Leita í fréttum mbl.is

Jónína Bjartmars og ríkisborgararéttur tengdadótturinnar.

Sumir muna e.t.v. eftir hremmingum við stjórnarmyndun borgaraflokkana í Svíþjóð eftir síðustu kosningar þar sem tvær konur sem áttu að verða ráðherrar urðu að hætta við það.

Það var leiðinlegt að sjá þau Bjarna Bendiktsson Guðjón Ólaf Jónsson og Guðrúnu Ögmundsdóttur segja það í sjónvarpinu að allt hefði verið í lagi með afgreiðslu á máli tengdadóttur Jónínu Bjartmarz og og þau hefðu ekki vitað um þessi tengsl. Þessar staðhæfingar þeirra  eru rangar.

Það er verklagsregla þegar mál eins og mál tengdadóttur Jónínu eru til skoðunar hjá 3 manna nefnd Alsherjarnefndar Alþingis að kannað er sérstaklega hvar viðkomandi einstaklingur býr, fjárhagsaðstæður og hverjum viðkomandi tengist hér á landi. Hafa verður í huga að þegar málið komi til skoðunar á borði þeirra Bjarna Benediktssonar, Guðjóns Ólafs og Guðrúnar að þá hafði umsókn tengdadótturinnar verið hafnað af útlendingaeftirlitinu og dómsmálaráðuneytinu.

Þriggja manna nefnd alsherjarnefndar sem þau Bjarni, Guðjón og Guðrún sátu í bar að athuga mál og stöðu tengdadóttur Jónínu í samræmi við verklagsreglur í nefndinni. Það hljóta þau að hafa gert og vitað nákvæmlega um stöðu mála og tengsl stúlkunnar við Jónínu. Annars hefðu þau  brotið gegn þeim starfsreglum sem hafa verið viðhafðar í alsherjarnefnd. Hafi þau lagt til að stúlkunni væri veittur ríkisborgararéttur án þess að hafa kannað málið með eðlilegum hætti  þá hafa þingmennirnir vanrækt starfsskyldur sínar. Hvorki staðhæfingar og skýringar þingmannana í Alsherjarnefnd Alþingis né skýringar Jónínu Bjartmars standast skoðun.  Því miður.


Sjálfstæðisflokkurinn eyðir mestu en ekki minnstu

Í Morgunblaðinu í dag er segt frá auglýsingarkostnaði stjórnmálaflokkana. Margir Sjálfstæðismenn halda því fram í fullri alvöru að þessar upplýsingar Morgunblaðsins sýni ótvírætt að Sjálfstæðisflokkurinn eyði minnstum peningum í kosningabaráttuna en það er rangt.

Sjálfstæðisflokkurinn er með yfir 100 manns á launum í kosningabaráttunni eða mun fleiri en nokkur annar flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er með flesta launaða starfsmenn allt árið. Kosnigabarátta er ekki bara nokkrar vikur fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með flestar kosningaskrifstofur og birtir þar auglýsingar í gríð og erg. Fleira mætti nefna.

Þegar allt er talið þá liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn eyðir langmest í kosningabaráttuna beint.

Það er líka til að taka að stjórnarflokkarnir nota fé skattgreiðenda óspart í kosningabaráttunni. Ráðherrar láta mynda sig við að klippa á borða eða taka skóflustungur fyrir mannvikjum og öðru þess háttar.  Það heitir ókeypis auglýsing en til upprifjunar fyrir þá Frjálshyggjumenn sem enn styðja þennan stjórnlynda sósíaldemókratíska flokk Sjálfstæðisflokkinn skal á það bent að Milton Friedman sagði á sínum tíma "There aint no such thing as free lunch". Þannig er það heldur ekki með skóflustungu pólitík ráðherrana. Skattgreiðendur borga.


Frjálslyndir vilja eyða biðlistum.

Mér fannst þessi frétt nokkuð sérstök vegna þess að Frjálslyndir hafa haft það á stefnuskrá sinni að eyða biðlistum m.a. þeim biðlistum sem um ræðir í fréttinni án þess að ástæða hafi þótt til þess af fjömiðlum að slá því upp eða geta sérstaklega ummæla frambjóðenda Frjálslyndra í þessu efni.

Ég hef sérstaklega vakið athygli á velferðarhallanum eins og ég kalla það sem hefur skapast í tíð ríkisstjórnarinnar þar sem þeir sem lakast eru settir hafa ekki fengið í sinn hlut þann bata sem orðið hefur á lífskjörum almennings í landinu. Þess vegna er brýnast að leiðrétta velferðarhallann. Eyða biðlistum og borga öryrkjum og öldruðum sómasamlegar bætur og lífeyri. Velferðarkerfið á Íslandi á að bjóða þeim sem þurfa á því að halda mannsæmandi lífskjör. Ekki bara brýnustu lífsnauðsynjar heldur mannsæmandi lífskjör.

Einn vinur minn er búinn að bíða í marga mánuði eftir aðgerð. Hann gengur um á hverjum degi bryjðandi verkjapillur og skakkur vegna vanlíðunar. Þetta er aðgerð sem tekur ekki langan tíma. En hann er á biðlistanum. Hvað skyldi það kosta þjóðfélagið að sinna ekki slíkum aðgerðum. Þessi vinur minn er hættur að geta sinnt vinnunni sinni. Hvað þarf hann að bíða lengi í kvöl? Það er spurning sem allt of margir þurfa að spyrja.


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðstefna um málefni innflytjenda.

Ég var á athyglisverðri ráðstefnu í dag sem Veraldarvinir gengust fyrir um málefni innflytjenda. Það var gaman að sjá að talsmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kannast ekkert við það sem þeir bera ábyrgð á í málefnum innflytjenda. Þannig gátu þær Guðfinna Bjarnadóttir frá Sjálfstæðisflokki og Sæunn Stefánsdóttir frá Framsóknarflokki engu svarað þegar ég beindi til þeirra spurningum um innflytjendalöggjöfina sem sýndi fram á hvað málflutningur þeirra var innantómur og í miklu ósamræmi við það sem flokkar þeirra standa raunverulega fyrir. Það var fátt um svör.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera ábyrgð á því að undanþágan við óheftum innflutningi fólks frá nýju Evrópusambandsríkjunum var ekki nýtt. Þessir flokkar bera ábyrgð á því að ekkert var gert til að taka vel á móti þeim sem hingað komu og þeir bjuggu og búa iðulega í ófullnægjandi húsnæði og  án nauðsynlegra mannréttinda. Þegar við Frjálslynd bentum á þetta þá snéru þeir út úr umræðunni og sökuðu okkur um að vera fjandsamlegir innflytjendum. Málflutningur þessa fólks dæmir það að lokum

 Á fundinum var bent á siðferðilega skyldu okkar vegna m.a. ástandsins í Írak. Ég er sammála því að við berum siðferðilega ábyrgð vegna skammsýni forustumanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem kemur heiðarlega fram í málefnum innflytjenda og bendir á vanda sem þarf að ræða. Framsóknarflokkurinn bauð 150 innflytjendum í mat og drykk í gær til að reyna að sannfæra þá um að Framsóknarflokkurinn væri vænn. Sú tilraun hefur vonandi mistekist.


Bloggfærslur 29. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 100
  • Sl. sólarhring: 804
  • Sl. viku: 3690
  • Frá upphafi: 2560560

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 3471
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband