg.
Á sama tíma og fólk paufast með stóra svarta plastpoka á endurvinnslustöðvar eftir að sorptunnurnar eru löngu orðnar yfirfullar, klæðir borgarstjóri sig uppá og býður til veislu í Höfða til að sinna að hans mati brýnasta verkefni borgarinnar, að stofna kosningamiðstöð fyrir Jón Gnarr. Bogarstjóri og meðvirkur háskólarektor lýsa því síðan fjálglega hvað Reykjavíkurborg geti unnið mikið starf í þágu friðar. Fróðlegt að fylgjast með því.
Við erum epli sögðu hrútaberin.
26.8.2013 | 22:48
Barátta sem drepur miðborgina
Á sama tíma og fyrirbrigðið í stóli borgarstjóra berst fyrir þrengingum á götum og aksturshindrunum með góðri hjálp Gísla Marteins ræða menn í Bretlandi um að þessi stefna hafi beðið skipbrot.
Í Bretlandi er talað um að setja nýjar viðmiðanir til að auðvelda bílaumferð, þá helst miðborgarumferð. Stefna þeirra Gísla Marteins og fyrirbrigðisins í stóli borgarstjóra er sögð hrekja bílstjóra frá því að versla í miðborginni en stunda þess í stað viðskipti á netinu eða stórmörkuðum í úthverfum.
Skortur á bílastæðum, þrengingar á götum og hátt verð í tímabundin bílastæði dregur úr löngun fólks til að fara í miðbæinn. Mikilvægt er að bílastæðum í og við miðbæinn verði fjölgað þau verði örugg og ódýr ef vilji er til að skapa daglega meira líf í miðborgarkjarnanum.
Sumarfríum er að ljúka og skólar að byrja. Umferð þyngist. Víða í borginni eru umferðarteppur og umferð gengur hægt vegna þess að ekki hefur verið hugað að nauðsynlegum umbótum á umferðarmannvirkjum. Í komandi umferðarteppum í vetur geta bílstjórar í Reykjavík hugsað til Jóns Gnarr og meðreiðarsveina hans í umferðarþrengingunum. Minnast þess í leiðinni að það er nauðsynlegt að kjósa fólk í borgarstjórn sem veit hvað það er að gera og á að gera og skilur samhengi hlutanna.
Kosningar eru nefnilega alvörumál líka borgarstjórnarkosningar. Ekki grín og ekki fíflska.
15.1.2012 | 16:32
Vaðlaheiðargöng að sjálfsögðu
Vaðlaheiðargöng eru mikilvægari og nauðsynlegri samgöngubót en Héðinsfjarðargöng voru nokkru sinni.
Fyrst stjórnvöldum þótti eðlilegt að gera Héðinsfjarðargöng í bullandi ofþenslu efnahagslífsins, eru þá ekki mun skynsamlegri rök fyrir að grafa Vaðlaheiðargöng þegar atvinnuleysi er og samdráttur í efnahagslífinu.
Svo virðist sem stjórnvöld hafi markað þá stefnu að borga skuli sérstakan vegatoll fyrir jarðgöng sem eru mikilvæg og nauðsynleg samgöngubót sér í lagi liggi þau nálægt þéttbýli. Þannig skal borga í Hvalfjarðargöng og einnig í fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Annað gildir um Héðinsfjarðargöng, jarðgöng á Vestfjörðum og víðar.
Hvað sem líður kjördæmapoti þá eru Vaðlaheiðargöng forgangsverkefni í íslenskum samgöngu- og öryggismálum. Af sjálfu leiðir að miðað við aðstæður í dag þá þarf að setja framkvæmir við þau í gang sem allra fyrst.
9.1.2012 | 17:43
Landsbyggðin borgar eða við öll.
Ríkisstjórnin hefur aukið skattheimtu á flugstarfsemi á rúmu ári um 400 milljónir. Hluti af þessari skattlagningu er vegna átrúnaðar ríkisstjórnarinnar á draugasöguna um hnattræna hlýnun af mannavöldum.
Þessi aukna skattlagning hækkar verðlag í landinu og framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að þessi skattur bitni harðas á landsbyggðinni. Raunar veit ég ekki hvernig á að skilgreina landsbyggð í þessu sambandi. Fólk á höfuðborgarsvæðinu flýgur jú eins og aðrir.
Það er hins vegar ekki aðalatríðið heldur endalaus aukning á gjaldtöku ríkisins af neytendum.
Lendingagjöld hækka á Reykjavíkurflugvelli um 72%, farþegagjöld um 71% og flugleiðsögugjald um 22%
Hvert var annars verðbólgumarkmið ríkisstjórnarinnar? Var það ekki töluvert lægra en þessar hækkanir?
Er virkilega engin sem vill tala máli neytenda varðandi þessar glórulausu skattahækkanir?
3.3.2011 | 08:43
Hækkaði lánið þitt?
Hækkun á bensín- og olíuverði undanfarið hækkar höfuðstól verðtryggðra lána um 0.5%. Höfuðstóll 20 milljón króna láns hækkar þá um 100 þúsund í þessum mánuði og á það leggjast vextir. Þeir sem hafa keypt íbúðirnar sínar aftur á grundvelli úrræða Skjaldborgar Jóhönnu skulda þá enn meira en áður en eiga samt ekki neitt.
Ríkisstjórnin lætur eins og hækkun olíuverðs komi henni ekki við. Þegar um það er rætt bullar Steingrímur J. um vistvæna orkugjafa eins og það greiði afborgun af vísitölubundna láninu.
Ríkissjóður tekur mest til sín af olíuverðshækkuninni. Væri hér ábyrg ríkisstjórn sem hugsaði um hag heimilanna og neytenda þá mundi hún strax í í dag lækka skatta á eldsneyti verulega. Það mikið að hækkun olíuverðs vegna tímabundins óróa í Norður Afríku ylli ekki verðbólguskoti, sem gæti þá verið byrjun á nýju verðbólgutímabili. Framleiðsluverð á vörum hækkar nefnilega líka vegna hækkandi eldsneytisverðs vegna aukins tilkostnaðar.
Ríkisstjórn sem lætur vísitölubindingu lána viðgangast og hækkar höfuðstól lánanna ítrekað með vanhugsuðum skattahækkunum er vinsamleg fjármálafyrirtækjum en fjandsamleg fólkinu í landinu.
Það verður að afnema vísitöluna og byggja upp heilbrigt lánakerfi þar sem báðir aðilar bera ábyrgð en ekki bara skuldarar.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2011 | 12:19
Byrjar litla ísöldin árið 2014
Fremsti sérfræðingur Rússa í geimrannsóknum spáir því að "Litla ísöldin" muni hefjast árið 2014.
Dr. Habibullo Abdussamatov yfirmaður geimrannsóknastöðvarinnar Pulkovo í St. Pétursborg sagði á ráðstefnu í Chicago í maí 2010 að við værum á leið inn í kólnandi veður. Abdussamatov sagði fyrir um minnkandi virkni sólbletta strax árið 2003 sem mundi verða í hámarki 2042 sem mundi valda mikilli kólnun í heiminum og lágmarkið þ.e. mestu frostin yrðu á árunum 2055-2060.
Litla Ísöldin eins og hún var kölluð er talin hafa staðið í meir en 200 ár eða frá 16.öld og fram á 19.öld og hafa byrjað um 1650 en látið undan um 1850
Þau Obama og Angela Merkel hafa tekið draugasögurnar um hnattræna hlýnun sem heilagan sannleik og Evrópusambandið hefur ákveðið mikil gjöld á flutningatæki sérstaklega flugvélar sem mun leiða til mikilla hækkana á farmiðaverði og samdrátt í ferðamennsku. Auk þess hafa verið lagðar miklar álögur á framleiðslufyrirtæki og komið í veg fyrir nýiðnað vegna átrúnaðarins. Allt hefur þetta leitt til samdráttar og aukins atvinnuleysis nú þegar. Er einhver ástæða til að greiða þetta gjald?
Ekki kann ég að greina hvort Abdussamatov hafi rétt fyrir sér eða ekki. Vona að svo sé ekki. Hitt er næsta víst að við mennirnir höfum mjög takmörkuð áhrif á hnattræna hlýnun eða loftslagsbreytingar. Ef eitthvað er þá getum við með öllum okkar útblæstri ef til vill mildað áhrif Litlu Ísaldarinnar sem á að bresta á eftir nokkur ár.
Íbúar Skandinavíu hljóta að velta fyrir sér hvort spádómarnir um hnattrænu hlýnunina eig við nokkur rök að styðjast, en síðasti desember var kaldasti mánuður sem mælst hefur í Svíþjóð
21.4.2010 | 10:51
Skattgreiðendur allra landa sameinist?
Flugsamgöngur í Evrópu hafa legið niðri að mestu í viku vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Deila má um hvort þar ráði ofurvarúð.
Eftir viku tálmun í flugsamgöngum er hrópað á neyðaraðstoð vegna þessa fárs og gildir einu hvort um er að ræða talsmenn flugfélaga, ananasbændur í Gana, blómabændur í Kenýa, ávaxtabændur í Ísrael eða fisksölumenn í Evrópu. Jafnvel er talað um verulegar búsifjar í fjármálum heimsins.
Nú sannast það fornkveðna að það er engin búmaður nema kunna að berja sér. Varla geta framleiðendur og flugfélög staðið svo veikt að þau þoli ekki vikutálmun flugsamgangna. En það má alltaf kalla á stóru mömmu, ríkið, og heimta fé skattgreiðenda til að standa undir öllu mögulegu og ómögulegu. Ríkið eyðir hvort eð er svo miklu í óþarfa og rugl að þeir sem nú krefjast inngöngu í ríkisfjárhirslur sjá ekki að það muni um einn sláturkepp í viðbót.
Það er kominn tími til að breyta þessu hugarfari og miða við gömlu gildi markaðsþjóðfélagsins um að fólk byggi upp fyrirtæki og aðstoð ríkisins sé til að standa vörð um grundvallar velferð fólks. Sennilega þarf að breyta gamla vígorðinu og segja: Skattgreiðendur allra landa sameinist. Þið eigið engu að tapa nema fjötrunum en þið hafið lífshamingju að vinna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 253
- Sl. sólarhring: 777
- Sl. viku: 4074
- Frá upphafi: 2427874
Annað
- Innlit í dag: 236
- Innlit sl. viku: 3772
- Gestir í dag: 232
- IP-tölur í dag: 225
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson