Færsluflokkur: Umhverfismál
24.6.2013 | 21:10
Kastið ekki náttúruperlum fyrir Orkuveituna eða Landsvirkjun
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti er einn fallegasti ef ekki fallegasti foss á Íslandi. Umhverfi fossins er einstakt og stuðlabergsskálin sem hann rennur um er mjög sérstök. Iðulega hef ég sagt ferðamönnum að það sé þess virði að leggja þá löngu lykkju á leið sína, sem þarf ef þjóðvegur 1 er ekinn til þess að skoða þennan fallega foss. Enginn hefur orðið fyrir vonbrigðum. Þvert á móti hafa allir þakkað mér fyrir ábendinguna og lýst því hvað þeim þyki Aldeyjarfoss mikil náttúruperla.
Nú vilja Orkustofnun og Landsvirkjun virkja við Aldeyjarfoss og hafa sótt um rannsóknarleyfi. Það leyfi á ekki að veita. Þó ég sé almennt hlynntur vatnsaflsvirkjunum þá er mikilvægt að banna virkjanir til að vernda viðkvæma náttúru og náttúruperlur.
Aldeyjarfossi á ekki og má ekki fórna undir virkjun eða eitthvað annað. Aldeyjarfoss á að vera í sama verndunarflokki og Gullfoss. Náttúruperlur sem núkynslóðin má ekki fórna á altari græðgisvæðingarinnar.
30.5.2013 | 12:05
Sannleikurinn og meirihlutinn
Í morgunútvarpinu gagnrýndi fréttastjóri Ríkissjónvarpsins nafngreindan bandarískan þingmann fyrir að vera slíkt afturhald og fáráð að draga í efa að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Fréttastjórinn benti á að 97% vísindamanna héldu því gagnstæða fram og þá þyrfti ekki frekari vitnana við.
Galileo Galilei hélt því fram að jörðin snérist í kringum sólina en aðrir vísindamenn þess tíma héldu fram því gagnstæða. Galilei þurfti að vinna það sér til lífs að afneita skoðunum sínum og 99% vísindamanna þess tíma hrósuðu sigri. En samt snérist þó jörðin í kringum sólina.
Meiri hluti vísinda- og fræðimanna þurfa ekki að hafa rétt fyrir sér. Má minna á gleðidans fræðimanna um efnahagsmál fyrir hrun og hvernig þeir sem andæfðu og héldu því fram að guðdómlegi gleðileikurinn um að búa til auðæfi úr engu gengi aldrei upp voru hæddir og hrakyrtir. Eða aðgerðir vegna sel- eða hvalveiða þar sem ögfarnar bera skynsemina ofurliði.
Tim Yeo formaður nefndar breska þingsins um orkumál og loftslagsbreytingar segir að hnattræn hlýnun þyrfti ekki að vera af mannavöldum, heldur geti náttúrulegar aðstæður valdið þeim breytingum sem hafa orðið. Tim Yeo var umhverfisráðherra í ríkisstjórn John Major og harðasti baráttumaðurinn fyrir hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir losun kolefnis út í andrúmsloftið. Árið 2009 sagði hann að þeir sem andæfðu hnattrænni hlýnun af mannavöldum mundu þagna innan 5 ára vegna. Nú telur hann staðreyndirnar um hnattræna hlýnun af mannavöldum ekki eins augljósar. Sá stimpill verður því ekki hengdur á Tim Yeo að hann sé öfgamaður í afneitun.
Þrátt fyrir það að ég dragi í efa að meiri háttar loftslagsbreytingar stafi af mannavöldum þá skiptir samt máli að við göngum um jörðina og auðlindir hennar af virðingu og gætni. Góð umgengni, nýting og umhverfisvernd skipta miklu máli vegna svo margra hluta sem eru mikilvægir fyrir gott líf og velferð jarðarbúa í framtíðinni. Það að hrapa að niðurstöðum á hæpnum forsendum er hins vegar allt annað mál
9.1.2013 | 18:45
Breska veðurstofan endurskoðar spár um hnattræna hlýnun.
Frá því er sagt í dag að breska veðurstofan hafi breytt um spá um hnattræna hlýnun og geri ráð fyrir að árið 2017 þá hafi meðalhitinn verið nánast sá sami í 20 ár. Nýar vísindaspár gera jafnvel ráð fyrir kólnun næstu 5 árin. En þeir segja í leiðinni að þrátt fyrir að þeir spái kólnun næstu 5 árin þá segi það ekki söguna um hvernig hnattræn hlýnun verði til lengri tíma litið. Heyr fyrir þeim. Loksins er hægt að fara að tala vitrænt um þessi mál.
Hlýjasta árið í Bretlandi í 160 ár var árið 1998. Svo virðist því sem eitthvað hafi komið í veg fyrir hnattræna hlýnun af mannavöldum í þau 14 ár sem liðin eru frá þeim tíma. Dr. Peter Stott yfirmaður lotslagsbreytingarannsókna á bresku veðurstofunni segir að hægt hafi á hlýnun frá árinu 2000 í samanburði við hlýnunina sem varð milli 1990 og 2000.
Þetta þýðir að öll tölvumódel og spár vísindamannanna sem hafa spáð óafturkallanlegri hlýnun af mannavöldum og óbætanlegar skemmdir á jörðinni og vistkerfinu vegna útblásturs koltvíoxýðs hafa sem betur fer reynst rangar.
Fróðlegt verður að heyra hvað trúboði hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum Al Gore fyrrum varaforseti Bandaríkjanna segir um málið. Hann var raunar svo vinsamlegur að bjóða Forseta lýðveldisins með sér á Suðurskautið fyrir skömmu og þar komust þeir að því að ísinn á Suðurskautinu væri að minnka meðan aðrir vísindamenn og mælingar segja að hann sé að aukast.
Ævintýrið um hnattræna hlýnun af mannavöldum er dýrasta ævintýrið sem mannkynið hefur nokkurn tíma látið sér detta í hug að trúa á. Það breytir hins vegar ekki því að okkur ber að ganga vel um náttúruna en það er annað mál og kemur ævintýrinu um hnattrænu hlýnuninni ekkert við.
15.7.2012 | 00:45
Þeir sem þakka sér sólskinið
Hafrannsóknarstofnun þakkar sér og tillögum sínum að nú skuli þorskstofnin vera sterkari en undanfarin ár. Sé það rétt að sterkari þorskstofn sé ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar að þakka, hvernig stendur þá á því að ýsustofnin er í algjörri lægði þrátt fyrir að farið hafi verið að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar með ýsuna undanfarin ár alveg eins og með þroskinn?
Þá er líka spurningin af hverju er þorskafli er nú meiri en áður í Barentshafi? Þar var ekki fylgt ráðgjöf fiskifræðinga heldur var hún gjörsamlega hunsuð og veitt margfalt meira.
Getur verið að þetta komi kvótakerfi og Hafrannsóknarstofnun ekkert við?
Hvernig stóð á því að fyrir daga kvótakerfisins meðan stjórnmálamenn tóku mátulegt mark á fiskifræðingum að þá var hægt að veiða 500 þúsund tonn á Íslandsmiðum en aðeins 200 þúsund núna og það telur Hafrannsókarstofnun að sé afreks sem sé þeim að þakka.
Getur verið að náttúrulegar sveiflur í lífríkinu hafi allt með þetta að gera? Ef svo er þá erum við að láta rúmlega 100 milljarða verðmæti synda framhjá okkur á hverju ári.
9.7.2012 | 09:39
Ríkisstjórnir og veðurfar
Ríkisstjórn Bretlands lét undan ániði sérfræðinga í apríl s.l. og bannaði garðeigendum að nota slöngur við að vökva garða sína. Það var gert vegna þess að lítið hafði rignt og grunnvatnsstaðan var sögði slæm.
Frá því að ákvörðunin um að banna slöngunoktun var tekin í Bretlandi, hefur ekki verið nokkur þörf á að nota slöngur til að vökva. Æðri máttarvöld hafa heldur betur látið rigna svo um munar á Bretlandi. Flóð og skemmdir á mannvirkjum vegna mikilla rígninga er því viðfangsefnið en ekki þurkur. Í ljósi þessa þykir það kaldhæðni örlaganna að nú skuli tilkynnt að aflétt sé banni við notkun á slöngum við að vökva garða.
Á sama tíma er tjón af völdum flóða vegna mikilla rigninga talið nema um 20 milljörðum króna.
Þessu banni stjórnvalda í Bretlandi við notkun á slöngum við að vökva garða er líkt við hallærislegar stjórnvaldsaðgerðir eins og þegar vandamálafræðingar loftslagsins héldu ráðstefnu í Kaupmannahöfn í desember fyrir nokkrum árum til að sporna við hlýnun jarðar af mannavöldum. Á þeim tíma sem ráðstefnan var haldin var fimbulfrost og erfiðleikar vegna kulda. En íslenski umhverfisráðherrann var hins vegar ánægður með árangurinn í baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum vegna þess að hún hafði fengið samþykkta tillögu um að konur kæmust að borðum þessara vandamálafræða í auknum mæli. Þá ætti nú vandamálið að vera leyst ekki satt.
11.6.2012 | 23:33
Hversvegna?
Fyrst gott ástand þorskstofnsins er Hafrannsóknarstofnun og kvótakerfinu að þakka.
Hverju á þá að kenna um lélegt ástand ýsustofnins?
10.1.2012 | 09:27
Vindmyllur græna hagkerfisins.
Í Hollenskri skýrslu sem sagt er frá í enska stórblaðinu Daily Telegraph í gær kemur fram að vindmyllur til rafgmangsframleiðslu valdi meiri koltvísýringsmengun en þau orkuver sem knúin eru með olíu. Auk þess er kostnaður neytenda miklu hærri.
Sama gildir fyrir Bretland og væntanlega aðrar þjóðir sem hafa komið sér upp vindmyllufrumskógum eins fallegt og það nú er í landslaginu.
Hollenska skýrslan er gefin út af Dr. C le Pair sem er efnafræðingur á eftirlaunum og þar segir m.a.
" Vindmyllurnar eru ekki sjálfbærar. Þær eyða meira eldsneyti en þær spara og þær draga ekki úr útblæstri koltvísýrings. Þvert á móti þá valda þær auknum umhverfisskaða."
Þá hefur Civitas hugmyndabankinn gefið út skýrslu þar sem niðurstaðan er svipuð. Það virðist því vera niðurstaðan að hvar sem gripið er á hinu svonefnda "græna hagkerfi" að þá fylgja því meiri vandamál en það leysir.
Við búum svo vel að hafa náttúrulega orku úr iðrum jarðar og afli fossa. Þess vegna eigum við ekki að láta okkur dreyma um að fara í kostnaðarsama tilraunastarfsemi græna hagkerfisins.
26.9.2011 | 10:05
Ekki hnattræn hlýnun segir Nóbelsverðlaunahafi
Ivar Giaever prófessor og Nóbelsverðlaunahafi hefur sagt sig úr alþjóðlegu vísindaráði (American Physical Society) til að mótmæla staðhæfingum þess um hnattræna hlýnun. Prófessorinn sem vann Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1973 segir að hnattræn hlýnun hafi orðið að nýjum trúarbrögðum í heiminum.
Prófessorinn sem á sínum tíma studdi Obama til að verða forseti hefur síðan gagnrýnt stefnu hans varðandi hnattræna hlýnun og segir að allt of mikið sé gert úr málinu og loftslag hafi verið einstaklega stöðugt í síðustu 150 ár.
Vísindaráðið sem prófessorinn sagði sig úr harmar úrsögn hans og segir hana byggða á misskilningi.
En er það ekki þannig að vísindasamfélagið hefur fengið billjónir á billjónir ofan frá stjórnmálamönnum sem trúa á hnattræna hlýnun af mannavöldum og dansa eftir þeim pípum og búa til vísindalegar niðurstöður í samræmi við það.
Því miður er háskóla- og vísindasamfélaginu í dag lítt treystandi og mætti minna á það hvernig viðskipta- og hagfræðideildir háskólanna íslensku dönsuðu eftir bumbum banka og útrásarvíkinga fram að bankahruni.
En sem betur fer eru enn til heiðarlegir vísindamenn sem neita að fórna heiðri sínum sem vísindamenn.
13.2.2011 | 22:28
Mútufé Marðar
Merði Árnasyni er margt til lista lagt en sumt ferst honum miður. Þannig gengur honum illa að vera góður sósíaldemókrat og bak við þá grímu skín iðulega í kunnuglegt andlit byltingaflokksins sem Mörður Árnason sór hollustu sína í árdaga pólitísks ferils síns.
Í málsvörn sinni fyrir sakfelldan umhverfisráðherra grípur Mörður til þess að túlka lögin að vild og hikar ekki við að túlka þau andstætt dómi Hæstaréttar í málinu. Eins og andlegur foringi byltingarflokksins sagði. "Félagar okkur finnst þetta vera lögin þá eru þetta lögin." Þetta varð heimspeki þursaveldanna um miðja síðustu öld.
Mörður Árnason hélt því fram í dag að Landsvirkjun hefði borið mútur á stjórn sveitarfélags í Árnessýslu. Sé þetta rétt þá eru þeir embættismenn Landsvirkunar sem það gerðu og þeir sem tóku við mútunum sekir um refisverða háttsemi. Sé þetta rangt þá hefur Mörður gerst sekur um refsiverða háttsemi fyrir að bera rangar sakir á fólk.
Þó stundum sé langt til seilst í málsvörn þá eru þó takmörk fyrir öllu. Þess vegna Mörður ber þér annað hvort að draga ummæli þín til baka og biðjast hlutaðeigandi einstaklinga afsökunar á þeim eða leggja fram kæru á hendur hinum seku.
Hvað svo sem þú gerir Mörður þá værir þú maður að meiri að ljúka þessu máli þér til sóma og þá væri þínum þætti í málinu lokið. Þú berð ekki ábyrgð á Svandísi þegar öllur er á botninn hvolft.
Flumbrugang og lögleysu Svandísar Svavarsdóttur er ekki hægt að verja.
12.2.2011 | 10:41
Saklaus ráðherra
Tveim dögum eftir að Svandís Svavarsdóttir var dæmd í Hæstarétti fyrir lögbrot, lýsti hún því yfir að hún hefði ekki brotið lög. Sama gerði forsætisráðherra deginum áður og sagði raunar með affluttu orðalagi að lögbrot Svandísar væru ekki lögbrot af því að þau væru stefna ríkisstjórnarinnar
Svandís umhverfisráðherra segist ekki hafa brotið lög heldur sé um túlkunarágreining að ræða.
Metúsalem vinur minn Þórgnýsson sem nýlega var dæmdur fyrir skattsvik í Hæstarétti og gert að sæta fangelsisrefsingu er nú harla feginn og segist ekki hafa brotið lög þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þar sem um réttarágreining hafi verið að ræða. Það hvarflar ekki að Metúsalem að hlýta kalli yfirvalda að mæta til úttektar á fangelsisdómnum þar sem hann er saklaus miðað við skýringar umhverfisráðhera á íslenskum réttarreglum.
Hvorki umhverfisráðherra né forsætisráðherra átta sig á grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um þrískiptinu valdsins og dómstólar fari með dómsvaldið. Þær hafa líka hamast á því að halda skuli stjórnlagaþing og hafa tekið undir það að stjórnarskráin sé með einum eða öðrum hætti völd að bankahruninu árið 2008. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt miðað við vanþekkingu þeirra á stjórnarskránni sem m.a. birtist í ofangreindum ummælum þeirra.
En svíkur minni mitt þegar ég rifja það upp að það var Jóhanna sem sagði við myndun ríkisstjórnarinnar að nú mundu menn þurfa að axla ábyrgð á verkum sínum?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 33
- Sl. sólarhring: 391
- Sl. viku: 3870
- Frá upphafi: 2428091
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 3579
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson