Leita í fréttum mbl.is

Öryggisráðið.

Nýr utanríkisráðherra mun berjast fyrir því að íslendingar fái kjörinn fulltrúa í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Til hvers vita bara innvígðir og innmúraðir stjórnmálamenn. Þá segist hún ekki ætla að fjölga sendiráðum. Það er út af fyrir sig. En var ekki spurningin um að fækka þeim? Er bruðlið ekki orðið nógu víðfemt í utanríkisþjónustunni. Þá er spurning hvort formaður Samfylkingarinnar ætlar að styðja það að NATO verði áfram í Afghanistan og íslenskir "friðargæslumenn" verði þar áfram. NATO var og á að vera varnarbandalag og dugði vel sem slíkt meðan það hélt sér innan þeirra marka.

En hvað segir utanríkisráðherra sem hefur marsérað undir kjörorðinu Ísland úr NATO og hvað með listann um viljugu ríkin sem eru siðferðilegur stuðningur við innrásina í Írak. Er það í lagi núna?

Fróðlegt að vita hvað Samfylkingarfólk segir um nýa stefnu flokksins í utanríkismálum.


Bloggfærslur 28. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 385
  • Sl. viku: 4374
  • Frá upphafi: 2558807

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4091
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband