Leita í fréttum mbl.is

Þá er komið andlit á ríkisstjórnina

Loksins er komið andlit á ríkisstjórnina og ástæða til að óska því fólki sem sest í ríkisstjórnina til hamingju og farsældar í starfi. Miklu skiptir að ráðherrar skili góðu dagsverki. Ekkert kom á óvart við skipun ráðherra Sjálfstæðisflokksins enda gamall stjórnar- og kerfisflokkur. Val Samfylkingarinnar kemur  heldur ekki á óvart nema hvað varðar skipan Björgvins G. Sigurðssonar í sæti viðskiptaráðherra. Ég var ánægður að sjá að fyrrverandi stjórnarmaður í Neytendasamtökunum skuli nú vera orðinn viðskiptaráðherra og vænti þess að hann eigi eftir að taka undir með mér í þinginu varðandi brýn hagsmunamál neytenda í landinu.

Þó andlitin séu komin og skipun í ráðherraembætti þá er þó enn eftir að sjá fyrir hvað stjórnin stendur. Hvað flokkarnir hafa samið um. Ég hef beðið mun spenntari eftir því.

Nýr utanríkisráðherra byrjar sennilega á að taka okkur af lista yfir hinar viljugu þjóðir og hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Var það ekki annars höfuðmálin sem Samfylkingin stóð fyrir í utanríkismálum?


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður

Mér er sagt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sé einskonar guðmóðir þeirrar ríkisstjórnar sem er að fæðast. Hún hafi lagt á ráðin og viljað slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sé þetta rétt þá væri e.t.v. ekki úr vegi að kalla samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðísflokksins "Þorgerði"  Nema annað nafn finnist betra.

Fróðlegt verður í ljósi frétta síðustu daga að sjá með hvaða loðmullu kvótakerfið verður afgreitt í stjórnarsáttmálanum og hvort Samfylkingarmenn standi við það að afnema bæri kvótakerfið sem væri mesta ranglæti Íslandssögunnar.

Ástandið á Flateyri þar sem braskararnir taka sitt en fólkið sem hefur atvinnu af sjávarútvegi og á allt sitt undir bæði atvinnu og eignir ætti að hafa sýnt þeim sem setið hafa við stjórnarmyndun fram á nauðsyn þess að afnema óréttlætið.


mbl.is Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu kynntur stjórnarsamningurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærin eru tekin að láni.

Grein sem Víglundur Þorsteinsson skrifar í Morgunblaðið í dag um peningastefnuna vekur athygli. Víglundur  hefur lengi verið í forustu íslenskra iðnrekenda og víðar og forustumaður í  Sjálfstæðisflokknum. Hann gefur peningastefnunni þá einkunn að hún hvetji til skammsýnna aðgerða. Góðærin eru tekin að láni. Á sama tíma lenda samkeppnis- og útflutningsgreinar í aðstæðum sem leiðir til samdráttar  hjá þeim og þvingaðar til spákaupmennsku og erlendrar lántöku til að fjármagna viðskiptahallann.

Harðari dóm yfir peningastefnu ríkisstjórnar og Seðlabanka hef ég ekki séð úr röðum Sjálfstæðismanna. Hvað sem því líður þá er allt satt og rétt sem Víglundur Þorsteinsson segir í ágætri grein sinni í Morgunblaðinu. Fölbleikt sólarlag Geirs og Ingibjargar gæti því komið fyrr en sumir hafa spáð.

 


Bloggfærslur 22. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 63
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 4428
  • Frá upphafi: 2558861

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 4139
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband