Færsluflokkur: Fjármál
15.1.2023 | 22:50
Seint eða aldrei
Fram hefur komið, að fjölþjóðleg fjölmiðlunarfyrirtæki taka stöðugt stærri hlut á íslenska auglýsingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki greiða enga skatta af þessum auglýsingatekjum. Þessum erlendu auglýsendum er því búin þægilegri og kostnaðarminni rekstraraðstaða en innlendum fyrirtækjum.
Sú staðreynd, að erlend auglýsingafyrirtæki greiða engin gjöld og hafa því forskot gagnvart innlendum aðilum hefur verið þekkt um árabil. Staðið hefur upp á Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra að bæta úr þessu og jafna samkeppnisstöðuna innlendra og erlendra auglýsingaaðila. Þrátt fyrir að ræða um málið og lofa aðgerðum að mér skilst frá árinu 2018 hefur hún ekki gert neitt í málinu.
Lilju Alfreðsdóttur hefur bara látið íslenska skattgreiðendur greiða til innlendra einkarekinna fjölmiðlafyrirtækja, á raunar nokkuð hæpnum forsendum miðað við annan fyrirtækjarekstur í landinu, en það er annað mál. Á sama tíma nýtast ekki skatttekjur frá erlendu aðilum.
Þessi ráðherra vanrækir um árabil að vinna vinnuna sína og hlutast til um að erlendu auglýsingafyrirtækin verði skattlögð með þeim hætti að samkeppnisaðstaða þeirra sé a.m.k. ekki betri en innlendra aðila. Hvað á að gera við verklausan ráðherra eins og þennan, sem þykir greinilega betra að vera bara í partýinu.
Því miður er það þannig í opinberri stjórnsýslu á þessu landi einkum það sem heyrir undir stjórnmálamennina að hlutir eru iðulega ekki gerðir nema boð komi frá Brussel. Eða þá að gripið er til seint og illa eða alls ekki sbr. þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Magnússon þáverandi fjármála- og viðskipta- og bankamálaráðherra lofuðu útrekað aðgerðum til að koma í veg fyrir sjálftöku slitastjórna föllnu bankanna. Þar var bara talað talað og malað malað, en aldrei neitt gert. Síðara bankaránið stóð því án aðgerða opinberra aðila um árabil.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2022 | 08:49
Það á ekki að skattleggja almennar launatekjur
Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem tók við völdum árið 1959, Viðreisnarstjórnin, setti sér það markmið, að afnema skatta á almennar launatekjur. Það markmið ættu allar frjálslyndar ríkisstjórnir að setja sér.
Væri svo, mundu öryrkjar og eftirlaunaþegar ekki greiða skatta af örorkubótum og ellilífeyri, sem algjör hneisa. Ekki væri heldur verið að íþyngja frjálu atvinnulífi með greiðslu tryggingargjalds.
Einn helsti fjármálasérfræðingur síðustu ára Peter F. Drucker segir í grein sem hann nefnir Þjóðfélög að markaðshyggjunni liðinni
Fjárlagavinna hefur í raun farið í að segja já við öllu og í þessu efnahagslega umhverfi sem gerir ráð fyrir að það séu engin efnahagsleg takmörk hvað varðar verðmæti sem ríkið geti náð í, verður ríkisstjórnin drottnari þjóðfélagsins og getur mótað það að sinni vild. Gegn um vald fjármagnsins getur ríkið mótað þjóðfélagið að ímynd stjórnmálamannsins. Svona ríki grefur undan grundvelli frjáls þjóðfélags. Kjörnir fulltrúar flá kjósendur sína til hagsbóta fyrir sérstaka hagsmunhópa til að kaupa atkvæði hagsmunahópanna.
Árið 1989 féll kommúnisminn í Evrópu, sú stefna var gjaldþrota Ok kommúnismans fólst í ofurríkisafskiptum og víðtæku eftirlitskerfi hins opinbera með borgurunum. Sú stefna beið skipbrot,en frjálst markaðshagkerfi þar sem einstaklings- og athafnafrelsið fékk að blómstra sigraði.
Sigurinn var skammvinnur. Í sigurvímunni gættu frjálslynd stjórnmálaöfl í Evrópu og víðar ekki að sér og fetuðu mismunandi hratt inn í aukin ríkisafskipti og valdhyggju sósíalistanna.
Hér á landi hafa þau umskipti orðið á vakt þess stjórnmálaflokks sem hefur í orði kveðnu þá stefnu að draga úr ríkisafskiptum, að ríkið leiðir launahækkanir,opinberu starfsfólki fjölgar og það er nú fleira en starfsfólk á almennum launamarkaði. Á sama tíma eykst skattbyrðin á almennar launatekjur launþega.
Í núverandi ríkisstjórn hefur Sjálfstæðisflokkurinn illu heilli gengið í björg með sósíalistunum í átt til síaukinna ríkisafskipta og velgjörða fyrir suma hagsmunahópa.
Brýn nauðsyn er að Sjálfstæðisflokkurinn móti á nýjan leik þá stefnu og framfylgi henni,að skattar á almennar launatekjur verði afnumdir og hætt verði að skattleggja framtíðina með innistæðulausum yfirdrætti á ríkisreikningnum.
Það er ekki til betri kjarabót fyrir launþega.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2022 | 10:06
Var ríkisvaldið skilvirkara á tímum pennans og póstvagnsins
Vöxtur ríkisins frá því að fulltrúalýðræðinu sem við þekkjum var komið á hefur verið ógnvænlegur. Fram að fyrri heimstyrjöld sem hófst 1914 gat engin ríkisstjórn í heiminum náð meiru frá borgurum sínum en örlitlum hluta af þjóðarframleiðslunni. Hlutur ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu var á þeim tíma milli 5 til 6%.
Sjóðir ríkisins voru takmarkaðir og öll ríki hvort heldur þau voru lýðræðisríki eins og Bretland eða keisaradæmi eins og Rússland þurftu að fara mjög varlega varðandi fjárútlát og takmarka þau sem mest. Vegna þess hvað ríkið hafði takmarkaðar tekjur þá gat það ekki tekið að sér að verða þjóðfélagsleg eða fjármálaleg miðstöð. Velferðarkerfi hafði þó verið komið á í nokkrum ríkjum fyrst í Prússlandi seinni hluta nítjándu aldar.
Ríkisvaldið sinnti því meginhlutverki að gæta öryggis borgaranna, lögum, reglu, innanlandsfriði og lágmarksvelferð. Hvernig stóð á því að ríkið gat sinnt þessum brýnustu þjóðfélagslegu verkefnum með því að leggja innan við 10% heildarskatta á borgaranna? Þá er verið að tala um tekjuskatta, eignaskatta, tolla, virðisaukaskatt og aðra skatta hvaða nafni sem þeir nefnast. Getur verið að stjórnkerfi ríkisins hafi verið skilvirkara á öld pennans og hestvagnanna en tölvunnar og bílsins.
Eftir lok síðari heimstyrjaldar 1945 hefur ríkið tekið meira og meira af tekjum þjóðfélagsins til sín. Víða í okkar heimshluta er hlutur hins opinbera meir en helmingur af þjóðarframleiðslunni. Að hluta til taka ríki og sveitarfélög lán hjá framtíðinni fyrir ofureyðslu sína í dag. Æskufólk og ófæddir hafa engan ákvörðunarrétt eða atkvæðisrétt í þeim efnum.
Hér á landi tekur hið opinbera um helming þjóðartekna hvað sem öllum upphrópunum um markaðsþjóðfélag og frjálshyggju líður.
Finnst fólki það í lagi, að ríkið seilist æ dýpra ofan í vasa borgarana og safni auk þess skuldum til að standa undir auknum umsvifum, auknum millifærslum til einstaklinga, og fyrirtækja, gæluverkefna stjórnmálamanna og greiðslum til fólks sem okkur kemur ekkert við?
Fjármál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2022 | 09:11
Nýir skattar og nýar takmarkanir
Sl. fimmtudag komust samningamenn Evrópusambandsins að samkomulagi um að innleiða kolefnis landamæra skatt. Skatturinn á að leggjast á vörur sem fluttar eru til Evrópu frá löndum, sem eru ekki eins loftslagsgalin og Evrópusambandið. Skattlagningin er nýjasta dæmi þess hvernig frelsið er stöðugt takmarkað og meiri hömlur lagðar á þegar regluverk heildarhyggju sósíalískra hugmynda nær fótfestu.
Kolefnisskattar sem Evrópusambandið hefur lagt á fyrirtæki í Evrópu dregur úr samkeppnishæfni þeirra og hækkar vöruverð til neytenda. Þegar það liggur svo fyrir,að önnur lönd eru ekki jafnkolefnisgalin og Evrópusambandið, þá verður að gera eitthvað til að rétta hlut evrópskra samkeppnisfyrirtækja og þá dettur kommissörunum í Brussel aldrei neitt annað í hug en nýir skattar.
Í fréttum í Sunnudagsblaði Financial Times segir frá því að norskir milljónamæringar flýji nú landið í umvörpum vegna sérstaks auðlegðarskatts sem sósíalistarnir í Noregi hafa lagt á. Ofurríka fólkið getur þetta og komið sér hjá óhóflegri skattpíningu, en það getur millistéttin og hinn almenni neytandi ekki.
Ríkisstjórnir sósíalista hafa aldrei skilið það, þ.m.t.ríkisstjórn Íslands, að ofurskattar á framtak einstaklinganna leiða alltaf til verri lífskjara og frelsisskerðingar.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2022 | 10:18
Jólakveðja til komandi kynslóða
Alþingi afgreiddi í gær dýrustu jólakveðju til komandi kynslóða sem um getur. Jólagjöf Alþingis til barnana okkar og barnabarna, er meiri útgjaldaaukning ríkissjóðs, en nokkru sinni fyrr í sögunni og gríðarlegur ríkissjóðshalli um eða yfir 120 milljarðar.
Ekki er nú Kóvídinu til að dreifa eða illu árferði.
Báknið vex meira en nokkru sinni fyrr.
Þeir sem tala um að nóg sé til og við séum svo rík þjóð, að við getum eytt í hvaða vitleysu sem er, ættu að skoða að það kemur að skuldadögunum og við verðum að horfast í augu við það, að lífskjörum í landinu er haldið uppi með skuldasöfnun ríkis- og sveitarfélaga. En um síðir verður að borga fyrir sukkið.
Fólk getur ekki verið endalaust í partíinu þó stjórnmálamennirnir haldi það og timburmennirnir verða þeim mun verri sem partíið stendur lengur.
Hvernig getur það gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, að báknið vaxi sem aldrei fyrr og útgjöld ríkissjóðs aukist sem aldrei fyrr. Finnst Sjálfstæðisfólki þessi ríkissósíalismi vera í lagi?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2022 | 10:08
Bara fyrir ólöglega.
Hér færðu 300 þúsund krónur á mánuði og heilbrigðisþjónustu ef þú þarft á að halda þó þú megir skv. lögum ekki dvelja hérna. Þetta er það sem íslensk stjórnvöld bjóða ólöglegum hælisleitendum, sem hefur verið vísað úr landi.
Ó hve landinn yrði sæll og elska mundi landið heitt, ef hann fengi kr. 300.000 um hver mánaðarmót frá Ríkinu inn á bankareikninginn sinn eins og ólöglega hælisleitendur,fá, sem eru í felum fyrir lögreglunni.
Einhver leiðindaskjóða mundi sjálfsagt benda á, að það gengi aldrei upp, Ríkið færi lóðbeint á hausinn ef það leyfði sér að gera jafnvel við íslenska ríkisborgara og þessa ólöglegu hælisleitendur.
Ríkið er rekið með bullandi halla. Greiðslurnar til ólöglegu hælisleitendanna, sem eru í felum fyrir réttvísinni er kostnaður sem börnin okkar og barnabörn þurfa að greiða í framtíðinni.
Ekki nóg með þetta. Jafnvel þó að Ríkið greiði fargjald ólöglegu hælisleitendanna, fararkostnað og allt að kr. 450.000 í aðlögunarstyrk, þá eru þeir samt í felum og þiggja mánaðarlegan tékka frá íslenskum skattgreiðendum upp á kr.300.000.
Þetta er ekkert nýtt. Svona hefur þetta bull verið í meira en áratug og heldur verið bætt í en dregið úr.
Talandi um mannúð. Þá er kostnaðurinn við einn ólöglegan hælisleitenda svo mikill að þeir peningar sem eytt er í hvern einstakan duga til að fæða og klæða 100 manns í brýnni þörf á átaka- og ófriðarsvæðum. Fólk sem á raunverulega bágt.
Það er nóg komið af því að stjórnmálaelítan í landinu misfari svona með opinbert fé og geri svona hrikalega upp á milli fólksins í landinu og ólöglegu innflytjendanna. Það verður að hætta þessu rugli og sýna þeim stjórnmálaflokkum,sem ætla að halda því áfram, að þeir eigi ekki lengur erindi við kjósendur í landinu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.10.2022 | 09:49
Neytendasamtökin
Aðalfundur Neytendasamtakanna var haldinn í gær. Það var ánægjulegt að sjá, að örlítill rekstrarafgangur var á starfsemi samtakanna á síðasta ári og hefur raunar verið síðustu 3 ár. Rekstrarafgangurinn sýnir fyrst og fremst að þess er gætt að færast ekki of mikið í fang en mörg verkefni sem æskilegt væri að samtökin hefðu afskipti af verða að bíða þar sem tekjur samtakanna eru nánast ekki önnur en félagsgjöld og ríkisstyrkur til að mæta þeirri samfélagsþjónustu sem samtökin sinna á ákveðnum málaflokkum.
Miklvægt er að stjórnvöld veiti meiri fjármunum til Neytendasamtakanna einkum núna þegar verðbólgudraugurinn er farinn að láta á sér kræla. Það er líklegt að það hefði góð áhrif þjóðhagslega, að Neytendasamtökin fengju styrk frá ríkisvaldinu til að fylgjast vel með verðbreytingum á markaðnum og gefa álit á hverjar séu eðlilegar og hverjar ekki.
Við erum öll neytendur sagði John F Kennedy Bandaríkjaforseti á sínum tíma og hefði e.t.v.ekki verið þörf á að taka svo sjálfsagðan hlut fram. En það var engin sem benti á það fyrr en hann gerði það. Nú er sótt að neytendum á ýmsum sviðum.
Loftslagsátrúnaðurinn bitnar á neytendum vegna stórhækkaðs vöruverðs og takmarkana á að nota hagkvæmustu orkugjafa. Á sama tíma hefur ofurauðvaldið fundið leiðir til að græða á öllu saman og stendur í stafni við að boða hamfarahlýnun og aðgerðir gegn henni. Fleiri vitlausar aðgerðri ríkisvaldsins í þeim efnum færir fjármuni í vasa þeirra ofurríku á kostnað neytenda.
Það skiptir máli að við gætum að því hvert stefnir í þjóðfélaginu og stöndum vörð um frjálsa samkeppni sem knýr áfram hagkvæmustu viðskipti og lægsta vöruverð, en gæta þess um leið að ákveðin nauðsynjaþjónusta verður að vera fyrir hendi í þjóðfélaginu og standa til boða fyrir alla.
Neytendasamtökin eru á réttri leið, en það skiptir máli að þau nái að eflast sem allra mest til að þjóusta íslenska neytendur sem allra mest.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2022 | 09:08
Hinir ábyrgðarlausu
Þingmenn Flokks fólksins, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar telja, að þeir sem komu hingað ólöglega á tímum Kóvíd og þóttust ranglega eiga rétt á alþjóðlegri vernd, sbr. niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, skuli samt fá verndina, sem þeir eiga ekki rétt á. Þingmennirnir hafa flutt frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga til að þessir ólöglegu hælisleitendur fái að halda áfram að vera á framfæri skattgreiðenda.
Fólkið, sem um ræðir hefur verið á framfærslu íslenskra skattgreiðenda frá því það kom og er það enn þrátt fyrir að því hafi verið vísað úr landi. Það er eitt af því sem er óafsakanlegt í þessu kerfi, að skattgreiðendur skuli látnir halda áfram að borga fyrir fólk, sem á engan rétt á alþjóðlegri vernd eða vera í landinu yfirhöfuð. Eðlilegt væri að greiðslur til þeirra féllu niður sama dag og niðurstaða kærunefndar útlendingamála liggur fyrir. Kostnaður skattgreiðenda við hvern ólöglegan hælisleitenda er um 500.000 krónur á mánuði.
Þingmenn Flokks fólksins sjá ekkert athugavert við þessa sóun á almannafé, sem hefði t.d. mátt nýta til að draga úr fátækt í landinu eða annarra þjóðþrifa verkefna. Opnun landamæranna er eftirsóknarverðari kostur að þeirra mati.
Þegar ólöglegu hælisleitendunum er gert að fara úr landi, krefjast þingmenn ofangreindra fjögurra þingflokka þess, að þrátt fyrir að viðkomandi eigi engan rétt, þá skuli þeir samt fá hana og vera áfram í landinu á kostnað skattgreiðenda.
Í greinargerð með frumvarpinu segir:
"Hvað sem því líður telja flutningsmenn að umsækjendur, sem ekki hafa orðið við beiðni lögreglu um að mæta í PCR próf verði ekki taldir bera ábyrgð á töfum á máli sínu."
Hver ber þá ábyrgðina? Guð almáttugur eða austanvindurinn?
Hvernig geta þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuþingflokka með mannvitsbrekkuna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, lögfræðing, formann Viðreisnar í forsvari sett frá sér annað eins bull?
Vegna Kóvíd ráðstafana var ekki hægt að koma ólöglegum hælisleitendum frá landinu nema þeir færu í PCR próf. Það neituðu þeir að gera til að ekki væri hægt að flytja þá burt. Þingmenn hins nýja fjórflokks segja, að samt beri ólöglegi hælisleitandinn enga ábyrgð.
Þingmenn með sama hugsunarhátt og þeir sem flytja frumvarp þetta komu í veg fyrir að stjórnvöld gætu gripið til aðgerða m.a. þeirra að þvinga ólöglega hælisleitendur í próf eins og PCR próf eða sæta rannsókn varðandi aldur. Samt skulu skattgreiðendur einir að bera alla ábyrgð og taka beri réttarvörslukerfi landsins úr sambandi vegna þessa fólks, sem átti aldrei neinn rétt en hefur kostað skattgreiðendur milljarða króna, að mati þingmanna hins nýja fjórflokks.
Flokkarnir fjórir reyna enn sem fyrr að fiska í gruggugu vatni, en með því gera þeir sig ómerkilega og vega að grunnstoðum þess réttarvörslukerfis sem við búum við en ekki bara það.
Sama krónan verður ekki notuð tvisvar og þeir ólöglegu hælisleitendur sem þráast við að fara úr landi, taka upp pláss þeirra sem raunverulega eru í neyð. Til að kerfið virki fyrir þá sem eru í neyð verður að fara að lögunum og þingmenn þingflokkana fjögurra eru ekki að gera neitt annað en samsama sig með smyglhringjum sem koma ólöglegum hælisleitendum til landa Evrópu og þjálfa þá í að bregðast við spurningum stjórnvalda. Kristna fólkið í Miðausturlöndum sem býr við hvað verstu kjörin og mestu ofsóknirnar eru ekki í þeim hópi sem smyglararnir færa á milli landa, heldur aðallega hlaupastrákar um 90% ungir karlmenn og það er fyrir þennan hóp sem þingflokkar Viðreisnar, Flokks fólksins, Samfylkingar og Pírata vilja opna landamærin og láta skattgreiðendur halda áfram að greiða þeim meðlag upp á hálfa milljón á mánuði með hverjum einstaklingi og tryggja það að þúsundir komi í kjölfar þeirra.
Ef til vill á það best við þessa gæfulausu þingmenn að segja eins og Jón Hreggviðsson sagði forðum:
"Vont er þeirra ránglæti en verra er þeirra réttlæti."
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2022 | 08:06
Verðbólga og viðbrögð Alþingis
Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands nálgast tveggja stafa tölu. Verðbólga á Íslandi magnast og það skiptir því miður litlu máli hvað Seðlabankinn spriklar þegar ríkisstjórnin er upptekin við að prenta peninga, sem innistæða er ekki fyrir.
Ríkisstjórnin mætti hinsvegar hafa í huga, að þegar þú borgar fólki fyrir að gera ekki neitt og prentar peninga í því skyni þá færðu verðbólgu það er óhjákvæmilegt bara spurning hvenær.
Verðbólga dregur úr kaupmætti launa og leiðir til gengisfellingar íslensku krónunnar. Verðtryggð lán hækka og vextir óverðtryggðra lána hækka líka og hjá því verður ekki komist í slíku ástandi.
Þetta er eitt alvarlegasta vandamálið sem blasir við þjóðinni. Þessvegna hefði verið brýn nauðsyn að þingmenn þjóðarinnar ræddu þennan mikla aðsteðjandi vanda lausnamiðað í stað upphrópana.
Því miður er stjórnarandstaðan upptekin við að reyna að auka fátækt í landinu og valda auknum erfiðleikum í velferðarkerfinu með því að opna landamærin upp á gátt. Kemur á óvart að Viðreisn en einkum Flokkur fólksins skuli taka þátt í þessum leik, sem er ætlaður til að öll vinna í sambandi við vandaða málsmeðferð varðandi hælisleitendur verði gerð að engu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2022 | 11:53
Ofurlaunin
Í gærkvöldi var frásögn af ofurlaunum nokkurra forstjóra ríkisfyrirtækja, fyrirtækja sem tengjast hinu opinbera með einum og öðrum hætti og örfárra annara. Það er ljóst að ríkið leiðir ofurlaunaþróun í landinu. Svo hefur verið frá síðasta úrskurði Kjararáðs, en þar var ákveðið að embættismannaaðallinn skyldi fá ofurlaun miðað við aðra landsmenn.
Finnst einhverjum skrýtið að lægra settir opinberir starfsmenn eða almennir launþegar á hinum frjálsa markaði reki í rogastans þegar þeim er sagt að hækki 700 þúsund króna mánaðarlaunin þeirra, þá setji það hagkerfið á hliðina, en 6 milljón króna laun ríkisforstjórans og hækkun þeirra um eina milljón skipti engu máli.
Á sama tíma segist fjármálaráðherra í viðtali við Viðskiptablaðið að hann þurfi að fá lán til að borga launin þar sem ríkissjóður hefur ekki verið sjálfbær frá árinu 2018.
Sérkennileg vegferð í þjóðfélagi.
Þeim þjóðfélögum vegnar best, þar sem launamunur er lítill. Það eru gömul sannindi og ný.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 80
- Sl. sólarhring: 466
- Sl. viku: 2114
- Frá upphafi: 2504901
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 1994
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson