Leita í fréttum mbl.is

Eftirlaunalögin eru spilling.

Barátta Ingibjargar Sólrúnar gegn eftirlaunfrumvarpinu var rós í hnappagat hennar. Nú virðist hins vegar flokkseigendafélag Samfylkingarinnar vera búið að yfirtaka málið og kemur í veg fyrir að eðlileg tillaga nái fram að ganga. Það er ekkert annað en fyrirsláttur að segja að tillagan sem Valgeður Bjarnadóttir bar fram sé ekki tæk til efnislegrar umræðu.

Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna verður að afnema. Það eiga sömu reglur að gilda fyrir alla landsmenn.  Sérhagræði fyrir þingmenn og ráðherra varðandi eftirlaun er spilling. Burt með spillinguna.

Nái ég kjöri mun ég leggja fram frumvarp fyrir næstu jól um afnám sérréttinda þingmanna og ráðherra til eftirlauna. Þá reynir á hvað Samfylkingin og fleiri vilja í raun gera í málinu. Látum á það reyna.


mbl.is Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Allir í nefndinni voru sammála um að breyta frumvarpinu, menn voru bara ekki sammála um aðferðina. Skipuð var alsherjanefnd og ekki náðist samstaða um aðferðina að breytingum.

Tíminn  á landsfundinum var ekki nægur, þessvegna var tillögu vísað til frekari skoðunar. En eftirlaunafrumvarpinu verður breytt.

Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Í samþykktri stjórnmálaályktun Landsfundar Samfylkingarinnar, sem og í stefnuræðu formanns kemur skýrt fram að flokkurinn muni taka upp hin umdeildu eftirlaunalög sem í reynd búa til tvær þjóðir í landinu eða yfirstétt sem er svo fjarri því að deila kjörum sem landsmönnum að það sker í augu.

Landsfundur Samfylkingarinnar hefur því samþykkt afdráttarlausa stefnu og kosningaloforð í þessu máli.

Eftir þá afdráttarlausu afgreiðslu er sérkennilegt að sjá að sú afgreiðsla landsfundarins að taka ekki til afgreiðslu eina mögulega útfærslu á frumvarpi til laga um breytingar á málinu sé túlkuð sem eitthvert hik.

Við afgreiðslu stjórnmálaályktunar og í stefnuræðu formanns var ekkert hik. Stefnan og markmiðið er skýrt og afgreitt af æðsta valdi í málefnum Samfylkingarinnar.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 14.4.2007 kl. 17:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er sama hvaðan gott kemur í þessum efnum, og gott að vitað að þessir tveir flokkar eru samstíga í þessu eins og svo mörgu öðru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 18:09

4 Smámynd: Jón Magnússon

Gott ef Samfylkingin stendur við að leggja fram og/eða styðja tillögu um afnám eftirlaunalaganna. Skv fréttinni þá eru áhöld um það en hafa skal það sem sannarar reynist.

Jón Magnússon, 14.4.2007 kl. 18:25

5 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Skiljanlega veldur fréttin misskilningi því þar kemur ekki fram meginpunkturinn í röksemdum alsherjarnefndar landsfundarins fyrir því að afgreiða ekki texta lagafrumvarps um eina útfærslu, semsé þá að þetta sé í sjálfri stjórnmálaályktuninni. Sú lykilstaðreynd er falin á bakvið skammstöfunina "m.a." í þessum hluta fréttarinnar:

"Sagði Kristrún tillögu um efnisumfjöllun upphaflega hafa verið vísað frá á þeim grundvelli að hún hafi verið sett fram í formi lagafrumvarps og slíkt sé ekki í samræmi við starfshefðir flokksins. Hún telji hins vegar að vilji flokksins í málinu hafi komi mjög skýrt fram á fundinum m.a. í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokksins í gær."

E.t.v. má segja að eðlilegra hefði verið af blaðamanni Morgunblaðsins að geta hins, þ.e. að fundurinn væri að afgreiða skýra stefnu í málinu en hver miðill hefur sinn stíl í upplýsingamiðlun.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 15.4.2007 kl. 00:14

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þó að Ingibjörg Sólrún ná að fella eftirlaunalögin úr gildi þá nær hún þeim varla afturvirkt til baka af þeim sem hún vildi helzt ? Eða hvað heldur þú Jón lögfræðingur ? Og kannske á Össur líka hagsmuna að gæta .

Halldór Jónsson, 16.4.2007 kl. 21:44

7 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór við skulum fella þessi sérréttindi úr gildi og  láta þá Jón Baldvin, Jón Sigurðsson, Svavar Gestsson alþýðuforingjana sækja rétt sinn fyrir dómstólum ef þeir vilja gera það sér til háðungar og sama með Seðlabankastjóra, ritstjóra Fréttablaðsins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar.

Jón Magnússon, 16.4.2007 kl. 22:52

8 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór við skulum fella þessi sérréttindi úr gildi og  láta þá Jón Baldvin, Jón Sigurðsson, Svavar Gestsson alþýðuforingjana sækja rétt sinn fyrir dómstólum ef þeir vilja gera það sér til háðungar og sama með Seðlabankastjóra, ritstjóra Fréttablaðsins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar.

Jón Magnússon, 16.4.2007 kl. 22:53

9 identicon

sammála þetta er algjör spilling frá Davíð

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 761
  • Sl. sólarhring: 1424
  • Sl. viku: 8573
  • Frá upphafi: 2310280

Annað

  • Innlit í dag: 725
  • Innlit sl. viku: 7861
  • Gestir í dag: 699
  • IP-tölur í dag: 683

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband