Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir hlé á viðræðum.

Það er sérkennilegt að forustumenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins skuli hafa gert hlé á viðræðum sínum.  Slíkt orðalag er helst þekkt við kjarasamninga þegar aðilar telja örvænt um að þeir nái saman og tilgangslaust sé að halda áfram að sinni.  Það á þó sennilega ekki það sama við hér miðað við yfirýsingar þeirra um að þau muni halda áfram og engin sérstök ágreiningsmál séu uppi.

Hvað sem líður fullyrðingum þeirra Geirs og Ingibjargar þá virðist einhver fyrirstaða vera sem flokksformennirnir telja nauðsynlegt að unnið sé úr áður en lengra er haldið. Annars þyrfti ekki að gera hlé. Svona hlé eru notuð til að tala við þingflokkana og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi viðræðum. Fróðlegt að vita hvað er að.

 


mbl.is Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö milljarðar.

Það var hringt í mig vegna bloggfærslunar um Kamb og mér sagt að kvótaeign fyrirtækisins væri 7 milljarðar en ekki 5 eins og komið hefur fram í fréttum.

Hvað segir Einar Oddur og Einar Kristinn þingmenn kjördæmisins til margra ára. Eru þeir ekki stolltir af störfum sínum fyrir Vestfirðinga. Eða þjóna þér e.t.v. bara kvótagreifum?

 Af hverju skyldi þetta ekki hafa komið fram fyrir kosningar?


Getur nokkur stundað veiðar og vinnslu?

Stjórnandi fyrirtækisins Kambs á Flateyri segir að forsendur rekstrarins brostnar. Fyrirtækið á 5 milljarða í kvóta sem það ætlar að selja. 

Fyrirtæki sem á 5 milljarða virði í kvóta er ágætlega sett. Fyrst það getur ekki haldið áfram rekstri hvað þá sem hina sem minni eða jafnvel engan kvóta eiga?

Eigendur Kambs eru að innleysa kvótagróðann. Siðferðileg ábyrgð á fólkinu sem vinnur hjá fyrirtækinu er engin. Hvað á unga konan að gera sem keypti hús á Flateyri í fyrrahaust af því að hún fékk framtíðaratvinnu hjá Kambi? Hún getur ekki selt húsið eins og Kambur kvótann. Stjórnendur Kambs bera enga ábyrgð á vanda hennar.

Þetta er eitt dæmi um ranglæti kvótakerfisins. Fáir útvaldir fengu auðlindina gefna. Þeir geta farið með hana eins og þeir vilja. Nýtt hana, leigt hana eða selt. Þeir sem vinna við sjávarútveg eiga hins vegar ekkert. Þeim er ekkert gefið heldur frá þeim tekið ef kvótagreifanum hentar.

Það er kominn tími til að afnema óréttlátt kvótakerfi það eru hagsmunir fólksins í landinu.


Um hvað er deilt í stjórnarmyndunarviðræðunum?

Fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum eru af fólki sem segist vera í textavinnu og engin vandamál séu á ferðinni. Myndir eru birtar af glaðbeittum foringjum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins og ástaratlotum þeirra. Þeir sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum virðast hafa það markmið umfram önnur að ná völdum hvað sem það kostar.

Um áratuga skeið hefur sá ósiður viðgengist að þeir stjórnmálamenn sem ráða hafa skipað vini sína og samherja í stöður og launuð ráð og nefndir. Keypt hefur verið sérfræðiþjónusta svokölluð fyrst og fremst til að færa peninga frá skattborgurunum til þóknanlegra einstaklinga í stuðningsliði viðkomandi ráðherra. Biðröðum er ruglað til hasbóta fyrir þá sem eru þóknanlegir en þeir sem áttu fremur skilið að komast að verða áfram út undan.  Íslenska þjóðin er því miður orðin svo samdauna þessu ástandi að fólk er hætt að skilgreina þetta sem spillingu.

Í stjórnarmyndunarviðræðunum er ekki deilt um neitt. Vinnan er fólgin í því að setja saman nógu og loðin fagurgala. Átökin verða um ráðuneyti hvors flokks.

Ég tel að ráðherrar séu of margir og ráðuneyti of mörg. Ráðherrar þyrftu ekki að vera fleiri en 8 jafnvel færri. Fjöldi ráðherra verður fyrsta vísbending um hvort að halda á áfram á braut bruðlsins og óráðssíunar í ríkisrekstrinum. Sumir sögðu að þegar Ingibjörg Sólrún tók við sem borgarstjóri hafi ekkert annað breyst í rekstri borgarinnar en það að stuðningsfólk R listans var skipað í öll embætti, ráð og nefndir. Engin breyting varð á stjórnsýslunni sem Sjálfstæðislfokkurinn hafði byggt upp. Hvaða vandamál ættu þá að vera hugmyndafræðilega milli Ingibjargar og Geirs?


Bloggfærslur 21. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 375
  • Sl. viku: 4383
  • Frá upphafi: 2558816

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 4099
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband