Leita í fréttum mbl.is

Sjónvarpsþáttur í Reykjavík Suður.

Umræðurþáttur efstu manna á framboðslistum flokkana í Reykjavík suður var í dag kl. 14. Þátturinn verður endursýndur að lokinni venjulegri dagskrá á morgun sunnudag. Það er annars merkilegt með Ríkissjónvarpið að það skuli nota hvað ómögulegustu útsendingartíma fyrir þessa umræðuþætti.

Þá er það til viðmiðunar vonandi í næstu þáttum að skipulag þeirra verði vitlegra en það sem var í dag. Í fyrsta lagi er byrjað á að kynna samkvæmisleik fjölmiðlamanna sem heitir skoðanakönnun. Umræður um skoðanakönnunina stóðu síðan um fjórðung þáttarins. Þá var komið að málefnum sem þáttastjórnendur tóku ákvörðun um hver skyldu vera.

Í fyrsta lagi var talað um velferðarmálin sem var mikilvægt að ræða. Þá var rætt um samgöngur í Reykjavík og flugvöll. Flugvöllurinn var raunar mikið á dagskrá í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en er ekki máli núna.

Því miður komust ekki að brýn mál eins og innlfytjendamál en skv. forsíðu Morgunblaðsins streyma útlendingar inn í landið sem aldrei fyrr.

Það var ekki tími til að ræða um gjafavkótann. Það var ekki tími til að ræða um efnahagsmálin og áfram mætti halda.

Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að koma að mörgum málum þegar 6 svarendur eru en það þarf að hugsa þetta upp á nýtt til þess að skoðanaskiptin verði markvissari og meiri upplýsingar komist til kjósenda. Þá þarf að hafa þessa þætti á útsendingartímum sem eitthvað áhorf er á.

Ég get hins vegar ekki kvartað yfir minni frammistöðu miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið. Raunar má segja að allir oddvitarnir hafi komist vel frá þættinum.

Ríkissjónvarpið hefur meiri skyldur við lýðræðið en þetta. Það verður að gangast fyrir víðtækari kynningu á mönnum og málefnum. Svona kynningar þjóna því miður allt of litlum tilgangi.


Bloggfærslur 21. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 90
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 3680
  • Frá upphafi: 2560550

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 3461
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband