Færsluflokkur: Lífstíll
12.5.2011 | 22:51
Bara svolítinn sykur
Þeir sem hafa séð kvikmyndina Mary Poppins muna vafalaust eftir því þegar hún fékk börnin til að taka meðalið sitt og söng "Just a spoonful of sugar helps the medicine go down( sykurskeið hjálpar til að koma meðalinu niður) Nú áratugum eftir að þessi sannindi komu fram hjá barnfóstrunni Mary Poppins þá er sagt frá því í tímaritinu "Nature" að þetta sé ekki bara rétt hjá Mary Poppins heldur auki sykurinn virkni sumra lyfja.
Þannig að "a spoonful of sugar makes the medicine work" (sykurskeið lætur lyfið virka) Þannig segir tímaritið frá því að sýklalyf sem gefin eru með sykri geti aukið virkni sýklalyfsins eins og t.d. þegar um berkla er að ræða og ýmissa aðra sjúkdóma.
Mary Poppins hefur greinilega vitað sínu viti og rúmlega það.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2010 | 23:29
Dagdraumar
Samkvæmt grein í breska blaðinu The Daily Telegraph þá eyðum við tæpum helmingi af vökutíma okkar í dagdrauma. Nú hefði maður ætlað að fólk væri hamingjusamast þegar það sökkti sér niður í dagdraumana en því fer öðru nær. Staðreyndin er nefnilega sú að dagdraumarnir gera okkur döpur og valda iðulega hugarvíli.
Þess vegna segir í þessari könnun líður okkur best þegar við erum að gera eitthvað og lifum í núinu. Það gerum við til dæmis með því að eiga samneyti við aðra, taka þátt í samræðum, fara í líkamsrækt eða út að ganga. Líka ef við einbeitum okkur að vinnunni merkilegt nokk. Þetta færir fólki meiri vellíðan en að horfa á sjónvarp eða gera ekki neitt annað en að sökkva sér niður í eigin dagdrauma.
Athyglivert.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 10:39
Ráðdeild og sparnaður.
Flestir muna eftir helsta efnahagsúrræði forsætisráðherra sem hann setti fram í sumar að fólk ætti að spara m.a. fá sér sparneytnari bíla auk annars sparnaðar. Þessi ráðgjöf virðist bara eiga við almenning. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins á undan Davíð og Geir lögðu mikla áherslu á sparnað og ráðdeild í ríkisrekstri og töldu það aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins að standa þannig að landsstjórninni að fyllsta aðhalds og sparnaðar væri gætt.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn skipt um stefnu. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra lætur sig ekki muna um að fara til Kína með ráðuneytisstjóra sínum og mökum þeirra til að horfa á handboltaleik. Vissulega mikilvægan handboltaleik þar sem spurning var um gull eða silfur á Olympíuleikum. Ferðin kostaði skattgreiðendur 2.090.000 eða tæplega tværmilljónir og eitt hundrað þúsund eða 35.000 á hverja mínútu leiksins.
Ljóst er að fjármunir eru afstæðir og nauðsynlegt er að eyða ríkisins fé til brýnna hluta. Spurningin er hins vegar hvort þessi útgjöld eru afsakanleg. Þurfti menntamálaráðherra, ráðuneytisstjóri og makar að fara? Þau höfðu ekkert með gengi eða gengisleysi landsliðsins að gera. Menntamálaráðherra tók ákvörðun um að fara vegna þess að hana langaði til að horfa á handboltaleik. Vissulega má hana langa til þess en þá er líka eðlilegt að hún og föruneyti hennar borgi fyrir sig. Það var engin þjónustu við skattgreiðendur að fara þessa ferð.
Ég velti fyrir mér hvort starfsþunginn í menntamálaráðuneytinu sé svona lítill við upphaf skólaárs að menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóri geti fyrirvaralaust tekið ákvörðun um að hlaupa í burtu í viku að eigin geðþótta.
Nú geta einhverjir reiðst og sagt að eðlilegt hafi verið að menntamálaráðherra sem líka er íþróttamálaráðherra væri viðstödd þennan mikilvæga leik. Þannig er það bara ekki. Það bar enga nauðsyn til og hvernig sem bullinu er á botnin hvolft þá liggur það fyrir að það var engin þörf á þessari ferð. Það væri mannsbragur að því að menntamálaráðherra og föruneyti borguðu fyrir sig en létu skattgreiðendur ekki sitja uppi með kostnaðinn af bruðli og óráðssíu fyrirfólksins í þjóðfélaginu.
Hvað skyldi þurfa skatta margra láglaunafjölskyldna til að borga fyrir íslenska aðalinn í Peking?
11.8.2008 | 20:51
Dýragarðsbörnin.
Saga Christine F er mjög sterk og myndin sem gerð var um hana var það líka. Mér er minnistætt þegar Christine F og kærastinn hennar höfðu vanið sig af heróíni og gengið í gegnum kvalirnar sem því fylgdu og fóru síðan að hitta vinina á Bahnhof Zoo í Berlín og þá sagði vinur þeirra að hann ætlaði að hætt líka en það væri bara svo gott efni á markaðnum núna að hann ætlaði að nota það og hætta síðan. Þau Christine F og kærastinn ákváðu þá að fyrst þau hefðu getað hætt þá væri það ekkert mál að prófa þetta frábæra efni og þar með voru þau bæði sokkinn í neysluna. Kærastinn og vinurinn dóu en Christine F lifði.
Líf þessarar 46 ára konu sýnir hvað það er erfitt fyrir fólk sem byrjar í harðri neyslu fíkniefna ungt að koma sér frá neyslunni í eitt skipti fyrir öll. Það er dauðans alvara að prófa fíkniefni.
Skyldi saga Christine F vera kynnt í íslenskum skólum og kvikmyndin sem gerð var um hörmungar krakkana sem voru í fíkniefnaneyslu með henni vera sýnd í íslenskum skólum.
Ef til vill er virkara að beita fræðslu og forvörnum í stað refsinga og lögregluaðgerðum.
Christiane F. enn í eiturlyfjavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2008 | 11:37
Er forseta Íslands allt leyfilegt?
Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson er um margt góður og verðugur þjóðarleiðtogi. Miklu skiptir að forsetaembættið njóti virðingar og á það falli ekki skuggi. Þess vegna hafa samskipti forsetans við ákveðna einstaklinga orkað tvímælis. Forsetinn er ekki prívatpersóna og verður því að neita sér um ýmislegt vegna virðingar embættisins og hagsmuna íslensku þjóðarinnar.
Mér brá því nokkuð þegar ég sá í dag forsíðufrétt í Fréttablaðinu með mynd af þeim Dorrit Moussaieff og Mörthu Stewart þar sem sagt er frá því að "bandaríski lífstílsfrömuðurinn Martha Stewart" sé stödd hér á landi og hafi snætt humar með forsetahjónunum á veitingastað á Eyrarbakka í gærkvöldi.
Martha Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi árið 2004 fyrir að ljúga að yfirvöldum varðandi viðskipti fyrirtækis síns og innherjaviðskipti. Af þeim sökum fékk hún ekki að koma til Bretlands að sögn breska blaðsins Daily Telegraph. Hægt er að komast inn á fréttina hér.
Mér finnst ólíklegt að nokkur annar þjóðhöfðingi í norðanverðri Evrópu hefði tekið á móti Mörthu Stewart og boðið henni út að borða.
Er það viðeigandi að forseti Íslands geri það?
8.7.2008 | 16:56
Mismunandi verðmætamat.
Þrjár teikningar Goya seldar á 610 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2007 | 09:53
Til hamingju Magnús Scheving
Í síðasta tbl blaðsins Economist er heilsíða um Magnús Scheving og Latabæ eða eins og segir. Toddlers know Magnus Scheving the boss of Lazy Town og síðan er gerð grein fyrir þáttunum um Latabæ og þýðingu þess að vera með sjónvarpsefni fyrir börn sem skírskota til heilbrigðra lífshátta.
Magnús Scheving hefur með frumkvæði sínu og dugnaði sýnt hvað er hægt að gera og hvaða árangri menn geta náð hafi þeir ákveðin markmið. Sagt er frá því að breska ríkisstjórnin sé nú í viðræðum við fyrirtæki Magnúsar um sameiginlegt átak.
Boðið er upp á fjölbreytt barnaefni í sjónvarpi og börn munu horfa á sjónvarp. Það skiptir því máli að börnum sé boðið upp á efni sem skírskotar til þess góða og hvað einstaklingurinn getur gert til að bæta sig og gera lífið skemmtilegra. Latibær er því kærkomið barnaefni sem á vonandi eftir að ná enn lengra. Oft er barnaefni hlaðið af skrímslum og hræðilegum átökum milli kynjavera. Sumum kann að finnast það gott. En má ég þá heldur biðja um Latabæ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 326
- Sl. sólarhring: 632
- Sl. viku: 4147
- Frá upphafi: 2427947
Annað
- Innlit í dag: 301
- Innlit sl. viku: 3837
- Gestir í dag: 288
- IP-tölur í dag: 269
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson