Færsluflokkur: Heimspeki
28.1.2024 | 20:36
Margt er skrýtið og þarf ekki kýrhaus til
Í huga vinstri skólaspekiaðals Vesturlanda er sannleikurinn það sem þeim finnst að hann eigi að vera. Orð þýða það, sem þau ákveða hverju sinni. Það sem sagt er vera árás eða móðgun þegar þú segir það gæti verið skynsamlegt og jafnvel framúrstefnulegt og djarft, þegar þau segja það.
Skólaspekiaðallinn segir að tungumál, venjur og siðir séu tæki forréttindastéttarinnar til að ráðast á þá sem minna mega sín og tryggja völd forréttindahópa og feðraveldis. Þessvegna er mikilvægt að sækja að tungumálinu t.d. með því að færa það yfir í kynlaust tungumál en enþá betra að taka upp transmál eins og Ölgerð Egils Skallgrímssonar er að gera í dyggðaflöggun sinni fyrir fáránleikann.
Tungumálið er tæki kúgaranna, yfirstéttarinnar og þessvegna verður að aðlaga það að stjórnleysishugmyndafræði ný vinstrisins. Orð eru rædd og merking þeirra þangað til skólaspekingarnir komast að þeirri niðurstöðu að þau þýði ekki neitt og nota verði önnur orð. Eða skilgreining sé ekki tæk eins og orðið kona. Þessi hugmyndafræði fórnalambavæðingar og réttar til að móðgast og sjá ofsóknaraðila í hverju horni, sér þetta fólk hvert sem litið er, jafnvel þó það sjálft tilheyri forréttindaaðli háskólasamfélagsins þar sem vinnuskylda er nánast engin eins og í íslenskum háskólum og á fréttastofu RÚV.
Skrautlegasta dæmið um fórnarlamb skv. nýju hugmyndafræðinni, er Harry prins, sem hefur komið sér undan öllum skyldum. Hann á 34 milljón dollara höll (um 5 og hálfur milljarður íslenskra króna), þar sem hann býr og flýgur heimsálfa á milli í einkaþotum, á sama tíma og hann grætur yfir hamfarahlýnun og að almenningur skuli fljúga í áætlunarflugi, en lítur á sig sem fórnarlamb sem sé illa sett fjárhagslega og fjölskylda hans sé vond við hann, þó hann hafi sjálfur lokað dyrunum á eftir sér.
Ýmsir sem tilheyra þessum hópi og sveipa um sig kufli fræðimennskunnar , búa til allt aðra atburðarás en þá raunverulegu og bæta jafnvel inn í frásögnina persónum, sem voru ekki til, í því skyni að aðlaga söguna að eigin hugmyndafræði.
Svo er fólk undrandi að háskólanemar útskrifist úr háskólum með brenglaða heimsmynd um sögu þjóðar sinnar og heimsins. Á nýmálinu er þetta ekki að ljúga, heldur aðlaga þjóðfélagið að nauðsynlegri umbreytingu til þess að ná fram markmiðum hinna kúguðu gagnvart valdastéttinni. Þessa afbökun má glögglega sjá t.d. af sjónvarps- og kvikmyndaefni, þar sem sýndir eru þættir úr fortíðinni. Sannleikann verður að höndla með þeim hætti, að hann falli að ruglhugmyndafræði meintra fórnarlamba.
Karlmenn geta kallað sig konu skv. furðulögum um kynrænt sjálfræði sem var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi. En raunverulegar konur, sem fara á túr og ala börn og gefa þeim brjóst, geta ekki varið sig. Við hinir hvítu sér í lagi karlmenn, erum forréttindahópur, jafnvel líka þeir sem eru fátækir hrjáðir og smáðir í þeim hópi. Réttarríkið er ekki réttarríki skv. hugmyndafræði vinstri skólaspekinnar heldur kúgunartæki fyrir forréttindahópinn. Þess vegna eiga meint fórnarlömb alltaf réttinn.
Fyrir nokkru sáust merki þessara ruglfræða þegar ungum manni var ekki vært í Menntaskóla Akureyrar og hrökklaðist suður yfir heiðar í Menntaskólann í Hamrahlíð, þar sem hann mátti líka þola einelti, án þess að viðkomandi hefði nokkuð til sakar unnið og hver mætti til að vera kallinn á kassanum í þeim hráskinnaleik? Enginn annar en Ásmundur Einar Daðason barna og félagsmálaráðherra. Það er lærdómsríkt að fylgjast með hvernig skólasamfélagið tók á því máli og sýnir því miður hvað íslenskt skólakerfi á menntaskólastigi er orðið undirokað af rugl hugmyndafræði fórnarlambavæðingar þeirra sem alltaf hafa réttinn sín megin að eigin mati, en það er það eina mat, sem leyft er í þessum nýja búningi frjálslynda fasismans.
Guð forði okkur frá því að þessi hugmyndafræði nái meiri fótfestu í réttarkerfinu nóg er nú samt. Þá er úti um grundvöll réttarríkisins.
27.1.2024 | 08:07
Andúð á vestrænni menningu og nýja vinstrið.
Eftir fall kommúnismans í Evrópu árið 1989 þegar hann varð gjaldþrota og vinstri menn um alla veröld þurftu að horfast í augu við að kapítalisminn hafði sigrað. Fóru vinstri sósíalistar og kommúnistar í felur með skoðanir sínar og skriðu í var hjá ýmsum fjölþjóðlegum stofnunum eins og SÞ og Evrópusambandinu.
Nú koma þeir fram sem nýja vinstrið á forsendum woke spekinnar, sem byggir á því, að vestræn menning sé menning ofbeldis, kvennakúgunar og rasisma. Já og hún sé sérstök fyrir þessa illsku, sem sýnir í raun grundvallar vanþekkingu. Fyrir utan það, að engin önnur menning en sú vestræna hefur skilað fólki jafnlangt áfram.
Á grundvelli vestrænnar menningar um lýðræði, mannréttindi og frelsi hafa þær þjóðir sem aðhyllast hugmyndir samkeppnisþjóðfélagsins, mannúðar og mannfrelsis búið við bestu lífskjör og mest öryggi borgaranna og virðingu fyrir mannréttindum og athafnafrelsi einstaklingsins í gjörvallri mannkynssögunni.
Svo virðist sem við séum í miðri pólitískri nýsköpun vinstri hugmynda, þar sem fyrrum andstæðar fylkingar ná nú saman í andstöðu gegn markaðsþjóðfélaginu, baráttu gegn hamfarahlýnun og öfgafullri náttúruvernd, andstöðu við styttur og önnur söguleg menningarverðmæti, hörkuleg barátta fyrir transhugmyndafræði, en síðast en ekki síst núna andstöðu við Ísrael og samsömun með hryðjuverkasamtökunum Hamas.
Hugmyndafræði nýa-vinstrisins fær ekki staðist skynsamlega nálgun. Ungar konur víða í Evrópu, þar sem þær geta sagt það sem þær vilja og klæðst eins og þeim sýnist, taka þátt í mótmælum til stuðnings Hamas. Væur þær á þeim slóðum yrðu þær barðar til dauða af siðferðislögreglunni fyrir að vera úti á götu án þess að hylja hár sitt og vera í ósiðlegum klæðnaði.
Loftslagsgoðið Gréta Túnberg hrópar vígorð með Hamas og gegn samkeppnisþjóðfélaginu Í mótmælagöngum á vesturlöndum m.a. hér á landi, má sjá skilti sem á stendur: Hommar með Palestínu . Sennilega er þetta fólk svo illa að sér, að það áttar sig ekki á að það yðri að öllum líkindum dæmt til dauða í því sem kallað er Palestína.
Er það virkilega orðið baráttumál nýja vinstrisins að samsama sig með íslamistum með öllum þeirra höftum, kvennakúgun og fordómum og hafna þá í framhaldinu baráttu fyrir jafnstöðu karla og kvenna, réttindum samkynhneigðra og sama rétt ólíkra hópa án tillits til trúar, litarháttar eða þjóðernis.
Íslam stefnir að heimsyfirráðum og kúgun allra annarra hópa í samfélaginu, en ekki má orða hugtök eins og rasismi eða fasismi í því sambandi hjá nýja vinstrinu. Þau hugtök notar nýja vinstrið bara um fólk sem vill standa vörð um vestræn gildi og menningu.
Nýja vinstrið er í grundvallaratriðum í andstöðu við hugmyndir hins gamla klassíska vinstris um frjálslyndi og grundvallarmannréttindi. Nýja vinstrið þýðir samstaða með öllu og öllum sem hatast út í vestræna menningu og menningararfleið á þeim forsendum, endursköpunar sögunnar að allt illt í heiminum stafi frá Vesturlöndum, sem þó hafa náð lengst allra fyrr og síðar við að byggja upp þjóðfélög frelsis og mannréttinda.
Fordæming á borgaralegu þjóðfélagi, fjölskyldunni og vestrænni menningu og arfleifð virðist vera það eina sem sameinar nýja vinstrið.
26.12.2023 | 10:49
Hjátrú. Breytingar og ómumbreytanleikinn
Daninn Niels Bohr var heimsfrægur vísindamaður og vann á sínum tíma Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Hann var eins og vísindamenn þess tíma mjög ákveðinn raunsæishyggjumaður. En jafnvel þeir eru ekki alltaf samkvæmir sjálfum sér.
Sú saga er sögð af Niels Bohr að hann hafi haft skeifu hangandi yfir útidyrunum í sumarbústaðnum sínum. Gestur sem kom til hans lýsti undrun sinni á að þetta tákn hjátrúar skyldi vera þar og spurði Bohr: Hvernig getur þú sem náttúruvísindamaður trúað því að svona hlutur færi þér hamingu?
Nú sagði Bohr "ég trúi nú ekki á það en mér er sagt að skeifan færi manni hamingju jafnvel þó maður trúi ekki á hana. Gamlir hlutir og gamlir siðir breytast seint.
Flestir reka sig á það, að það sem þeir töldu auðvelt að breyta meðan þeir voru ungir var það alls ekki. Þannig er það og þannig hefur það verið oft sem betur fer, en líka oft því miður, þá tókst ekki að gera góða hluti vegna tregðu og ótta við breytingar.
Á gröf biskups í Bretlandi er eftirfarandi texti sem tjáir þessa hugsun mjög vel. Þessi grafskrift er svohljóðandi:
Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að heiminum yrði ekki breytt svo ég breytti ætlun minni dálítið og ákvað að breyta aðeins landinu mínu. En það virtist líka vera óumbreytanlegt. Þegar ég varð gamall þá reyndi ég í örvæntingu að gera síðustu tilraun og ákvað nú að breyta aðeins fjölskyldu minni, en það tókst ekki heldur. Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst, mundi ég sem fyrirmynd hafa breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum."
25.12.2023 | 11:56
Að þekkja sjálfan sig og fá hvatningu.
Margir einstaklingar sem sett hafa svip sinn á mannkynsöguna og unnið stórvirki, gátu það af því að þeir fengu hvatningu og ástvina sinna eða vina. Stundum blæs ekki byrlega og allt virðist andstætt. Þá skiptir máli að fá hvatningu vina og fjölskyldu.
Margir eiga sér drauma og langar til að gera hluti sem þeir komast ekki til að gera vegna þess að aðrir hlutir hafa forgang. Ef til vill þekkja ekki margir nafnið Nathaniel Hawthorne, en hann missti vinnuna og algjörlega miður sín fór hann heim til að segja konunni sinni frá því að hann væri atvinnulaus. Þegar Nathaniel kom heim sagði hann við konuna sína Ég get ekki neitt ég er aumingi sem var rekinn úr vinnunni. En konan hans tók því með fögnuði í stað þess að verða reið eða taka undir að hann væri algjör mistök. Þess í stað faðmaði hún hann að sér og sagði Gott núna getur þú skrifað bókina sem þig hefur alltaf langað til að skrifa.
Já svaraði maðurinn; En á hverju eigum við að lifa á meðan ég er að skrifa bókina? Nathaniel til undrunar dró konan hans út skúffu og tók þaðan fúlgu af peningum. Hvaðan í ósköpunum fékkst þú þessa peninga, sagði Nathaniel.
Konan sagði. Ég hef alltaf vitað að þú værir snillingur og ég vissi að einhvern tíma mundir þú skrifa meiri háttar bók. Þess vegna lagði ég til hliðar peninga í hverri viku með því að spara í innkaupum til heimilisins og nú eru hér nægir peningar fyrir okkur til að lifa af í heilt ár.
Kona Nathaniel treysti honum og hafði mikla trú á hæfileikum hans og getu til að skrifa. Vegna þessa trausts og fyrirhyggju eiginkonunnar, gat hann látið drauminn rætast og skrifað bókina sem hann hafði dreymt um að skrifa. Bók sem er talin meðal bestu bóka sem skrifaðar hafa verið í Bandaríkjunum, The Scarlet letter.
Hvað hefði gerst hefði konan ekki haft trú á manninum sínum og lagt sitt til að hann gæti látið draum sinn rætast?
Þessi saga sýnir hvað jákvæð hvatning skiptir miklu máli að. Að hafa trú á þeim sem standa okkur næstir og muna að allir eru sérstakir hver og einn á sinn hátt.
Enginn er einn. Hver og einn hefur sínar gáfur og hæfileika. Það skiptir máli að við eigum þess kost hvert og eitt að fá að rækta jákvæða hæfileika og eðliskosti.
Það er svo margt sem glepur og dregur úr okkur þannig að við nýtum ekki þá hæfileika sem við höfum. Við ættum á frítíma eins og þeim sem nú fer í hönd að huga að því. Eins og segir í 67. sögn Tómasar guðspjalls Jesús sagði: Sá sem þekkir allt, en skortir sjálfan sig. Skortir allt. Það skiptir máli að hafa trú á sjálfum sér og fá jákvæða hvatningu. Þá geta menn gert stórvirki sem þeim hefði annars ekki verið unnt að gera.
25.9.2023 | 22:52
Er þörf fyrir sósíalisma?
Fyrrum formanni Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn var boðið að halda fyrirlestur í Safnahúsinu í Reykjavík s.l. laugardag, til að fjalla um "hvers vegna er þörf fyrir sósíalisma" Eðlilegra fundarefni hefði verið "Er þörf fyrir sósíalisma"? og svarið miðað við reynsluna er að sjálfsögðu nei.
Jeremy Corbyn var ekki kominn til að ræða um jafnaðarstefnu eins og sá ágæti flokkur Alþýðuflokkur heitinn barðist fyrir frá 1959 þar til hann var illu heilli vélaður í samstarf með kommúnistum við stofnun Samfylkingarinnar. Heldur öfga vinstri marxisma.
Jeremy Corbyn er öfgafullur vinstri sósíalisti, kommúnisti, sem varð formaður Verkamannaflokksins um nokkurra ára skeið, en kjósendur höfnuðu honum og vinstri stefnu hans alltaf.
Þar sem fjallað er um fundinn með Corbyn er sagt, að þegar Keir Starmer varð formaður hafi hafist ofsóknir gegn Corbyn og róttækum vinstri sósíalistum til að koma nýfrjálshyggjunni í öndvegi í Verkamannaflokknum. Hvílíkur viðsnúningur á staðreyndum.
Corbyn var rekinn úr Verkamannaflokknum fyrir rasisma. Það voru engar hreinsanir og það var engin breyting til nýfrjálshyggju í Verkamannaflokknum, hann er enn vinstri sinnaður sósíalistaflokkur.
Vígorð James Corbyn er "For real change" (fyrir raunverulegar breytingar). Öfgafullir sósíalistar hafa það jafnan á hraðbergi þegar þeim er bent á hvílíkar hörmungar sósíalisminn hefur valdið. Þá segja þér það vantaði upp á að það væri alvöru sósíalismi við berjumst fyrir honum. Raunar sama mantran að breyttum breytanda og Mammonsdýrkendur flytja um ágæti þess, að peningar vaxi á hlutabréfamörkuðum.
Hvers vegna fengu fundarboðendur ekki frekar flóttamann frá Venesúela til að fjalla um efnið "Hvers vegna þarf fólk að flýja sósíalismann? Sósíalistar um allan heim þurfa að horfast í augu við, að aldrei hefur róttækur sósíalismi leitt til annars, en fátæktar, fólksflótta, sviptingu mannréttinda og aftökur á stjórnarandstæðingum. Það er sama í hvaða heimsálfu sem er sbr. Kambódíu, Kúbu, Sovétríkin, Austur Þýskaland og fjölmörg ríki Afríku. Alls staðar brást Marxíski sósíalisminn.
Það er sagnfræðileg staðreynd að sósíalismi gengur hvergi með sama hætti og það er staðreynd, að samkeppnisþjóðfélagið lyftir fólki og þjóðum úr fátækt til bjargálna.
Róttækir sósíalistar allra tíma eru alltaf úr tengslum við sögulegar staðreyndir. Annars væru þeir ekki sósíalistar.
13.6.2023 | 08:29
Til varnar frelsinu
Tjáningarfrelsi er grundvöllur lýðræðislegs stjórnskipulags. Málfrelsið er markaðstorg hugmynda og ólíkra skoðana.
Heimspekingar upplýsingaaldarinnar, sem börðust fyrir breyttum stjórnarháttum og lýðræði var ljóst að málfrelsið voru brýnustu og nauðsynlegustu mannréttindin til að koma í kring breytingum á stjórnarháttum og koma í veg fyrir að ofbeldið gæti farið sínu fram.
Frá byrjun aldarinnar hefur verið þrengt að tjáningarfrelsinu. Sett hafa verið ákvæði í refsilög þar sem bann er lagt við því að viðlagðri refsingu að talað sé óvirðulega um ákveðna, á sama tíma og ákvæði um guðlast voru afnumin. Í hinum kristna heimi má skattyrðast út í kristna trú og níðast á trúarkenningum kristins fólks, en það má ekki orðinu halla á múslima eða lífsskoðunarhóp transara.
Haft er eftir heimspekingnum Voltaire, sem barðist hatrammlega fyrir tjáningarfrelsi sú gullvæga setning, einkennisorð þeirra sem hafna helsi en verja frelsi: "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn að leggja mikið í sölurnar til að þú fáir að halda þeim fram." (sumir segja lífið í sölurnar)
En það er vegið að tjáningarfrelsinu og forsætisráherra þjóðarinnar ætlar sér að fá samþykkt ákvæði um svonefnda hatursorðræðu og skikka fólk til að sæta innrætingu um það sem má ekki segja og hvað má. Hversu mikið hyldýpis djúp er á milli hugmynda heimspekingsins Voltaire og Katrínar Jakobsdóttur.
Það er kreppt að tjáningarfrelsinu með ýmsum hætti. Nýverið var vinstri sinnaður kennari við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands Kristján Hreinsson rekinn fyrir að setja fram skoðanir um transara. Fólk á hægri væng stjórnmálanna brást almennt við og fordæmdu þessa gerræðislegu lýðræðisfjandsamlegu ákvörðun Endurmenntunarstofnunar, en vinstri menn með Egil Helgason í broddi fylkingar réttlættu ofbeldið og mæltu köpuryrði í garð Kristjáns. Lítið lagðist þá fyrir þessa kappa.
Ofstopinn gagnvart Kristjáni og starfsbann (berufsverbot) í garð fólks sem setur fram aðrar skoðanir en þær viðurkenndu hefur því miður fest ákveðnar rætur hér á landi. Fórnarlömb rétthugsunarinnar hafa m.a.verið Kristinn Sigurjónsson, sem var gert að láta af störfum við Háskólanun í Reykjavík og Snorri kenndur við Betel, sem fékk ekki heldur að stunda kennslu vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrar, en Snorri hafði unnið það sér til saka að vísa til ákveðinna ritningarorða Biblíunar á fésbókarvef sínum.
Þessir hlutir voru fordæmanlegir, en því miður áttu þeir Kristinn og Snorri sér allt of fáa formælendur á sínum tíma þó fólk fordæmi ritskoðun HR og Akureyrarbæjar í dag.
Þessi dæmi sýna okkur að við verðum stöðugt að vera á verði gagnvart ófrelsinu og lýðræðisfjandsamlegum aðgerðum.
Því miður eru dæmin mörg þar sem fólk þarf í dag að líða fyrir skoðanir sínar. En það versta sem er að gerast í núinu er að stórir hópar fólks, einkum ungt fólk, veigrar sér við að setja fram skoðanir sínar af því að það sér hvaða afleiðingar það getur haft.
10.9.2022 | 11:56
Heimurinn syrgir
Konungbornir verða ekki eilífir frekar en aðrir. Loðvík 14. Frakkakonungur var aldrei verið sáttur við að vera minntur á það. Helsta ráðgjafa hans varð einu sinni á orði "Allir deyjum við" þegar hann sá svipinn á kóngi bætti hann við "eða næstum því allir."
Háöldruð drottning Stóra Bretlands er fallin frá. Hún naut þess, að vera landi sínu og þjóð ævinlega til sóma, þó hún hefði aldrei afgerandi áhrif á gang þjóð- eða heimsmála. Eðlilegt er að hennar nánustu syrgi hana sem og þegnar hennar minnist hennar sem farsæls þjóðarleiðtoga.
Elísabet var síðustu rúma tvo áratugi eins og góð gömul frænka eða amma, sem allir gátu látið sér líka vel við. Þegar slíkur aðili kveður eru vissulega kaflaskil og þá er spurning þegar sorgarathöfnum lýkur hvað gera skuli.
Hvað með konungdæmið. Er það eðlilegt í lýðræðisríki?
Konungdæmið byggir á því að konungafólk sé æðra og öðruvísi en aðrir. Þeir eiga að hafa þegið vald sitt frá Guði og það tekur ekki bara til drottningar eins og Elísabetar heldur ættarinnar. Konungdæmi er andstæða lýðveldis, þar sem forustumaður þjóðar er þjóðkjörinn og allir borgarar eru jafnir.
Mannréttinda- og lýðræðissinninn Thomas Paine, en hugmyndir hans koma m.a. fram í Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, skrifaði metsöluritgerð á 18.öld sem hét "Common sense"(almenn skynsemi) Almenna skynseminn var fólgin í því að vera ekki með konung eða aðal. Paine segir að konungdæmi sé mikilvægasta uppgötvun djöfulsins til að viðhalda hjáguðadýrkun.
Í Bretlandi tekur sonur hinnar ástsælu drottningar við. Fjarri fer því að hann sé yfirburðamaður að þekkingu eða mannviti. Hann hefur m.a. tvívegis spáð heimsendi vegna loftslagshlýnunar, án þess að nokkuð gerðist. Karl 3 telur, að hann sé meiri en aðrir í Bretlandi og þó víðar væri leitað þar sem Guð hefur valið hann eins og aðrar dúkkulísur og tindáta sömu gerðar.
Væri ekki eðlilegt að lýðræðisríki mundu afnema þessa fokdýru fordild og skurðgoðadýrkun sem byggir í raun á andstæðu lýðræðislegra hugmynda?
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2022 | 21:01
Homage to Catalonia.
Á Spáni tala menn um, að það sé vetur þó það eigi að vera komið vor. Bændur eru uggandi vegna mikilla kulda.
Í gær fór ég til Alicante í rysjóttu veðri og sá þar bókina Homage to Catalonia eftir George Orwell. Þar fjallar hann um þáttöku sína sem sjálfboðaliði í borgarastyrjöldinni á Spáni 1937. En þá hafði hann aðsetur í Katalóníu aðallega í Barcelona.
Þar sem veðrið var öllu verra í dag en í gær, fór svo að ég kláraði bókina. Hún er mjög vel skrifuð og blaðamannshæfileikar Orwell leyna sér ekki. Aðrar bækur eftir hann eru m.a. Animal Farm og 1984. Hann var sannfærður vinstri maður við getum sagt kommúnisti og fór þessvegna til að berjast á Spáni.
Lýsingar hans eru eftirtektarverðar um margt m.a. hvernig kommúnistarnir brutu niður kirkjur og áttu í stöðugum innbyrðis átökum sín á milli þ.e. Trotskíistar gegn Sovét kommúnistum og allir gegn Anarkistunum o.s.frv.. Niðurstaða Orwell þessa þá sanntrúaða kommúnista var sú eftir að hafa barist á vígvellinum í hernum gegn Franco,að sú stjórn sem tæki við á Spáni hvort heldur Franco mundi vinna sigur eða kommúnistarnir, að það tæki við fasistastjórn í einvherri mynd.
Uppgjör hans við kommúnísku hugmyndafræðina birtist síðan þegar hann skrifaði bækurnar Animal Farm og 1984. Hugleiðingar um þjóðfélag þar sem maðurinn er ekki frjáls heldur verður að lúta ofurveldi kerfisins og engin hugsun eða skoðun má komast að önnur en ríkishyggja stjórnvalda.
Við ættum að huga að þessu í fimbulkuldanum, þegar við borgum háar fjárhæðir af hverjum bensínlítra vegna hjátrúarinnar um hamfarahlýnun af okkar völdum.
George Orwell dó fyrir 72 árum, en boðskapur hans á enn erindi við okkur og við eigum ekki að sætta okkur við kúgun hins opinbera af því að stjórnmálamenn í auknum mæli eru þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki að þjóna okkur, en telja sig eiga þess í stað að breyta okkur og aðlaga allt í samræmið við það sem Orwell lýsti í bók sinni 1984
3.4.2022 | 08:07
Að vita og gleyma
Í þrætubókalist fáránleikans og rökfærslu sem kennd er við sófista frá því 400 árum fyrir okkar tímatal var hægt að setja fram kenningar sem voru vinsælar á menntaskólaárunum, sbr.
"Þeim mun meira sem þú lærir, því meira veistu. Þeim mun meira sem þú veist, því meiru gleymir þú. Þeim mun meiru sem þú gleymir, því minna veistu. Ergo mikill lærdómur leiðir til minni þekkingar."
Að sjálfsögðu fannst okkur þessi rökfærsla bara aðhlátursefni.
Í grein Michael Deacon í DT í dag fjallar hann um þekkingarleysi unga fólksins á sögunni. Meiri hluti nemdenda veit t.d. ekki hver Mozart var eða hvar London er á landakortinu.
Síðan bendir hann á, að við þurfum e.t.v.ekki að hafa miklar áhyggjur af þekkingarleysi unga fólksins, þar sem vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu í febrúar á þessu ári, að mikil lærdómur og þekking á stuttum tíma geti verið orsök minnistaps á eldri árum, þar sem heilinn hafi ekki lengur svið eða svæði til að geyma alla þekkinguna og þessvegna gleymist og hverfi dýrmætar persónulegar minningar úr vitund okkar.
Sé það staðreynd, að unga fólkið og komandi kynslóðir fái minni fræðslu en fólk fékk á árum áður á það semsagt síður á hættu að lenda í okkar sporum varðandi minnistap og getur því búið sig undir elli með meiri vitund en við sem þurftum jafnvel að læra Latínu.
Svo virðist því greinilega að ekki sé öll vitleysan eins eða af hinu illa.
23.11.2021 | 19:54
Frelsi til að sýkja aðra er vafasamur réttur
Forseti lýðveldisins segði í setningarræðu Alþingis, að frelsi til að sýkja aðra væri vafaasmur réttur.
En hvaða réttur er það. Hefur einhver gefið einhverjum þann rétt. Eru einhversstaðar lagaákvæði eða önnur fyrirmæli sem mælir fyrir um það að fólk eigi þann vafasama rétt.
Raunar alls ekki. Samkvæmt íslenskum rétti hefur engin rétt til að sýkja aðra það er bannað. Það er beinlínis refsivert sbr.175.gr. almennra hegningarlaga 175 sem mælir fyrir um refsingu, fangelsi allt að þrem árum fyrir að valda því að næmur sjúkdómur berist út meðal manna. Einnig mætti vísa í sóttvarnarlög.
Frelsi til að smita aðra er því ekki fyrir hendi í íslensku samfélagi. Það á engin þann rétt. Það er beinlínis refsivert.
Frelsi borgaranna eru mikilvæg undirstaða siðaðra samfélaga og það er mikilvægt að æðstu stjórnendur ríkja og alþjóðlegra stofnana gæti þess að skilgreina það með réttum hætti og gæta þess, að setja frelsið ekki í spennitreyju valdsins.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 106
- Sl. sólarhring: 1283
- Sl. viku: 5248
- Frá upphafi: 2469632
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 4806
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson