Leita í fréttum mbl.is

Bush lætur ekki að sér hæða.

George W. Bush forseti Bandaríkjanna lætur ekki að sér hæða. Á fundi þar sem hann talaði um hvernig mætti bæta heilsu og líklamlegt ástand sagði hann:

"Með því að velja það rétta getum við valið það rétta fyrir framtíðina" Skarpviturt eins og margt sem frá honum kemur.

Nú má segja að kjósendur eigi þess kost að velja það rétta fyrir framtíðina. Áframhaldandi okurstjórn eða kjósa Frjálslynda flokkinn til að taka til í þjóðfélaginu.


Eftirlaunalögin eru spilling.

Barátta Ingibjargar Sólrúnar gegn eftirlaunfrumvarpinu var rós í hnappagat hennar. Nú virðist hins vegar flokkseigendafélag Samfylkingarinnar vera búið að yfirtaka málið og kemur í veg fyrir að eðlileg tillaga nái fram að ganga. Það er ekkert annað en fyrirsláttur að segja að tillagan sem Valgeður Bjarnadóttir bar fram sé ekki tæk til efnislegrar umræðu.

Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna verður að afnema. Það eiga sömu reglur að gilda fyrir alla landsmenn.  Sérhagræði fyrir þingmenn og ráðherra varðandi eftirlaun er spilling. Burt með spillinguna.

Nái ég kjöri mun ég leggja fram frumvarp fyrir næstu jól um afnám sérréttinda þingmanna og ráðherra til eftirlauna. Þá reynir á hvað Samfylkingin og fleiri vilja í raun gera í málinu. Látum á það reyna.


mbl.is Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 92
  • Sl. sólarhring: 820
  • Sl. viku: 3682
  • Frá upphafi: 2560552

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 3463
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband