Leita í fréttum mbl.is

Góđur fundur í Breiđholtsskóla. Umrćđa eyđir fordómum

Ég var á góđum fundi međ frambjóđendum hinna flokkana í Breiđholtsskóla í kvöld. Ţar komu m.a. fram ađ ákveđin vandamál hafa komiđ upp í grunnskólum í hverfinu vegna vanrćkslu ríkisstjórnarinnar á ađ sinna ţeim mikla straumi innflytjenda sem sest hefur hér ađ á undanförnum árum. Ljóst er ađ sú umrćđa sem viđ Frjálslynd hófum voriđ 2006 um vanrćkslu ríkisstjórnarinnar í ţessum efnum á fullan rétt á sér.  Ţađ skiptir máli ađ gera vel viđ ţá sem hingađ koma og  gćta ţess ađ íslenskt velferđarkerfi starfi međ eđlilegum hćtti.

Viđ Frjálslynd höfum ítrekađ bent á ađ vandamáliđ er ekki innflytjendurnir. Vandamáliđ er of margir á skömmum tíma. Vandamáliđ er síđan fyrst og fremst ráđleysi og vanrćksla ríkisstjórnarinnar á ađ taka á málum ţannig ađ öllum sem hingađ eru komnir sé tryggđ mannréttindi og möguleikar til ađ ađlaga sig ađ ţjóđfélaginu.

Sem betur fer gera fleiri og fleiri sér grein fyrir ađ sú umrćđa sem viđ Frjálslynd höfum haft um ţessi málefni er ţörf og til ţess fallin ađ eyđa fordómum og búa svo um hnútana ađ hér skapist ekki vandamál í framtíđinni. Ţeir sem hafa reynt ađ afflytja ţessa umrćđu gera öllum ógagn. Umrćđa á ađa eyđa fordómum. Ţannig höfum viđ nálgast máliđ viđ Frjálslynd og munum halda áfram ađ gera ţađ.


Ríkisútgjöld hćkka. Ábyrgđ Sjálfstćđisflokksins.

Í riti Seđlabanka Íslands, Peningamál, 1. hefti 2007 segir ađ hlutfall ríkisútgjalda muni hćkka. Á árinu 2006 var hlutfall útgjalda hins opinbera 41.5% af landsframleiđslu.Seđlabankinn spáir ađ hlutfall útgjalda af landsframleiđslu áriđ 2009 verđi 49% af landsframleiđslu og miđar ţá viđ svipađri hćkkun samneyslu og undanfarin ár en hćgari vexti landsframleiđslu.

Ţetta er stađan eftir ađ Sjálfstćđisflokkurinn er búinn ađ sitja óslitiđ í ríkisstjórn lengur en yngstu kjósendur muna. Sjálfstćđisflokkurinn hefur mörg góđ mál á stefnuskrá sinni og segist berjast fyrir ţeim. Eitt ţeirra er ađ draga úr skattheimtu og ríkisútgjöldum. Sem ungur Sjálfstćđismađur tók ég ţátt í ađ móta og berjast fyrir stefnu sem viđ nefndum "Bákniđ burt". Nú hefur Sjálfstćđisflokkurinn svikiđ ţessa grunnstefnu sína í tćpa tvo áratugi.

Er ekki kominn tími til ađ kjósa fólk sem hvikar ekki í ţeirri stefnu ađ draga úr ríkisbákninu og lćkka skattana?  Verđi ég kosinn ţingmađur mun ég beita mér fyrir ţví draga úr ríkisbákninu og lćkkun skatta. Draga úr miđstýringu og auka möguleika einstaklinganna til ađ njóta sín sem frjálst fólk.

Verđi sama ríkisstjórn munu launţegar ekki fá útborgađa nema 39 krónur af hverjum 100 ţví ađ 49 tekur hiđ opinbera og 12 krónur taka lífeyrissjóđirnir. Breytum ţessu.

X-F er ávísun á betri lífskjör.


Sjálfstćđisflokkurinn hefur engar lausnir í velferđarmálum.

Í umrćđuţćtti efstu manna á frambođslistum í Reykjavík Suđur kom í ljós í máli formanns Sjálfstćđisflokksins ađ flokkurinn hefur engar lausnir í velferđarmálum. Stađan er sú ađ fjöldi öryrkja og aldrađra á ekki fyrir mat út mánuđinn. Formađur Sjálfstćđisflokksins talar um almennar skattalćkkanir.  Ţćr skattalćkkanir koma vinum hans sem eru međ milljón á mánuđi helst til góđa. Skipta láglaunafólkiđ minna máli.

 Raunhćfustu tillögurnar í velferđarmálum erum viđ Frjálslynd međ. Viđ viljum hćkka skattleysismörk í 150. ţúsund og gefa fólki kost á ađ vinna sér inn milljón á hverju ári án ţess ađ bótagreiđslur skerđist. Ađ sjálfsögđu eru ţetta ekki fastar tölur heldur mundu breytast í takt viđ ţađ ađrar breytingar í ţjóđfélaginu t.d. vegna verđ- og tekjubreytinga.

Enginn flokkur sem býđur fram viđ ţessar Alţingiskosnignar hefur jafn skýra stefnumörkun og Frjálslyndi flokkurinn.  X-F á kjördag er krafa um velferđarstjórn fyrir ţá sem á ţurfa ađ halda.


Bloggfćrslur 26. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 134
  • Sl. sólarhring: 781
  • Sl. viku: 3724
  • Frá upphafi: 2560594

Annađ

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 3503
  • Gestir í dag: 128
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband